Morgunblaðið - 05.01.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.01.2004, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2004 35 Kl. 6.30, 8.30 og 10.30. Með ensku tali. Sýnd kl. 2.30 og 4.30. Með íslensku tali. www.laugarasbio.is Will Ferrell Sýnd kl. 2.30, 5, 6.30, 9 og 10.30 „Ein besta jólamynd sem sést hefur...“ Hjörleifur Pálsson, Kvikmyndir.com  Kvikmyndir.com Yfir 55.000 gestir á 9 dögum!  EPÓ kvikmyndir.com „Besta ævintýramynd allra tíma.“  ÞÞ FBL „VÁ. Stórfengleg mynd.“ HJ MBL „Besta mynd ársins.“ SV MBL Nýr og betriHverfisgötu  551 9000  Skonrokk FM909 Sýnd kl. 6. B.i. 10 ára. Sýnd kl. 6. B.i. 10. Skonrokk FM909  ÞÞ FBL HJ MBL HK DV  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16. www .regnboginn.is Yfir 55.000 gestir á 9 dögum! HJ MBL „Besta mynd ársins.“ SV MBL  ÞÞ FBL „VÁ. Stórfengleg mynd.“  EPÓ kvikmyndir.com „Besta ævintýramynd allra tíma.“ Sýnd kl. 8 og 10. Stranglega bönnuð yngri en 16 ára Sýnd kl. 6, 8 og 10. Í MAÍ 1941 hélt bresk herflugvél undir stjórn Arthurs Round frá Mel- gerðismelum við Eyjafjörð, áleiðis til Kaldaðarness í Ölfusi. Innanborðs voru fjórir ungir hermenn. Hvorki þeir né vélin náði til áfangastaðar. Leit var gerð á vegum hernámsliðs- ins og fundust flakið og líkin sund- urtætt á fjalli hátt upp af Bakkaseli eftir ábendingum bónda í Öxnadal. Tveir áratugir líða, saga slyssins er hálfgleymd þegar Hörður Geirs- son, tvítugur Akureyringur og félagi í Flugsögufélagi Íslands, fær áhuga á þessum harmleik úr stríðinu og heldur til leitar. Þá hafði hvorki sést tangur né tetur af flakinu frá stríðs- árunum. Tjaldar við jökulrætur, um nóttina dreymir hann að Round flug- stjóri vitji sín og bendi á svæði á jökl- inum. Þangað heldur Hörður morg- uninn eftir og myndar sig sem næst staðsetningunni í draumnum, þar sem ekkert blasir við sjónum annað en jökulfrerinn. Þannig hefst stórmerkileg, tveggja áratuga löng baráttusaga af köllun þessa þrautseiga Akureyr- ings að hafa uppi á Round og fé- lögum og flakinu af Battlevélinni sem horfin var í jökulinn. Það sýnir sig að Hörður er enginn meðaljón heldur næmur og trúaður maður sem fullur af eldmóði og knúinn áfram af yfirnáttúrleguri reynslu og tryggð við markmið sitt, heldur leit- inni sleitulaust áfram uns hún ber árangur 20 árum síðar. Þá hopar jök- ullinn eyfirski og skilar hluta af feng sínum – nákvæmlega á þeim stað sem draumamaðurinn benti. Eldmóðurinn og óbifanleiki Harð- ar gerir þessa leitarsögu enn mæt- ari, jafnt sem sú staðreynd að á síð- ustu árum hennar grúfir persónu- legur harmur yfir fjölskyldu hans því Hulda eiginkona Harðar, grein- ist með krabbamein sem dregur hana til dauða þegar bóndi hennar hefur náð settu marki ásamt félögum sínum í flugbjörgunarsveitinni Súl- um og komið líkamsleifunum í vígða mold í Fossvogskirkjugarði. Myndin er tileinkuð minningu Huldu en Hörður lýsir því hvernig minjarnar í jöklinum urðu honum persónulegur styrkur og hjálp við að binda saman fjölskylduna á erfiðum tímum. Svo virðist sem Arthur Round og áhöfn hans hafi komið þakklæti sínu til skila. Harmsaga fær giftusamlegan endi SJÓNVARP STÖÐ 2 Leikstjóri: Magnús Viðar Sigurðsson. Handrit og viðtöl: Margrét Jónasdóttir. Tónlist: Máni Svavars. Myndataka: Ingi R. Ingason ofl. Storm 2003. Stöð 2 í des. 2003. Undan ísnum – Leitin að Fairey Battle P 2330 Morgunblaðið/Jim Smart Ýmsir munir úr vélinni hafa komið í ljós undan jökli í leitarferðum um sextíu árum eftir að flugvélin fórst. Sæbjörn Valdimarsson SAFNPLATAN Betri tímar kom út er leið að hausti, en hún var gefin út til að styrkja Mæðra- styrksnefnd. Umsjónarmaður plötunnar er André Bachmann og fékk hann marga færa söngvara og hljóðfæraleikara til liðs við sig. M.a. kom Svíinn Robert Wells þar nokkuð við sögu, en Wells hefur komið víða við á litríkum ferli og stýrir meðal annars sýningunni Rhapsody in Rock sem gengið hefur í tólf ár, en þar sameinar Wells krafta dæg- urtónlistar og sígildrar. Aðstandendur Betri tíma heiðruðu Wells fyrir framlag sitt á laugardaginn var í Óperu- húsinu í Stokkhólmi. Það var bróðir André, Jakob Bachmann, sem afhenti Wells viðurkenn- inguna. Robert Wells með viðurkenninguna, lengst til hægri. Með honum á mynd- inni eru Auður Friðriksdóttir og Jakob Bachmann Sigurðsson. Viðurkenning fyrir Betri tíma Robert Wells heiðraður ÁSTRALSKI krókódílaveiðimað- urinn Steve Irwin mun ekki verða sóttur til saka fyrir að hafa haldið kornungum syni sínum nálægt skolti krókódíls, að sögn yfirvalda í Queensland. Irwin gekk fram af barnavernd- arsamtökum þegar hann hélt eins og hálfs mánaðar gömlum syni sín- um í einungis eins metra fjarlægð frá skolti krókódílsins meðan á sýn- ingu stóð í dýragarði hans í Queens- land. Irwin og kona hans, Terri, héldu því fram að sonur þeirra hefði ekki verið í neinni hættu en sögðu jafn- framt að atvikið myndi ekki end- urtaka sig. Þessi uppákoma í dýragarði Irw- ins hefur ítrekað verið borin saman við það þegar poppstjarnan Michael Jackson hélt barni sínu yfir svala- handriði. Fjöldi fólks hringdi í síma barna- verndarnefnda eftir að atvikið í dýragarðinum átti sér stað og lýsti yfir hneykslan sinni. Áströlsku fjöl- skyldusamtökin sögðu atvikið vera misnotkun. Lögreglan er sögð hafa haft sam- band við Irwin og tjáð honum andúð fólks á atvikinu. Hann er þó ekki sagður hafa gerst brotlegur við lög. „Við munum ekki ákæra hann. Barnaverndarnefnd hefur gert skyldu sína, haft samband við fjöl- skylduna og rætt við þau,“ sagði Terry Mackenroth, æðsti embætt- ismaður Queensland. „Irwin fjöl- skyldan hefur sannfært okkur um að þetta muni ekki endurtaka sig og ef það gerist mun nefndin hafa sam- band við þau,“ sagði hann enn frem- ur. Þetta var dásamleg lífsreynsla Steve Irwin sagði að sonur hans hefði aldrei verið í hættu. „Ég hafði fullkomna stjórn á aðstæðum allan tímann og barnið var aldrei í hættu. Þegar öllu er á botninn hvolft þá verða börnin mín að alast upp í kringum krókódíla og þurfa því að kunna að umgangast þá. Ég væri ekki að gegna skyldum mínum sem foreldri ef ég kenndi börnum mínum ekki að umgangast krókódíla.“ Hann bætti því við að hann hefði vilj- að fara öðruvísi að. Terri Irwin sagði að sonur hennar hefði notið þessarar lífsreynslu. „Þegar ég lét hann aftur í barnavagninn brosti hann. Þetta var dásamleg lífsreynsla sem hann kunni að meta,“ sagði hún. Steve Irwin verður ekki ákærður Hélt barni sínu ná- lægt skolti krókódíls Krókódílaveiðimaðurinn Steve Irwin heldur á syni sínum, Bob, á meðan hann gefur risavöxnum krókódíl kjúkling. Irwin hampar syni sínum eftir að hafa gefið krókódílnum að éta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.