Morgunblaðið - 05.01.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.01.2004, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. V ið áramót er til siðs að staldra við og líta yf- ir farinn veg. Tilfinningin um þessi áramót er samt nánast sú sama og síðustu áramót og þau síðustu. Og jafnvel þau þar á und- an. Á árinu 2003 breyttist fátt. Sama ríkisstjórn kvaddi árið 2003 og heilsaði því í byrjun. Sömu flokkar sitja við völd nú og undanfarin átta ár og ráðherraskipan er nánast óbreytt í bili. Enda skiptir svo sem ekki öllu hver situr á hvaða stóli heldur hvaða stefnu sá eða sú fylgir. Það er sem sagt til lítils að beina sjónum að árinu sem leið og kannski nær að nota tækifærið og horfa til framtíðar. Í áramótaþáttum ljósvakamiðlanna var eins og venjulega rætt um helstu atburði ársins og áberandi var að ýmist var sagt að breytingarnar væru slæmar, ástandið hefði verið betra áður eða að breytingarnar væru góðar því að ástandið hefði verið enn verra áður. Þannig talaði forsætisráðherra um að einkavæðing bankanna væri jákvæð því að áður hefði maður — kannski hann sjálfur persónulega — þurft að standa úti í rigningunni í heillangri biðröð eftir að fá viðtal við bankastjóra sem svo lánaði bara helminginn af umbeð- inni upphæð. Nú vilja bankarnir lána öllum, sagði for- sætisráðherra sigri hrósandi og taldi umræðunni lokið. Það er einmitt þessi umræða sem hefur einkennt ís- lenska pólitík alltof lengi, ekki aðeins á árinu 2003 heldur miklu lengur. Menn bera saman án þess að ræða hið stóra samhengi og án þess að efast um hinn hugmyndafræðilega grundvöll. Peningahyggjan hefur þrátt fyrir allt stýrt pólitískri orðræðu svo lengi sem ég man og eflaust miklu lengur. Er kannski kominn tími til að breyta þessum grundvelli? Í staðinn fyrir að ræða hvort bankar vilji lána eða ekki mætti í staðinn ræða heildarkjör íslenskra fjölskyldna. Staðreyndin er sú að fæstir maka krókinn. Flestir eru í þeirri stöðu að skulda umtalsvert, eiga kannski í mesta lagi eitt her- bergi í íbúðinni sinni og lifa fyrirfram. Launin um hver mánaðamót duga í mesta lagi til að greiða greiðslu- kortareikninginn og svo er haldið áfram að strauja því að því er tekið sem gefnu að allir verða að eiga sem mest. Alls konar gæði eru í boði og flestir láta hrífast með enda bráðnauðsynlegt að eiga tvö hundruð boli og skó, 29 tommu sjónvarp og fá nýtt sófasett á tveggja ára fresti. Og síðan þegar fólk hittist getur það rætt um allt dótið sem það þrælar fyrir alla daga. Þeir sem gagnrýna kerfið og vilja að fólk taki af sér úrin og gangi í hörfötum og drekki jurtate eru úthrópaðir sem væmnir hippar, tímaskekkja sem eigi ekki heima í samfélaginu. Reyndar þoli ég ekki hörföt og drekk allt- of sjaldan jurtate. Finnst bara kókómjólk betri. En þessi stimpill er samt einföldun og gott betur; hann er beinlínis rangur. Víða erlendis er græn hugsun tekinn að ryðja sér til rúms. Fólk er farið að átta sig á því að náttúran á ekki að gjalda fyrir okkar velmegun. Útlendingar hvaðanæva að eru forviða og hugsi þeg- ar ég segi þeim frá framkvæmdunum við Kárahnjúka. Ekki vegna þess að þeir séu á móti velmegun Austfirð- inga en þeim finnst verulega skrýtið að náttúr að gjalda fyrir hana. Þeim finnst þess háttar h gamaldags. Það er nefnilega í sjálfu sér ágætt að forsæ herra vitni í hið ágæta skáld og forvera sinn, H Hafstein. Öllu verra er þegar það er eins og e hafi gerst í stjórnmálum síðan Hannes Hafste og hét og menn dreymdi stóra drauma um vir og verksmiðjur. Og þegar heildarmyndin er skoðuð verður f meira hissa. Á sama tíma og rekin er rándýr á byggðastefna bitna aðrar aðgerðir ríkisstjórn illa á landsbyggðinni, til að mynda einkavæðin anna. Fyrirsjáanleg er enn frekari fækkun út landsbyggðinni, fækkun starfa og minnkandi að fá lán til verkefna á landsbyggðinni, enda þ arðvænleg ef aðeins er hugsað út frá krónum um. Hvernig fer þetta saman, annars vegar að peningum í byggðastefnu og hins vegar að sta ir aðgerðum sem beinlínis bitna á byggðum la Er ekki verið að rétta fólki með annarri hendi frá því með hinni? Ísland er eins og flest önnu ræn ríki bundið á klafa peningahyggju. Hugrekki til ný eftir Katrínu Jakobsdóttur Þ egar menn hugsa um utanríkisstefnu Banda- ríkjanna nú um stundir verður flestum fyrst hugsað til atriða sem snerta stríðið gegn hryðjuverkum: Enduruppbygginguna í Írak og Afganistan, erfiðleikana í Mið-Austur- löndum og hryðjuverkahópana sem leynast í Suðaustur- Asíu, Evrópu og jafnvel í Bandaríkjunum sjálfum. Þessar hugrenningar eru eðlilegar. Alþjóðleg hryðjuverka- starfsemi hitti bókstaflega í mark þann 11. september 2001 og af skiljanlegum ástæðum krefst ævareiður banda- rískur almenningur þess að þeim sem bera ábyrgðina verði refsað – og að utanríkisstefnan tryggi að slíkir at- burðir endurtaki sig aldrei. Stríðið gegn hryðjuverkum mun hafa forgang í utanrík- isstefnu Bandaríkjanna eins lengi og nauðsyn krefur því hryðjuverkastarfsemi – hugsanlega tengd útbreiðslu ger- eyðingarvopna – er nú mesta ógnin við líf Bandaríkja- manna. En þetta þýðir ekki að hryðjuverkastarfsemi sé eina málið sem við látum okkur varða. Forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, hefur sýn um betri heim og áætlun um hvernig hrinda megi þeirri sýn í framkvæmd. Þessi stefnumörkun kom fyrst fyrir almenn- ingssjónir í september 2002, í Þjóðaröryggisáætlun Bandaríkjanna. Áætlunin er víðtæk og ristir djúpt, hún er yfirgripsmikil og framsýn og tekur bæði tillit til þeirra tækifæra og ógna sem Bandaríkjamenn og aðrir standa frammi fyrir. Bandaríkjamenn eru oft sakaðir um að stefna þeirra sé einhliða. Hún er það ekki. Hún er oft sögð styðjast að mestu við hernaðarlegar aðferðir. Hún gerir það ekki. Henni er iðulega lýst sem svo að hún einkennist af þrá- hyggju hvað varðar hryðjuverkastarfsemi og hneigist því að fyrirbyggjandi stríðsrekstri á heimsvísu. Það gerir hún svo sannarlega ekki. Umfram allt einkennist stefna forseta Bandaríkjanna af alþjóðlegri samvinnu sem staðfestir eindregið mikilvægt hlutverk NATO og annarra bandalaga, þar á meðal Sam- einuðu þjóðanna. Að baki samvinnunnar liggja grundvall- aratriði. Stefna forsetans hefur djúpar rætur í þ efla frið og mannlega reisn um allan heim. Fors skrifaði: „Bandaríkin verða að standa ákveðin a ófrávíkjanlegu kröfum um mannlega reisn: Rét reglum, takmörkun á alræðisvaldi ríkisins, mál trúfrelsi, jafnrétti, virðingu fyrir konum, trúarl þjóðernislegu umburðarlyndi, og virðingu fyrir eign.“ Við styðjum þessi gildi núna og alltaf. Þe gildum þjónar sú samvinna sem við stofnum til um að. Frjáls verslun og nýtt frumkvæði Bandaríkja til aukinnar efnahagsþróunar hefur einnig miki stefnu forsetans og sömuleiðis að hjálpa til við a staðbundinn ágreining eins og á milli Ísraela og ínumanna. Annað forgangsverkefni er að þróa samvinnu stórvelda heimsins. Það er hér sem lykillinn að stríðinu gegn hryðjuverkum liggur. Við lítum ekki svo á að stríðið gegn hryðjuver uppbygging jákvæðs sambands á milli stórveld loki hvort annað. Þegar við heyjum stríðið gegn verkum lítum við til samvinnu stórveldanna og vinnum að bættri samvinnu stórveldanna með þ augum að ná árangri í stríðinu gegn hryðjuverk Stefnumörkun eftir Colin L. Powell ’ Bandaríkjameru oft sakaðir stefna þeirra sé hliða. Hún er þa ekki. Hún er oft styðjast að mes við hernaðarleg ferðir. Hún gerir ekki. ‘Colin Powell BREYTINGAR Á HÚSNÆÐISLÁNUM Húsbréfakerfið, sem JóhannaSigurðardóttir, þáverandi fé-lagsmálaráðherra, beitti sér fyrir á sínum tíma hefur gefizt vel og er sennilega bezt heppnaða breyting á opinberu húsnæðislánakerfi, sem hér hefur verið gerð. Um áramót tilkynnti Árni Magn- ússon félagsmálaráðherra nokkuð óvænt ákveðnar breytingar á þessu kerfi. Að því er bezt verður séð felst í þeim breytingum nokkur einföldun á núverandi kerfi en engin bylting. Í stórum dráttum má segja, að við- brögð banka og fasteignasala hafi verið jákvæð en þær athugasemdir, sem komið hafa fram frá verkalýðs- hreyfingu og stjórnarandstöðu, geta varla talizt veigamiklar. Gylfi Arn- björnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, virtist í samtali við Morgunblaðið sl. laugardag líta svo á, að öllu húsnæð- islánakerfinu hefði verið „varpað fyrir róða“. Það er ofmælt. Í grundvall- aratriðum er kerfið hið sama, að minnsta kosti gagnvart lántakanda hjá Íbúðalánasjóði, þótt framkvæmd- inni sé breytt að nokkru. Jóhanna Sigurðardóttir sagði í samtali við Morgunblaðið sl. laugar- dag: „Þessar breytingar hljóta að vera undanfari þess að færa eigi íbúðalánakerfið inn í bankakerfið. Og bankarnir munu auðvitað mala gull á því.“ Um þessi sjónarmið þingmannsins er þetta að segja: Bankarnir eru nú sjálfir í miðju umbreytingaferli, sem ekki sér fyrir endann á. Alvarlegar spurningar hafa vaknað um hvert bankakerfið stefnir með eignaraðild að fyrirtækjum út og suður. Spari- sjóðakerfið stendur á krossgötum og miklar deilur um hvert það stefnir eða hvert það eigi að stefna. Viðskiptavin- ir bankanna hafa enn ekki orðið varir við mikið af þeirri hagræðingu, sem lofað var með einkavæðingu bankanna og sameiningum lánastofnana, enda kannski ósanngjarnt að ætlast til þess svo skömmu eftir þessar breytingar. Í ljósi þessa dettur varla nokkrum manni í hug að færa hið opinbera íbúðalánakerfi inn í bankana fyrr en komið er í ljós hver niðurstaðan verð- ur af þeim breytingum, sem nú standa yfir hjá bönkum og sparisjóðum, og hvort þeir standa við gefin fyrirheit um að hagræðingin leiði til minni kostnaðar fyrir viðskiptavini þeirra. Með þessu er ekki sagt að það geti ekki verið skynsamlegt að íbúðalána- kerfið færist eftir einhvern tíma til bankanna. En þeir verða að sýna og sanna áður en að því kemur, að þeir séu þess trausts verðir. Hins vegar er ánægjulegt að fylgj- ast með því að bankarnir leita nú leiða til þess að kynna nýjungar á sviði húsnæðislána og lækka vexti á þeim lánum, sem þeir sjálfir bjóða upp á. Frumkvæði Íslandsbanka að því að bjóða erlend húsnæðislán með lægri vöxtum er athyglisvert, þótt margir muni líta svo á, að í þeim sé falin um- talsverð áhætta fyrir lántakendur. Aðrir segja sem svo, að í verðtrygg- ingunni felist ekki minni áhætta. Þegar horft er til þeirra ákvarðana, sem ríkisstjórnin hefur tekið í þessum efnum að frumkvæði Árna Magnús- sonar, verður ekki annað sagt en hinn ungi félagsmálaráðherra fari nokkuð vel af stað í veigamiklum málaflokki. BANKAR OG DEBETKORT Í byrjun desember var frá því skýrtí Viðskiptablaði Morgunblaðsins, að bankar og sparisjóðir mundu sennilega hafa nálægt einum milljarði í tekjur af þjónustu- og færslugjöld- um vegna debetkorta. Jafnframt kom fram, að í Danmörku eru engin slík gjöld tekin vegna notkunar á svo- nefndu Dankorti, sem er langút- breiddasta debetkortið þar í landi. Hins vegar er tekið árgjald vegna notkunar kortsins. Í sömu frétt kom fram, að í Svíþjóð eru engin færslu- gjöld tekin vegna slíkra korta en hins vegar árgjald. Í Noregi hefur kerfið verið svipað og hér. Þegar debetkort voru tekin upp hér urðu töluverðar tafir á því vegna deilna á milli bank- anna og verzlunar- og þjónustuaðila, sem töldu að bankarnir ætluðu að taka alltof há gjöld af þeim, en bank- arnir hér taka bæði gjald af þeim sem greiðir með debetkorti svo og þeim sem taka við greiðslu með slíku korti. Í gær birtist auglýsing í Morg- unblaðinu frá KB-bankanum, þar sem frá því er skýrt, að bankinn muni lækka gjöld af debetkortum um helm- ing á nýju ári og endurgreiða helm- ing gjalda til viðskiptavina sinna vegna notkunar kortanna á síðasta ári. Þessi ákvörðun KB-bankans er að sjálfsögðu fagnaðarefni og tími til kominn, að viðskiptavinir bankanna sjái einhverja lækkun á sínum kostn- aði í kjölfar einkavæðingar bankanna og sameiningar í bankakerfinu, en hvort tveggja átti að skila aukinni hagkvæmni í rekstri og sú hag- kvæmni átti að skila sér alla vega að hluta til til viðskiptavina. Hins vegar vakna óhjákvæmilega spurningar í kjölfar þessarar ákvörð- unar. Úr því að slík gjöld hafa ekki verið tekin í Danmörku og Svíþjóð má þá skilja það á þann veg, að í raun hafi verið óþarfi að taka slík gjöld hér á allmörgum undanförnum árum? Má búast við því, að bankarnir muni lækka önnur þjónustugjöld að sama skapi, nú þegar í ljós er komið, að þrátt fyrir það sem áður hefur verið sagt af hálfu bankanna er nú hægt að lækka þennan kostnað við- skiptavina um helming? Hvað veldur því, að bankar í Dan- mörku og Svíþjóð geta rekið þessa starfsemi án þjónustu- og færslu- gjalda en bankarnir hér virðast ekki geta það? M.ö.o. er hugsanlegt að KB-bankinn hefði getað fellt þessi gjöld niður að fullu? Öllum er ljóst, að það er mikilvægt að bankarnir hér séu fjárhagslega öflugir. Hagnaður þeirra á síðasta ári hlýtur hins vegar að vekja spurn- ingar um það, hvort þeir geti hugs- anlega gengið enn lengra í lækkun margvíslegra gjalda á viðskiptavini sína. Ákvörðun KB-banka mun þess vegna vekja áleitnar spurningar í garð bankanna, sem þeir hljóta að svara. En að öðru leyti er vonandi að þessi ákvörðun stærsta banka þjóð- arinnar sé til marks um stóraukna samkeppni á milli bankanna og mun mörgum þykja tími til kominn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.