Morgunblaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 8
KNATTSPYRNA 8 B MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ HEIÐAR Helguson lék sinn síðasta leik fyrir Watford í bili þegar lið hans gerði 2:2 jafntefli við Sunderland á heimavelli í ensku 1. deildinni í knattspyrnu. Heiðar er á leið í þriggja leikja bann vegna rauða spaldsins sem hann fékk að líta á í leiknum við WBA á dögunum. Heið- ar lék allan tímann í framlínu Watford og hann krækti í vítaspyrnu í síðari hálfleik þegar Phil Babb, fyrrum leik- maður Liverpool, braut á honum innan teigs. Neil Cox, fyrirliði Watford, skoraði úr vítaspyrnunni og kom Wat- ford í 2:1 en Sunderland tókst að jafna metin fjórum mínútum fyrir leikslok.  Bjarni Guðjónsson stóð fyrir sínu á hægri kantinum í liði Coventry sem vann góðan útisigur á Nottingham Forest eftir slæmt tap í bikarnum gegn Colchester í síð- ustu viku.  Brynjar Björn Gunnarsson sat allan tímann á bekkn- um hjá Nottingham Forest og Ívar Ingimarsson var ekki í leikmannahópi Reading sem steinlá fyrir Rotherham, 5:1. Heiðar krækti í vítaspyrnu HOLLENSKI framherjinn Ru- ud van Nistelrooy braut 100 marka múrinn þegar hann skoraði tvö af mörkum Man- chester United í sigrinum á Everton á Goodison Park. Fyrra mark Nistelrooys var 100. markið sem hann skorar fyrir meistarana í 131 leik fyr- ir félagið sem hann gekk til liðs við fyrir fjórum árum. Nistelrooy hefur skorað 65 mörk í úrvalsdeildinni, 6 í bik- arkeppninni, 1 í deildabik- arkeppninni og 29 í Meist- aradeildinni.  Jimmy Floyd Hasselbaink náði þeim áfanga í gær að skora 100. mark sitt í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði sigurarmarkið gegn Charlton. Hasselbaink hefur skorað 66 þeirra fyrir Chelsea og 34 fyrir Leeds en alls hefur sá hollenski skorað 84 mörk fyrir Chelsea í öllum mótum.  Thierry Henry vantar eitt mark til að skora 100. mark sitt fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en alls hefur Frakkinn skorað 134 mörk í 249 leikjum liðsins sem hann gekk til liðs við árið 1999. Henry hefur skorað 99 mörk í úrvalsdeildinni, 4 í bik- arkeppninni, 1 í deildabik- arkeppninn og 30 í Evr- ópukeppninni. Nistelrooy braut 100 marka múrinn Ruud Van Nistelrooy, markahrókur United. Reuters  DAMIEN Duff, írski landsliðs- maðurinn í liði Chelsea, er aftur kominn á sjúkralista Lundúnaliðsins og Claudio Ranieri, stjóri Chelsea, hefur talsverðar áhyggjur af leik- manninum, sem hann keypti frá Blackburn í sumar fyrir 17 milljónir punda.  DUFF meiddist illa á öxl í leik gegn Fulham í desember en þegar hann var rétt búinn að ná sér af þeim tóku sig upp meiðsli í hásin. „Ég veit ekki hvenær Duff verður klár í slag- inn á nýjan leik. Meiðsli af þessum toga valda manni alltaf áhyggjum,“ segir Ranieri.  SAM Allardyce, stjóri Bolton, var um helgina útnefndur knattspyrnu- stjóri janúarmánaðar í ensku úrvals- deildinni. Undir hans stjórn krækti Bolton í 9 stig af 12 mögulegum og tókst að auki að tryggja sér sæti í úr- slitaleik deildabikarkeppninnar þar sem liðið mætir Middlesbrough á þúsaldarvellinum í Cardiff.  THIERRY Henry, framherji Ars- enal, varð fyrir valinu sem besti leik- maður janúarmánaðar. Frakkinn fór á kostum líkt og hann hefur gert allt tímabilið.  MICHAEL Owen, framherji Liv- erpool, er í algjörri markaþurrð en kappinn hefur nú leikið sjö leiki í röð án þess að skora. Owen skoraði síð- ast fyrir Liverpool í 3:1-sigri gegn Leeds hinn 25. október en hann missti úr einn mánuð eftir það vegna meiðsla. Owen hefur fengið urmul af færum í síðustu leikjum en honum virðist algjörlega fyrirmunað að koma tuðrunni í netið.  PAUL Hart, knattspyrnustjóra Nottingham Forest, var spakað úr stólnum eftir 1:0-ósigur liðsins á móti Coventry á laugardaginn. For- est, sem Brynjar Björn Gunnarsson er á mála hjá, hefur leikið 17 leiki í röð án taps og þetta fornfræga félag, sem á sínum tíma varð Evrópumeist- ari undir stjórn Brians Cloughs, er í fallsæti 1. deildarinnar.  JON Stead tryggði Blackburn góðan útisigur á Middlesbrough í sínum fyrsta leik fyrir félagið en Graeme Souness keypti leikmann- inn frá Huddersfield í síðustu viku.  DAVID Beckham, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, sagði eft- ir sigur Real Madrid á Malaga, þar sem hann þótti leika töluvert undir getu, að hann hefði fundið til í mag- anum og það hefði háð sér í leiknum. „Ég hef fundið fyrir verkjum und- anfarna daga og ég þarf að láta líta á þetta,“ sagði Beckham eftir leikinn.  ÞÓRÐUR Guðjónsson sat allan tímann á bekknum hjá Bochum sem gerði 1:1-jafntefli við Hamburger í þýsku Bundesligunni í knattspyrnu.  JÓHANNES Harðarson sat allan tímann á varamannabekk Gronin- gen sem sigraði Nijmegen, 2:0, í hol- lensku 1. deildinni. FÓLK STEFAN Effenberg, knatt- spyrnumaðurinn óstýriláti sem var fyrirliði Bayern München, hefur í gegnum tíðina ekki legið á skoð- unum sínum. Hann sagði í viðtali við þýska blaðið Bild um helgina að Ottmar Hitzfeld ætti að láta af störfum sem þjálfari Bayern en undir hans stjórn hefur liðið hik- stað mjög á yfirstandandi leiktíð og tap gegn 2. deildarliðinu Alem- annia Achen í bikarkeppninni í síð- ustu viku hefur komið af stað orð- rómi um að kannski væri best að Hitzfeld hætti hjá þýska stórliðinu. Effenberg, sem nú leikur með liði Al Arabi í Qatar, segir að Hitzfeld sé einfaldlega orðinn of saddur eft- ir að hafa landað mörgum titlum til félagsins á undanförnum árum. „Þegar þjálfari er búinn að vera jafnlengi hjá sama félaginu og vinna alla titla sem í boði eru er alltaf hætta á að þreyta komi upp, bæði hjá þjálfaranum og leik- mönnum,“ segir Effenberg. Effenberg vill að Hitzfeld hætti Hermann Hreiðarsson var aðvenju í vörn Charlton frá upphafi til enda. Með sigrinum er Chelsea enn í næsta nágrenni við efstu liðin, en Chelsea er með 52 stig, Arsenal er efst með 58 stig og Manchester United er í öðru sæti með 56 stig. Mark Fish, varnarmaður Charl- ton, fékk dæmda á sig vítaspyrnu er hann braut á Jimmy Floyd Has- selbaink og fékk Hasselbaink að taka vítið þar sem hann gat skorað 100. mark sitt fyrir félagið – sem og hann gerði. Eiður Smári lífgaði mikið upp á leik Chelsea-liðsins og lagði m.a. upp gott færi sem Mutu misnotaði. En Mutu hefur ekki skorað í ensku úrvalsdeildinni í fimm mán- uði. Newcastle og Charlton eru með 37 stig og eru í fjórða og fimmta sæti, en Newcastle er með betra vinningshlutfall. „Fyrri hálfleikur var góður hjá okkur, þar sem við náðum að skapa okkur tvö til þrjú tækifæri sem gátu gefið af sér mörk,“ sagði Ranieri eftir leikinn. „Það var erf- iðara að halda hraðanum niðri í síðari hálfleik þar sem í okkar lið vantaði marga leikmenn. Okkur gekk illa að halda boltanum í okk- ar röðum. Það er oft erfitt að velja 11 manna byrjunarlið Chelsea en í þessum leik gat ég ekki valið úr eins stórum hóp og ég hefði kos- ið.“ Markvörðurinn Carlo Cudicini er meiddur ásamt þeim Hernan Crespo, Juan Sebastian Veron, Damien Duff, Mario Stanic, Emm- anuel Petit, Celestine Babayaro og Claude Makelele. Scott Parker, sem kom nýlega frá Charlton, gat ekki leikið vegna samkomulags sem gert var er hann var seldur. Joe Cole og John Terry voru í leikbanni og Geremi er að leika með Kamerún á Afr- íkumótinu. Alan Curbishley knattspyrnu- stjóri Charlton sagði að sitt lið hefði aldrei náð takti við leikinn. Man. City án sigurs í 13 leikjum Birmingham City og Manchest- er City gerðu markalaust jafntefli á heimavelli Manchester City. Árni Gautur Arason var á vara- mannabekk Manchester City. Nicolas Anelka lék ekki með Man. City vegna leikbanns en liðið hefur ekki unnið í síðustu 13 leikj- um í úrvalsdeildinni. Kevin Keegan knattspyrnustjóri Man. City viðurkennir að farið sé að hitna undir honum í starfinu. „Ég mun halda áfram að sinna mínu starfi, það er mitt hlutverk að fá leikmenn liðsins til þess að trúa á eigin getu. Ef það gengur ekki upp vita allir hvað gerist í framhaldinu,“ sagði Keegan en lið hans er fjórum stigum frá falls- væðinu, með 24 stig. Leeds er neðst með 17 stig, Úlfarnir eru með 20 líkt og Leicester. Chelsea er enn með í baráttunni CLAUDIO Ranieri gat ekki stillt upp sínu sterkasta liði er Chelsea tók á móti Charlton í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í gær. Eiður Smári Guð- johnsen var á varamannabekk Chelsea en lék síðasta stund- arfjórðung leiksins, er hann kom inná fyrir Hollendinginn Jimmy Floyd Hasselbaink sem skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 28. mínútu. Reuters Hollendingurinn Jimmy Floyd Hasselbaink fagnar 100. marki sínu í ensku úrvalsdeildinni en mark hans úr vítaspyrnu gegn Charlton tryggði Chelsea stigin þrjú á Stamford Bridge, 1:0.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.