Morgunblaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 12
Fram byrjaði ágætlega í leiknumog hafði frumkvæðið þar til KA breytti stöðunni úr 6:7 í 11:7. Leik- urinn jafnaðist á ný en í stöðunni 12:11 settu heimamenn í fluggír og höfðu góða forystu í leik- hléi, 17:11. Arnór Atlason skoraði sitt 10. mark í upphafi seinni hálf- leiks og kom KA í 18:11 en þá fóru gestirnar að rétta úr kútnum og minnkuðu muninn í þrjú mörk. Tíðir brottrekstrar drógu þó tennurnar úr Fram. Guðlaugur Arnarsson fékk sína þriðju brott- vísun, Heimir Ríkarðsson þjálfari fékk dæmda brottvísun fyrir mót- mæli og um tíma voru Framarar 3 leikmönnum færri. KA gekk á lagið og komst í 28:22 en þá skoraði Héð- inn Gilsson 4 mörk í röð fyrir Fram á örskömmum tíma og skyndilega komin spenna í leikinn, staðan 28:26 og 6 mín. eftir. Enn misstu Framarar mann út af og Árni Björn Þórarinsson skoraði mikil- vægt mark fyrir KA og eftir það var sigurinn í höfn. Fullyrða má að í liði KA séu tveir af bestu handknattleiksmönnum landsins, þeir Arnór Atlason og Andrius Stelmokas. Arnór er enn í sama landsliðsforminu og fyrir jól og skoraði hann 12 mörk í leiknum, þar af 9 í fyrri hálfleik. Stelmokas tók við keflinu í seinni hálfleik og skoraði þá 7 mörk og 9 alls. Hans Hreinsson varði vel og vörnin var góð á köflum. Framarar fóru langt með að jafna leikinn í seinni hálf- leik þegar Héðinn hrökk í gang og vörnin sömuleiðis en sóknarleikur KA riðlaðist mjög er Arnór var tek- inn úr umferð. Egidijus Petkevicius var þó besti maður liðsins með hátt í 20 skot varin. Þá lék Valdimar Þórsson vel í fyrri hálfleik. Arnór Atlason var kátur í leiks- lok. „Við settum okkur það mark- mið að ná þessum 4 stigum í deild- inni fyrir bikarleikinn á þriðjudaginn og það tókst. Mér fannst við spila vel í leiknum en vissulega er slæmt að missa foryst- una svona niður eins og gerðist í seinni hálfleik. Þetta þurfum við að laga, sagði Arnór. Heimir Ríkarðsson, þjálfari Fram, var afar ósáttur við dóm- gæsluna í leiknum. „Þetta var hreinn skandall. Þessir dómarar ætluðu KA-liðinu sigur og þeir gerðu allt sem þeir gátu til þess. Við áttum einfaldlega aldrei mögu- leika og það er skömm að þessu. Það er ekkert eðlilegt þegar leik- maður úr liði andstæðinganna kem- ur til manns og nánast biðst afsök- unar á dómgæslunni,“ sagði Heimir. Framarar þurftu að vera utan vallar í 22 mínútur í leiknum en KA-menn í 10 mínútur. Morgunblaðið/Kristján Andrius Stelmokas KA-maður skoraði mörk í öllum regnbogans litum í leiknum gegn Fram. KA-menn á fljúgandi ferð ALLT gengur KA-mönnum í hag í upphafi leiktíðar í úrvalsdeildinni og ljóst að liðið ætlar að vera í toppbaráttunni. Í gær vann liðið Fram 31:28 og þurfa piltarnir úr Safamýrinni að taka sig saman í andlitinu ef þeir eiga ekki að heltast úr lestinni. Reyndar voru þeir ekki ánægðir með dómgæsluna í KA-heimilinu og víst gerði það þeim erfitt um vik að missa menn af velli í gríð og erg. Stefán Þór Sæmundsson skrifar PÉTUR Eyþórsson úr Ung- mennafélaginu Víkverja bar sigur úr býtum í 92. skaldarglímu Ármanns sem haldin var í Hagaskóla í dag en sex keppendur mættu til leiks. Pétur fagnaði sigri eftir að úrslitaglímu við Jón Egil Unndórsson, KR, sem hafnaði í öðru sæti en báðir hlutu þeir 4,5 vinninga. KR-ingurinn Helgi Bjarnason varð þriðji en þrír efstu menn hafa allir borið sigur úr býtum í Skjaldarglímunni. Pétur Eyþórsson í fjórða skiptið (1999, 2001, 2003 og 2004), Jón Egill (1984), og Helgi (1982). Ásgeir Víglundsson, KR, varð fjórði með 2 vinn- inga, Helgi Hansen, Fjölni, fimmti með 1 vinning og Hlynur Hansen, Fjölni, var sjötti með engan vinning. Yfirdómari á mótinu var Hörður Gunnarsson. Pétur vann Skjaldar- glímu Ár- manns í fjórða sinn LANDSLIÐSMAÐURINN Tryggvi Guðmundsson skrifar í dag undir þriggja ára samning við sænska úr- valsdeildarliðið Örgryte og þar með verða þrír íslenskir leikmenn í herbúðum félagsins. Fyrir eru Atli Sveinn Þórarinsson, sem gekk til liðs við félagið fyrir fjórum árum, og Jóhann Birnir Guðmundsson en hann skipti yfir í Örgryte frá hinu norska Lyn á dögunum. „Ég er feginn að það skuli loks vera komin niðurstaða hjá mér og óvissunni sé eytt þó svo að þetta hafi verið allt annað en það sem ég ætlaði mér. Hugur minn leitaði til Englands eða meginlands Evrópu en meiðslin settu heldur betur strik í reikninginn hjá mér hvað þetta varðar,“ sagði Tryggvi við Morg- unblaðið í gær. Tryggi hefur leikið undanfarin sex ár í Noregi, fyrst með Tromsö og síðan Stabæk, alls 142 leiki og skoraði 59 mörk í þeim leikjum. „Ég fer með jákvæðum huga til Svíþjóðar og ég held að það geti orðið spennandi að spila í sænsku deildinni. Áhuginn hefur aukist í Svíþjóð og eftir því sem ég best veit er spilaður skemmtilegri fótbolti í Svíþjóð en í Noregi. Svo skemmir ekki fyrir að hitta tvo landa sína hjá Örgryte,“ sagði Tryggvi, sem held- ur með nýjum félögum sínum í þriggja vikna æfingaferðlag til Brasilíu síðar í þessum mánuði en keppni í sænsku úrvalsdeildinni hefst í byrjun apríl. Tryggvi verður sjöundi íslenski knattspyrnumaðurinn til að klæð- ast búningi Örgryte. Hinir sex eru Atli Sveinn Þórarinsson, Jóhann B. Guðmundsson, Rúnar Kristinsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Sig- urður Björgvinsson og Örn Ósk- arsson. Tryggvi semur við Örgryte  KARLALIÐ Skagamanna í knatt- spyrnu fer í æfingaferð til Þýska- lands í apríl nk. og er verið að vinna í því að fá æfingaleiki við varalið þýsku liðanna Bochum og Dortmund. Ólaf- ur Þórðarson þjálfari ÍA sagði í gær að Þórður Guðjónsson, fyrrum leik- maður ÍA og núverandi leikmaður Bochum, væri þeim innan handar í þessu máli sem væri þó á frumstigi enn sem komið er.  JERRY Sloan, þjálfari NBA-liðsins Utah Jazz, hefur nú unnið 900 leiki á ferli sínum sem þjálfari en tímamóta- leikurinn var gegn Phoenix Suns. Að- eins átta þjálfarar hafa afrekað það að vinna 900 leiki en Sloan er á 16 ári sínu sem þjálfari Utah.  LENNY Wilkens, þjálfari New York, er með 1.300 sigurleiki á fer- ilskrá sinni og er efstur á þessum lista. Don Nelson, Dallas, er með 1.128 sigurleiki. Næstur kemur Pat Riley, 1.110, Bill Fitch, 944, Red Auerbach, 938, Dick Motta, 935, og Larry Brown, Detroit Pistons, 912.  KOBE Bryant lék ekki með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í nótt gegn Orlando, vegna meiðsla á hendi. Bryant skar sig á hendi 29. janúar er hönd hans fór í gegnum gler á hurð. Ekki hafa verið gefnar nánari skýringar á þessu atviki.  GRANT Hill, leikmaður Orlando Magic, hefur ákveðið að reyna að leika á ný með liðinu á þessari leiktíð en hann hefur aðeins leikið 47 leiki á síðustu þremur árum vegna meiðsla í ökkla. Hill lék síðast með Magic í des- ember árið 2002 en hann hefur farið í þrjár aðgerðir á ökklanum frá því að hann kom frá Detroit Pistons árið 2001.  LEBRON James, nýliði Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni, segir að hann muni þiggja boð um að taka sæti í Stjörnuliði austurstrandarinn- ar ef einhverjir leikmenn liðsins geta ekki tekið þátt vegna meiðsla.  ÞAÐ kom flestum á óvart að hann skyldi ekki vera valinn í liðið af þjálf- urum deildarinnar og er liðið var til- kynnt sagði James að hann hefði ekki áhuga á að taka sæti þeirra sem meið- ast. En nú hefur honum snúist hugur. FÓLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.