Vísir - 28.04.1981, Blaðsíða 1

Vísir - 28.04.1981, Blaðsíða 1
Akveðiö hefur verið að leggja ■ niður nýlistardeildina við Myndlista- og handiðaskóla ís- ■ lands. Engir nýir nemendur ■ verða þvi teknir inn i deildina ■ næsta vetur, og verður hún lögð niður á tveim árum, eða um leið og siðustu nemendurnir hafa verið útskrifaðir. L........ „Það hafa staðið miklar deil- ur um þessa deild allt frá þvi að Hildur Hákonardóttir stofnaði hana fyrir 6 árum”, sagði Einar Hákonarson. skólastjóri Mynd- lista- og handiðaskólans, að- spurður um ástæður þessa. „Menn hefur greint á um, hvort rétt væri að hafa sérstaka deild utan um einstakar liststefnur. Ég er andvigur þessu og hef veriðallt frá upphafi, en vildi þó sýna þolinmæði. Von min var jafnvel sú, að þessi deild þróað- ist i að verða visir að kvik- myndadeild eða sliku, en það hefur þvi miður ekki orðið. Þvi hef ég ákveðið þetta”. Einar kvaöst alls ekki vera á móti nýlistinni sem slikri, þótt hann hefði tekið þessa ákvörð- un. Sagði hann það skoðun sina, að ekki ætti að mismuna list- stefnum með deildarstofnunum. Þá væri umrædd ákvörðun tekin i tengslum við breytingu, sem gerð hefði verið innan skólans þ.e. aö stytta forskólanám. Þýddi það, að sérdeildirnar heföu lengst um eitt ár. „Með þessu skapast svigrúm til sjálf- stæðari vinnubragða nemend- anna á 4. og siðasta námsári, sem tryggir aðfólkfari þarna út með einhverja faglega þekk- ingu”, sagði Einar. —JSS Stjórnarandstaðan gagnrýnir efnahagstrumvarpið: „Hætta á alvinnuleysi” - segir Lárus Jónsson aipingismaður „Mér list engan veginn á þetta frumvarp og ef menn vilja orða það við stefnu Sjálfstæðisflokks- ins, þá er það með margföldum öfugum formerkjum’’ sagði Lárus Jónsson, alþingismaður, þegar blaðamaður Visis spurði hann i morgun álits á efnahags- málafrumvarpi rikisstjórnar- innar. „Þarna er gripið til einhverra hörðustu verðlagshafta, sem þekksthafaá tslandi, og reynslan sýnir að þaö gerir aðeins illt BENSÍN HÆKKAR EKKI NÆSTU VIKUR Hækkun á bensinverði er ekki á döfinni alveg á næstunni, ekki næstu vikurnar, að þvi er Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaöur fjár- málaráðherra, skýrði Visi frá i morgun. Bensinlitrinn kostar nú 5.95 krónur eins og kunnugt er. Verðið hefur ekki hækkað undanarið i samræmi við heimildir ráðherra til þess að færa það upp með byggingavisitölu og ekki þótt fyrir liggi beiðni oliufélaganna um hækkun vegna hækkaðs inn- kaupsverðs. Þröstur kvað þetta mál aðeins hafa verið rætt litillega nú ný- lega, en ekki væri að vænta breytinga á verði bensinsins fyrr en i fyrsta lagi um mánaðamót.in mai-júni. HEEB. verra þegar til lengdar lætur. Þegar einnig er tekið tillit til þess að atvinnuvegirnir búa við óhag- stæða gengisskráningu og gifur- lega háa vexti er ljóst,að atvinnu- lifið er komið i slika spennitreyju að mikilhætta er á samdrætti og atvinnuleysi. Þaðer lika deginum ljósara, að þessar aðgerðir eru ekki til þess fallnar að draga Ur verðbólgunni”. Varðandi þá ósk rikisstjórnar- innar. að stjórnarandstaðan hagi sér þannig, að hægt verði að af- greiða frumvarpið fyrir mánaða- mótin sagði Lárus að Sjálfstæðis- flokkurinn sæi enga ástæðu til að bregða fæti fyrir það. „Það er þó gert með þvi skil- yrði. að við fáum allar upplýs- ingar sem við teljum máli skipta i sambandi við fyrirhugaðar að- gerðir, — bæði varðandi þau mörk.sem sett verða á verðhækk- anir, hvar fyrirhugað er að skera niður frá því sem gert er ráð fyrir á fjárlögum, og fleira i þeim dUr”, sagði Lárus. „ Engin lausn" „Þetta frumvarp felur ekki sér Tvær eiginkonur starfsmanna i sovéska sendiráðinu voru á föstudaginn staðnar að búðar- hnupli úr tiskuversluninni Lilju á Laugavegi. Er starfsmaður tók eftir grun- samlegri hegðun kvennanna tveggja, var búðinni lokað og kallað á lögreglu. Konurnar voru látnar tæma töskur sinar og kom neina lausná þeim vanda.sem við er að striða, — það er verið aö slást við afleiöingar hans, en ekki tekist á við orsakirnar”, sagði MagnUs H. MagnUsson, alþingis- maður og varaformaður Alþyðu- flokksins, i samtali við blaða- mann i morgun. MagnUs sagði, að þó það kynni að vera nauðsynlegt að viðhafa aðhaldi verðlagsmálum.þá mætti það ekki verða til þess að kippa rekstrargrundvellinum undan fyrirtækjum, þannig að þau yrðu rekin með björgunaraðgerðum frá degi til dags, — slikt kynni ekki góðri lukku að stýra. MagnUs sagði ennfremur aö Al- þýðuflokkurinn myndi ekki verða til þess að hindra það, að frum- varpið kæmist i gegn fyrir mánaðamót, en að óskað yrði eftir ýmsum viðbótarupplýsing- um. „Það er til dæmis dálitið snúið að fara að samþykkja niðurskurð frá þvi sem er gert ráð fyrir á fjárlögum, ef ekki er vitað, hvað skera á niður. Ég hef reyndar grun um, að rikisstjórnin viti það ekki sjálf”, sagði Magnús.-P.M. þá ýmis varningur i ljós, sem hafði verið tekinn ófrjálsri hendi bæði frá umræddri tiskuverslun og öðrum verslunum. Þórir Oddsson, vararannsóknarlög- reglustjóri, tók þegar að sér rannsókn málsins, sem mun vera mjög viðkvæmt vegna stööu eiginmanna kvennanna. —AS. Sovéskar senfli- ráðskonur slaðnar að búðarhnupll Starfsmenn borgarinnar eru nú önnum kafnir við að hreinsa götur og gangstfga eftir veturinn og má segja, að ein alisherjar vorhreingerning standi yfir. (Visism. Þ.L.). FæreysK ylírvdlfl torlryggin í garð islenskra seiðasðlumanna: Smlthætta tylglr laxaselðum frá isiandl -»»■>

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.