Vísir - 28.04.1981, Blaðsíða 9

Vísir - 28.04.1981, Blaðsíða 9
VÍSIR Þriöjudagur 28. april 1981 r—— ■ Þegar ræöa skal um þjóömál ■ almennt,er fyrst fyrir aö fjalla ■ lltillega um sjálfa þjóömálaum- ræöuna. Þaö er svo mikiö talaö um þjóömál, aö kannski er ekki á þaö bætandi. En eru þiö ekki sammála um aö svo mikiö sem talaö er um þjóömál, þá er frek- ar lltiö sagt? A þessu tvennu er i minum huga reginmunur og þaö, sem kann aö vera sagt, vel Igrundaö, þaulhugsaö og sjálfu sér sam- kvæmt, þaö hverfur I fjölmiölun hins venjulega dags I skugga alls hins, sem er talaö. Hávaö- inn, stóryröin, slagoröin og klisjurnar drekkja þvi, sem sagt er af viti I þjóömálaumræöunni. ■ Þaö er enginn vandi eöa fyrir- höfn fyrir tungulipran mann aö ■ tala lengi og áferöarfallega um ■ eitthvert mál án þess i rauninni ■ aö segja nokkuö. Og þetta kom- ■ ast menn upp meö og kallast I jafnvel ræöuskörungar. En þaö kostar tima og fyrir- höfn, umræöur i frjóum hópi og ögun hugsunar sinnar aö segja eitthvaö, sem bitastætt er I um þjóöfélagsleg málefni. ' Að leyna hugsun sinni Ég dreg kannski myndina of h dökkum litum, en ég held, aö I æöimargir, sem hafa eitthvaö ■ að segja um þjóömál, geri þaö I ekki eöa séu hættir þvi. 1 gömlu bréfi,einu af mörgum bréfum um þjóðfélagsmál, sem ég skrifaöi góövini minum meö- anégbjóerlendishérá árunum, finn ég þessar setningar: „Stjórnmálaumræöa I þvi skyni aö öölast skilning, þekk- ingu og innsæi i samfélags- vandamál á Islandi er nánast dauö. Ég kalla eintal áhuga- samra manna um einstök mál- _ efni ekki umræðu”. í þessu bréfi og raunar endra- nær hef ég velt þvl talsvert fyrir mér, hvernig á þessu standi. ■ Hvers vegna tala menn (eöa skrifa) svona mikið án þess aö ■ þeir segi neitt sem þvi svarar? Ég kann ekki svar viö þessu, en ég minnist þess sem Laxness lét feimnu lögregluna segja viö Uglu i Atómstööinni. Feimna lögreglan svaraöi Uglu eftir stundarþögn: „Þú lætur mig tala og nú hef ég talað yfir mig: þaö er veikleika merki.” Ugla svarar: „Samt hefuröu ekki sagt mér það, sem þú hugsar.” _ „Vitaskuld ekki”, sagði hann, „til þess talar maður aö leyna hugsun sinni”. Er þaö kannski rétt hjá skáld- inu, aö meö öllu þessu tali um þjóöfélagsmálin séu menn ein- ■ mitt aö leyna hugsun sinni, þvi aö hún hentarekki aðstæöunum. ■ A.m.k. finnst mér á stundum framámenn I þjóömálum tala ■ um þjóöfélagsleg viöfangsefni eins og staöreyndir málsins séu allt aörar en þeir vita aö þær eru og geri þeir eitthvaö, sé þaö gert eins og umhverfiö sé allt annaö en þaöirauner — a.m.k. eins og ég skynja þaö. Ekki er öll vitleysan eins Litum i kringum okkur I þjóö- félaginu eins og þaö er nú: Menn kaupa togara til lands- ins eins og skrapdagar togara- flotans séu ekki nógu margir eöa meö öörum oröum til þess aö auka kostnaöinn viö aö koma þessum sömu þorskum á land. Menn festa lika fé I landbúnaöi eins og arögjöf fjárfestingar skipti ekki máli og nota raunar hinn útreiknaða bónda á verö- lagsgrundvallarbúinu eins og hann sé marktækur um afkomu bænda i landinu. Menn vilja gera eöa láta rikiö gera allt — mögulegt og ómögu- legt, um leiö og þeir vilja lækka skattana. Mönnum finnst I f járlagasetn- ingu þeir hafa þörf fyrir tekju- skattana — en allir eru meira og minna sammála um, aö þeir megi bara ekki falla á neinar venjulegar tekjur. Menn gera almenna kjara- samninga um 11% kauphækkun og þaöan af meira og tala um sem sjálfsagöan hlut aö verja þann kaupmátt, þegar óbreytt gengi og aörar efnhagslegar forsendur, sem öllum voru kunnar, bentu til þess aö kaup heföi þurft aö lækka. Menn fjandskapast út i allan atvinnurekstur eins og þeir viti ekki hvaðan matur, fæöi, klæöi, húsnæöi, aö ekki sé talaö um annaö nútimaviðurværi fólks, raunverulega kemur. Menn tala um þaö eins og I al- vöru sem lausn á veröbólgu- vandanum aö flytja veröbólgu- gróöa, sem fastur er I stein- steypu um allt land, til þeirra, sem minna mega sin I þjóö- félaginu. Menn tala án þess svo mikiö sem aö klm^eins og þaö skipti máli hvort verðbólgan er 55 eöa 50%. Menn láta eins og þaö sé al- vörukaupmáttur sem búinn er anna i þjóöfélaginu eru hlutir eins og aö byrja aö byggja út- varpshús eöa sanna, aö Flug- leiöir séu gjaldþrota eöa hvort einhver fransmaöur, sem laum- ast hefur hingaö til lands á föls- uöum skilrikjum undan lögum sins heimalands skuli fá land- vist eöa ekki. Ég held aö þiö hljótiö aö vera mér sammála um, aö þaö er eitthvaö stórkostlega bogiö viö þetta. En hver er samnefnarinn fyrir öll þessi atriöi, sem ég rakti? Einkenni þessarar stööu er I minum huga þaö, aö framá- menn i öllum stjórnmálum — flokka, verkalýösfélaga og ann- arra hagsmunasamtaka, leyfa sér aö tala um hug sér út á viö gagnvart fjöldanum eins og raunveruleikinn sé allur ööru visi, ljúfari, betri, þægilegri og auöveldari en hann getur veriö i alvöruþjóöfélagi, sem ekki hef- ur meiru úr aö spila en viö ger- um. Þeir tala til að leyna hugs- un sinni. (Svona innan sviga læöist sú hugsun að, hvort ekki fjöldinn i raun skynji, aö mál- flutningurinn er ekki heill og sannur og þess vegna treysti hann ekki forystumönnum betur en hann gerir). Ég kann ekki islenskt orö fyrir þaö hugtak, sem lýsir ÞJOBMUASPJUL til, þegar veröi á rafmagni, sima, útvarpsafnotagjöldum o.þ.h. er haldiö niöri og sú starf- semi, sem I hlut á safnar stór- felldum rekstrarhalla og van- skilaskuldum, sem skiptir hundruöum milljóna eöa mill- jöröum króna. Menn sjá ástæöu til aö guma af góöri afkomu rikissjóös eins og þaö sé afrek þegar örari veröbólguhækkun en reiknaö var meö, eykur tekjurnar hraö- ar en gjöldin hjá rikissjóöi. Menn setja ofan i viö bankana sem meiri háttar veröbólguvald ársins meö þvi aö lána of mikið út, þegar allt, sem þeir geröu var aö halda gjaldþrota at- vinnurekstri gangandi. Menn tala með hneykslan um 4 milljarða króna dánarbú eftir séöan dugnaöarkaupmann og konu hans og hafa þaö til marks um ofsagróöa verslunarinnar i landinu — rétt eins og enginn hafi heyrt veröbólguhagnaö nefndan. Og ég skal ljúka þessari upp- talningu, sem viö getum eflaust haldiö áfram lengi: Menn tala um aö leysa verö- bólguvandann án þess aö snerta þá efnahagsstærö, sem mestu getur breytt um verðþróun. Samnefnarinn Og innan um allt þetta vaknar maöur upp viö þaö, aö mál mál- Við rákumst á þessa grein eftir Jón Sigurðs- son, forstjóra i Járn- blendiverksmiðjunni i ísal-tiðindum, en upp- haflega er greinin ræða, sem Jón flutti i Rotary i Reykjavik fyrir skömmu. Greinin á erindi til fleiri en ál- starfsmanna og Rot- aryfélaga og er þvi hér tekin til birtingar. þessari hegöan og kalla eftir þvi frá málhögum mönnum. A ensku máli vildi ég annað hvort kalla þetta „intellectual dishon- esty” eöa „lack of intellectual integrity”, sem i raun er sama hugtakiö. Þykjustuleikir Til aö komast I kringum þýö- ingu á hugtakinu hef ég eigin- lega gengiö I barndóm. Þiö muniö eflaust eins vel og ég þegar viö vorum börn og allt mögulegt var gert og leikiö i þykjustunni. Þaö voru þykj- ustupabbar og þykjustumömm- ur og þykjustulæknar og þykj- ustuhjúkrunarkonur, þykjustu- kýr og -kindur. Og þaö var I þykjustunni ekiö á stórum vöru- bil og siglt skipum og háö þykj- ustustriö meö tindátum. Þessir þykjustuleikir eru ef- laust hollir fyrir imyndunarafl barna, en er ekki þetta fyrir- brigöi, sem ég var aö leita aö nafni á áðan einn allsherjar þykjustuleikur og það er komiö I verra þegar hann tekur yfir heilt þjóðfélag. Viö höfum aftur og aftur á undanförnum árum samiö um þykjustukjarabætur fyrir fólkiö I landinu. Og þaö eru margar þykjustuskoöanir á kreiki — jafnvel alvörumál — fundir og þing þar sem menn hafa þykj- ustukosningar og klæmast viö aö kalla lýöræöi. Viö látum okk- ur nægja þykjustuviöbrögö viö alvöruvandamálum. Þaö má mikiö vera ef viö höfum ekki einhverja þykjusturáöherra eöa a.m.k.'þykjustu-Alþingi sem ýmis öfl I þjóöfélaginu taka ekki mark á nema eftir þvi sem þeim sjálfum hentar. Öfgastefnur Nú kynni einhver aö vilja spyrja mig, hvort ég haldi raun- verulega, aö þetta sé svona slæmt. Og ég vil svara þvl til, aö þetta er i rauninni verra — vegna þess, aö þessi þykjustu- leikur er á góöum vegi meö aö æra almenning I þessu landi. Sem von er til vill fólk trúa þvi, aö lifsstriöiö geti veriö svona auövelt — aö þykjustusögurnar séu sannar. Þaö er svo langt gengiö I þykjustuleiknum, aö þaö hefur enginn af þykjustu- forystumönnunum kjark I sér til aö ganga fram fyrir fólkiö, sem þeir hafa sótt umboö sitt til og segja: „Nei, annars — þetta var allt I þykjustunni”, eins og við geröum i barnaleikjunum I gamla daga. Þaö, sem ég skynja þó sem al- varlegast viö þann glundroöa, sem allur þessi þykjustuleikur leiöir til, er, aö hann er besti jarðvegur sem til er fyrir öfga- stefnur. Ég hef beyg af þeim möguleika, aö i öllu þessu kraö- aki af stefnuleysi og upplausn kunni aö vera til menn, sem halda áttum og lita á þessa stöðu sem eölilegan og ákjósan- legan þátt i undirbúningnum aö þvi aö breyta þeirri þjóöfélags- gerö, sem viö höfum og ég hygg aö flestir landsmenn kysu aö hafa aö mestu óbreytta, ef þeir mættu frjálsir velja um þaö. Þegar þessir menn, eöa aörir þaöan af óábyrgari, telja tim- ann kominn og jaröveginn nægi- lega plægöan, kynnu þeir aö reyna aö stiga skrefiö til fulls og þar meö væri þykjustuleiknum lokiö. Byltingin þarf ekki endi- lega aö vera blóöug, en hún þarf á aö halda andvaraleysi margra. Ekki stjórnmálamaður Hætt er viö, aö einhverjum þyki nú nóg komiö, en ég get varla skiliö svo viö þetta, aö ég velti ekki aðeins upp spurning- unni um, hvaöa leiö sé út úr þessu. Eina leiöin, sem ég sé, felst I þvi, aö þeir forystumenn, sem viö eigum eöa eignumst, segi fólkinu afdráttarlaust satt. Þessi þykjustuleikur er ekkert annaö en eitt allsherjarskrök. — Og fólkið veröur aö geta trúaö og treyst sinum forystumönnum og vera reiöubúiö aö hlita þeirra ráöum gegnum súrt og sætt. Til viöbótar veröur þaö aö gerast i hvers konar fjöldasam- tökum, aö fólk almennt veröi virkt I þeim. Eins og nú standa sakir hafa hávaöasamir óróa- seggir, sem enginn getur gert til hæfis, alltof mikil áhrif á for- ystu margra slikra samtaka. En hvernig þessu má koma til leiðar — þaö veit ég ekki. Vissi ég þaö, væri ég væntanlega I stjórnmálum en ekki sá dreif- býlisatvinnurekandi, sem ég er. Þaö má oft lita til náttúrunnar um fyrirmyndir aö þvi, sem vel getur tekist. 1 sumar fylgdist ég meö þvi uppi I Akraf jalli hvern- ig rjúpa nokkur kom upp átta ungum I miöju svartbaksvarp- inu. Or þvl aö það gat tekist er ekki vonlaust um aö úr geti ræst á þeim sviöum, sem ég hef rætt hér, þótt þar sé lika nóg um svartbakinn. Aö lokum önnur fyrirmynd úr náttúrunni. Góövinur minn, sem ég gat um hér fyrr hringdi i mig upp á Grundartanga til aö spjalla og spuröi, hvernig mér litist á þjóömálin. Ég sagöi hon- um, aö mér fyndist mest um vertþá stundina aö fylgjast meö spóanum, sem þessa dagana hópaöi sig og æföi flugiö langa suöur. Hann geröi þó þaö, sem gera þyrfti og á réttum tlma. Þessi aöferö spóans mætti ef- laust margur, sem viö þjóömál- in fæst, láta sér aö kenningu veröa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.