Vísir - 14.05.1981, Blaðsíða 1

Vísir - 14.05.1981, Blaðsíða 1
Starfsfðlk fðgetanna með dlgra ferðaslððl: VOTTAGJðLDIH ERU HVERGI TflUH FRAIH Skattstlórinn á Reyklanesi segir pau skatlskyld, en skrlislofusljórl lógela nellar Eru stunduð skattsvik hjá mörgum, jafnvel flestum bæjar- fógetaembættum landsins eða er um saklausa orlofssjóði að ræða? Svokölluð vottagjöld, sem eru greiðslur til votta við lögtök og fleira, eru sjaldnast greidd til vottanna heldur gjarnan lögð i sérstaka sjóði. Sjóðir þessir eru við mörg embætti kallaðir ferða- sjóðir og eru notaðir til að greiða niður ferðalög starfsmanna fó- getaembættanna. En það greiðir enginn skatt af þessum fjármun- um! „Hér er um litlar upphæðir að ræða, i mesta lagi kannski 0.5% af launum starfsmannanna”, sagði Guðmundur Sophusson, skrif- stofustjóri bæjarfógetaembættis- ins i Hafnarfirði og formaður stjórnar Vottasjóðsins þar. „Við lítum á þetta sem orlofs- sjóð, og sjóðurinn var upphaflega stofnaður til að fjármagna kaup á orlofshúsi fyrir starfsmenn. Siðar var ákveðið að verja peningunum til að greiða niður utanlandsferðir starfsfólksins”. Guðmundur sagði, að sjóðurinn væri ekki sjáifstæður skattaðili og þar sem enginn fengi pening- ana þá borgaði enginn skatta af þeim. „Hér er lika um svo litlar upp- hæðir að ræða og ég hef ekki hingað til vitaö að það væru köll- uð hlunnindi að greiða i orlofs- sjóði”, sagði Guðmundur. Sveinn Þórðarson, skattstjóri i Reykjanesumdæmi, sagði að vottagjöldin væru að sjálfsögöu skattskyld, en þau væru hvergi talin fram. „Við höfum heyrt að þessir ferðasjóðir séu svo gildir að starfsfólkið hafi getað greitt niður sólarlandaferðir sinar aö ein- hverju eða öllu leyti og þetta eru» að sjálfsögðu hlunnindi, sem gefa ber upp til skatts. En okkur heíur ekki tekist að grafa upp upplýs- ingar um hversu fjársterkir sjóö- irnir eru eða hverjir njóta styrkja úr þeim”, sagði Sveinn. —ATA. Ég get nú vist rólað mér eins og stelpurnar, þær eru bara aö monta sig, gæti hann veriöaö hugsa, stúfurinn sem stendur til hliöar viö stúlkurnar! (Vísism. EÞS). Blaðauki um garða og gröður Sjá DIS. 13-29 ■ Valur 70 ára - sjá mannlff á hls. 23 Góðar líkur á bata páía eftir skot- áráslna - sjá bls. 5 ■ Lltlir kallar og slórlr - sjá greln Magnúsar Bjarnlreössonar á bls. 8 Fíkniefnum er smyglað frá Færeyjum - sjá bls. 3

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.