Vísir - 14.05.1981, Blaðsíða 23

Vísir - 14.05.1981, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 14. mai 1981 Ný aðferð við einangrun Steinull biásið í lokuð holrúm Með vaxandi orkuskorti og hækkandi orkuverði, er sifellt leitast við að finna nýjar lausnir á einangrun bygginga. Fyrirtækið Húseinangrun s/f kynnti nýlega övenjulega aðferö til einangrunar, sem verið er að taka i notkun hér. Þessi aðferð er sérstaklega fljótleg og hreinleg, auk þess sem kostnaðurinn er all- miklu minni en áður hefur þekkst. Aöferðin er fólgin i þvl aö stein- ull, sem bæöi er vatnshrindandi og hefur mjög mikið brennsluþol, er blásið i lokuð holrúm I veggj- um, þökum eða gólfum, hvert hólf fyrir sig fyllt og siðan lokað með sérstökum töppum, eftir þvi hvað hentar best hverju sinni. Norðmenn hafa tekiö þessa að- ferð i notkun i vaxandi mæli með góðum árangri, en steinullin sem notuð er kemur einmitt frá Noregi. Fyrirtækið mun bjóða þessa þjónustu um allt land. —JB vísm 31 Sgurveguninum hoöíð í siglingu Stjórn Skáksambands tslarids hefur ákyeöiö aö bjóða þeim tveimur piltum, sem sigruðu á Skólaskákmótinu um helgina til útlanda i keppnis- og skemmti- reisu. Það eru þeir Halldór G. Einars- son, sem sigraði i eldri flokki, og Tómas Björnsson, sem sigraði i yngri flokki, sem fara til Banda- rikjanna i júli á vegum Skáksam- bandsins. Munu þeir keppa þar á svokölluðu Coilins-móti ásamt fleiri ungum islenskum skák- mönnum. Aö sögn Ingimars Jónssonar, forseta Skáksambandsins, er fyrirhugað að bjóöa I framtiöinni sigurvegurum skólaskákar tii út- landa i viöurkenningarskyni. —ATA varanleg gatnagero á Neskaupstað: Malbikað fram í sveit Kristjánsson, bæjarstjóri á Nes- kaupsstaö i samtali við Visi. Undanfarin sumur hefur verið lagt varanlegt slitlag út frá nær- liggjandi bæjum, svo sem Eski- firöi, Reyðarfiröi og Egilsstöðum, en nú er röðin komin að Norðfirö- ingum. Kaflinn sem lagður verð- ur i sumar, kemur til með að tengjast þeim malbikuöu götum sem bærinn sér um, en fyrst þarf að breyta veginum þar sem teng- ingin veröur. Að sögn Loga veröa malbikaðir um 1300 m af götum Neskaups- staðar i sumar og er þá um helm- ingur bæjarins kominn undir bundið slitlag. Noröfiröingar keyptu i fyrrasumar malbikunar- stöð frá Akureyri og er vonast til að hún komist i gagnið fljótlega. Þá geta þeir annast sina gatna- gerö að öllu leyti sjálfir og notaö þau steinefni sem til staðar eru i nágrenninu. —JB Þessi nýja aðferft er bæði auðveld og fljótleg. (Visism.EÞS) ,,Það stendur vist til sam- kværnt vegaáætlun að leggja klæðningu á þjóðveginn sem ligg- ur frá bænum og inn að Norð- fjarðará i sumar. Þaö eru senni- lega 5-7 km kafli”, sagði Logi Nýr grunnur vfsitölu í vlnnslu: Hlutur búvðru mlnnkar en innflutningur eykst Ekki mun liða á löngu þar til nýr framfærsluvisitölugrundvöll- ur liggur fyrir, en Klemenz Tryggvason Hagstofustjóri hefur dyggilega varist frétta af þvi i hverju helstu breytingar eru fólgnar. Samkvæmt upplýsingum Visis mun þó ljóst aö hlutfall landbún- aðarvara I visitölunni minnkar nokkuð, og er gert ráð fyrir að með þvi geti rikisstjórnin hægt á niðurgreiöslum landbúnaðar- vara. Þá mun einnig vera ljóst aö innflutningur erlendrar vöru veg- ur þyngra i hinum nýja visitölu- grunni, svo valdhafar munu eiga erfiðara meö aö hækka ýmis út- gjöld, svo sem bensin og ýmis út- gjöld af bifreiðum. —AS Ótfðlegtensatt! Apex fargjöldin til Luxemborgarkosta aðeins 2.128 krónur, - og þau gilda báðar leiðir. FLUGLEIÐIR Traust fólkhjá góðu félagi 11 svo mœlir Svarthöíöi UM ALVARLEGA GLÆPI OG ADRA GLÆPI Magnús Stephensen eldri var mikili lagabótamaður. Hann vann að þvi að ýmis lög, sem voru grimmilcg væru ýmist felld úr gildi eöa milduð. Slik verk eru góð þcgar þau beinast i rétta att. Sumir sýslumenn voru ckkert hrifnir af mildari fram- kvæmd laga, sem þeir voru van- ir að beita við lausningja ýmis- konar. sem þeim þótti óþrifnað- ur að. Þá stóðu þeir i rannsókn á meiðyrðamálum smáskitlegum og létu dóma ganga fyrir það sem cinn sagði við annan út undir kirkjuvegg eða i réttum. i raun virtist um tima að æru- prfsinn væri metinn meira en likamsmeiðingar. Stuldur á kind var fcikna glæpur og oft minnist jafn ágætur maður og snillingur og Jón Espólin á þjófahyski og þvkir landhreins- un, þegar það er dæmt á Brimarhólm. |iann virðist lika tala fyrir munn Lárusar Blöndals sýslumanns á þeim tima. þegar smávægileg afbrot þýddu utanvistir. Báðir voru þó mild yfirvöld. Hættulegt fólk verður að fjar- lægja, það er satt, fólk sem tek- ur lif annarra án þess að hafa af þvi miklar áhyggjur. Stórfelld fjársvik verður lika að stöðva með handtökum og dómum. En smástuldir cru skritin dóms- stólamál, einkum stuldir á vita verðlausum munum, lifandi cða dauðum. Auðvitað á fólk að gela fcngið að vera i friði með eigur sinar, hvcrsu fáfengilegar sem þær annars eru, en fyrst Magnus Stephensen eldri sá veg til að milda lög á sinni tið. ætt- um við á scinni hluta tuttugustu aldar cinnig að finna vegi til að milda refsilög án þess að stefna eignum manna I voða. Furðulegust eru lög, scm rikið setur ágóðarstarfsemi sinni til varnar. Það lætur ekki við sitja að cndurgreiddur sé áætlaður skaði rfkisins, hcldur eru hafðir uppi stórir sektardómar fyrir athæfi. sem i bcsta falli getur kallast samkeppni við skatt- heimtu. Þetta kemur i hugann nd þegar tvær fjölskvldur liggja undir ákærum um brugg og sölu. Allt frá þvi á timum bann- áranna hafa bruggarar þótt heldur óefnilegir afbrotamenn. Þó brjóta þeir ekki af sér við neinn nema rikisvald, sem hef- úr kjörið sér að störum tekjulið að selja brennivin oni lands- menn. A bannárunum var brugg alveg sjálfsr^gt og ekki framið i samkeppni við skattheimtu rikisins. Aftur á móti fór það i finu taugarnar á þeim aðilum. scni vinna að bindindismálum aftan frá og hafa við það lifi- hrauð af ágóða rikisins af brennivinssölu. Ætli Magnds eldri hefði ekki rcvnt að koma einhverjum lögum yfir slíka at- vinnustarfsemi. Eflaust myndu fylgja langar rannsóknir og dómar væri kind og kind stolið i dag. Það hirðir bara enginn um það lcngur, vegna þcss að skortur eða önnur nauð rekur engan til þess. Um brugg i hcimahdsum er það að segja, að slik iðja er stunduð um allt land undir heitinu ,.til heimabrdks". Brugg i lieima- lidsum dregur auðvitað úr skattheimtu rikisins af brenni- vini. En við þvi er ekkert sagt. Það er sem sagt löglaust en sið- legt. svo sndið sé við ágætu sproki Vilmundar Gylfasonar. Eini munurinn á hinu leyfilega bruggi og þvi bruggi. sem nd er kært yfir, er sá, að i seinna til- fellinu hefur vinið veriö selt. Þá bregst réttargæslan ókvæða við og heimtar straff. Og hvers vcgna? Það er af þvi að rikið liefur einkaleyfi til að selja brcnnivfn. Glæpurinn er nd ekki annar. Auðvelt ætti að vera i sliku tilfelli að gera bruggtækin upptæk og áætla tap rikisins og láta bruggarann greiöa það.með réttarsátt. Nei það skal aldrei gera, segir dómsvaldið. Jón Espólin lét hýða fólk fyrir ógætileg orð. Og við lesum um slikt með nokkurri undrun þvi ekki er nema einn og hálfur mannsaldur siðan. Og það er al- veg Ijóst, að eftir einn og hálfan mannsaldur héðan i frá munu lesendur dóma yfir bruggurum undrast ekki minna. Svarthöfði. t >

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.