Vísir - 18.05.1981, Blaðsíða 13

Vísir - 18.05.1981, Blaðsíða 13
Mánudagur 18. maí 1981 13 Nýtt og betra rúðupiss Skolþurrkan er komin á mark- að hér og fæst á ýmsum bensin- stöbvum og i varahlutaverslun- um. Skolþurrkunnar varð fyrst vart i bilatimaritum ýmissa landa árið 1979 og fékk þá lofsam- legar umsagnir. T.d. valdi „Motor” skolþurrkuna sem einn af 10 bestu fylgihlutum fyrir bila, sem fram komu það árið. Fljótt á litið virðast SVD Skolþurrkurnar i engu frábrugðnar venjulegum rilðuþurrkum, en þegar betur er að gáð sést að grönn gúmmislanga er tengd við neðri enda þurrkublaðsins og þaðan niður i rúðusprautudæluna. SVD Skolþurrkan er útbúin þannig að vatn rennur gegnum hana og út um göt sitt á hvorri hlið þurrkublaðsins. Gúmmiið sér siðan til þess að vatnið renni i rétta átt með þvi að opna og loka götunum á vixl. Þegar vatni er dælt á rúðuna rennur það fram gegnum þurrkublaðið og kemur á þann stað sem það gerir mest gagn þ.e. fyrir framan þurrku- blaðið, i stað þess að hefðbundinn útbúnaður gefur aðeins frá sér gusu sem dreifist yfir alla rúðuna. Þvi má einnig bæta við að vatnið tvökvinn) nýtist betur en ella og ekki er hætta á að frjósi i sjálfum þurrkublöðunum þar sem gúmmiið pressar allan vökva jafnóöum burt. Asetning er einföld og tekur vart meira en nokkrar minútur. Skipt er um þurrkublöð á hefðbundinn hátt og siðan er gúmmislangan tengd við T-laga tengi sem siðan er tengt við leiöslu frá vatnsdælunni. I flest- um tilvikum er auðvelt að ganga mjög snyrtilega frá leiðslunum. Viö prófanir hefur SVD Skolþurrkan reynst mjög vel og það hefur sýnt sig að mikill hraði og vindur hindra ekki að vatnið komi á þann stað sem til er ætl- ast, þ.e. fyrir framan þurrkublað- ið. Skolþurrkan er sænsk að uppruna og umboðsmenn hér eru Arni Scheving, heildverslun. SV K|l PSJfe'' jm Vaclav Hnizdil, varaforstjóri Zetor-deildar Motokov fyrirtækisins afhendir Sigurgeiri (i miðið) forláta tékkneskan kristalsvasa i viður- kenningarskyni. Lengst til hægri er Arni Gestsson, forstjóri Globus, en istékk er rekið samhliða því fyrirtæki. Tvö rnisund zelorar: Fékk kristal með Iraklornum Sigurgeir Valmundsson frá Fróðholti i Rangárvallasýslu hafði heppnina með sér fyrir skömmu, er hann keypti sér Zetor dráttarvél. Reyndist það vera tvöþúsundasta vélin af þessari tegund sem seld er hér á landi og hlaut hann forláta kristalsvasa i kaupbæti. Zetor-dráttarvélarnar hafa verið framleiddar i Tékkóslóva- kiu i 60 ár og eru nú framleiddar um 90 þúsund vélar á ári. Mestur hlutinn er fluttur út. Það er fyrir- tækið Istékk sem flytur þær hing- að og gert siðan 1969. Hefur sala á þeim aukist mjög undan- farin ár. Nýjustu Zetor-vélarnar eru búnar ýmsum þægindum sem ekki geta beint talist einkennandi fyrir dráttarvélar, svo sem einangruðu húsi með miðstöð, útvarpi og öðrum nýtisku útbún- aði. vtsm Á m VERÐLAUNAGRIPIR OG FÉLAGSMERKI Framleiði alls konar verðlaunagripi og félagsmerki. Hefi ávallt fyrirliggjandi ýmsar staerðir verðlaunabikara og verðlauna- peninga einnig styttur fyrir flestar greinar íþrótta. Leitiö upplysinga. Magoús E. Baldvinsson Laugivegi 8 - Reykjavík - Sími 22804 .7 'vV VORUBILAR SENDIBÍLAR og allir BÍLAR ^ítafcaCaH Skúlagötu 40 — við Hafnarbíó — Símar 15014 19181 Stofnfundur somtaka um frjólst útvarp: Hvað getum við lœrt af bresku útvarpi? — breskur útvarpsmaður, Edwin Riddell, óvarpar stofnfund samtaka um frjálsan útvarpsrekstur á íslandi i kvöld HINGAÐ TIL LANDS er kominn dagskrárgerðarmaður frá óháða breska útvarpinu (IBA) Edwin Riddell að nafni. Kiddell er kominn i boði aðila sem hyggjast stofna samtök um frjálsan útvarpsrekstur hér á landi. Stofnfundur samtakanna verður haldinn I Súlnasal Hötel Sögu í kvöld, mánudag, kl. 20.30. Riddell mun flytja ávarp á þeim fundi, og ræða þróunina i bresk- um Utvarpsrekstri. Ekki eru nema átta ár liðin frá þvi að rikisútvarpið breska, BBC, lét af einokun sinni. Fjölmargar staðbundnar útvarps- og sjónvarpsstöðvar hafa risið i Bretlandi á undan- fik-num árum, undir yfirstjórn óháða útvarpsins, IBA, sem Riddell starfar fyrir. Er ekki að efa að reynsla Breta i að færa sig frá rikiseinokun yfir i frjálsan Utvarpsrekstur er ákaf- lega athyglisverð. íslendingar hafa örugglega margt að læra af þvi. Eins og áður sagði hefst stofn- fundur SFU (samtaka um frjálsan útvarpsrekstur) i Súlnasal Hótel Sögu i kvöld kl. 20.30. A fundinum munu þeir Ölafur Hauksson og Magnús Axelsson flytja stutt ávörp, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson mun stýra stofnsamþykkt og stjórnarkjöri. Fundarstjóri verður Jón ólafsson. Þeirsem þess óska geta orðið stofnfélagará fúndinum i kvöld, en árgjaldið er lágmark kr. 50.- og mega menn greiða meira ef þeir vilja. Súlnasal i kvöld, mónudag, kl. 20.30 Barnahúsgögn kr. 500 út og kr. 500 á mánuði Geysilegt úrval myndalistar lægsta verð u\l V BDdshöföa 20, Reykjavik Sfmar: 81199 og 81410 — JB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.