Tíminn - 16.11.1969, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.11.1969, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUR 16. nóvember 1969. 23 TIMINN Virkjunarstjóm lætur þess hins vegar ógetið, að Laxdælingar hafa oítar en einu sinni mótmæt öll um framkvæmdum, sem ganga lengra og nú síðast stofnað tii sam taka gegn ágengni virkjunarstjórn ar. Mat á flóðahættu og veðráttu á íslandi. í greinargerð Laxárvirkjunarsti. er þ\"í haldið fram, að fyrirhuguð stífla í Laxá muni minnka flóða- hættu neðan virkjunar. Augljóst er þó, að stórkostleg vatnsaukning við mesta rennsli í Laxá, samihliða flóðum framan Reykjadal, hlýtur að stórauka fióðahættu neðan virkjunar. Þær tölur, er Laxárvirkjunar- ’ stjórn tilfærir um vatnsborðs- breytinguna, gefa ekki rétta mynd af því, sem getur gerzt. Þær mæl- ingar, er fram hafa farið eru ein- ungis bráðabirgðamælingar sem Sigurjón Rist vatnamælingamað- ur hefur viðurkennt að gæfi ekki ti'l kynna hvað gerist við langvar andi vatnsaukningu í ánni og eft- ir að hraunið í kring hefur mett azt af vatni. Uppgefnar tölur eru aðeins meðaltal og gefa því enga mynd af rnestu flóðum í Laxá á mestu álagstímum fyrirhugaðral virkjunar. Ennþá fráieitari eru hug-mynd- ir Laxárvinkjunarstjórnar um ísa- lausa svæðið neðan virkjunar. Virðist stjórnin ek'ki vita, að frost- harðar stónhríðar geti komið á ána ísalausa, en þá vill oft reka í hana með hinum verstu afleið- ingum fyrir fiskistofninn og klak- svæðin. Gæti þá svo _arið, að Laxá stíflaðist svo gersamlega, að hún hiypi öll úr farvegi sinum og legði þykka íshellu yfir dalinn. í greinargerðinni er því haldið fram, samkvæmt álitsgerð hinnar svokölluðu „Laxárnefndar", að straumhráðinn í ánni eftir breyt- inguna mundi verða innan þeirra marka sem nauðsynieg eru þar ! sem lax hrygnir. Er þetta haft ,j eftir veiðimálastjóra. Ilvað sem i þessum ummælum líður, er rétt að | vekja athygli á, að ekki er minnzt k hitt, sem þó er ekki siður mikil- ‘vægt, að vatnsdýptarbreytingar á hrygningarstöðvunum gætu valdið stórtjóni á klakinu í ánni og hef- ur veiðimálastjóri staðfest það í viðtaii við okkur. Gerðardómur í Sogsmálinu. í sanibandi við þetta mætti benda á niðurstöðu nýfallins gerð- ardóms í Sogsvirkjun'armálifnu þar sem- virkjunin er dæmd í milijóna skaðabætur vegna tjóns á veiði, en þar segir m-a.: „Reynsla er fengin fyrir því erlendis, að rennslistrufl- a'nir af völdum orkuvera valda dauða á lífverum í ám og vötn- um bæði sem afleiðing af dagleg- um og árstíðabundnum sveiflum í rennsli og við þurrkanir. Slíkar rennslissveiflur og þurrkanir geta haft áhrif til hins verra á hrygn- ingu og uppeldi fiska, svo og á fiskigöngur og á veiði. Rennslis- truflanir í Sogi af völdum, orku- veranna við Ljósafoss og Irafoss syo og undirbúningur að þyggingu írafossstöðvarinnar hefur valdið truflunum á eðlilegu klaki og upp eldi laxins'í Sogi svo og á veiði. Afleiðingin er minm mxagengd í Sog heldur en ætla yetður, ef Sogið hefði verið óvirkjað og kemur hún fram í minni veiði í Sogi en ella, svo og veiðitruflun- um og minni veiði í Ölfusá“. í»essi niðurstaða er undirrituð af Gissuri Bergsteinssyni, hæsta- réttardómara, Gunniaugi E. Briem ráðuneytisstj., dr. Unnsteini Stef- ánssyni, efnafræðingi, Þóri Stein- þórssyni, skólastjóra og Þór Guð- jónssyni veiðimálastjóra. Álit náttúrufræðinga. Laxárvirkjunarstjórn telur. að lónið í Laxárgljúfri muni geyma hita frá sumrinu fram á haust til hagsbóta fvrir fiskræktina i ánni. En það er ekki haust og vetrar- hitinn, sem skiptir hér máli. At- hyglisverðari er sú staðreynd, að tónið hlýtur að geyma kulda frá vetrinum fram á sumar, svo að laxagöngum gæti seinkað að mikl- um mun til stórtjóns fyrir veiði- réttareigendur. e vöxtur alls fisks í ánni yrði þeim mun hærri yfir sumarið, sem hitastigið er lægra. Helgi Hallgrímsson og fleiri náttúrufræðingar hafa bent á, að við rotnun slýs, jurtagróð- urs og gróðurmoldar af mörgum ferkílómetrum algróins lands, geti myndazt mikil eiturefni í lóninu, með stórhættulegum og ófyrirsjá- anlegum afleiðingum fyrir ailt dýralíf í ánni, allt til sjávar. Mývatn og Kráká — Suðurá, Svartá og Svartárvatn. Laxárvirkjunarstjórn heldur því fram, að hin svokallaða Suðurár- veita sé skaðlaus fyrir Mývatns- sveit, jafnvel að hún verði til bóta. Mývetningar eru á annarri skoð- un, og má þar vitna til skjalfestra mótmæla þeirra, sem send hafa verið alþ.mönnum kjördæmisins. Einnig má vitna til álitsgerðar stjórnar Búnaðarfélags íslands en þar segir, að 18 lögbýli muni vera í hættu, ef af þessum vatnsflutn- ingi verði. Að okkar dómi verður vart búið á flestum þessara býla, eftir vatnsflutningana. Verkfræðingur Laxárvirkjunar- stjórnar í þessu máli (Sig. Th.) var þráspurður að því, hvernig hugsað væri að hemja þetta aukna vatn 1 farveginum, en hann neit- aði að gefa nokkrar upplýsingar þar. að lútandi og sagði það ekki koma nefndinni við. Þarna er um að ræða allt að 10 km. leið um marflatt land, hailinn ca. 30—40 cm. pr. km., og farvegur Krá'kár jafnan bakka- full’ur víð eðlilegt rennslisma'gn. Laxárvirkjunarstjórn segir, að þarna sé aðeins spurning um kostnað. En hvers vegna má ekki skýra frá því, hvernig þessi vatns- flutningur um láglendið er fyrir- hugaður? Botn árinnar er víðast hvar hærri en landið í kring, þegar blábakkan’um sleppir enda flæðir áin yfir allt þetta lána á. vetrum og myndar 1—3 m. þykkt íslag yfir allt sléttlendið. Getiir þá hver og einn gert sér í hugarlund hvað sú íshella yrði umfangsmikil. eftir að vatnsmagn Svartár og Suður ái' yrði komið til viðbótar. Virkj- unarstjórn talar nú um 16 rúmm. viðauka vatns, og er það ekki lít- ið vatnsmagn, en í viðtali við Sig urð Thoroddse'n s.l. vetur, taldi hann nauðsynlegt að fá 23 rúmm. til að fullnýta virkjun við Brúar. Þegar þess er gætt, að s'kurðinum úi' Suðurá í Svartárvatn er ætlað að flytja 17 rúmmetra og allt venjulegt afrennsli Svartárvatns kemur svo til viðbótar, er sýnt, að ekki er gott að treysta þessum tölum. Á húsöndin að f>’lgja geirfugl inum? En þetta er ekki eina hættan, sem Mývatnssveit getur stafað af þessum hættulegu vatnsflutning- uni frá vatnusvæði Skjálfanda-Í fljóts. Mývatn sjálft, þessi fugla-j paradís og gimsteinn íslenzkrar! náttúru, er líka í stórkostlegri hættu sökum hins kalda. aðflutta vatns og aukins sandburðar. Aug ijóst er, að hinum nýja vatna- flaumi er stefnt til Mývatns, til þess að hægt verði að nýta það síð- ar í nýja virkjun úr Mývatni, enda síðasta stig allra þessara umbrota nexiit „Mývatnsvirkjun" Það óhappavei'k mundi þá reka smiðs- höggið á þessar. að þvi er virðist vanhugsuðu ráðagerðir. Við viljum minna á að upp- eldisstöðvar húsandarinnar eru við Mývatnsósa og niður Laxárdal — þær einu i Evrópu. Yrði Suðurar- veitu beint í Laxá, mundu þær verða eyðilagðar samkvæmt álits- gorð Arnþórs Garðarssonar. fugla fræðings. Örlög húsandarinnar yrðu þá hin sömu og geirfuglsins forðum. sem íslcndingum var til lítils sóma. 5 aura virkjun Suðurár. Bollaleggingar um 5 aura verð á Suðurárveiturafm^gninu verða ekki teknar ah’arlega, eða á Suð- urárveita ekki að taka þátt í kostn aði sjálfrar virkjunarinnar við Brúar, vélum. jarðgöngum og stíflugerð? Þarna er um haldlaus- ar og villandi fullyrðingar að ræða, þar sem ekki er tekið tillit til margra þátta, sem hljóta að koma til útgjalda og gera veituna miklu óhagstæðari en látið er í veðri vaka. Má þar nefna allar skaðabætur vegna eignaupptöku og margvíslegra skemnida. Við æskjum þess vissulega, að sem ó- dýrastrar raforku verði aflað fyrir þetta svæði, en það má þó ekki verða á óbætanlegan kostnað nátt úruverðmæta í héraðinu, og það verður, að reikna dæmið til fulls. Gera hefði átt samanburðarrann- sóknir á sem flestum virkjunar- möguleikum. áður en endanlegar áætlanir voru gerðar, svo að Ijóst væri, hvort ekki mætti fá jafn hag k\'æma virkjun án þeirrar röskun- ar, sem Gljúfurversvirkjun mun valda. Skjálfandafljót. Sá þáttur þessara mála, er snýr að Skjálfahdafljóti er með öllu sniðgenginn í greinargerðinni. Hverjar voru niðurstöður -„hinna færustu sérfræðinga"? Getur hugs- azt, að þeir hafi gleymt þessum þætti máianna? Fjöldi bænda í fjórum sveitar- félögum eiga land að fljótinu, og hefur. veiði verið stunduð í því öldum saman, misjafnlega mikið að vísu, en þó verður að telja, að þar sé um veruleg verðmæti að ræða. Bændur þar hafa lengi eygt möguleika á að auka þessa veiði verulega með fiskrækt og fiskvegi upp fyrir fossana og nálgast nú óðum sá tíiiii, að úr þessu verði. Slíkur fiskvegur mun vera mjög ódýr miðað við það svæði, sem þá opnast, þ.e. fremst fram í Bárðar- dal. Hvað verður um þessa fram- kvæmd, og hvað uni þann lax og silung, sem fyrir er í fljótinu, ef me^i’., hluti tæra vatnsins verður tekinn úr því? Þeir, sem til þekkja vita, að veiðin er háð því hversu tært fljótið er, þ.e.a.s. hve hlutur bergvatnsins er mikill. Vatnsflutningar, eins og fyrir- hugaðir eru á Suðurá og Svartá, hafa .lér aldrei verið framkvæmd- ir. Áhrii þeirra geta orðið fjöl- þætt. Bárðdælingar benda t.d. á hver áhrif bað getur haft á snjóa- lög í dalnum, ef Fljótið verður á ís alla. veburinn, eins og líklegt ér að verði, þegar lindarvatnið hverfur, en frá ósi Svartár helzt Fljótið að jafnaði autt niður eftir dalnum, og ber jafruharðan' burtu renningssnjó, sem annars settist á vegi. í lok greinargerðar sinnar | kemst Laxárvirkjunarstjórn að j þeirri niðurstöðu, ao GÍjúfurvers-1 virkjun sé fyllilega réttlætanleg' sökum bess, að hagnaðurinn af virkjuninni sé meiri en það sem nemur tjóni. Allan rökstuðning vantar um betU atriði, enda ófram kvæmanlegur, qieðan enginn sam- av.burður liggur fyrir um aðra virkjunarmöguleika né mat á skaðabótum, s^o sem áður hefur verið tekið fram. Er hér því um haldlausar staðhæfingar að ræða. Laxárvirkjunarstjórn hefur hald ið því fram. að „krapastíflurnar í Laxárdal" séu aðalorsök eða jafn ve eina orsök rafma'gnstruflan- anna á Laxársvæðinu. En hitt mun réttara og geta kunnugir r. enn dæmt um það. ao mikið af þessum truflunum á rætur sínav að rekja til bilana á línuiögnum, tengivirkj um og ófullkomins útbúnaðar á vatnsinntaki við, stíflu og á vatns miðlunarturni. Vildu Ak..reyringar setja sig í spor Þingeyinga? En hvað hefðu Akureyringar sagt. ef Þingéyingar hefðu gert áætlun ’-.n samráðs við þá um að stifla Gleri i mynni Glerárdals BORGFIRÐINGAR! MÝRAMENN! Aðalfundur KLÚBBSINS ÖRUGGUR AKSTUR í Borgamesi, sem frestað var, verður í Rotarysal Iíótel Borgar- ness þriðjudaginn 18. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: 1. Ávarp formanns. 2. Afhending viðurkenningar- og verðlauna- merkja Samvinnutrygginga 1968 fyrir öruggan akstur. 3. Frásögn af stoínfundi LKL ÖRUGGUR AKSTUR. 4. Framsaga og umræður um umferöarmál. 5. Kaffiveitingar. 6. Aðalfundarstörf. 7. Kvikmyndasýning. Aðkomumenn á fundinum verða Ingjaldur ísaks- son og Baldvin Þ. Kristjánsson. Skorað er á klúbbfélaga að mæta vel og stund- víslega. Allt áhugafólk um umferðaröryggismál velkomið. STJÓRN KLÚBBSINS ÖRUGGUR AKSTUR í BORGARNESI. rlieð 57 m hárri jarðvegsstiflu til að loka þar inni 170 milljón rúm m , af ,vratni. sem . gæiti íy;rirvara: laust steypzt -fram yfir íbúðar hverfi Oddeyrar og Glerár? Væri það ekki hugsanlegt, að bá hefði risið upp mótmælaalda í höfuð- stað Norðurlands, eitthvað í lík- ingu við þá. sem Þingeyingar hafa stofnað til og eiga þó Akureyr ingar enga _.axá eða Mývatns- sveit að verja. Slegið á útrétta hönd. Við teljum okkur hafa sýnt full- komið raunsæi í þessu Laxárvirkj unarmáli, með því að fallast á og heita stuðningi við takmarkaða virkjun í Laxá, sem tryggi í senn ódýra og örygga orkuvinnslu fyr- ir Laxársvæðið alllangt fram í tím ann og veiti Laxái'dal og Laxá nauðsynlega vernd fyrir hinum skað’legu áhrifum stórvirkjunar. í stað þess að líta með velvild og skilningi á aðstöðu Þingeyinga í þessu máli og taka fagnandi til- lögum þeirra, virðist stjórn Lax- árvirkjunar enn sem fyrr ætla að taka sér sjálfdæmi í virkjunarmál um Laxár. En er þá ekki kom- inn tími til þess fyrir forráða- menn Laxárvirkjunar, að þeir geri sér grein fyrir því. að Þing eyingar munu ekki afsala sér rétti sínum í bessu örlagaríka máli. — Sá réttur verður ekki tekinn með yfirtroðsiu, eins og fram hefur komið í skiptum Laxárvirkjunar- stjórnar við ! axdælinga, þegar fuiltrúar hennar tilkynntu bænd- um í Laxárdal, að jörðum þeirra yrði sökkt og því væri þeim ráð legast að hætta framkvæmdum á þeim. Til þessa skorti virkjunar- stjórnina alla heimild. Leyfi það, er Atvinnumálaráðuneytið hefur nýlega gefið Laxárvirkjunar- stjórn, er aðcins fyrir 7000 kw virkjun, en skýrt er tekið fram, að ráðuneytið skorti heimild til þess að leyfa framkvæmd 2. áfanga GljuÞ'v.versvirkjunar, sem gerir ráð fyru að auka aflið upp f 14700 kw, enda heimila núgild- andi Laxárvirkjunarlög aðeins 12 þús. kw virkjun við Brúar. í leyf- inu er einnig tekið fram af hálfu ráðuneytisins: „engin fyrirheit er gefin um Ieyfi til stærri virkjun ar en framangi'cind Iög gera rátf fyrir“. Ný vitfhorf nautfsynleg. ■ Það fer því ekki á milli mála að það var ekki að ástæ.ðijlausu aö Þingeyingar risu upp tií varn ar gegn hinum gálausu áformuir Laxárvirkjunarstjórnar. Virkjun’ arstjórnin getur ekki að ðigir vild leikið sér með hagsmun: þeirra og hin dýrmætu vatna hverfi, eins og þar væru auðnii einar. Sú stefna heyrir fortíðinni til, og nú eru ailar helztu menn- ingarþjóðir heims að vakna tii aukins skilnings u-m það, að þeim sem beita tækni nútím'ans, beri skylda til þess að sýna meiri gæíni og til'litssenii í skiptum sinum við náttúruna og landið f hinni ath.vglisverðu grein Þcr- is Baldvinssonar í Morgunbiaðinu 25. f.m. kemur fram, hvernig Bret ai iíta á þessi mál, en þar segir m.a.: „Kerfi verkvísinda, sem skipulagt hefur þó verið í þjón- ustu mannsins, verður hoaum stundum yfirsterkari og bindúr hann í þess stað í fjötra. Þekk- ingarskortur hins almenna borg ara á margs konar sérfræðis\-í'ð um gerir hann hlédrægan og óvii’kan í rn'álum, sem oft snerta þó umhverfi hans og framtið. Þetta verður til þess að tekaar ei'u ákvarðanir, er varða líf og starfssvið borgaranna, án þess að þeir gefi sig fram til að beíta 1 sínum“, og ennfremur: „Eitt þessara fyrirbæra er ágengni iðnaðarhagsmuna við dreifbýlissvæði, er varðveita vilja gróður. dýralíf og svipmót nát.t- úrunnar fyrir spjölium og umróti eða eyðingu.“ Kunnugt er, hzern- ig það opinbera í Bandarj’kjun um setur rammar skorður gegn hvers konar náttúruspjöllum af völdum opinberra framkt-æmda bar í landi. Með tilliti til þess, sem hér hefur verið rakið og drepið á, skortir Laxárvirkjunai'stjóra ölí raunhæf rök og lagalegar forsend ur fyi-ir framkvæmd Gljúfuivers- virkjunar og viljum við vara hana alvarlega við afleiðingum þeirrar ábyrgðar. sem hún tekur á sig, ef Hún hyggst halda áfrani óbreyttri stefnu í Jxssu ntíkiJs- veröa máli, með því atf hefja fram Framiliald _ á M*. 9*

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.