Vísir - 13.06.1981, Blaðsíða 3
v '’’vyvr-
Laugardagqr 13. júní 1981 VISIR
Þegar Mogginn vildi Þagal
Þagall heitir horskur penni á
Alþyðublaðinu, talinn vera
Ólafur Bjarni Guðnason. Sagan
segir að dag nokkurn hafi
Styrmir ritstjóri Moggans
hringt I Þagal og boðið honum
vinnu d Mogganum. Þagall varð
að vonum hissa á upphringing-
unni enda hafði hann ekki sér
vitandi látið i ljós áhuga á að
sinna Moggastörfum. Hann tók
ser frest til aö svara en afþakk-
aði svo kurteislega daginn eftir
við Styrmi sjálfan enda voru
einungis fréttaskrif i boði en
Þagall er hiimoristi sem gefur
lltið Ut á almennar fréttir. Sög-
unni var ekki þar með lokið
heldur mun Matthias Johannes-
sen annar ritstjóri Moggans
hafa hringt i föður Þagals um
Ingi R. á
orkuþingi
Hálf þjóðin virðist undan-
farna daga hafa verið á orku-
þinginu. Þangað hefur heldur
ekki vantað Inga R. Helgason
nýskipaðan forstjóra Bruna-
bótafélagsins. Þar hefur hann
flutt þingheim boðskap sinn um
oliumál. Nokkur óánægja mun
vera i viðskiptaráðuneytinu
með þennan háttinn enda virðist
Iðnaðarráðuneytið ætla að gina
yfir oliumálum sem sinum pri-
vat. Á meðan situr sérstakur
„oliumálaráðherra”, Tómasar
Árnasonar, Jón Júliusson á
orkuþingi nánast sem
áheyrnarfulltrúi og kemst ekki
að...
kvöldið og iitið skilið i þvi hvers
vegna drengurinn vildi ekki
vinna á sjálfum Mogganum og
næsta dag hringdi Styrmir aftur
en I þetta skiptið i Jón Baldvin
ritstjóra Alþýðublaðsins, sár og
móðgaður yfir svörum stráks.
Kannski var það eðlilegt, þvi
Jón Baldvin hafði nefnilega
hringt i Styrmi fyrir nokkuð
löngu siðan þegar til stóð að
draga saman seglin á Alþýðu-
blaðinu og viljað koma sinum
manni aö á Mogga. Máliö var
bara það, að um það vissi Þag-
all aldrei...
Páll hikandi
Af borgarstjórnarmálum
heyrist að Páll Gislason læknir,
sem hugðist draga sig til baka i
næstu kosningum hafi ekki end-
anlega gert upp hug sinn eink-
um með tilliti til fjölgunar borg-
arfulltrúanna. Hann er sagður
ihuga að sitja áfram ef ákveöið
veröur aö fjölga...
Hagvanguri
Félagsstofnun
í kjölfar nýs meirihluta i
Stúdentaráði Háskóla Islands
hefur verið skipuð ný stjórn Fé-
lagsstofnunar stUdenta. Ein-
hver vandræðagangur var vist
með skipan formanns en að lok-
um var sæst á, að Pétur J.
Eiriksson hagfræðingur tæki aö
sér það hlutverk. Okkur er sagt
aö Pétur sé nU byrjaöur að taka
tilhendinni enda ekki vanþörf á
og hafi hann fengið Hagvar.g til
að gera sérstaka Uttekt á
rekstrinum...
Starf handa
Hauki
Svo er sagt að kveikt sé á
hverri týru i Framsóknar-
flokknum og þó einkum og séri-
lagi i Sambandinu til að finna
starf handa Hauki Ingibergs-
syni, sem hvarf nýverið frá
skólastjórn Samvinnuskólans.
Spáö hefur verið i, að bUið verði
til nýtt starf einhvers konar
fræðslufulltrUa handa Hauki...
í vékurúminu
duga aðeins góo ráð
Þetta vita þjónustumenn Esso
Þjónustumenn Esso eru
skipaeigendum og vélstjórum ávallt til
halds og trausts þegar gefa þarf góð ráð í
sambandi við val á réttu smurefni.
Þeir fylgjast með nýjungum og sjá til
þess að bestu fáanleg smurefni séu á
sérhver ju tæki, einnig að rétt smurkort sé
til staðar í skipinu.
Allt er þetta hluti af skipa-
þjónustu Esso, sem á sinn hátt
á þátt í að auka rekstrarhag-
kvæmni skipsins og létta störf
vélstjórans. Þannig á vönduð
þ jónusta líka að vera.
£ssó
SKIPAWÓNUSTA
Pú þekkir merkió
-ekki er þjónustan síóri!
Olíufélagid hf
w
w
Skemmtanir
Sjómannadagshóf i kvöld.
Húsiö opnar kl. 19.00 matur fram-
reiddur frá klukkan 19.30. Bræð-
urnir Gisliog Arnþór Helgasynir
kynna lög af plötu sinni „t bróö-
erni” og hinn sivinsæli ómar
Itagnarsson skemmtir matar-
gestum. Dansbandið vinsæla
leikur fyrir dansi og Halidór Arni
veröur i diskótekinu, en dansaö
verður til klukkan 3 eftir mið-
nætti.
Sjómannadagsráö
Snekkjan.
Auglýsingum
ldutagárntboð,
Á slðastliðnu ári var hafin sala hlutafjárauka I Iðnaðarbanka
fslands hf. Nam aukningin 2,7 milljónum króna og neyttu
hluthafar forkaupsréttar að 85% aukningarinnar. Nokkurt
hlutafé er þvl enn óselt og hefur verið ákveðið að bjóða til
sölu á almennum markaði.
Úr reikningum bankans:
Allartölureru I nýkr.
Árin
Tekjur Gjöld 1980 81,1 millj. 76,7 - 1979 36,4 millj. 35,6 -
Tekjuafgangur 4,4 0,8
Eignir Skuldir í arslok 1980 1979 286,3 millj. 155,6 millj. 263,0 - 144,0 -
Eigiðfé 23,3 - 11,6 -
Hlutafé eftir jöfnun Varasjóðir Annaðeigiðfé 16,6 millj. 3,3 - 3,4 - • 8,1 millj. 1,5 - 2,0 -
Eigið fé alls 23,3 - 11,6 -
Jöfnunarhlutabréfum hefur undanfarin tvö ár verið úthlut-
að til jafns við verðlagsbreytingar og greiddur 4% arður.
Úthlutunarstefna þessi er til samræmis við þær breytingar
sem orðið hafa á lánsfjármarkaðnum með tilkomu verð-
tryggingar.
Útboðsskilmálar:
Nafnverð skal standa á heilum tug króna. Sölugengi hluta-
fjárins hefur verið ákveðiö 160. Selt hlutafé mun veita rétt til
jöfnunarhlutabréfa sem aðalfundur næsta árs úthlutar.
Arður reiknast frá innborgunardegi. Frestur til að skrá sig
fyrir hlutafé er til 15. júní n. k. og gjalddagi er 1. júlí 1981.
Eyðublöð liggja frammi á afgreiðslustöðum bankans.
Iðnaðarbankinn
Lækjargötu 12,101 Reykjavík, Sími 20580