Vísir - 13.06.1981, Blaðsíða 14

Vísir - 13.06.1981, Blaðsíða 14
14 vism Laugardagur 13. júni 1981 Ódýrar tjaldferðir um byggðir og óbyggðir „Fram til þessa hafa farþeg- ar okkar verið nær eingöngu út- lendingar, en þetta er að breyt- ast. Á siðast liðnu sumri voru 150—200 tslendingar með i ferð- unum og nú bjóðum við landan- um að vera með i sumar á ein- staklega ódýru kynningar- verði” sagöi Halldór Bjarnason hjá Feröaskrifstofu Úlfars Jacobsen i samtali við ferðasið- una. Þegar verðskrá yfir ferðir úlfars er flett kemur strax i ljós að Halldór fer ekki með neitt fleipur. Sex daga ferðir kosta 1.350 krónur á mann, 12 daga ferðir 2.700 og 13 daga íeröir 2.950 krónur. En hvað er innifal- ið i þessu verði og hvað þurfa farþegar aö hafa með sér? „Innifalið er allur akstur, leiðsögn, matur og gisting i tjöldum. Fyrir utan gott skap þarf fólk að hafa með sér svefn- poka og vindsæng, regnjakka, hlý nærföt, skó til skiptanna, bæði létta skó og gönguskó svo og vaðstigvél”, sagði Halldór. — En hvernig getið þið boöiö svona ódýrar ferðir? „Þetta er sérstakt kynningar- verð til aö fá fleiri Islendinga til að slást i förina, fá þá til að kynnast eigin landi betur. Þar við bætist, að vegna pantana að utan verðum við að fastsetja okkar verð til áramóta og við ákváðum að lofa landsmönnum að njóta þeirra gengisbreytinga sem hafa orðið siðan og lækka verðið á innanlandsmarkaði.” Við allra hæfi Þær ferðir sem hér um ræðir liggja oft utan alfaraleiða og þvi vaknar sú spurning hvort það séu ekki bara þaulvanir fjalla- garpar og útilifsfólk sem eiga erindi i slikar svaðilfarir. Halldór neitaði þessu alfarið: „Ég man eftir bandariskum hjónum i einni ferðinni sem voru með kornabarn, vart orðið ársgamalt. Ekki er óalgengt að yngstu farþegar séu fimm til sex ára og þeir elstu eru allt upp i hálfniræðir eða eldri. Farþeg- ar ráða þvi sjálfir hvort þeir ganga mikið eða ekki, reyna á sig eða taka það rólega.” — Frá hvaöa löndum koma flestir farþega? „Á undanförnum árum hefur verið mikið um Hollendinga og Þjóðverja, talsvert af Frökkum og slangur af Bretum og Norð- urlandabúum. Margir eru mikl- ir náttúruskoðarar og taka tryggð við landið. Lengri ferðirnar virðast ætla að vera enn vinsælli á þessu sumri en i fyrra og er mikið bókað i þær. Einnig er nokkuð vel bókað i styttri ferðirnar, en það er 28. júni sem lagt verður upp i fyrstu ferðir sumarsins,” sagði Halldór Bjarnason. Sex daga ferðirnar eru um Borgarfjörð, Landmannalaug- ar, Eldgjá, Jökullón á Breiða- merkursandi og Þórsmörk. Tólf daga ferðir eru hring- ferðir um landið, fyrstu nóttina er tjaldað að Brautarholti á Skeiðum og siðan haldið áfram austur og norður um, á Snæ- fellsnes og siðustu nóttina er gist að Húsafelli. Þrettán daga ferðir eru siðan annars vegar um Suður- Austur- og Norður- land og svo suður Sprengisand og hins vegar um Vestur- og Norðurland og suður Sprengi- sand. Sæm undur Guðvinsson skrifar Hringflug á hagstædu vcrdi Útlendingar eru fundvisari á leiðir til aö ferðast ódýrt um landið en landsmenn sjálfir. Erlendir ferðamenn hafa hing- að til nær einir notfært sér hringferðafargjöld Flugleiða, en sjálfsagt er fyrir tslendinga að kynna sér það sem i boði er. 1 þessum hringferðum er flog- ið með Flugleiðum, Flugfélagi Austurlands og Flugfélagi Norðurlands. Svo dæmi sé tekiö má nefna, að hægt er að fljúga i þessu hringflugi frá Reykjavik til Isafjaröar, hafa þar viðdvöi og fljúga siöan til Akureyrar. Eftir dvöl þar fljúga til Egils- staða, frá Egilsstööum til Hornafjaröar og þaðan til Reykjavikur. Fargjald á mann i þessu hringflugi er aðeins 1.347 krónurmeö flugvallarskatti, sem er stórfelldur afsláttur frá venjulegu miöaverði, ef farmiöi væri keyptur sérstaklega milli staðanna. Það er alveg eins hægt að fara hringinn austur um eða hafa færri viðkomustaði, en reiknaö er meö að fólk dvelji nokkra daga á hverjum staö. A öllum ofannefndum viökomustöðum eru bilaleigur og áætlunarbilar aka um nágrennið. Nánari upp- lýsingar eru veittar á skrifstof- um Flugleiöa um land allt. Nokkrar af flugfreyjum Flugleiöa i nýju búningunum. Frá vinstri: Helga óskarsdóttir, Jóhanna Hauksdóttir, Erla Sveinsdóttir, Linda Rikharðsdóttir og Borghildur Pétursdóttir. (Visism.ÞóG) Flugfreyjur í nýjumbúningum Frá og með þriðjudeginum 17. júni iklæöast flugfreyjur Flug- leiða nýjum búningum i bláum litum. Draktin er dökkblá, frakki, siðbuxur og hattur, en blússan er hvit. Blái liturinn er einnig á svuntu og vesti. Það er Jón Þórisson i Módel- magasini sem saumar búning- ana og þeim fylgja skór, hansk- ar og hliðartaska. Fiugmenn og flugvélsstjórar fá einnig nýja búninga áður en langt um liður. Grimsey er vinsæli viökomustaöur feröamanna yfir sumariö og þeir geta fengiö sérstakt sklrteini sem sannar aö þeir hafi fariö noröur fyrir heimskautsbauginn. Grimseyj arf er ðir með Drang i sumar Póstbáturinn Drangur byrjar Grimseyjarferðir þann 19. júni og veröur þessum ferðum, sem ætlaðar eru ferðafólki haldiö uppi fram yfir miöjan ágúst. Hægt er að gista i félagsheimil- inu i Grimsey fyrir þá sem vilja lengja dvölina i eynni. A þriðjudögum er farið klukk- an átta um morguninn frá Akur- eyri og komið til Grimseyjar um klukkan 14. Staldrað er við i eynni til klukkan 18, en þá er haldið aftur til Akureyrar og komið þangað um miðnætti. Föstudagsferðir Drangs erui svokallaðar miðnætursólarferð- ir. Farið er frá Akureyri sið- degis og komið til Grimseyjar um klukkan 21. Til baka er siðan siglt á hádegi daginn eftir, laug- ardag. Gistiaðstaöa er um borð i Drang og þar eru seldar veiting- ar. Fyrir þá sem vilja gista i landi eða lengja dvöl sina i Grimsey er svefnpokapláss til reiðu i félagsheimili eyja- skeggja og þar eru seldar veit- ingar til gesta og gangandi. Ferðin meö Drang fram og til baka kostar 230 krónur á mann. A siðasta sumri komust færri en vildu, en þessar ferðir eru ekki sist vinsælar hjá félagasamtök- um og starfsmannahópum. Ættu þeir sem hyggja á Grims- eyjarferð með Drang aö panta Farrýmisskipting evrópskra flugfélaga er komin út i hálf- gerðarógöngur, þar sem félögin nota mismunandi farrými, eða farrýmisheiti. Nokkur flugfélög halda enn svonefndu fyrsta far- rými meðan önnur hafa tekið upp svokallað „business class”. Þau flugfélög sem hafa siðar- nefnda farrýmið eru siðan með mismunandi reglur svo þetta vill verða ansi ruglingslegt allt saman. Sem dæmi má nefna, að Lufthansa er með fyrsta far- rými en Air France hefur tekið upp „business class”. A flug- far hið fyrsta. Föstudagsferðun- um verður haldið uppi til loka júli, en þriðjudagsferðum fram til 18. ágúst. stöðvum i Þýskalandi fá farþeg- ar með miða á fyrsta farrými Lufthansa, sérstakt umslag ef þeir þurfa að skipta yfir á Air France á leið sinni til Frakk- lands. Umslaginu er laumað að farþegum svo litið ber á, en það hefur að geyma um 100 þýsk mörk. Þetta eru nokkurs konar sárabætur fyrir aö þurfa aö sætta sig við „business class” hluta leiðarinnar! Flugfreyjur eru stöðugt undir smásjá farþega á flugferðum, enda meira og minna á göngum vélanna allan þann tima sem flugferð varir, að minnsta kosti i millilandafluginu. Á flugleidum Evrópu: Ölík farrými valda ruglingi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.