Vísir - 13.06.1981, Blaðsíða 18
18
VlSIR
Laugardagur 13. júnl 1981
Laugardagur 13. júnl 1981
VÍSIR
19
„Veröldin
imyndum okkur að til væri tímavél af einhverju tagi,
vél, sem gæti flutt okkur fram og til baka i tímanum.
imyndum okkur að blaðamaður Vísis setjist undir stýrið
á þessari vél og bruni aftur fyrir aldamótin siðustu, t.d.
til ársins 1879 og til kóngsins Kaupmannahafnar. Sá
blaðamaður gæti leitað uppi Jón Sigurðsson forseta og
áttviðhann Helgarviðtal. Jón hefði orðið 170 ára þ. 17.
júní næstkomandi og afmæli hafa nú alltaf þótt góð til-
efni til viðtala.
Undirritaður blaðamaður settist upp í svona tímavél
og segir ekki af ferðinni fyrr en lent var á Löngulínu í
Höf n. Og viti menn, sem ég stig út úr vélinni, sé ég ekki
hvar kemur maður gangandi...
Hann gengur hratt, nokkuö
boginn í heröum, hnén horf a inn á
viö, hvortd móti ööru, en fæturnir
eru Utskeifir. Hann er fint klædd-
ur, klæðir sig daglega eins og
yngrimennað þvileyti að hann er
jafnast i ljósum buxum. Hann
hefur svartan háan silkihatt á
höfði, sem frú Ingibjörg hefur
ekki gleymt að bursta i dag frem-
ur en nokkurn dag, þvi hatturinn
er ævinlega skyggður. Hann
dregur hattinn niður i hnakkann.
Þetta er Jón Sigurðsson á dag-
legri gönguferð sinni út á Löngu-
linu. Ég vind mér aö honum og
segist vera lslendingur. Hann
stingur hendinni undir arm mér,
og segir:
„Þér hafið ekkert að gjöra,
gangið þér með mér.”
Enginn skorast undan slikum
heiðri. Hann segir mér aö hann
þurfi aö kaupa regnhlif og álitur
að ég sé rétti maðurinn til aö visa
sér á góðan staö.
Við fórum inn i verslun viö
Austurgötu. Stúlkan fyrir innan
búöarboröið leggur 5 eða 6 regn-
hlífard borðiö. Forsetinn spyr um
verðið, það er 7 eða 8 krónur og ég
sé að honum likar litt regnhlif
með þvf verði og fyrirlitningin
fyrir 8 krónu regnhllfum skin Ur
ch-dttunum kring um munninn,
hann biöur um 15 krónu regnhlif,
stúlkan hefur enga og á endanum
verðurhann aö sætta sig viö regn-
hlíf sem kostar 11 kr.
Siban göngum viö heim til hans,
en hann býr d horninu á Stokk-
húsgötu og Austurvegg, húseig-
andinn heitir Vilhjálmur Skram i
ætt við Skramana fyrir noröan.
Þarna hefur Jón all mikil hUsa-
kynni, en illa fyrir komið aö mér
þykir, þvi fyrst er langur gangur
eöa rangali og liggja dyr þar Ut I,
er fyrst komiö inn I „státstofuna”
og þaðan inn i herbergi húsbónd-
ans eða daglegu stofuna. Her-
bergið er skakkt og skrifborð
Jóns stendur fyrir horninu og
bækur hefur hann þar I tveimur
skápum, en sjálft bókasafn hans
er hinum megin viö stdtstofuna.
Innar af daglegu stofunni er
svefnherbergi þeirra hjóna, en
annað er mér ókunnugt um her-
bergjaskipan.
„með bros á vörum og I
hýru skapi”
Þau hjónin, Jón og Ingibjörg,
eru samvalin i þvi að fagna gest-
um, ekki aðeins mér heldur öllum
hinum sem þarna eru saman-
komnir eins og endranær um
þetta leytidags.en kl. er að verða
7.
Jón sest viö skrifborð sitt —
hann er kominn Ur útifrakkanum
og er nú klæddur 1 langan slopp
ystan klæða, með vestið flakandi
frd sér, en innanundir vestinu
skin í snjóhvita ermaskyrtu.
Hann stendur upp, jafnskjótt sem
gestimir koma, fagnar þeim og
byður til sætis i legubekk, sem
stendur viö einn vegg stofunnar
og á stólum kringum ávalt borö
sem stendur fyrir framan legu-
bekkinn. Sjálfur flytur hann
skrifborðsstól sinn að öðrum
borðsendanum og sest i hann. Og
þarna situr hann fyrir borösend-
anum hallar sér aftur i skrif-
borösstólinn og teygirfrá sér fæt-
urna inn undir borðið, meö flak-
andi vesti og meö sloppinn hang-
andi niöur beggja megin við stól-
inn, með vindil I annarri hendi, en
hina höndina i buxnavasanum
með bros d vörum og I hýru skapi.
,,t»ú vilt gefa allt, Þór-
dis”
Það er ótal margt, sem mig
langar til að spyrja Jóns Sigurðs-
son um. Það er ekki hægt um vik,
meö alla þessa gesti I kring, en
Jón gefur sér þó góöan tima og
byrjar að segja mér frá uppvexti
sinum og námi:
„Faöir minn var Sigurður
Jónsson, prófasturá Rafnseyri og
móðir min Þórdis Jónsdóttir kona
hans. Föðurafi minn var alnafni
minn og þegar ég fæddist var f aö-
ir minn hans aðstoðarprestur.
Faðir minn var hár maöur og
þrekinn, heldur friður sýnum,
bjarteygöur og vel hærður. Hann
þótti góður búsýslumaður og um
hann er til þessi formannsvisa:
Sæmdum hresstur bókabör
beint um fiskamýri
Sguröur prestur sómaör
súöafiski stýrir.
Hann kenndi piltum I heima-
skóla en var þó ekki fræðimaður
heldur hneigðist hann fremur aö
verklegum framkvæmdum.
Móöir min var meðalkvenmaö-
ur, vel vaxin og friö og gáfuleg.
Augun voru smd og móleit og
fjörmikil. HUnrak oft fööur minn
i vörðurnar þegar tilrætt var um
bókleg fræði. HUn var greiðug og
ör á fé en faöir minn þótti aðsjáll.
Einu sinni man ég hann segja viö
móður mlna, en hún var aö vikja
einhverju að þurfamanni: ,,ÞU
vilt gefa allt, Þórdis.”
Hjá biskupi
Arið 1829, þá var ég 18 ára,
haföi ég lokið skólanámi i fóður-
húsum og fórsuöur til Reykjavik-
ur og var Utskrifaður af dóm-
kirkjuprestinum, sr. Gunnlaugi
Oddssyni. Eftir þaö starfaði ég
viö verslun og þá sá ég með eigin
augum hve harödræg og ein-
okunarkennd islenska verslunin
var þá. Aö árinu liönu réðist ég
sem skrifari til Steingrims
biskups Jónssonar að Laugar-
nesi. Þar glæddist mjög áhugi
minn á íslenskum fræðum, sögu
og ættfræði.
Sumarið 1933 var ég i nokkrar
vikur hjá Sveinbirni Egilssyni á
Bessastöðum til aö taka mér
fram í grisku. Meö okkur Svein-
bimi tókst náin vinskapur. Að á-
liðnu sumrinu sigldi ég svo til
Kaupmannahafnar til að stunda
málfræði við háskólann þar.
Nám og próf
Þegar ég sigldi til Kaupmanna-
hafnar hafði ég aldrei verið i
skóla og aldrei kynnst þeim
skólapiltaanda, sem aðrir þekktu
frá Bessastöðum. Stúdentalifið I
Kaupmannahöfn var mér þvi
framandi.
Ég leysti af hendi fyrsta próf i
árslok 1933 og var tekin i
stúdentatölu.
Þaö var prófaö i dönskum stil
og latneskum, I því fékk ég
ágætiseinkunn, i latinu, grisku,
trúarbrögðum, landafræði, sögu
og rUmfræði fékk ég fyrstu eink-
unn og i grisku og tölvlsi aðra
einkunn. Þá var eftir ein þraut,
mdlfræðilegt og heimspekilegt
próf.
Heimspekin var mér hugleikin
og ég hugsaöi mikið um hana,
velti fyrir mér t.d. hvað maður
ætti aö brUka yfir „objekt, indi-
viduel, relativ, o.fl. og þá lika
„materiale” á islensku. Ég hugs-
aöi oft um þvilik orð til heim-
spekilegrar ræöu, en þau eru
vandfengin viðkunnaleg og þýð-
ingarfull. Þó er skaöi, aö ekkert
þvilikter skrásetthanda prestun-
um til aö afmeyja alla fávisku
þeirra i heimspekinni eða þó
heldur: að gefa þeim dálitla
nasasjón d henni.”
,,Þvi miður varð ég
aldrei sá maður...”
„Hugur minn hallaðist þó mest
að fornfræðunum, en þvi miður
varð ég aldrei sá maður að veröa
stator og stabilitor fornfræöanna
eins og Finnur MagnUsson i
mörgu tilliti mátti heita. En ef
kringumstæður minar hefðu
leyft, hefði mér ekkert studium
verið kærara en Islenskan.
Stúdentalifið.
Það voru vitaskuld fimin öll af
islenskum mönnum i Kaup-
er
mannahöfn en flestir þeirra voru
mér óþekktir þvi ég hafði aldrei
veriö i skóla áöur. Þarna voru
auðvitað Jónas Hallgrimsson,
Tómas Sæmundsson, Brynjólfur
Pétursson, Konráö Gislason, þeir
Jónas og Konráð voru á sama
gangi og ég d Garöi. Garður var
höfuöstaður alls stúdentalifsins,
menn bjuggu saman tveir og
tveir, ég bjó fyrst með Halldóri
Jónssyni sem siðar varð prófast-
ur og siðan með Gisla lækni
Hjálmarssyni. Eftir að ég flutti af
Garði i Klausturstræti, bjó ég
með Pdli Melsteð sagnfræðingi.
Allt urðu þetta miklir vinir minir
— sannir bræður eins og ég kall-
aði þá.
Svo voru krárnar, við sóttum
helst Ferakut og Mjóna, en þann
stað uppnefndum viö eftir eigand-
anum sem hét Mini. Þar var oft
mikið fjör.
Svo komu menn saman á fund-
um f félögunum. I bókmennta-
félaginu voru fundir tvisvar d ári
og stundum voru aukafundir. En
þaö var ekkert StUdentafélag.
(Hér fær vinur Jóns orðið, Páll
Melsteð. En hann lýsir Jóni svo á
þessum fyrstu árum i Höfn:
„Hann var góður meðalmaður
á hæð, en ddlitið álútur, friður
sýnum og mesta stúlknagull.
Hdrið hrafnsvart, augun dökk-
bnln og óvenjulega fjörug. Hann
var skýrmæltur en nokkuð fast-
mæltur.”)
Bókmenntafélagið
—Þér genguö snemma I Bók-
menntafélagiö.
„Ég gekk i Bókmenntafélagið
1935 en 6. Forseti varð ég árið
1951, og varð upp frá þvi. Þess
vegna var ég jU kallaöur Forseti!
1 bókmenntafélaginu voru næg
verkefni handa nýrri stjórn. Mér
þótti það ekki hafa fullnægt
skyldu sinni sem það ætti og
kenndi það stjórn þess. Mér
fannst einkum þaö að stjórninni,
aö ekki var rekið betur eftir þvi,
sem prentað var, — að of fáir um-
boösmenn voru heima á Islandi,
svo ekkert varð selt, — að of litið
væri lagt upp af bókunum svo
félagið gat ekki selt með nógu
góðu veröi og það hindraði Ut-
breiðslu bókanna heima og geröi
þær landflótta fyrir Andrarimum
og öðrum ófreskjum.
Fólkið var ekki vakiö til að
athuga, að það átti þó það i félag-
inu sem betra væri aö viðhalda en
aö kolsteypa, þvi ég sá ekki annað
fyriren visnan, ef ekki væri brátt
gert viö — og það kröftuglega. Ég
vilaði ekki fyrir mér að garga á
fundunum vegna alls þessa óg
þegar ég h't til baka, held ég þó aö
ýmislegt hafi orðið til hins
betra”.
Og bókaútgáfa
„Það sem verður aö kappkosta,
er að haga útgáfum bóka svo að
þær verði svofjölhæfar að efninu
til sem orðið getur. Bókaútgáfa á
aö viðhalda menntun og heiðri
þjóðarinnar og þaö verður ekki
gert meö þvi aö gefa út almúga-
bækur einar eða þess konar bæk-
ur, sem eru öldungis lagðar eftir
þeim almúgasmekk, sem er af
lakara tagi þó aö hann kunni að
vera almennastur og einfaldleg-
astur.
Við veröum aö hafa hugfast, að
góðar bækur eru nauðsynlegar og
ómissandi til þess að halda bók-
menntum þjóðarinnar á loft og
sýna, að hún getur i bóklegum
störfum fylgt með menntuðum
þjóðum að þvi leyti sem efni
leyfa.”
— Þér hafið komist nærri settu
marki i forsetatið yöar.
„A ö þvi leyti aö þegar ég varð
forseti, voru félagar Bókmennta-
félagsins tæplega 200. Nú, 1877,
eru þeir orönir 794. ,,En oft var
hart i ári hjá okkur Utgefendun-
um”.
Helgarviðtalið er
við Jón Sigurösson,
sem hefði orðið
170 ára á mið-
vikudaginn kemur
mikið
fjandans
ótæti...”
Drakk dús við Svia
— Aður en viö förum nánar Ut i
félagsmálaþátttöku yðar, langar
mig aö spyrja yður um ferðalög,
mér skilst að þér hafið sjaldan
ferðast yöur til skemmtunar
beinlfnis.
„Min ferðalög eru helst að fara
heimá þing og tilbaka. Þó ermér
enn minnisstæö ferð min til Svi-
þjóðar sem ég fór á vegum forn-
fræðafélagsins, það hefur veriö
um 1840.
Ég var i Uppsölum i mikilli
dýrö og var presenteraður og
drakk dUr viö fleiri en ég nokkurn
tima man I þessu lifi. Þegar Sviar
eru kenndir, vilja þeir vera bræð-
ur hvers manns og sleppa allri
titulatur. Það er eins og þeim
detti þá f yrst I huga að þeir hafi of
marga meistara og doktora. Svi-
ar eru annars ágætir við ferða-
menn og taka Dönum mikið fram
i þvi.”
Þótti mikið til Skafta-
fellssýslu koma
„Heima ferðaöist ég mest I em-
bættiserindum, ekki sist þegar
kláðamálið stóð.
Mikiö þótti mér til koma að fara
i Skaftafellssýslu. Samt fór ég
ekki yfir vötnin I þvi ferðalagi,
heldur fór ég Fjallabaksveg fram
og aftur. Ég komst að Kirkjubæ
og austast að Hörgsdal. A Kirkju-
bæ er fallegast. Siðan er eitt hið
grösugasta hérað og viðlendasta
að högum til, sem er á Islandi. Ég
reyndi þetta sumar, aö ég gat
feröast eins vel og þeir landar
minir og aldrei kenndi ég mér
neins meins hvernig sem við lét-
um, svo ekki geta landar minir
kvartað yfir að ég sé meiri papp-
IrsbUkur en þeir sjálfir, þrátt
fyrir öll skrifstofustörfin.”
Að ganga með hendur i
vösum og vindil i kjafti
— A þessum embættisferöum
yöar, hefur yður gefist timi til aö
athuga ástandið I landbUnaðin-
um.
„Já, og þar var mörgu ábóta-
vant. Eins og ég sagöi einu sinni
við hann Torfa Bjarnason, sem þá
áttienn eftirað verða skólastjóri I
bUnaðarskóla: að fá góð verkfæri
og kunna að beita þeim, þaö er
mikilsvert. Það er svo sem auö-
vitað, aö maður getur séð og
heyrt margt af reynslunni en hið
nýja er ótæmanlegt og mest er
um vert að stóla upp á áhuga sinn
og verklægni. Torfi hafði lag á þvi
að hæna að sér drengi, sem
nenntu að vinna, en létu ekki allt
lenda í aö ganga með hendur i
vösum og vindil I kjaftinum.
Sumir gera ekki annað en að
skrafa og skeggræða og þykjast
kunna alltnærri óséð. Þvi er mið-
ur, aö við höfum of mikið af slik-
um gorkUlum bændastéttarinn-
ar.”
Hyrningarsteinn bók-
málsins
— Vikjum þá aftur að Bók-
menntafélaginu og félagsstörfum
yðar. Þaö mun vera i riti félags-
ins, Skími, sem þér komið fyrst
fram á ritvölhnn?
„Rétt er þaö. Það var grein um
islenska tungu og stafsetningu
hennar. Þetta var okkur mikið á-
greiningsmál. Réttritun þeirra i
Fjölni var sprottin af þeirri mein-
ing, að framburður einn ætti að
ráða réttritun.
Ef maður ætlaði aö skrifa eins
og talað væri, þá er þaö fyrst, aö
maöur kemst i bágindi meö rétta
framburðinn. Ef heyrnargáfan
ætti að greina hann, þá kæmist
maður ekki betur af, þvi þá heföi
hver rétt til að skrifa eins og hon-
um heyröist og réttritun yrði
búsna ónákvæm. Þaö yrði varla
kljúfandi aö fá réttritun, sem
menn gætu botnaö i, ekki að tala
um aö eftir kannske 50 ár væri
bókmalið orðið sjálfu sér öldungis
óliktog ómögulegt að finna neina
málbyggingiþvi. Hvaö bókmálið,
þegar þvi er haldið við, gjörir til
að geyma kjarnann úr tungumál-
inu, er vaxið ipp úr allri efasemd,
og þegar þess missir við, þá er i
rauninni kjarnanum tapað, en
einn hyrningarsteinn bókmálsins
er réttritun.”
„Annars fylgdu þeir Fjölnis-
menn h'tt þessu systemi sinu, þaö
var eins og einhver religio aftraöi
þeim frá að steypa allt i form
framburöarins. En ég skal ekki
neita, aö gaman væri aö sjá bók,
sem væri skrifuð öldungis eftir
framburði og fullkomlega sjálfri
sér samkvæm i að láta 2 hljóð
aldrei hafa sama merki i öllu
málinu.
Reykjavík eða Þingvöll-
ur?
— Frægastur hefur auðvitaö
orðið ágreiningur yðar og þeirra
Fjiflnismanna vegna staðsetning-
ar Alþingis.
„Já, ég var alla tiö á þvi að al-
þingi skyldi vera i Reykjavik, og
hélt þvi fram f grein minni I kver-
inu, Nýjum Félagsritum þegar I
upphafi. Þó þótti mér, að ef
mönnum þætti von að þingiö yrði i
fyrstu betur sótt á Þingvöllum,
skyldi haf a þaö þar fyrst um si nn,
en byggja þar ekki hús. Ég heyröi
það niöri, þegar ritið kom út
fyrst, að þeim likaði ekki hér i
Höfn sumum alþingisþátturinn
minn, en ég lét þar við standa og
beið átekta. Það hefði glatt mig,
ef ég hefði fengið að sjá skýrlega
hversu þeir vildu i praxi koma á
gamla þinginu, en það gat ég
aldrei séð, né heyrt I samræðu.
Aöeins tóma undrun og enthusi-
asme fyrir Þingvöllum, sem ég
var alltaf hræddur um aö drægi
skammtá götu i reyndinni. Ef ég
hefði séð aö stofnunin sjálf heföi
haft gottaf, að samkoman væri á
Þingvöllum, þá veit hamingjan
aö ég heföi ekki verið seinastur að
fylgja þvi fram, þvi Þingvellir
eru æruverðugasti staður, sem
viö eigum til. En hvað dugaði það,
eins og ti'munum var þá varið, þó
menn kæmu saman annaðhvort
ár á afviknum staö — sem menn
NB með miklu meiri hátiðleik
geta sótt á öðrum timum eða i
öörum tilgangi — til að tala þar i
landsins nafni málefni þess, þau
sem mestrar umhugsunar og að-
gæslu þurfa?
Þeir vildu hafa þingiö i öllum
sinum forna blóma frá 12tu öld
eða fyrri, meö goöorðum og
fimmtardómum um allt land. En
skiptar skoðanir eru góðar og
greinarnar i Fjölni glöddu mig,
þá fengu allir kost á aö dæma og
velja hvað sem best var.
t*ó gekk ég i Fjölnisfé-
lagið
— UppUr þessum ágreiningi
viö þá Fjölnisfélaga farið þér sem
sagt að gefa Ut Ný Félagsrit?
„Já og það er raunar saga að
segja frá, hvernig kveriö varð til
og munu fara sögur af þvi nógar.
En svo þU hafir nokkuð aö halda
þér til þá ætla ég aö segja, hvern-
ig sagan er eftir minni eftirtekt,
sem ég veit sannast og réttast.
Fjölnir lagðist af um tima, Jón-
as var heima við land- og náttúr-
fræðistörf og Tómas var lika far-
inn heim. Þeir Brynjólfur og Kon-
ráð undu þvi illa að ritið félli nið-
ur og vildu reyna aö koma 6. ár-
gangi útá réttum tima, þetta var
1840 og Brynjólfur bauö mér að
ganga i félag meö þeim. Ég sam-
sinnti þvi', gjörði það þessvegna,
að ég vildi átthvaö þarflegt rit
gæti haldist viö og þyrfti ekki að
faila niöur.
Þaö myndi kannske heppnast
að breytaFjölninokkuö, svo hann
gæti orðið populer. Ég kom þvi i
félagið og á fund og þegar nafnið
kom til umtals vildum viö nokkrir
breyta þvi, viö héldum það spillti
fyrir ritinu og væri óhentugt af
populere grunde, þvi Fjölnir naut
litilla hylli heima. En það var vot-
eraö gegn nafnbreytingu og þá
tókum viö okkur til og gengum Ur
félaginu og stofnuðum annað
fyrir okkur og ákváðum að gefa
út Ný Félagsrit. Þau komu fyrst
út voriö 1841 og hafði þó ekki
verið skrifaður stafur fyrir
febrúar það ár, svo kverið var
gjörð í hraplaöa eins og þU
sérð.”
„Við höföum það nú svo, að við
völdum nefnd til aö standa fyrir
ritinu og skiptum siðan bókunum
fyrst um sinn, svo allir tækju
kostnaö og ábóta jöfnum höndum
eftir þvl sem seldist.
Ný Félagsrit voru okkur nauö-
synleg, þvi hvernig átti að
kveikja meiri lyst hjá mönnum til
að kaupa bækur og skipta sér af
pólitik? Meö góöum ritgjöröum
I segir þU h'klega og þá urðu þeir að
styðja til að prakka þeim
Ut, þeir sem heima voru. Djöf-
ullinn var, aö maður svalt á
meöan maöur var aö koma
þeim Ut. Enda nefndum við
félagiö okkar oft blóðtökufél-
agiö til gamans en nokkuð
var til I þvi samt. Það þótti
gott ef helmingur áskrifanda
galt að lyktum andviröi ritsins.”
„Félagsritin pindu mig þvi aö
á annan veginn þóttist ég sann-
færður um að þau væru ómiss-
andi, en á hinn bóginn báru þau
sig aldrei. En nú þykist ég viss
um þau hafi gert gagn og að á
þeim hafi þurft að halda til að
vinna þjóöfrelsi okkar. En ég
samdi ritin og sá timi, sem ég
varði I þau og Bókmenntafélagiö,
var mérpeninga virði og voru svo
mikil Utlát fyrir mig að ég þoldi
ekki meiri skatt. Þess vegna varö
ég aö haga mér eftir minni eigin
hægð og verja þeim tima sem ég
þurfti að hafa, mér svo hentug-
lega sem ég gat. Þetta varð fólk
nU aö vorkenna og hafði ekki á-
stæöu til annars, þegar ekki var
borgiö tíma manns. En þá haföi
maöurlíka rétt til að verja timan-
um eftir eigin höföi”.
„ónýtur til útigöngu”
— Hvemig var f járhögum yðar
háttað?
„Fyrst eftir að ég kom Ut, varð
ég styrkþegi Arnasjóös og voru
það árstekjur i betra lagi, svo
fékk ég laun sem skjalaritari, sið-
ar skjalavörður i safni forfræöa-
félagsins og skrifari I stjórn
Amasafns. Stööur þær, sem Dan-
ir veittu mér, voru allar án skil-
yröa hvað snerti þing eða afskipti
af stjórnmálum.
En skórinn kreppti oft að. Og
landar mfnir heima sáu ekki allt-
af ástæðu til að koma til hjálpar.
Vom margir fráleitir þvi að
hlaupa undir baggann, sögðu
bara að ég væri ónýtur til úti-
göngu. Einu sinni a.m.k. fór ég i
nauöbjargarleit heim, það var
1855. Þaö voru gerð samskot en
viðbrögöin voru nú svona og
svona. Ég get sýnt þér kafla úr
blaöagreinum, þar sem um þetta
er fjallaö:
„Bændur og konur og börn og
vinnuhjú hafa verið beöin um aö
skjóta saman gjafafé handa
herra Jóni Sigurðssyni. Jafnvel
þó nU alþýða sé, oröin vön aö
heyra alla vega lagaöa lofdýrö
um þessa einstöku menn (þ.e. Jón
og fl.i sem allt að þvi hafa verið
kallaðir fööurlandselskarar, en
nU „gimsteinar” landsins, þá má
þó af öllu gjöra of mikiö og virðist
að það eiga hér við.
Hafi herra Jón Sigurðsson gjör-
samlega gleymt sjálfum sér og
eiginhagsmunum, landa sinna
vegna, þá er það einstakt og
merkilegt þvi að flestum veitir
fullþungt að uppfylla þaö krist-
innar boð, sem býður, aö elska
aðra jafnt sjálfum sér. AB herra
Jón Sigurösson að ööru leytihafi
mæðst og erfiðað i mörgu fyrir Is-
land, er kunnugra en um þurfi að
tala. En hvaða ávöxt þetta
margra ára strit hans gefi óborn-
um á landi þessu, er m jög óvist og
a.m.k. öldungis óséð enn þá.”
„Bester að láta sér hægt um aö
láta mikið fé af hendi....”
Jón les þetta upphátt og segir
svo: Þannig var maður stundum
atyrtur.”
,,að ég yfirgefi málefni
landsmanna”
— Heyrst hefur að Danir hafi