Vísir - 24.06.1981, Page 1

Vísir - 24.06.1981, Page 1
„Heims- frægur” um land allt Siá bls. 13 Ný hús ðdýrari en nýleg Sja nis. 13 Sósíallstar í velgamestu embættunum S|á eriendar iréttir bls. 5-6 • Talnaleikur læknis- fruatínnar Slá bls. 9 „ViD verðum á jðklinum í sumar” Siá bls. 27 Sleingrhnur kannar hverllr vllla sklp - Ætlunln að leysa sérstök vandamál með kaupum á liskisklpum Hvar vantar fiskiskip? Til þess að komast að þvi hefur Stein- grimur Hermannsson, sjávarút- vegsráðherra, skipað starfshóp, sem skipaður er fulltrúum sjáv- arútvegsráðuneytisins, Magnúsi Ólafssyni, félagsmálaráðuneytis- ins, Arnmundi Backman, fram- kvæmdastofnunar Bjarna Ein- arssyni, og fiskifélagsins, Jónasi Blöndal. Steingrimur sagði fréttamanni Visis i morgun, að hugmyndin að baki þessarar nefndarskipunar væri ekki beint að fjölga fiski- skipum, en ýmsar atvinnulegar og félagslegar ástæður geti skap- að ástand á sumum stöðum, sem ekki verði leyst með öðru en skipakaupum. „Ég er ekki reglu- stikumaður i þessu,” sagði Stein- grimur. ,,Ég dreg ekki linu, hvað sem það kostar, og segi: Ekki fleiri fiskiskip. Mér dettur það ekki i hug.” Aðspurður sagði Steingrimur, að sér þætti bátaflotinn heldur of stór, einkum loðnuflotinn, en hann lagði á það áherslu að mikill hluti flotans væri gamall og þyrfti endurnýjunar við. „Meginreglan er að stækka ekki flotann,” sagði Steingrimur, „en sjómennirnir hafa bent á, að þeir bæru ekki meira úr býtum, þótt bátarnir væru færri. Við hefðum ekki náð þessum afla i vetur á færri skip.” Steingrimur sagði að lokum, að hann hefði mun meiri áhyggjur af togurunum, þeir þyrftu að fá að veiða miklu meiri þorsk en nú er, til að geta mætt rekstrarkostnaði. — SV Börnin hoppa tindilfætt á leikjamóti skóladagheimila Reykjavfkurborgar. Dagheimilin gangast fyrir sameiginlegu leikjamóti i tvo daga. f gær var hoppað og trallað á Feliavelli og áfram verður haldið i dag'irá kiukkan 13-16. Börnin fara i ails konar leiki, húla, sippa og i dag, allir saman nú, endar gamanið með allsherjar stórfiskaleik. ó/VIsismynd ÞóG. Samkomulag við lækna Samkomulag var undirritað i læknadeilunni á þriðja timanum i nótt eftir langa og stranga fundi i allan gærdag. Kom það mörgum á óvart þvi ekki horfði vænlega I gærkvöldi. Fyrirvari er gerður um samþykki fundar I Lækna- félaginu sem áformað er að halda I kvöld. Ekki reyndist unnt að fá ná- kvæmar upplýsingar um niður- stöður samkomulagsins, en báðir aðilar voru sammála um að ýmsar veigamiklar breytingar sem gerðar hafa verið siðan að siðustu drög voru felld# ættu að duga til samþykkis á fundi lækna. Fáist samþykki, verður starff- semi sjúkrahúsanna sett i fullan gang i fyrramálið, en búast má við að nokkrar vikur taki að koma henni i eðlilegt horf eftir það ó- eðlilega ástand sem þar hefur skapast undanfarið. —JB Bulgarski landhelglsbrióturinn: Var ekkl nálægt umdeilda svæðlnu „Búlgarski togarinn var ekki nærri hinuumdeilda svæðiheldur um 25 milum fyrir norðan það” sagði Baldur Halldórsson stýri- maður á Landhelgisgæslu flug- vélinni TF-SÝN I samtali viö VIsi I morgun. I Visi í gær var greint frá þvi að búlgarski togarinn Melanida hefði verið staðinn aö ólöglegum veiðum 4,5 mflur innan land- helgismarka. Baldur sagði það ekki rétt hjá Gunnari Ólafssyni skipherra, aö togarinn hefði verið áveiöum þar sem miölina mark- ar landhelgi milli tslands og Færeyja heldur væri um 200 milna landhelgi að ræöa á þvi svæði sem togarinn var og heföi hann verið fyrir innan hana. Þá sagði Balduraðúr TF-SÝN heföu verið geröarþrjár lóranmælingar og lóraninn athugaöur við Hval- bak á leiðinni heim og heföi hann þá reynst réttur. Enn fremur sagöi Baldur aö Gæslan ætti fleiri en tvö skip eins og skilja hefði mátt af Gunnari I frétt blaðsins i gær. Aðeins tvöværu i notkun, hin lægju í höfn í Reykjavik vegna þess að fjárveiting til Landhelgis- gæslunnar hefði verið skorin nið- ur. Hann benti á, að hlutverk Gæslunnar væri einnig öryggis- hlutverk og hefði það hlutverk nú verið skert um helming. Þaö hefði mikið verið rætt meðal sjómanna og þætti auðvitað alls ekki nógu gott ástand. 1 Morgunblaðinu i dag er haft eftir Gunnari ólafs- syni skipherra.aö um fyrsta brot togarans hefði verið að ræöa og heföi honum þvi verið sleppt með aðvörun eins og algengt væri. Baldur kvaöst ekki kannast við þau vinnubrögö þau nitján ár, sem hann hefði veriö hjá Land- helgisgæslunni, að litiö væri framhjá fyrsta broti. —ÓM

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.