Vísir - 24.06.1981, Síða 20

Vísir - 24.06.1981, Síða 20
20 Miðvikudagur 24. júni 1981 VtSIR Verðlaun fyrir rannsðknir í slærðfræði Helgarskákmót Skák- sambands islands og tima- ritsins Skákar hafa staðið yfir síðastliðnar helgar á ýmsum stöðum á landinu og verður 10. mótið og það síðasta í annarri hrinu haldið í Grímsey dagana 26.—28. júní. Eins og kunnugt er, er Grimsey fræg fyrir margt og ekki sist fyrir góða skákmenn. A það einkum við um fyrri tima, en á öldum áður gengu tröllasögur af hæfni Grimseyinga við skákborðið. Það þótti þvi vel við hæfi að halda 10. helgarskákmótið þar. Ljóst er að mikill áhugi er á mótinu og kom- ast færri að en vilja þvi mjög er takmarkað hvað Grimseyingar geta tekið á móti mörgum gest- um, en þar búa nú um eitt hundr- að manns. Meðal keppenda verða stór- meistarinn Friðrik Ólafsson og Guðmundur Sigurjónsson ásamt alþjóðlegu meisturunum, Helga Ólafssyni, Jóni L. Arnasyni og fleirum. Ýmis peningaverðlaun eru i boði en einnig verður sá ungling- ur, yngri en 14 ára sem stendur sig best, verðlaunaður með skóla- vist i Skákskólanum að Kirkju- bæjarklaustri. Nýverið lauk skól- anum fyrir þetta ár og voru þar niu nemendur, sem unnið höfðu sér rétt til vistar þar i helgar- skákmótunum. Þeir sem áhuga hafa á þátttöku geta hringt i sima 15899 eða 31975 og fengið nánari upplýsingar. —HPH. Stjórn „Verðlaunasjóðs dr. phil. Ólafs Danielssonar og Sig- urðar Guðmundssonar, arki- tekts” hefur verðlaunað dr. Jón Arason, dósent, fyrir framúr- skarandi rannsóknir i stærðfræði á sviði algebru og algebrurúm- fræði, meðupphæð krónur 12.000.- Verðlaunasjóðurinn var stofn- aður árið 1954 af frú Svanhildi ólafsdóttur, stjórnarráðsfulltrúa. Tilgangur hans er meðal annars að verðlauna islenskan stærð- fræðing, stjörnufræðing eða eðlis- fræðing og skal verðlaununum út- hlutað án umsókna. „Verðlaun ólafs Danielssonar” hafa til þessa hlotið þeir Leifur Asgeirs- son, prófessor, dr. Trausti Ein- arsson, prófessor, Þorbjörn Sig- urbjörnsson, prófessor og dr. Guðmundur Pálmason, jarðeðlis- fræðingur. Jón Arason er fæddur á Húsa- vik 1946, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1965 og doktorsprófi við háskólann i Mainz 1974. Jón starfaði fyrst sem sérfræðingur við Raunvisinda- stofnun Háskólans og hefur starf- að sem dósent i stærðfræði við Háskóla Islands siðan 1978. Fjöi- margar ritgerðir eftir Jón hafa birst i erlendum stærðfræðitima- ritum og hafa kenningar hans um ferningsform vakið sérstaklega mikla athygli. 1 stjórn verðlaunasjóðsins eru Guðni Guðmundsson, Halldór Eliasson og Knútur Hallsson. Verslunin Parma h.f., sem áður var til húsa að Hellisgötu 16, Hafnar- firði, hefur nú flutt starfsemi sina i ný og glæsileg húsakynni að Reykjavikurvegi 64. Verslunin hefur að sérgrein sinni sölu gólfteppa og ýmissa baðherbergistækja. A myndinni er Hilmar Friðriksson, einn eigenda Parma h.f., ásamt Ingibjörgu Kristjánsdóttur i hinni nýju verslun. —HPH —HPH. Úthlutun úr verðlaunasjóði ólafs Danlelssonar, júni 1981. Dr. Jón Ara- son dósent tekur við verðlaununum úr hendi dr. Halldórs Eliassonar prófessors. utvarp kiukkan 22.35: „Eitthvaö viö allra hætí” Hinn kunni iþróttafréttamaður Hermann Gunnarsson er með iþróttaþátt i kvöld. Eitthvað við allra hæfi sem á annað borð hafa áhuga á iþróttum, sagði Hermann i samtaii 'við Visi. „Ég byrja þáttinn á þvi að ræða um Ungmennafélagsmót sem haldið verður 10.—12. júli á Akur- eyri. Þarna verða samankomin. nokkur þúsund manns, þvi þetta er hápunkturinn i starfi þeirra. Ég fæ þarna til min nokkra kappa til þess að ræða um starf Ung- mennafélaganna og forvitnast einnig hvort nokkur kraftur sé i starfi þeirra yfirleitt eða hvort hann sé bara kringum landsmót. Atvinnumaður i fótbolta kemur til min i heimsókn, einn af þess- um snillingum sem er hérna á landi núna, ég hef ekki ákveðið hver það verður. Siðan verður spjallaö vitt og breitt um árangur frjálsiþrótta- fólksins okkar um helgina. Ég ætla að reyna að hafa þann hátt- inn á i þessum þáttum f sumar að komast sem viðast við, þannig að allir ættu að geta fylgst með,” sagöi Hermann. Hinn snjalli iþróttafréttamaður Hermann Gunnarsson. Kanadísk heim- ildamynd um sársaukaskyn Kanadisk heimildamynd um sársaukaskyn verður sýnd I sjón- varpinu I kvöld. Meðal annars er fjallað um nál- arstunguaðferðina sem Kinverjar hafa nær eingöngu notað. Einnig fjallað um nýjar leiðir til að deyfa sársauka, sem áður var ólækn- andi. Þýðandi er Jón O. Edwald. I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I 1 I I I I I I I I I I I I I I I I I I L útvarp Miðvikudagur 24. júni 11.15 „Valur vann” Smásaga eftir Valdisi Halldórsdóttur, höfundur les. 11.30 Morguntónleikar, 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. Miðvikudags- syrpa — Svavar Gests. 15.10 Miðdegissagan: „Lækn- ii' segir frá" eftir llans. KillianÞýðandi: Freysteinn Gunnarsson. Jóhanna G. Möller les 17). 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurlregnir. 16.20 Siðdegistónleikar Sinfóniuhljómsveitin i Malmö leikur „Mid- sommarvaka", sænska rapsódiu nr. 1 op. 19 eftir Hugo Alfvén; Fritz Busch stj. / Siníóniuhljómsveit sænska útvarpsins leikur Sinfóniu nr. 2, „Suöurferö" eítir Wilhelm Peterson- Berger; Stig Westenberger stj. 17.20 Sagan: „Hús handa okk- ur ölluin" eftir Thöger Birkeland Siguröur Helga- son les þyðingu sina (3). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar40 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Frétjir. Tilkynningar. 19.35 A vettvangi 20.00 Sumarvaka a. Kórsöng- urSamkór Arskógsstrandar syngur undir stjórn Guðmundar Þorsteinsson- ar, Kári Gestsson leikur með á pianó. b. „Skip hcið- rikjunnar” Arnar Jónsson les kafla úr „Kirkjunni á fjallinu” eftir Gunnar Gunnarsson i þýöingu Halldórs Laxness. c. Lauf- þytur Helga Þ. Stephensen les vor- og sumarljóð eftir Sigriði Einars frá Munaðar- nesi. d. Þegar landið fær mál Torfi Þorsteinsson bóndi i Haga i Hornafirði segir frá bændaför Austur- Skaftfellinga um Vestur- ---------------------------1 land og Vestfirði íyrir íjór- | um árum; Óskar Ingimars- | son les frásögnina. 21.30 Útvarpssagan: „Ræst- ■ ingasveitin" eftir Inger ! Alfvén.Jakob S. Jónsson les ! þýðingu sina (13) 22.00 Sinfóniuhljómsveit Lundúna leikur ungverska • dansa eftir Johannes j Brahms,’ Willi Boskovsky l stj. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. I Dagskrá morgundagsins. | Orð kvöldsins 22.35 Iþróttaþáttur llermanns j Gunnarssonar 22.55 Kvöldtónleikar a. | „Töfraskyttan", forleikur • eftir Carl Maria von Weber. . Filharmóniuhljómsveitin i { Lso Angeles leikur; Zubin J Metha stj. b. „Slavneskur J mars" op. 31 eftir Pjotr J Tsjaikovský. Leonard • Berstein stj. c. I Divertimento nr. 3 i C-dúr I eftir Joseph Haydn. I Blásarasveitin i Lundúnum I leikur* Jack Brymer stj. d. j „Nætur i görðum Spánar" | eftir Manuel de Faila. Artur | Rubinstein leikur á pianó • með Sinfóniuhljómsveitinni ■ i St. Louis; Vladimir j Golschmann stj. 23.45 Fréttir. Dagskrálok. sjónvarp j Miðvikudagur 24.júni 19145 Fréttaágrip á táknmáli I 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglysingar og dagskrá | 20.40 Tommi og Jenni j 20.45 Sársauki Kanadisk | heimildamynd um sárs- | aukaskyn. Meðal annars er j fjallað um nálarstunguað- | ferðina og nyjar leiðir til að • deyfa sársauka, sem áður ■ var ólæknandi. Þýðandi Jón J O. Edwald. 21.25 Dallas Sjöundi þáttur. I Þýðandi Kristmánn Eiðs- I son. 22.15 Dagskrárlok I

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.