Tíminn - 14.12.1969, Síða 2
TIMINN
SUNNUDAGUR 14. descmber 1969.
KIRKJA fSLANDS f UPPHAFI
KIRKJUÁRS 1970
Stundum er litazt um af
stórum sjónarhólum til þess að
átta sig betur á umhverfinu
og finna hvert stefnir, þegar
verið er í ferðalagi á langri
leið.
Ekki er þó hægt að segja,
að hér sé um háan sjónarhól
að ræða, þar sem aðeins eru
ein áramót, sem fáir veita
athygli, fyrsti sunnudagur í að-
ventu, upphaf kirkjuársins.
En hins vegar eru ýmis
teikn á lofti og hræringar í
heimi, sem vert er að skyggn-
ast eftir um langan veg í far-
kosti Drottins, skipi kirkjunn-
ar.
Fyrst er nú það, að kirkjan,
íslenzka þjóðkirkjan hefur stig
ið stórt spor um leið og hún
er orðin með opinberlega í al-
þj óðah j álpar starf i.
En það er hin svonefnda
Flughjálp, sem nú er aðallega
stunduð í sambandi við styrj-
öld og hungur í Nígeríu og
Biafna.
Má segja, að þetta sé fjar-
lægur o3 furðulegur vettvang-
ur. En hváð er stórt og hvað
er smátt? Og nú eru fjarlægð-
ir ólíkar því, sem áður var og
ísland í brennidepli heims hve-
nær sem vera skal, ef ekki í dag
þá á morgun. Og ekki nema
stekkjargata austur og suður í
heim, mælt í klukkustundum
á tunglfaraöld mannkyns. Eng
inn veit nú, hve vandasamt
umsvifamikið, álbyrgðarþungt
og þó dásamlegt starf Flug-
FRAMFARIRNAR ERU ÖRAR
hjálpar getur orðið.
Þá vil ég næst nefna kristni
boðið í Konsó, sem er ákaflega
skylt viðfangsefni og Flug-
hjálp. En samt annars eðlis
og á öðru stigi, þar eð það
hefur verið stundað árum sam-
an af fólki úr íslenzku þjóð-
kirkjunni, sem þó hefur nokk-
uð farið eigin götur.
Mun fátt eða ekkert á veg-
um og í starfi íslenzkrar
kristni á þessari öld vekja
meiri athygli, þegar tímar líða,
en einmitt þetta kristniboð, og
þá ekki sízt fórnarstarf og dug-
ur íslenzku hjúkrunarkonunn-
ar Ingunnar G-ísladóttur, sem
lengst hefur unnið þarna suður
í svörtustu Afríku. Verið þar
brautrýðjandi í líknarmálum
og hjúkrun við frumstæð og
erfið skilyrði byrjandans. Og
auk hennar margir aðrir unn-
ið hliðstæð afrek.
En snertir þetta nokkuð ís-
lenzku kirkjuna nú fremur en
fyrr?
Þar er því til að svara, að
með biskupsbréfi 31. okt. 1969
er eins og áður er getið í
, þessum þáttum mælzt til þess
að einn og sami dagur verði
í öllum kirkjum og söfnuðum
landsins helgaður kristniboði,
sem sagt viðurkenndur og
ákveðinn Kristniboðsdagur,
með ræðuhöldum hvatningu og
fjársöfnun þessari mikilvægu
starfsemi til stuðnings og efl-
ingar.
Þetta er stórt spor í rétta
átt, ef vel er haldið fram og
upp til frama og heiðurs allri
Guðs kristni bæði í þessu litla
landi og heiminum, sem þráir
líkn og frið, sem andi Krists
einn má veita frá kynslóð til
kynslóðar.
Þá skal því ekki gleymt, að
biskup og nokkrir prestar þjóð
kirkjunnar hafa á þessu ári og
raunar fyrr unnið markvisst
með ungu áhugafólki og for-
ystuliði æskunnar að undirbún
ingi að stofnun fslenzki’a Frið-
arsveita og hefur nú formlega
verið hafii: slík starfsemi hér
í sambandi við Mellemfolkeligt
Samvirke í Danmörku. Og þeg-
ar á næsta ári má gera ráð
fyrir, að íslenzkir sjálfboðalið-
ar leggi af stað til starfa og
leiðbeiningar hjá þróunarþjóð
um, að meira eða minna leyfi
undir merkjum íslenzku kirkj
unnar.
Ennfremur má minna á það
að nú virðist svo sem Félags-
leg starfsemi safnaða sé að
vinna sér fullan þegnrétt og
vekja verðuga athygli. Má þar
nefna, að synodus 'í vor mun
hafa verið helguð umræðum og
íhugun þeirra mála. Og enn-
fremur var athyglisverður
kirkjufundur um félagsstarf
safnaða á Akureyri í haust
dagana 24.—26. október. Og
þar var hinn nývígði vígslu-
biskup Hólastiftis í forsæti.
Mörg mál voru rædd eins og
oftar á slíkum fundum. En
sérstaklega um starf sóknar-
nefnda, sem e; nú orðið nokk-
uð fjarlægt og óraunverulegt
víða miðað við umsvif og
hraða nútímans. Og taldi fund-
urinn nauðsynlegt að stofna
til fræðslunámskeiða fyrir safn
aðarstarfsfólk, þar sem leið-
beint yrði í margs konar fé-
lagsmélum viðvfkjandi fund-
arhöldum, félagsstofriun og
starfrækslu, nefndarstörfum,
og þó sérstaklega veittar leið-
beiningar um aðstöðu og fram
gang í þjónustu við guðsþjón-
ustur, helgisiði og samkomur
í kirkjunum sjálfum bæði sem
meðhjálparar, kirkjuverðir,
söngstjórar og aðstoðarmenn.
Ennfremur var þar rætt um
störf safnaðarsystna eða dia-
konissa og nauðsyn slíkrar
starfsemi í fjölmennum söfn-
uðum.
Að lokum skal hér aðeins
ynnt að því fyrirbrigði í helgi-
haldi eða kirkjustarfi þessa
liðna árs, sem fengið hefur
heitið Pop-messur eða dægur-
tíðir til bráðaþirgða að minnsta
kosti, þótt va'rla séu það mess-
ur enn sem komið er hér á
landi.
Þetta framtak unga fólks-
ins hefur mælzt hér misjafn-
lega fyrir og verið af ýmsum.
illa tekið eins og mörgum ný-
græðingi í byrjun. En áreiðan-
lega er þarna athyglis-
verð starfsemi á ferð, svar við
djúpri þörf tilbeiðsluþyrstra,
en vanræktra sálna á trúar-
leiðum. Aðferðir og skipulag
þarf að athuga betur. Fara
ekki of geyst af stað. Gleyma
ekki anda og friði Krists í öll-
um hávaðanum, sem nútíma-
æskan óskar eftir og temur
sér.
Þeir, sem mest hneykslast
hafa ýmislegt til síns máls. En
þeir eða þær ættu að vera
stödd t.d. í St. Pauls-kirkjunni
í London, einu stærsta og
frægasta musteri heimsins troð
fullri af bítlum 03 hippum, sjá
svo helztu kirkjunnar menn í
Bretlandi, sjálfu viðurkennd-
asta vígi kristins dóms í ver-
öldinni koma fram í helgiklæð-
um eða hversdagsbúningi og
tala við þennan mislita söfn-
uð, sem hlustar með hljóðri
andakt eins og gert var í ís-
lenzkri baðstofu hér áður fyrr.
Þá gæti hvarflað í huga spurn
ingin: Er þetta það sem koma
skal?
Árelíus Níelsson.
REYKJAVIK
■:é' \ ■
Fyrsta listræna bókin, sem
Reykvikingar eignast um
borg sína. Bók, sem Reyk-
víkingar munu gefa vinum
sínum hvar sem er — inn-
aniands og utan.
HEIMSKKINGLA