Tíminn - 14.12.1969, Qupperneq 3
Fjögurra laga plata með
Heiðursmönnum kom á mark-
aðinn í síðustu viku. Þá sendu
SG-hljómplötur frá sér þrjár
plötur, sem fjallað er um hér
í þættinum í dag.
Þá eru væntanlegar tvær
plötur frá TÓNA-útgáfunni sf.
í næstu viku. Þar er um að
ræða tveggja laga plötu með
Ævintýri og Björgvin, ásamt
LP-plötu, þar sem Kirkjukór
Akureyrar og Hljómsveit Ingi-
mars Eydal skipta bróðurlega
með sér flutningi á jólalög-
um og sálmum.
Frá Fálkanum er væntanleg
LP-plata með hinum umdeildu
Trúbrot, og lítil plata með lög-
unum úr barnaleikritinu „Ferð
in til Limbó“. . .
Sennilega birtist aukaþáttur
af Með á nótunum um miðbik
vikunnar.
Nútímabörn ~ LP. 12 lög.
Útg.: SG-hljómpIötur.
„Nútímabörn" nefnist söng-
flokkur, sem vakið hefur tölu-
verða athygli fyrir söng sinn
í sjónvarpi og á skemmtunum
víða um landið, þau komu
fyrst fram 1968, en ekki alls
fyrir löngu leystist söngflokk-
urinn upp, en þá höfðu þau
lokið við að syngja inn á 12
laga plötu.
„Nútímabörnin“ eru: Drífa
Kristjánsdóttir, Ágúst Atlason
Sveinbjörn Kristjánsson og
Sverrir Ólafsson. Flutningur
þeirra á þessari plötu er í
heild hinn áheyrilegasti, radd
irnar falla sérdeilis vel saman,
en aftur á móti sýna þau mjög
misjafnlega góð tilþrif s em,
einstaklingar. Ágúst Atlason
ber þar greinilega af, enda
syngur hann flesta einsöngs-
kaflana og gerir þa@ prýðis-
vel. Textarnir eru nær undan-
tekningarlaust ákaflega vel
gerðir, enda þekkt nöfn á með
al höfundanna.
í nokkrum laganna eru
strengir og blásarar til aðstoð-
ar og lífgar það mjög upp á
annars heldur tilþrifalítinn gít
arleik. Lagavalið er með fjöl-
breyttasta móti: ísl. lög, þjóð-
lög og dægurlög, sum þeirra
hafa þau flutt í sjónvarpinu,
en hin eru sérstaklega valin
og æfð með þessa LP-plötu í
huga.
Plötualbúmið er hið glæsileg
asta, með fallegri litmynd á
titilsíðu. Hljóðritunin fór fram
í Ríkisútvarpinu.
„Vetrarnótt", lag og Ijóð eft
ir Ágúst Atlason, þetta er ann
að tveggja laganna á plötunni,
sem Ágúst er höfundur að.
Þau eru nokkuð keimlík, en
bæði vel frambærileg.
„Okkar fyrstu fundir“, þetta
er nokkurra ára gamalt erlent
lag, upphaflega flutt af Bobby
Darin. Textinn er eftir Böðvar
Guðlaugsson, og er uppfullur
af góðu veðri, sólgylltum sund
um, kossum og auðvitað ást.
í þessu lagi kveður einna mest
að aðstoðarhljóðfæmleikurun-
um, sérstaklega skemmtilegur
undirleikuir og útsetning, en
Magnús Ingimarsson útsetti
framlag aðstoðarmúsikkant-
anna á þessari plötu.
„Dauði eins er annars
brauð“, þetta lag gerði
ástralski söngflokkurinn Seek-
ers frægt. Textinn er eftir Þor-
stein Eggertsson. I söngn-
um mæðir mest á Drífu Kristj-
ánsdóttur, en ekki veldur hún
söngnum fullkomlega og á
köflum er textafram'burðurinn
æði óskýr, hins vegar nýtur
hún sín bezt, þegar þau syngja
öll saman.
„Anna litla“, ósköp einföld
melódía, franskt þjóðlag. Text-
inn er eftir okkar ágæta hag-
yrðing, Sigurð Þórarinsson og
fjallar um stúlku sem fer í
berjamó, hún hittir þar fyrir
fjóra yngissveina, og brátt fer
leikurinn að æsast.
„Drykkjumaðurinn“, lag og
ljóð eftir Ágúst Atlason. Ágæt-
ur ungtemplarabragur.
„Kötturinn ódrepandi", er-
lent fjöldaframleiðslulag. Text
inn er eftir Maron Vilhjálms-
son, en hann er reyndar bróð-
ir Vilhjálms og Ellý Vilhjálms.
Söngurinn hljómar dálítið ann
arlega, og er þar utn að ræða
„upptökutrix“.
„Konan sem kyndir ofninn
minn“, hugljúft lag, sem fell-
ur afar vel að ljóði Davíðs
Stefánssonar. „Launin sem
hún fær eru last og daglegt
brauð.“
„La, la, la“, þetta lag er sótt
til Spánar, og er sannarlega
vel þess virði. Baldur Pálma-
son samdi textann.
„Vestast í vesturbænum“,
franskt þjóðlag, textinn er
eftir Sigurð Þórarinsson.
„Landabrugg“, bráðfjörugt
írskt þjóðlag. Það er álitamál,
hvort innihald textans varðar
ekki við lög, því þar kemur
m.a. uppskrift af „Landa“-
bruggi. Höfundurinn er Maron
Vilhjálmsson, og er framlag
hans á þessari plötu hið at-
hyglisverðasta.
„Hvenær vöknum við“, gam-
alt lag frá Beatles, sem ég er
persónulega c ðinn dauðleiður
á. Textinn er eftir Ómar Ragn-
arsson.
„Lifandi er ég,“ norskt þjóð
lag. Textinn er eftir Sigurð
Þórarinsson og er :nilldarvel
gerður. Líkið rís upp ög segir:
„Lifandi er ég og útförin plat“
en ekkjan bregzt hin versta
við: „Betur trúi ég læknunum
en bullinu í þér“. Flutningur
Nútímabarna á þessu lagi er
sérstaklega góður, þau reyna
að ná fram viðeigandi drauga-
stemmningu, og tekst það
bærilega, en því er ekki að
neita, að það hefði verið hægt
að hafa lagið ennþá magnaðra,
með ýmsum hljóð-„effektum“.
JÓLIN HENNAR ÖMMU —
LP. ÚTG.: SG-IILJÓM-
PLÖTUR.
Hópur barna kemur í heim-
sókn til ömmu um jólin, hún
0<J GREITIE EjDRN,!^Ö=\!
SvlW um IníT
- . Koæ vqshn
Egiteð
\ StýiinTaí1isvv|sr¥i
segir þeim frá jólunum í gacnla
daga, og börnin syngja fyrir
ömmu sína og rifja upp eitt
jólaballið, þegar jólasveinninn
kom í heimsókn.
Þetta efni setti Svavar Gests
í leikritsform, og býður upp á
það á jólaplötu útgáfu sinnar
í ár. Hugmyndin er góð, og
kvæði og sálmar vel valdir,
en atriðin ná ekki nægilega
vel saman, þannig að hugmynd
in „heimsókn til ömmu um
jólin“, nýtist ekki nema að
takmörkuðu leyti, og virkar
ósannfærandi. Það hefði strax
sett meiri sannfærandi heild-
arsvip á leikritið, ef pabbi
hefði lagt orð í belg, í stað
þess að láta sér nægja að
syngja með börnunum. Fyrir
bragðið tengist .lutverk hans
ekki 'nægilega söguþræðinum.
Með hlutverk ömmu fer Guð-
rún Stephensen, og gerir því
mjög þokkaleg skil. Pabbinn
er enginn annar en Guðmund-
ur Jónsson. Börnin tvö, sem
tala við ömmu, eru leikin af
Ólafi Flosasyni og Dóru Björg-
vinsdóttur, en bau sem syngja,
eru börn úr Melaskóla. Magn-
ús Pétursson annaðist útsetn-
ingu, kór og hljómsveitar-
stjórn.
Gu'ðmundur syngur með
börnunum, í Betlehem er barn
oss fætt og Heims um ból.
Undirleik á orgel Dómkirkj-
unnar annast Sigurður ísólfs-
son, og það gerir hann einn-
ig, er börnin flytja Ó, Jesú
bróðir bezti, og Ástarfaðir him
inhæða. Inn í frásögn ömmu
er fléttað kvæðum eftir Jó-
hannes úr Kötlum, og þau
syngja jólalög. Einnig gefur
að heyra heimsókn Kertasník-
is, sem hljóðrituð var á jóla-
balli fyrir nokkrum árum, með
hlutverk Kertasníkis fer Ólaf-
ur Magnússon frá Mosfelli, og
gerir því sérstaklega skemmti-
leg skil.
Þótt atriðin á þessari hljóm-
plötu tengist ekki nœgil'ega vel
saman, þá eru þau út af fyrir
'sig mjög vel valin til flutn-
ings á jólaplötu, efnið er fjöl-
breytt og vel flutt, sérstaklega
er athyglisverður flutningur
„ömmu“ á kvæðum Jóhannes-
ar úr Kötlum, og vafalaust
þykir börnunum það forvitni-
leg frásögn.
TÓNAKVARTKTTINN —
FJÖGUR LÖG. ÚTG: SG-
HLJÓMPLÖTUR.
Þá fær eldri kynslóðin eitt-
hvað við sitt hæfi og hættir
að formæla „bítlagarginu", á
meðan Tónakvartettinn flytur
fjóra góða og gamla sjómanna
valsa, Ég kveð, Stýrimanna-
• valsinn, Svífur um mar, og Kost-
ervalsinn.
Tónakvartettinn frá Húsa-
vík er skipaður ágætum söng-
mönnum, þetta er önnur plat-
an, sem kvartettinn syngur
inn á, sú fyrri kom út fyrir
tæpum þrem árum, og fékk
góðar móttökur, og enn í dag
heyrast lög af _ henni í óska-
lagaþáttunum. Á þeirri plötu
var hinn hefðbundni píanó-
undirleikur, en ,á þessari plötu
koma fleiri hljóðfæri við sögu,
en þar kveður þó mest að lip-
urlegum harmór.ikkuleik Grett
is Björnssonar.
Benedikt Viggósson.
Sumargjöf
Tekið verður á móti umsóknum fyrir börn á nýtt
dagheimili við Sólheima, Sunnuborg, mánudaginn
15. desember og næstu daga frá kl. 9—11 f.h.,
sími 36385.
Forstöðukonan er til viðtals á sama tíma.
Stjórn Sumargjafar.