Tíminn - 14.12.1969, Síða 6
6
TIMINN
SUNNUDAGUR 14. desember 1969.
Falsaði
ur he
L í,LLl ■
Ifum
Falsaði í þremur heimsálfum
Fyrir rúmu ári kom út í
Sviss bók, þar sem segir m.a.
frá hiaum furðulega Alfredo
Donadieu, sem framleiddi fals
*ða peninga í stórum stíl og
flúði tvívegis frá Djöflaeynni.
Saga hans er ein af mörgum
í bók, sem þýzkur ritstjóri
hefur samið, og ber nafnið
„Vorsicht Falschgeld" og var
gefin út hjá Schweizer Ver-
lagshaus 1 Zurich. 1 henni
segja frægustu og illræmdustu
myntfaisarar frá, tækni þeirra
er lýst, og greint frá ástæðun-
um til þess, að upp komst um
þá — og einnig í sumum til-
fellum hvers vegna svo varð
ekki.
Falski maj órinn frá Mexíkó
skipar áberandi sess í þessum
mislita, en einnág litríka söfn-
uði. Ástæðurnar til þess eru
m.a* þær, að hann er einn af
fáum, sem með góðum árangri
hafa rekið „fyrirtæki“ sitt í
þremur heimsálfum, og meira
að segja um skeið sem opin-
ber embættismaður fasista-
stjórnarinnar á Ítalíu, að hon-
um tókst tvívegis að flýja frá
hinni iilliræmdu famgamýlendu
Frakka, Djöflaeynni, og að
þrátt fyrir starf sitt sem pen-
ingafalsari, hafði hann tíma til
að lifa fjölbreyttu ástalífi.
Hann skildi eftir eiginkonur,
vanræktar ástkonur og grát-
andi vinkonur í ýmsum lönd-
um og heimsálfum. ÞesSi ó-
venjulegi maður, Alfredo,
fæddist 17. febrúar árið 1900
í Marseilles og er sonur ít-
alsks steinsmiðs, sem hafði
það að sérgrein að smíða leg-
steina.
Ný atvinna
Alfredo, sem þá hafði ætt-
arnafnið Donadieu, ólst upp á
góðu miðstéttarheimili. Ekki
var það skortur eða peninga-
áhyggjur, sem hröktu hann út
á braut afbrotanna. Hann stóð
sig illa í skóla og var látinn
fara .ð vinna sem leturgrafari
í gimsteinaverzlun móðurbróð
ur síns, Victors Barbos. Hann
hafði mikla hæfileika sem let-
"% I a1*' f
ER ÞETTA GÓÐ GJÖF?
Tvímælalaust. Við höfum sýnt nokkrum konum þessa fögru vöru og þær
hafa lokiS upp einum munni um ágæti hennar — og þær dáðust að fögr-
um gjafaumbúðunum.
Þér getið valið um „ELATION" og „MIDNIGHT" SKIN PERFUME og
BARNAPÚÐUR í tvenns konar pakkningum — á 988 krónur og á 735
krónur. Fæst í flestum apótekum og snyrtivöruverzlunum.
Gjöf sem gleður sérhverja konu
Heildsölubirgðir: G. Ólafsson h.f., Aðalstræti 4.
urgrafari, og það var ástæðan
fyrir því, að dag einn í marz
1918 kom ítalskur viðskipta-
vinur inn í búðina og kynnti
sig sem Alberto Sampietro,
og spurði hvort Alfredo vildi
ekki snæða með sér miðdegis-
verð á veitingahúsi, sig lang-
aði til að ræða við unga mann
inn um skemmtilegt verkefni.
Alfredo komst fljótt að raun
um, að Alberto átti mjög hríf-
andi systur, sem hét María, en
af henni varð Alfredo óðara
yfir sig ástfanginn. Hann tók
þegar að ausa yfir hana gjöf-
um, enda þótt bróðir stúlk-
unnar segði, að þess gerðist
ekki þörf, „hún elskaði Al-
fredo sjálfs hans vegna“. Gjaf-
irnar voru dýrar og brátt var
hann kominn í fjárhagserfið-
leika.
Um þetta leyti kynnti Al-
berto hann fyrir einum af
„beztu vinum sínum“, Emilio
Petacci, sem sagði, að hann
þyrfti á duglegum leturgrafara
að halda, sem kæmi til með
að hafa miklar tekjur, en sá
Alfredo, Donadieu eftir aS hann var handtekinn í Mexíkóborg. Hann
gekk einnig undir nafni vinar síns Enrico Sampietro.
væri hængur á, að „starfið
gæti orðið hættulegt — við
framleiðum nefnilega pen-
inga“. Alfredo skildi ekki, hvað
um var að ræða, en svo áttaði
hann sig og tók fljótt þessu
tilboði. Hærri tekjur þýddu
aukin tækifæri til að ausa gjöf
um yfir Maríu, og hann treysti
á hæfileika sína til að búa til
falska peningaseðla, og síðar
átti eftir að koma í ljós, að
það gerði hann með réttu.
Síðan fór svikamyllan og
peningaprentsmiðjan í gang.
Alfredo sagði fljótt upp starfi
sínu í gimsteinaverzluninni.
Tvöfalt líf var erfitt. Og nú
einbeitti hann sér að því að
búa til mvndplötur til að
prenta eftir fölsku peningana,
í byrjun 5 og 10 franka seðla.
Magnið var samanlagt 250.000
franka virði og þar af fékk
hann 30% í sinn vasa. Hinir
nýju vinir hans voru ánægðir.
Þeir höfðu uppgötvað sannan
sérfræðing á sínu sviði.
Alfredo var einnig hamingju
samur. María tilbað hann, og
hann hafði einnig kynnzt 38
ára gamalli konu úr hópi fals-
aranna, sem var enn mjög fög-
ur, Antoinette Bresseur. Toin
frænka, eins og vinirnir nefndu
hana, varð ástmey hans, og
hann var í himnaríkissælu, og
fölsku peningarnir streymdu
úr vélunum. En þá var hann
kvaddur í herþjónustu og varð
að skilja við Maríu grátandi og
sárþjáða Antoinette. Hann
kom til vígstöðvanna í júlílok
1918 og í bardögunum við
Soissons í byrjun ágúst hæfði
sprengjubrot hann með þeim
afleiðingum, að hann missti
löngutöng á annarri hendi.
Að lokinni sjúkrahúslegu
fékk hann leyfi. Meðan á því
stóð, leið honum svo vel hjá
vinkonum sínum tveim, að
hann ákvað að fara ekki aftur
í herinn. Hann átti nú á hættu
að vera dreginn fyrir herrétt,
en einnig óttuðust falsararnir,
áð upp um bá kæmisf. Af þess-
um ástæðum var ákveðið að
flytja starfsemina ti' Norður-
Afríku. Síðar var byrjað á ný
.-í Alisír og nú. á því að' fram-
leiða 100 franka seðla. Starf-
semin fór fram að baki forn-
munaverzlunar. Þangað tóku
brátt að koma margir vifð-
skiptavinir, sem furðuðu sig á
að eigandinn — Sampietro —
neitaði alltaf að taka við 100
franka seðlum. Hann vildi
ekki fá sína eigin fölsuðu seðla
aftur......
Eftir að hafa safnað offjár
hélt allur hópurinn til Napólí '
í orlof í íburði og allsnægtum.
Þá barst svohljóðandi sím-
skeyti frá frú Petacci: „Veðr-
ið er gott, komið strax heim
aftur", en það merkti, að öllu
var óhætt í Frakklandi. Þar
beið einnig Toin frænka, sem
ekki hafði farið með til Norð-
ur-Afríku, en bjóst nú við að
geta unnið ástir Alfredo síns
á nýjan leik. Nú var hann
hins vegar önnum kafinn að
sinna Maríu — og í afbrýði
og hefndarþorsta fór Antoin-
ette til lögreglunnar og kom
upp um allan hópinn, einnig
fyrrverandi elskhuga sinn.
Fyrsti flóttinn. i
Emilio og Alfredo voru
dæmdir til 10 ára refsivinnu á
Djöflaeynni og á aðfangadag
1920 voru þeir, ásamt 400 öðr-
um föngum, fluttir um borð í
skipið, sem átti að sigla með
þá til hinnar fjarlægu fanga-
eyjar hinna lifandi dauðu, 15
km úti fyrir strönd Frönsku
Guayana.
Strax og þangað kom, tók
Alfredo að gera áætlanir um
flótta. Emilio þorði ekki að
flýja, en sex aðrir fangar voru
reiðubúnir. Nótt eina tókst
þeim að ræna litlum seglbáti,
sem fangelsisstjórnin átti, og
þeir tóku þegar stefnuna í suð-
urátt a< strönd Brasilíu. Þeir
voru matar- og vatnslausir og
áður en langt um leið að dauða
komnir, en þá eygðu þeir land.
Báturinn strandaði i rifi og
þeir stukku út í sjóinn og
syntu síðasta spölinn. Tveir
komust ekki alla leið, kraft-
arnir voru á þrotum. Þegar
hinir fimn. skjögruðu á land,
uppgötvuðu þeir sér til skelf-
ingar, að þeir voru ekki í
Brasilíu. heldur enn í Frönsku
Guayana.
Þeir héldu af stað í gegnum
frumskóginn. Tveir fengu mal-
aríu, og dó annar þeirra fljót-
lega, en hinn urðu þeir að
skilja eftir. Þeir þrír, sem eft-
ir lifðu, komust til smáborgar-