Tíminn - 14.12.1969, Page 13

Tíminn - 14.12.1969, Page 13
SUNNUDAGUR 14. desember 1969. TÍMINN ífþróttahreyfingia í landinu á vii3 mikla fjárhagsörðugleika að glíma — og það er engin launung, að það háir starfsemi hennar mjög. Gísli Halídórsson, forseti ÍSÍ, benti nýlega á þá staðreynd, að hin Norðurlönd- in veittu allt að þrisvar sinnum meira fé til íþróttastarfsemi á hvern íbúa en gert er á íslandi. Sýnir það ljóslega, hve langt við höfum dregizt aftur úr ,á þessu sviði. Stunduim hefur manni fund- izt skorta á skilning meðal al- þingismanna á málefnum í- þróttahreýfi'ngarinnar, eii nú hefur það gerzt, að Halldór E. Sigurðsson og fleiri hafa flutt þingsályktunartillögu um áætl- anagerð um fjárhagsaðstoð við íþróttahreyfinguna. Leggur hann tii, að vkipuð venði nefnd, sem í eigi sæti fonseti ISÍ, for- maður UMFÍ, íþróttafuliltrúi ríkisins og tveir fulltrúar kosn- ir . af Alþinigi. I greinargerð sagði Halldór m. a.: „Hlutvrek þessarar nefndar á að vera að gera fjárhagsáætl- un fyrir fþnóttastarfsemina í landinu, þó ekki mannvirki. Skal fyrsta áætlunin gerð fyrir árið 1971, en eftir það skulu áætlanir gilda til fjögurra ára. Þó má endurskoða þær að tveim árum liðnum frá því, að þær hafa verið gerðar, ef ein- hverjir nefndarmenn óska þess. Við áætlunargerðina skal hafa hliðsjón af fjárframlög- um annarra þjóða til íþrótta- starfseminnar til dæmis Norð- urlandaþjóðanna, og keppt verði að því með áætlunargerð inni, að fjárskortur hamli ekki getu ísienzkra íþróttamanna. Við gerð fjárlaga hverju sinni skal áætlun þessi lögð til grundvallar í fjárframlögum ríkissjóðs til íþróttastarfsem- innar. Kostnaður við áætlunar gerðina greiðist af fjárveitingu til íþróttastarfseminnar. Eins og fram kemur í greinargerð þeirri, sem fylgir með þess- ari þin'gsályktunarti'llögu, hafa allverulegar umræður orðið á yfirstandandi ári um getu íslenzkra íþróttamanna í keppni við erlenda íþrótta- menn. Það orkar ekki tvímæl- is, að allt frá upphafi sögu ís- lands hefur íslenzka þjóðin átt íþróttamenn, sem hafa get- ið sér frægðarorð meðal ann- arra þjóða og svo er enn og það er mikils virði fyrir þjóð- ina og æsku landsins, að svo verði áfram. Nú hefur íslepzkum íþrótta mönnum oftar gengið miður í keppni vio erlenda íþrótta- menn heldur en óskað hefði verið eftir, og hafa margar ástæður verið færðar fram fyr- ir því, að svo hefur farið. Nú er það ekki mitt eða okkar flutningsmanna þessarar til- lögu að dæma um, hversu hald góðar þær röksemdir eru, er þar hafa verið greindar. Hitt er okkur ljóst og við höfum veitt því athygli, að í umræð- um um þetta mál hefur það mjög komið fram, að fjárhag- ur íslenzkrar íþróttahreyfing- ar væri mjög bágborinn, og hefur þar fyrst og fremst ver- ið til umræðu fjárhagur þeirra á sviði íþróttamála. Það hef- ur komið fram hjá mörgum I- þróttamönnum, sem um þetta hafa rætt í blöðum, að einmitt llfcil fjárhagsgeta þeiirra dragi mjög úr afrekum þeirra á sviði íþrótta og horfi þar til mikilla vandræða. Nú er það öllum ljóst, að íþróttahreyfingin er þýðingar- mikil fyrir æsku þessa lands og fyrir þjóðina í heild, og þjóðin verður að gefa þessum málum gaum, fjármálum íþróttahreyfingarinnar eins og öðrum málum, því þetta er eitt af hennar vandamálum, sem úr verður að bæta. Á siðari árum hefur mjög verið horfið að því að gera áætlanir um fjárframlög og uppbyggingu ' hinnar ýmsu starfsemi í þjóð- félaginu. Okku. flutnings- mönnutm þessarar þintgsálykt- unartillögu finnst því ástæða til, að gerð verði áætlun um nýtingu þeirrar fjárhagsaðstoð ar, sem þjóðfélagið getur látið í té hverju sinni, og til þess að gera þá áætlun verði þeir kvaddir til, sem bezta þekk- ingu hafa og standa í forystu í félagsmálahreyfingum æsk- unnar í landinu, bæði fþrótta- samband íslands og Ung- mennafélagi íslands og svo sá embættismaður ríkisins, sem sérstaiklega fjallar um íþrótta- mál og hefur sýnt þeim mál- um mikinn áhuga og mikinn dugnað. Enn fremur leggjum við til með tillögu okkar, að þetta verði tengt Alþingi með því, að tveir fulltrúar ver'ði þaðan. Það er sikoðun okkar, að þessi uppibygging eða þetta form á uppbyggingu mætti verða til þess að skilningur yrði almennari á fjárþörf til þessarar félagsstarfsemi og að íþróttamenr. ættu með þessum hætti betri möguleika til þess að koma málum sínum á fram- færi heldur en verið hefur og nú er. Nú er það ljóst, að til þess að úr þessu verði bætt, verður auðvitað aukin fjárveiting að koma til. En það er okkar skoð un, að íslenzka þjóðin vilji sinna þessum málum með þeim hætti og hér muni ekki verða um það stórfellda fjár- 13 veitingu að ræða, að það hefði nein teljandi áhrif á fjárlög íslenzka ríicisins, heldur mætti mteð þessum hætti nýta þetta mikið betur og byggja þetta kerfi upp og auðvitað að hvetja okkar íjwíittamenn til meiri dáða og meiri afreka með því að styðja þá betur fjárhagslega. Við erum sam- mála um það flutningsmenn, að það sé nauðsynlegt, aið Al- þingi sinni þessu máli og styðji íþróttaæsku okkar með ráði og dáð. Þess vegna höf- um við leyft okkur að flytja þessa tillögu, sem við vonum, að verði til þess að bæta úr þessu máli. Við treystum því, að hér á hæstvirtu Alþingi verði tekið á þessu máli með skilningi og málið megi ná fram að ganga.“ Vonandi verður þessi þings- ályktunartillaiga samþykkt, enda ekki vanþörf á því, að íþróttahreyfingin rétti úr þeim fjárhagslega kút, sem hún hef- ur verdð í. —alf. EFLUM OKKAR HEIMABYGGÐ ★ SKIPTUM VIÐ SPARISJÓÐINN SAMBANÐ ÍSL. SPARISJÓÐA OG VANDIÐ - VEBZLÍO I KAUPFELAGINU ummmimiiumii.Hui Steinlausar fúsinur frá Califormu iiuiiy uniinjiuijiiiiuiiimiiiiiiiniinn^inj m 'nmnimtimnimmmui'imnn nniii'ipi ^Úrvals- kgkur úr Kobin ;i Hoorf -Jl Ódýrt &gott NEZO SERAFFINEERD Zílt SlllllTIVOLIHIII Mlll H3P1PU borðsalt FYR8TA FLOKKS SKOZKT BeWs hafra mjöl í5og25kg pokum Vöruvaltð er tntðað við þörf yðar, að þér fúíð gœðavöru ú hagkvœmasta verði mögulegu. Alíar þessar vörur og míkíð fleíra fúið þér í KAUPFÉLACINU. SPARIÐ OG VANDID VALIÐ - VERZLID í KAUPFÉLAGINU

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.