Tíminn - 20.12.1969, Blaðsíða 4
£etií HiÍ AjcniUarp
Á þriðjudag og miðvikudag
kynnti sjónvarpið nýjar íslenzkar
bækur með viðtölum við bókaút-
gefendur og nokkra rithöfunda.
Voru útgefendur látnir skýra frá
bókaútgáfu sinni í ár, en síðan
var valin úr ein bók hvers út-
gefenda og rætt við höfund henn-
ar.
Þetta virðist vera ágætt form
á kynningu nýrra bóka, og senni-
lega betra en fréttafrásagnir af
slíkum bókum. Aftur á móti var
í þessum þáttum aðeins fjallað
um islenzkar bækur, og þá af öll
um gerðum, en ekkert um þær
sem þýddar hafa verið og koma
út fyrir jólin, og eru þó ýmsar
hinna þýddu bóka vafalaust betri
bókmenntir en sumar innlendu
bækurnar.
Þarna er vafalaust erfitt að
draga mörk svo öllum líki, og ein
faldast í framkvæmd að útiloka
ailar erlendar bækur, en það gef-
ur áhorfendum ekki rétta mynd
af því hvað er á markaðinum —
en til þess munu þessir þættir
víst sýndir.
Sjónvarpið gerir annars bók-
menntum slæm skil. Þátturinn um
bækur, sem nokkrum sinnum hef-
ur verið sýndur, hefur ekki sézt
lengi og yfirleitt ekki minnzt A
bókmenntir. Er þetta þeim mun
furðulegra, sem klassísk tónlist
af ýmsu tagi fær auðveldlega inni
í sjónvarpinu, en þótt ég njóti
hennar, þá er hún þó vissulega
óeðlilegra sjónvarpsefni en kynn-
ing bókmennta, þar sem langtum
fleiri íslendingar hafa áhuga á
bókmenntum en klassískri tónlist.
Er vonandi, að ráðamenn ríkisút-
varpsins bæti hér úr.
Furðukarlinn Dali
Salvador Dali, sem verið hefur
einn af fremstu mönnum súrreal-
ista L fjóra áratugi eða svo,
skemmti okkur með sérstökum til-
tækjum sínum á laugardagskvöld-
ið, og munu ýmsir hafa haft gam-
an af, en aðrir furðað sig á uppá-
tækjum hans og vafalaust afskrif
að Dali sem geðsjúkling sem af
sérsfcæðum orsökum gengur laus.
En Dali er langt frá því að vera
geðbilaður, þótt ýmsum þyki það
ótrúlegt. Hann er bráðgáfaður
maður, og einna fremstur súrregl
ista bæði í listaverkum glnum oj
kenningum. Hann er einnig árótí
ursmaður góður fyrir sjálfan sig,
og hefur með framkomu sinni vah»
ið heimsathygli mun ferkar ei>
með list sinni, þótt oft fari þetta
tvennt saman.
Og hvaða mark, sem menn tak«
á Dali, þá eru hans furðulegU
uppátæki að minnsta kosti skemmti
leg, og verður slíkt ekki sagt uml
ýmsa aðra furðufugla.
Tvær góðar kvikmyndir
Á miðvikudaginn og laugardajþ
inn voru óvenjugóðar kvikmyndit
í sjónvarpinu. Á laugardaginn vaf
„Tíðindalaust á vesturvígstöðvun-
um“, sem tókst nokkuð vel að
lýsa tilgangsleysi skotgrafahernað
arins í fyrri heimsstyrjöldinni, og
er gerð eftir hinni þekktu skáld
sögu Remarque. Virðist vel hafa
tekizt að færa bókina yfir í kvito-
mynd.
Síðari kvikmyndin, sú á mið-
vikudagskvöldið, nefndist „óvænt
heimsókn“, og var bæði spenn-
andi og athyglisverð. Hafði hún
Laugardagskvöldið 27. desember 1969 er á dagskrá þátturinn Ég gekk í grænum skóg, þar sem Árni Johitsen,
Hörður Torfason, Fiðrildi og Árið 2000 syitgja þjóðlög frá ýmsum löndum.