Tíminn - 20.12.1969, Qupperneq 5
Á jóladagskvöld verður sýnd i sjónvarpinu dagskrá, sem nefnist „Heim aö Hólum'1. Er þar lýst hinu forna biskupssetrl
að Hólum í Hjaltadal og getið helztu atriða í sögu staðarins. Þessi mynd er tekin f sumar i Hóladómkirkju, þegar sjón-
varpsmenn unnu að myndatökum þar, en kirkjan skipar veglegan sess í dagskránni um Hóla, enda ekki af ástæðu-
lausu, þar sem hún er elzta stelnklrkja á íslandi. Altaristafla kirkjunnar er talin vera frá dögum Jóns biskups Arasonar,
og mun forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn lýsa henni. Andrés Björnsson útvarpsstjóri mun flytja texta myndarinnar um
Hóla ásamt umsjónarmanni þessa dagskrárliðar, Ólafi Ragnarssyni.
um leið boðskap að flytja um
Biannleg samskipti.
Þessar tvær niyndir voru mjög
5óðar, en myndin í kvöld, laugar
ag, virðist af öðru-m toga spunn-
in. Er þar um dans- og söngva-
mynd að ræða, sem gerast á i
Marokkó. Hefst hón H. 21,20.
Stuttar stjómmálaumræður
Á mánudag-s'kvöidið voru um-
ræður í sjónvarpssal um EFTA-
inálið og mæt-ti þar einn fulltrúi
frá hverjum stjórnmálaflokki. —
Voru u-m-ferðir tv-ær, sem við höf-
um vanizt. En um efnið eru menn
rafalaust ekki sammála. Þó er rét-t
að benda á það, að þótt forminu
«é breytt, þá halda stjórnmála-
mennirnir sig yfirleitt við svip-
aðan má-lflutning og ella. Það er
því helzta breytingin, að þeir
verða að segja skoðun sína á mun
styttri tíma, og það geri-r mál
þeirra — flestra að minnsta kosti
— strax betra.
Ég teldi eðlilegt, að sjónvarpið
afndi til siíkra umræðna um
ýmis önnur mál. Það er svo fjöl-
margt í stjórnmálum, sem skoð-
anaágreiningur er um, og almenn
ingi er bezt þjónað með því að
ka-lla einhverja af forystu-mönnum
flokkanna niður í sjónvarpssal og
láta þá deila um þau mál.
Þunnur endir
Richai'd Kimble hætti f-lótta sín
um á þriðjudaginn, og lauk þar
með kynnu-m okkar af þeim að-
laðandi náunga. En heldur var
síðasti þátturinn „þunnur“, sá
kafli, sem sýndur var s.l. þriðju-
dag, var einn sá lélegasti úr öll-
um myndaflokknum.
En hvað um það. Kimble hefur
stytt mörgum íslendingum stund-
ir um langan tima, og skal þakk-
að fyrir það og vonað að eitthvað
jafngott komi i staðinn á þriðju-
dagskvöldmm
Jóladagskráin.
Og þá er að koma að jólum,
og jóladagskrá sjónvarpsins ákveð
in. Á aðfangadag, sem er miðviku
dagur i næstu viku, hefst sjón-
varp M, 14,00 og stendur til kl.
16,20 — og er þá sýnt barnaefni,
m.a. Denni dæmalausi og Lassi,
en í lokin er fréttaþáttur, sem
fjallar um jólaundirbúning og
jólahald.
Dagskráin á aðfangadagskvöld
hefst síðan kl. 22 með aftansöng.
Biskupinn yfir íslandi prédikar
Að loknu-m aftansöngt eða kl.
23,00, verður endurtekin barna-
óperan Amahl og næturgestirnir,
og þótt það verk sé gott er vand-
séð hvers vegna nauðsynlegt er
að hafa endurtekið efni á að-
fangadagskvöld.
Á jóladag, sem er fimmtudagur,
hefst dagskráin kl. 17,30 á jóla-
söng Pólyfónkórsins í Kristskirkju
í Landakoti — og er enn um end-
urtekið efni að ræða, en sjón-
varpsmenn virðast hafa sérstakt
dálæti á að endurtaka ýmiss kon
ar tónlistarverk á jólunum.
Klukkan 18.00 er barnatíminn
og virðist vel til hans vandað. —
Dagskrá k-völdsins hefst síðan eins
og venjulega kl. 20,00.
Á annan í jólum, föstudag, hefst
dagskráin á venjulegum tíma, en
aðalefni kvöldsins er hinn um-
talaði og dýri Ástardrykk-ur. Hefst
sýning óperunnar kl. 20,25 og
stend-ur til W. 22.10, en þá er
ensk m-ynd um ævi Dickens.
— A.K.B.