Tíminn - 31.12.1969, Page 11

Tíminn - 31.12.1969, Page 11
TÍMINN 11 MIÐVlKUI>AGTJR 31. ðesember 1969 HAFNARFJÖRÐUR Pípulagningasveinn eða maður vanur pípulögnum óskast strax. — Sími 50269. TILKYNNING frá Heílsuverndarstöðinni Kópavogi - Barnadeild - Frá 1. janúar 1970, verður sú breyting á starfsemi stöðvarinnar að eingöngu verður um pantaða tima að ræða, til ónæmisaðgerða og ungbamaeftirlits. Forsvarsmönnum bama á aldrinum 3ja mánaða til 7 ára, ber því að panta viðtalstíma fyrir þau. Pantanir teknar í síma 40400 mánudaga, þriðju- daga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 9—12 f.h. Stöðin er starfrækt eins og áður fyrir böm 0—2 ára, mánud. M. 9—11 f.h., fyrir böm úr vesturbæ. Þriðjudaga M. 9—11 f.h., fyrir böm úr austurbæ, og fyrir böm 2—7 ára, föstudaga M. 2—3 e.h. — Geymið auglýsinguna. — Stjórn Heilsuverndarstöðvar Kó^avogs. I HEIMSFRÉTTUM i Framhald af bls. 6. effirtaldar upplýsingar um Mafíuna koma fram: Mafían samanstendur af 24 samrýndum fjölskyldum glaspamanna, eins og áður seg- ir. u í þessum fjölskyldum eru i, einungis ítalir og Sikileyjar- menn, eSa menn sem ættaðir eru frá Ítalíu eða Sikiley. Þess ir menn, einkum þó á austur- ströndinni, kalla glæpahreyf- inguna í heild „La Cosa Nostra“. Nöfn, sakaskýrslur og helztu , glæpaverk um 5000 „fjöl- skyldumeðlima“ liggja nú fyr- ir hjá lögregluyfirvöldum. Hver fjölskylda er skipulögð sem eins konar her. Hverri fjölskyldu ræður einn foringi — lrBoss“, — en síðan kemur aðstoðarforingi, liðsforingj- TAPAÐ VESKI með ökuskírteini og fleiri skil- ríkjum. Finnandi vinsamlegast skili því að Sólvallagötu 66. Fundarlaun. ar og ráðgjafi. Hinir lágt settu í fjölskyldunni eru fcallaðir hermenn. Lögreglumenn, sem hafa góð sambönd, þekkja flesta eða alla í „fjölskyldu" sinnar þorgar. „Fjölskyldurnar“ tengjast hverri annarri, og ððrum glæpasamtökum utan „La Cosa Nostra“, með samningum og samkomulagi, auk þess sem þær virða allar æðsta vald „nefndarinnar" svonefndu, en í henni eiga sæti leiðtogar voldugustu „fjölskyldnanna". Þessi glæpahreyfing stjórn- ar svo til allri ólöglegri fjár- hættuspilastarfsemi í Banda- ríkjunum. Hún er einnig svo til allsráðandi hvað okurlán snertir — en vextir eru yfir- leitt 20% á viku — og stjóm- ar auk þess innflutningi og heildsölu á eiturlyfjum. Mafían hefur lagt undir sig ýmis verkalýðsfélög, og sam- eina þá tvennt í einu: að neyða fjármagn út úr atvinnurekend um og svindla á félagsmönn- um. Hið hættulegasta i sambandi við Mafíuna er þó það, að hún hefur undanfarin ár lagt undir sig mikinn f jölda lögmætra fyr irtækja, og hefur jafnvel svo til einokun á vissum tegund- um fyrirtækja í Bandaríkjun- um. Mafían á alls konar verzi- unarfyrirtæki, veitingahús, bari og hótél, verksmiðj- ur og matvælaframleiðslu- fyrirtæki, flutningafyrirtæki og banka, svo nokkuð sé nefnt. Það er því marghöfðað, skrímslið sem bandiaríska lög- reglan á í höggi við. — ej. Útför verSur gerð frá Jónínu Böðvarsdóttur frá Múlakoti HliSarendakirkiu, laugardaginn 3. janúar, kl. 13,30 Vandamenn BróSir okkar Benedikt Ó. Waage lézt á Landakotsspítalanum þann 29. þ. m. 1 Systkini hins látna. Vigdís og Ingólfur Ó. Waage. / Eina peningahappdræltið 241.9 milljónir Geysileg fjölgun vinningá. Þriðjungur þjóðarinnar á nú kost á að hljóta vinning. Heildarfjárhæð vinninga hækkar í 241,9 milljómr. 4 milljónir hæsti möguleikinn Þér getið unnið 4 milljónir í einum drætti á sama númer í öllum flokkum. Verð miðanna er óbreytt. Miðúraðir Nú er loks hægt að sinna hinni stöðugu eftirspum eftirröðum, semhafaverið ófáanlegar- vmdanfarin ár. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS I / / ' I i I ) I j I I \ I ) i } ( / / / ) ( \ í I í ERLENT YFIRLIT Framhald af bls. 7 klíkiu- smáþjóða geta stundum kveikt stænra bál en þeir sjálf ir ætla eða aðrir gera sér nægi lega ljóst í upphafi. Slík hætta er nú vafalaust mest við aust- an vert Miðjarðarhaf, þar sem ísraelsmenn neita að fara að tillögum bæ@i allsherjarþings og öryggisráðs Sameinuðu þjóð anna um að láta af hendi her- teiknu svæðin, fallast á eðli- legan heimflutning arabisku flóttamannanna og alþjóðlega stjórn Jerúsalem. Gegn þessu yrði hægt að veita ísrael fulla tryggingu fyrir sjálfstæði þess í framtíðinnl. Stjórnendur ísra els virðast treysta á, að þeir geti haldiið ránsfengnum og jafnvel fært út kvíarnar. Slíkt mun þó aðeins auka hatur Araba og margefla arabísku skæruliðana. Það er því vafa- laust rétt hjá U Thant, að stríðshætta sé nú hvergi meiri en á þessum slóðum. í Vietnam og Biafra hafa heldur glæðzt vonir um frið satnlega lausn á árinu, sem er að llða, þótt hún sé þó ef til vill ekki alveg á næsta leiti. Fækkum á herliði Bandaríkj- anna í Vietnam styrkir a. m. k- þær vonir, að ekki verði þar um frekari útfærslu á styrj- öldinni að ræða, en sá ótti var mikill um skcið. Þótt ekki hafi komið til stór styrjaldar á áratugnum 1960 •—70, sýna Vietnam, Biafra og átök Israelsmanna og Araba, að ófriðarefnin eru enn fyrir hendi Og þau munu halda áfram að vera fyrir hendi meðan ekki tekst að efla svo alþjóðlegt samstarf á grund- velli Sameinuöu þjóðanna, að slikar deilur verði leystar friðsamlega með milligöngu réttsýnna aðila. Efling Sam- . einuðu þjóðanna þarf að vera \ eitt mikilvægasta verkefni næsta áratugs. EINS og hér hefur verið stuttlega rakið, bíða mannkyns ins sízt minni verkefni í lok i þessa áratugs en í upphafi hans, heldur á margan hátt meiri og vandleystari. En þau eru á margan hátt artnars eðlis ; en hin fyxri voru. Þess vegna > mega menn ekki halda dauða' haldi í gaimlar kennisetningar, ■ sem ekki eiga lengur við, eða fella samtök og flokka í skorð- > ur, sem tiltoeyra liðnum tíma- ’ Flest bendir ti'l, að uppeldis- . og félagsmálin verði höfuð- verkefni komandi áratugs í i flestum löndum fceims. Það get-' ur orðið örlagaríkt, hve vel áttundi áratugurinn nýtist í þeim efnum. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.