Vísir - 30.09.1981, Blaðsíða 20

Vísir - 30.09.1981, Blaðsíða 20
20 Mi&vikudagur 30. september 1981 VÍSIR ÞjóðleiKhúsið: Sölumaður fleyr á fjalirnar að nýju A morgun, þann 1. október, hefjast á ný sýningar ÞjóOIeik- hússins á Ieikriti Arthurs Milier SöLUMADUH DEYR, en sýning þessi hlaut afbragðsviOtökur og góOa aösókn á siOasta leikári, og eru þvi fyrirhugaöar nokkrar sýningar á verkinu nú i haust. Fyrir leikrit sittum Sölumann- innhlaut Arthur Miller hin eftir- sóttuPulitizer-verölaun áriö 1949, þegar þaö var fyrst sýnt i New York. Siöan hefur verkiö veriö sýnt viö miklar vinsældir i flest- um löndum heims hvaö eftir annaö, enda taliö eitt af klassisk- um verkum þessarar aldar. Miller hefur enda tekist af- skaplega vel aö draga upp eftir- minnilega mynd af nútimamann- inum, firringu hans og sárum vonbirgöum, þegar hann stendur allt i einu frammi fyrir þvi aö það lif, sem hann hefur skapað sér, hefur ekki veriö i samræmi viö þann draum um lif sem hann ól i brjósti. Sú persóna, sem stendur frammi fyrir þessari tilfinningu er sölumaöurinn Willy Loman, sem leikinn er af Gunnari Eyjólfssyni. Eiginkonu hans leik- ur Margrét Guömundsdóttir, en Hákon Waage og Andri örn Clausen leika syni þeirra. í öörum helstu hlutverkum eru Róbert Arnfinnsson, Arni Tryggvason Bryndis Pétursdóttir og Randver Þorláksson. Leikstjóri er Þórhallur Sig- urðsson, leikmyndin er eftir Sig- urjón Jóhannsson, tóniist eftir Askel Másson og Jónas Krisljánsson þýddi verkiö. — jsj. FjalaKðlturinn: SEPTEMBERMGSKRl AB LJÚKA A morgun, fimmtudag, sýnir Fjalakötturinn sem her segir: kl. 19.30. Ódýr skitur (áströlsk) kl. 22.00 Junoon (indversk). Þar meö er september-dagskrá kattarins formlega lokið, en Tintromman, sem vera átti á þeirri dagskrá, veröur sýnd eins fljótt og kostur er, og veröur aö sögn þeirra Fjaíakattarmanna auglýst sérstaklega þegar aö þvi kemur. Blúsaö á Borg og í NEFS A morgun, fimmtudag, og föstudag n.k. mun Jazzvakning gangast fyrir tónleikum hljóm- sveitarinnar ,,The Missisippi Delta Blues Band” á Hótel Borg og i Félagsstofnun stúdenta, og veröur þetta i fyrsta sinn aö blues-hljómsveit skipuö svörtum hljóöfæraleikurum spilar á islandi. The Missisippi Delta Blues Band er frá Jckson, Missisippi, og er sveitin skipuð eftirtöldum hljóöfæraleikurum: Sam Myers, sem syngur og spilar á munn- hörpu, Big Bob Deance á gitar, Tony Calica á trommur, Craig Horton, sem syngur og leikur á gitar og Calvin Mikel á bassa. Af þessum mönnum mun Sam Myers vera þeirra þekktastur meöal bluesáhugamanna. Tónleikar hljómsveitarinnar hér eru upphafstónleikar I þriöju Evrópuferö þeirra félaga, en þeir hafa leikið i fjölda Evrópulanda, austantjalds sem vestan og njóta hvarvetna mikilla vinsælda. Eins og hljóöfæraskipan sveitarinnar gefur til kynna, leik- ur hún i þeim sama stil og Muddy Waters Howlin Wolf, Jimmy Reed og fleiri þróuðu i Chicago á árunum milli 1950 og ’60, en sú tónlist varö siöar meir einn af hornsteinum nútima rokktónlist- ar. Þaö má þvi ætla aö menn hafi ekki einungis gaman af spilarii þeirra félaga, heldur einnig gagn, meö þvi að kynnast þarna broti úr músiksögunni. Tónleikarnir fimmtudaginn 1. október verða aö Hótel Borg og opnar húsiö kl. 21.00. Tónleikarnir á föstudagskvöldiö veröa i Félagsstofnun stúdenta á vegum NEFS-klúbbsins, og veröur húsiö þá opnað samkvæmt venju kl. 20.00. . -jsj- útvarp Miðvikudagur 30. september 12.00 Dagskrá. Tónieikar. Tilkynningar. Miövikudags- syrpa — Asta Ragnheiður Jóhannesdóttir. 15.10 „Fridagur frú Larsen" eftir Mörthu Christensen Guörún Ægisdóttir les eigin þýöingu (8). 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Siödegistdnleikar Sinfóniuhljómsveit Lundúna og kór flytja Dafnis og Klói, svitu nr. 2 eftir Maurice Ravel, Leopold Stokowski stj. / Michael Ponti og Sinfóniu- hljomsveitin i Prag leika Pianókonsert nr. 2 i G-dúr op. 44 eftir Piotr Tsjaikov- ský, Richard Katt stj. 17.20 „Myrkfælni”, smásaga eftir Stefán Jónsson. Helga Stephensen les. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Frétlir. Tilkynningar. 19.35 A veltvangi 20.06 Sumarvaka a. Einsöngur 21.30 „Hnappurinn” Helgi Skúlason leikari les smásögu eftir Fredrich Georg Junger i þýöingu Guömundar Arnfinnssonar. 22.00 Hljómsveit Mantovanis leikur vinsæl lög. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orö kvöldsins. 22.35 tþróttaþáttur Hermanns Gunnarssonar. 22.55 Kvöldtónleikar a. Tékk- neska filharmoniusveitin leikur Prelúdiu i cis-mol! eftir Rakhaminoff og Slav- neskan dans i e-moil eftir Antonin Dvorák, Leopaid Stokowski stj. b. Fritz Wunderlich syngur ástar- söngva' meö Sinfóniuníióm- sveit Graunkes, Hans Carste stj. c. David Oistrakh og Filharmoniu- sveitin I Lundunum leika Rómönsu i F-dúr op. 50 eftir Ludwig van Beethoven, Sir Eugene Goossens stj. d. Sinfóniuhljomseit Berh’nar- útvarpsins leikur „Boðið upp i' dans”eftir Carl Maria von Weber 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Miðvikudagur 30. september 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Tommi og Jenni 20.40 i ArnasafniJón Helgason flytur kvæöi sitt. 20.50 Dallas Fimmtándi þáttur. Þýöandi: Kristmann Eiðsson. 21.40 Eyöibyggö „Kögur og Horn og Heijarvik huga minn seiða löngum ” k veöur Jon Heigason i Aföngum. Heimildamynd, sem Sjón- varpiö hefur látiö gera i myndaflokknum Náttúra islands. Hún fjallar um eyöibyggö, og uröu Hom- strandir fyrir valinu sem dæmi. Þær eru hrikalegar og hlýlegar i senn. Þær lögöust i eyði fyrir þrjátiu árum, og nú hefur þessi iandshluti veriö gerður að nokkurs konar. þjóögarði. I þessari mynd er reynt að lýsa einkennum Horn- stranda og varpa ljósi á þaö, hvers vegna fólk fiuttist þaöan. Einkum er fjallað um Sléttuhrepp, en þar bjuggu fimm hundruð manns, þegar flest var, og fluttust burt á fáum árum. Mynd þessi vakti mikla athygli, þega- hún var frumsýnd 26. desember sJ. Kvikmyndun: Sigmundur Arthúrsson. Hljóð: Marinó Ólafsson. Klipping: Ragn- heiöur Valdimarsdóttir. Tóniist: Gunnar Þóröarson. Umsjón: Ómar Ragnars- son. 22.40 Dagskrárlok. I I I -I Stefán Jonsson, kennari og rithöf- undur. Útvarp kiukkan 17.20: Myrkfælní Stefáns Jónssonar f útvarpinu í dag les Helga Þ. Stephensen smá- sögu Stefáns Jónssonar, Myrkfælni. Stefán Jónsson var einn okkar afkastamesti barna- og unglinga- bókahöfundur og samdi einnig fjöldann allan af kvæöum og leik- ritum. Meöal skáldsagna hans eru Vinir vorsins, sögurnar af Hjalta litla, Hanna Dóra og fleiri. Og hver þekkir ekki kvæðin hans eins og Sagan af Gutta litlá eða Aravisur eöa leikrit hans til dæm- is Grámann i Garðshorni? Stefán fæddist 1905 aö Háafeiii i Hvitársiöú og lést 1966. Hann starfaöi lengst af sem kennari i Reykjavik. Slðnvarp klukkan 20.40: Tommi og Jenni ver&a aö venju i einhverjum óknyttaleikjum f sjón- varpinu i kvöld eftir fréttirnar. Einn ástsælasti norrænufræðingurinn Innan viö múrvegginn átti ég löngum mitt sæti, utan viö kvikaöi borgin meö gný sinn og læti. Hálfvegis vakandi, hálfvegis eins og f draumi heyröi ég þungann í aldanna sigandi straumi. Svo segir i upphafi kvæöis Jóns Helgasonar, 1 Arnasafni, þar sem hann fjallar um veru sina i Arna- safni I Kaupmannahöfn og talar um islenska tungu og bókmenntir Islendinga, en þetta kvæöi flytur Jón I sjónvarpinu i kvöld. Jón Helgason er fæddur 1899 á Rauösgili i Hálsasveit, Borg. Hann varö stúdent I Reykjavik 1916 og hélt siðan til náms i nor- rænum fræöum i Höfn og lauk þar mag.art. prófi 1923. Eftir námiö var hann háskólakennari I Osló veturlangt og siöan prófessor i Kaupmannahöfn og forstööumað- ur Stofnunar Arna Magnússonar þar til 1970. Siöustu 10 ár hefur hann starfað aö ritsmiöum og rannsóknum i Höfn. Jón Helgason, prófessor. Jón hefur ritstýrt fjölda rita er varöa norræn fræöi, hann hefur séö um útgáfu f jölmargra bóka og samið margt rita. Þá liggja ýmis kvæöi eftir Jón, til aö mynda 1 vorþeynum og Þaö var eitt kvöld, enda gaf hann út ljóöabókina tir landsuðri árið 1939.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.