Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.2001, Side 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. ÁGÚST 2001
MARGIR hafa vafalaust beðið nýrrar
spennusögu þeirra Stephens King og
Peters Straub með eftirvæntingu. Höf-
undarnir tveir
hafa áður sent frá
sér sögu sem þeir
skrifuðu í samein-
ingu, The Tal-
isman, en hún
hlaut mikið lof eft-
ir að hún kom út
árið 1984. Þar seg-
ir frá drengnum
Jack Sawyer, sem
ferðast til ann-
arrar víddar til að
bjarga móður sinni
undan hörmuleg-
um dauðdaga og bjarga heiminum frá
hruni. Í Black House: A Novel sem út
kemur um miðjan september halda
þeir King og Straub áfram með æv-
intýrið og er Sawyer orðinn tuttugu
árum eldri þegar framhaldið hefst.
Hann man ekkert af atburðum for-
tíðar, en þegar hann fer að rannsaka
röð óhugnanlegra morða verður hann
knúinn til að halda aftur í háskaför á
hinar dularfullu slóðir.
Hinn yfirskilvitlegi
íslenski hestur
Í ÁGÚSTMÁNUÐI kom út forvitnileg
bók eftir bandaríkjakonuna Nancy
Marie Brown. Hún er sérstök áhuga-
manneskja um útreiðar og Ísland, og
lýsir bókin ævintýralegri leit hennar
að hinum fullkomna íslenska hesti.
Bókin heitir A Good Horse Has No Col-
or (Góður hestur hefur engan lit) og
kryddar Brown þar frásögn af eigin
reynslu með vísunum í þjóðsögur og
ævintýri, í Íslendingasögurnar og í hið
hefðbundna ferðasagnaform. Í bókinni
lýsir höfundur eiginleikum íslenska
hestsins af ástríðu og innsæi – skap-
gerð hans, fegurð og fortíð jafnframt
því sem hún lýsir því hvernig ferðin,
sem farin var til að kynnast íslenska
hestinum og umhverfi hans, varð um
leið nokkurs konar hamingjuleit henn-
ar sjálfrar.
Nancy Marie Brown er ritstjóri við
Penn State University. Hún er búsett í
Pennsylvaníu og þetta er hennar
fyrsta bók.
Bush veginn
og metinn
Í KJÖLFAR hinna umdeildu forseta-
kosninga í Bandaríkjunum, hafa komið
út fjölmargar bækur sem fara mis-
gaumgæflega í
saumana á forseta-
málum þar í landi.
Ein slík bók sem
verið hefur áber-
andi í hillum betri
bókabúða í Banda-
ríkjum undanfarið,
fer heldur ómjúk-
um höndum um
þann forseta sem á
endanum hreppti
stólinn eftirsótta.
Hún heitir The
Bush Dyslexicon:
Observations on a National Disorder
(Mismælasafn Bush: Hugleiðing um
þjóðarheilkenni). Þar ræðir Mark
Crispin Miller, prófessor við New York
University, framkomu, talsmáta og til-
svör Bush forseta, sem orðið hefur
mörgum umtals- og gamanefni, sökum
ýmissa misbresta í máli forsetans. Tek-
ur Miller aragrúa dæma af mismælum
Bush, erfiðleikum hans við að tjá sig
og mynda setningarfræðilega réttar
setningar, og undarlegum ummælum
og tilsvörum. Þótt Miller telji þetta
bera vitni um að forsetinn hafi mjög
slaka tungumálakunnáttu og takmark-
aða almenna þekkingu, sé hann engu
að síður kænn og ákveðinn, nægilega
kænn til að fá bandarísku þjóðina til að
kjósa slíkan mann í forsetastól.
ERLENDAR
BÆKUR
King og
Straub taka
upp þráðinn
George W.
Bush
Stephen
King
Þ
ETTA er lífið,“ segir rödd ungs
manns yfir mynd í nýlegri sjón-
varpsauglýsingu um gosdrykk.
Hann er reyndar ekki að tala um
gosdrykkinn, heldur það líf sem
hann og vinir hans lifa í sjálfri
auglýsingunni. Og það má til
sanns vegar færa að oft er lífið
auglýsing. „Á okkar öld læsist heimurinn
skyndilega um okkur,“ segir Kundera í List
skáldsögunnar. Á nýrri öld læsist auglýsingin
um okkur.
Sú var tíð að fátt var til dægradvalar síðsum-
ars í Reykjavík annað en miklar vörusýningar í
Laugardalshöll. Þangað drógust tugþúsundir í
einhvers konar leiðslu, eða andlegu og líkam-
legu reiðileysi, til að að valsa á milli auglýs-
inga- og sölubása, þiggja ókeypis matarörðu á
matvæla- og uppskriftakynningum, ókeypis
kynningaráskrift í einn mánuð að dagblaði,
ókeypis blöðrur handa krökkunum með
áprentuðum auglýsingum, ókeypis derhúfu
eða bol með auglýsingum í bak og fyrir, hlusta
á nýjustu græjurnar, horfa á nýjustu sjón-
varpstækin, máta sig við nýjustu eldhúsinn-
réttinguna, garðhúsgögnin, baðtækin eða
borðstofusettið, fara heim með litla fjölskyldu-
bílinn stútfullan af allrahanda auglýsinga- og
kynningarefni, velta örmagna inn í vanbúna
kjallaraíbúð þar sem allt var enn ógreitt, og
byrja að reikna hversu marga mánuði tæki að
greiða fyrir þetta eða hitt á vörusýningunni
sem hafði kitlað neyslutaugina.
Margir eyddu þannig heilum ágústdögum,
komu mettir heim með fangið fullt af lesefni og
hausinn fullan af tilboðum. Margir fóru oftar
en einu sinni og oftar en tvisvar á sömu vöru-
sýninguna þó fjarri færi því að aðgangur væri
ókeypis. Líf í auglýsingum. Snjöll sölu-
mennska í fásinninu.
Æ síðan hafa auglýsendur leitast við að búa
til alltumvefjandi auglýsingaumhverfi fyrir
neytandann. Best hefur tekist að koma því inn
að auglýsingin sé skemmtiefni og afþreying en
ekki það sem hún er í raun, en nýjasta afrekið
er að taka sneið úr leikinni kvikmynd og
breyta aðalpersónu hennar í auglýsingu. Ann-
að verður naumast sagt um jöskun hins trú-
verðuga karakters úr Íslenska draumnum
hans Róberts Douglas. Gagnrýnin í þessari
ágætu kvikmynd verður markleysa og hjóm ef
þeirri auglýsingaherðferð linnir ekki brátt.
Undanfarið hefur sú umræða kviknað á ný,
kröftugri en nokkru sinni, að Ríkisútvarpið
verði að hverfa af auglýsingamarkaði svo
„frjálsu“ stöðvarnar fái dafnað, gegn því að
RÚV verði tryggt rekstrarfé eftir öðrum leið-
um. Ekki mun ég sakna auglýsinga úr RÚV,
hvarf þeirra eykur svigrúm alvöru dagskrár-
gerðar. Lesnar auglýsingar í RÚV hafa þó
þann kost umfram leiknar að þær koma erindi
sínu skýrt til skila, æsingalaust, án umbúða og
þykjast ekki vera annað en þær eru. Þær eru
ódýrar og leiða ekki síður til viðskipta en aug-
lýsingar sem fara mikinn og umvefja bráð sína.
„Frjálsar“ útvarpsstöðvar eru reyndar á
auglýsingamarkaði á mun ísmeygilegri hátt en
þær vilja vera láta, því „dagskráin“ sýnist þar
skipulögð til að selja tónlist af spilunarlista,
eða hvað annað sem hangir á tónlistarspýt-
unni, hvort heldur eru útihátíðir eða leiksýn-
ingar. Varla er sú sölumennska ókeypis, eða
hvað? Á þeim stöðvum er lífið orðið alltumvefj-
andi auglýsing.
FJÖLMIÐLAR
LÍFIÐ ER AUGLÝSING
Og það má til sanns vegar
færa að oft er lífið auglýsing.
„Á okkar öld læsist heimurinn
skyndilega um okkur,“ segir
Kundera í List skáldsögunnar.
Á nýrri öld læsist auglýsingin
um okkur.
Á R N I I B S E N
I Hvar liggja mörk menningar? Þetta er spurn-ing sem fræðimenn og listamenn og flestir sem
komið hafa nærri menningarumræðu af ein-
hverju tagi hafa velt fyrir sér í áraraðir. Síðast-
liðin ár hafa flestir þokast í átt að víðari skil-
greiningum en áður tíðkuðust. Sumir vilja
ganga alla leið og segja að menningin eigi sér
engin mörk, allt sé menning, menning sé allt.
II Í hópi fræðimanna eru það einkum menn-ingarfræðingar sem kjósa þetta víða sjón-
arhorn. Í menningarfræðum hefur verið leitast
við að rannsaka mannlíf og menningu á þver-
faglegum grundvelli. Menningarfræðin nýtir sér
sjónarhorn hinna margvíslegu fræðigreina hug-
og félagsvísindanna og fer jafnframt yfir hefð-
bundna múra hvað varðar viðfangsefni. Enginn
vafi leikur á því að þessi unga (en þó nær hálfr-
ar aldar gamla) fræðigrein hefur með þessum
hætti skapað afar áhugaverða deiglu sem
ómögulegt er að vita hvað á eftir að koma upp
úr.
III Ný uppskrift að menningunni er ef til villeitt af því. Markalínur menningar hafa
sjaldan verið jafnóljósar. Þetta kann skilgrein-
ingarsjúkur samtíminn að taka óstinnt upp.
Samspil ólíkra orðræðuhefða opnar aftur á móti
óneitanlega nýja og oft óvænta sýn á menningu
og samfélag. Þannig hefur það til dæmis veitt
nýjan skilning á borgarskipulagi að beita á það
bókmenntafræðilegum lestri. Táknfræðin hefur
og gagnast vel við að varpa ljósi á áhrif fjölmiðla
og pólitíska umræðu. Sömuleiðis hafa kenningar
í málheimspeki og málvísindum opnað nýjar
víddir í rannsóknum á valdastrúktúr samfélaga.
Þannig mætti lengi telja.
IVMenningin stendur því á afar áhugaverð-um og skapandi mærum einhvers sem er og
einhvers sem er ekki, einhvers sem má og ein-
hvers sem má ekki. Menningarnótt í Reykjavík
er ágætt dæmi um þetta. Þau hátíðarhöld sem
farið hafa fram í kringum afmæli borgarinnar
ár hvert síðastliðin fimm ár hafa lýst ákaflega
víðum skilningi á menningarhugtakinu. Hin
umdeildu mörk lágmenningar og hámenningar
eru þar hvergi sýnileg. Popp og rapp eru þar
jafngild menning og strengjakvartett eftir
Brahms. Á dagskránni eru bókmenntalestrar á
börum og skrúðgöngur minnihlutahópa. Flestir
hinna tugþúsunda sem fara í bæinn þetta kvöld
telja sig þó hafa notið menningar með því einu
að rölta milli reykmettaðra kráa. Og hápunktur
kvöldsins og eins konar hátindur íslenskrar
menningar ár hvert er hin víðfræga flugeldasýn-
ing. Enginn menningarviðburður dregur að
annan eins fjölda gesta.
V Íslensk menning er flugeldasýning. Íslenskmenning er á uppleið. Íslensk menning er að
springa út. Fjölbreytnin er ríkjandi. Allt gengur,
allt er leyfilegt. Og úr verður þessi eldfima sam-
ræða sem sumir skilja hvorki upp né niður í en
aðrir vilja efla og auka. Enn aðrir líta svo á að
hún hljóti að endurspegla ríkjandi ástand í víð-
um skilningi og því sé hún áhugaverð í sjálfri sér.
NEÐANMÁLS
EIN af glæsilegustu flugeldasýn-
ingum síðari ára í Reykjavík var
haldin á menningarnótt í fyrra.
Margir voru ánægðir með að fá að
sjá flugeldana en það voru þó
nokkrir sem stöldruðu við og
spurðu: „Hver borgar eiginlega
fyrir þetta?“ Flugeldasýningar eru
nefnilega aldrei ókeypis og hér á
frelsi.is í fyrra voru borgaryfirvöld
gagnrýnd harðlega fyrir að eyða
peningum skattborgaranna í flug-
elda. [...]
Frelsarinn hefur auðvitað mjög
gaman af flugeldasýningum en
hann vill ekki að fólk sé skyldað til
að borga fyrir þær. En ætli borg-
arbúar vilji að borgin standi fyrir
flugeldasýningum? Margir myndu
væntanlega svara því játandi og
segja að skattpeningunum okkar sé
varið í margt vitlausara. En hvað ef
borgarbúar væru í raun og veru
beðnir um að kaupa flugeldana?
Hvað ef borgarstjórinn eða bæj-
arstjórinn í þínum heimabæ kæmi
til þín og segði: „Vilt þú kaupa
þennan flugeld svo við getum skot-
ið honum upp í kvöld?“ Hvað
myndir þú segja? Eitt stjörnuljós
fyrir Frelsarann, takk.
Sigþrúður Ármann
Frelsi.is
www.frelsi.is
Kúltúrnöldrarinn
Kúltúrnöldrarinn kvartar yfir
skorti á frumleika og nöldrar yfir
sameiningu bókaforlaga, en mígur
utan í fræga rithöfunda. Afbrigði
kúltúrnöldrarans er bókmennta-
fræðinöldrarinn, sem felur nöldrið í
háleitu orðagjálfri. Allir þessir eiga
það sameiginlegt að þykjast á ein-
hvern hátt vera á undan öllum öðr-
um í umræðunni. Allt sem hinir
segja er út í hött. Kúltúrnöldrarinn
óskar sér til hamingju með að vera
nokkurs konar verndari íslenskrar
menningar. Hann hjalar mak-
indalega í cocktailboðum, fer á
fundi í útlöndum, klappar rithöf-
undum á öxlina. Hann hefur þá
kenningu að nú horfi ekki lengur til
framfara að hafa neitt á móti feit-
um gróðahyggjumönnum með
vindil, sem áður var hans ær og kýr
að úthúða, en nú er hann orðinn
einmitt einn af þeim.
Það er næsta ólíft í Reykjavík fyr-
ir nöldurkór sem kyrjar undir
ómennskunni og söngurinn gengur
undir nafninu þjóðmálaumræða.
Þessi umræða stendur allri al-
mennilegri gagnrýni fyrir þrifum.
Svarthöfði
Kistan.is
www.kistan.is
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Menningarnæturblús.
EITT
STJÖRNULJÓS