Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.2001, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.2001, Síða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. ÁGÚST 2001 SUMARRÓMANTÍK E F T I R Ú L F H I L D I D A G S D Ó T T U R „Því ekki má gleyma að sögur hennar hafa allar á að skipa eftirminnilegum kvenhetjum í aðalhlutverki, kvenhetjum sem á einn eða annan hátt brjóta gegn fastskorðuðum hegðunarreglum samfélagsins – og með því að tefla fram slíkum kvenhetjum kemur Austen einnig á framfæri gagnrýni á viðteknar hugmyndir þessa tíma um konur sem hugsunarlausar, ósjálfstæðar og óæðri verur.“ Þ EGAR Bridget Jones hittir Mark Darcy í nýársdagskalkúnahlað- borði hefur hann dregið sig út úr partýinu og gaumgæfir bóka- skápa og Bridget finnst „hálf- fáránlegt að heita herra Darcy og standa svo einn með snobb- svip í boði“. Það er ekki fyrr en í október, undir lok bókarinnar – sem spannar ár – sem minnst er á sjónvarpsþáttaröðina Hroka og hleypidóma, þar sem aðalkarlhetjan heitir einnig Darcy. Þó er þessi persóna þátt- anna – sem byggðir eru á 19. aldar skáldsögu Jane Austen – hvergi útskýrð frekar: það er greinilega hægt að gera ráð fyrir að lesendur þekki söguna nægilega vel til að kveikja á vís- uninni: persóna Mark Darcy er algerlega mót- uð eftir persónu Austen, og ástarævintýri þeirra, og sjálf skáldsagan, Dagbók Bridget Jones, fylgir línum þessarar frægustu skáld- sögu Austen. Á undanförnum áratug hafa 5 af 6 skáldsög- um Austen verið kvikmyndaðar eða færðar upp í sjónvarpsþætti, og samhliða voru skáld- sögurnar endurútgefnar með tilheyrandi kvik- myndakápum – íslenska kiljuútgáfan af þýð- ingu Silju Aðalsteinsdóttur á Hroka og hleypidómum skartaði til dæmis aðalleikurum nefndra sjónvarpsþátta, Jennifer Ehle og blautbolsmanninum Colin Firth. Enn á ný tók ég fram skáldsögur Austen og velti fyrir mér hvað það væri við hennar skrif sem hefði svona eilíft aðdráttarafl. I Æviágrip Jane Austen: (ástin, hver er hún eiginlega?) Jane Austen fæddist 16. desember árið 1775 og lést 18. júlí 1817, 41 árs, úr taugasjúk- dómi. Það þarf ekki sagnfræðing til að sjá að Austen var uppi á miklum róstutímum, tímum frönsku byltingarinnar og upphafs heims- valdastefnu Englendinga: þó sjást ekki mikil merki þessa í skáldsögum hennar, allavega ekki á yfirborðinu. Hún var prestdóttir – ein af 8 systkinum – og taldist því til millistéttar, eða lágaðals, en sú stétt var á tímum Austen óðum að styrkja stöðu sína innan hins þrönga stéttasamfélags Englands, og þess sjást víða greinileg merki í skáldsögum Austen. En þrátt fyrir að þessari millistétt yxi fiskur um hrygg hvað varðaði fjárhag og pólitísk völd, þá var skáldkonan sjálf illa efnum búin, að hluta til vegna bágs fjárhags foreldranna og að hluta til vegna þess að hún neitaði að ganga í hjónaband, sem var á þeim tíma eina viðurkennda leiðin fyrir konu til að öðlast stöðu og eitthvað sem líktist fjárhagslegu sjálfstæði. Því var Austen alltaf upp á fjöl- skyldu sína komin, aðallega þó bræður sína, sem notuðu hana sem ráðskonu og barnapíu í skiptum fyrir húsaskjól. Einn bræðranna kvæntist sérlega vel – upp fyrir sig, en hann var tekinn í fóstur af örlítið æðra fólki – og það var hann sem að lokum sá Jane, systur hennar Cassöndru og móður þeirra, fyrir end- anlegu athvarfi, litlum kofa eða smáhýsi, Chawton Cottage í Godmersham. Það er úr þeim kofa sem goðsögnin um Austen kemur, goðsögnin um skemmtilegu og elegant frænk- una sem skrifaði, sjálfri sér og öðrum til skemmtunar og yndisauka – og helst í felum. Sagan segir að þar sem hún deildi svefn- herbergi með systur sinni hafi hún ekki haft aðra aðstöðu til skrifta en dagstofuna, og þar hafi hún setið við skriftir á morgnana, eða þangað til sá tími dagsins hófst er gesti gat farið að bera að garði. Önnur útgáfa sögunnar hermir að hún hafi skrifað alveg þangað til gestina dreif að, og hafi notað marr í hurð sem aðvörunarbjöllu: að þær mæðgur hafi passað upp á það að hjarirnar væru aldrei smurðar. Í dag geta gestir í Chawton Cottage að sögn enn lagt við hlustir eftir þessu marri. Lengi vel var álitið að skáldkonan hefði bein- línis setið við skriftir á meðan kaffibollasam- ræður stóðu yfir í dagstofunni og hefði svo jafnóðum falið skrif sín af hógværð undir þerriblöðum. Eða kannski ekki hógværð: þessari sögu fylgir sú hugmynd að þaðan hafi skáldkonunni komið einmitt sjálf gæði verk- anna: hversu raunsönn þau eru, og hversu ná- kvæm endurspeglun á daglegu lífi á ofan- verðri 19. öld, hefðum og siðum, máli og talsmáta, framkomu og klæðnaði. Og ef svo var hefur hún sannlega haft aðra ástæðu en hógværð til að fela skrifin. Hvernig svo sem sagan er sögð þá dró rit- höfundurinn Virginia Woolf af aðstöðu Austen sína frægu ályktun um sérherbergi, einum 112 árum eftir dauða skáldkonunnar. Þessi ídealíseraða mynd af Austen hefur verið gagnrýnd nokkuð. Sumir ævisagnarit- arar og fræðimenn hafa dregið upp í stað hennar dökka mynd af óhamingjusamri og biturri konu, sem átti einskis úrkosti í sam- félagi feðraveldis þar sem eina leiðin til fjár- hagslegs sjálfstæðis og öryggis var hjóna- band. Aðrir hafa stillt Austen upp sem hagsýnni og ákveðinni konu, sem var ekki tilbúin til að gangast undir reglur 19. aldar feðraveldisins, en fann sér í þess stað leiðir til að öðlast einhverskonar sjálfstæði á eigin for- sendum; til dæmis með því að skrifa. Í þessu samhengi taka skrif Austen á sig nokkuð breytta mynd, knúin af Mammoni en ekki Pegasusi, eða öðrum skáldlegum goðmögnum. II Viðtökur: (ástin, hvernig var þetta eiginlega með hana?) Í dag er skáldkonan Jane Austen orðin svo miklu meira en bara höfundur 6 skáldsagna, einnar hálfkláraðrar, og nokkurra stuttra ungdómsverka, hún er orðin að heilu menn- ingarfyrirbæri, og ætti eiginlega að vera treidmörkuð: Jane Austen®. Nema aðdáend- ur hennar gætu aldrei orðið sammála um hvernig ætti að merkja hana: sem ‘Jane’, eins og popúlistarnir kalla hana, svokallaðir ‘jane- istar’, eða ‘Austen’ eins og akademónarnir kalla hana, eða jafnvel ‘JA’ eins og innvígðir segja. Þannig hefur baráttan um verk Austen alltaf staðið á milli samsömunar aðdáendanna og fjarlægingar fræðilegrar rýni, þetta er að sjálfsögðu baráttan milli afþreyingar og aka- demíu. Því það merkilega við JA er einmitt þetta: hún tilheyrir báðum endum menning- arskalans, og spilar reyndar á hann allan. Hún höfðar til unnenda ástarsagna og róm- antískra bókmennta. Hún höfðar til unnenda klassískra bók- mennta, með tilheyrandi undirtónum hefða og fortíðarhyggju. Hún höfðar til femínista, með tilheyrandi undirtónum samfélagsgagnrýni og greiningar á stöðu kvenna. Þannig er Austen ýmist lesin sem róttækur höfundur eða afturhaldssamur, henni er ýmist fagnað sem framsækinni gagnrýnni rödd klassískra bókmennta, eða íkoni horfinna hefða og siða, hefða og siða sem hún sjálf studdi heilshugar. Þegar skáldsögur hennar tóku að birtast vöktu þær strax nokkra at- hygli og vinsældir. Sú fyrsta sem var gefin út var Sense and Sensibility 1811, síðan Pride and Predjudice 1813, Mansfield Park 1814, Emma 1815, og að lokum Persuasion 1817, stuttu eftir lát skáldkonunnar, en í sama bindi var í fyrsta sinn gefin út sú skáldsaga sem al- mennt er talin fyrsta frágengna skáldsaga hennar, Northanger Abbey. Sé það rétt að hún hafi fyrst og fremst skrifað til að efla fjárhag sinn, þá tókst henni það þó illa, því vinsældir hennar tóku ekki verulegan kipp fyr en eftir dauða hennar. Fljótlega öðlaðist hún viðurkennda stöðu innan 19. aldar bók- menntakanónunnar, og varð reyndar svo virðuleg að hún vakti fljótlega tortryggni síð- ari höfunda þeirrar aldar, svo sem þeirra Mark Twain og Henry James, auk þess sem Charlotte Bronté gagnrýndi sögur hennar fyrir skort á tilfinningahita. En kanónan hélt áfram að dá hana og langt framyfir miðja 20. öldina voru það fyrst og fremst karlkyns gagnrýnendur sem fjölluðu um verk Austen. Áherslan var þá oft sú sem áður er lýst að henni hefði tekist með einstæðum hætti að fanga samtíma sinn, endurspegla samfélag fyrstu áratuga 19. aldar, með því að skapa míkrókosmos, eða smáheim, sem varpaði ljósi á samfélagsgerðina í heild sinni. Skáldsögur Austen gerast flestar í afmörkuðu rými, smá- þorpi, smábæ eða álíka litlu samfélagi, en inn í það byggir hún fjölbreytt úrval persóna og aðstæðna. Sérstaklega var tekið til þess hversu vel Austen náði að endurskapa sam- „Lengi vel var álitið að skáldkonan hefði beinlínis setið við skriftir á meðan kaffibollasamræð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.