Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.2001, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.2001, Side 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. ÁGÚST 2001 9 eigin fávisku þar sem hún er á gangi með ung- um manni sem hún dáir mjög. Það er kannski þessi tilhneiging skáldsagna Austen til rósa- máls sem gerir femínistum og öðrum félags- legum túlkendum svo erfitt fyrir að draga fram ákveðna pólitík, og þegar háðskur tónn- inn bætist við – eins og í athugasemdinni um fáviskuna – þá getur orðið erfitt að marka skáldkonunni stefnu. Hún er jafnháðsk í lýs- ingum sínum á eigin kvenhetjum og á höf- uðandstæðingum þeirra, hún lætur oft hörð- ustu gagnrýnina koma úr munni óvinsælustu persónanna – eins og lafði Catherine de Bourgh í Hroki og hleypidómar, og frú Norris í Mansfield Park – og svo er það þessi óleyfi- lega góði endir alltaf, þessi hamingjuslaufa sem hnýtt er á alla þræði sagnanna og fer ekki lítið í taugarnar á fræðimönnum. Því góð- ur endir, hann minnir um of á afþreying- arframleiðslu og ekki nóg á margræða fag- urmenningarafurð. Það er svo margt að varast. IV Og? (ástin, hvað er hún þá? afturhald eða ekki?) Ef ég man rétt þá var niðurstaðan af þess- um vangaveltum um Austen að hún væri bæði: afturhaldssöm og framsækin. Í lýsing- um hennar á hinu stéttskipta samfélagi Eng- lands á ofanverðri 19. öld er erfitt að finna merki þess að hún sé gagnrýnin á það sam- félag: hún einbeitir sér vissulega að mögu- leika millistéttarinnar, lágaðalsins eða hefð- arfólksins til að færast ofurlítið ofar í virðingarstiganum, en slík tilfærsla er mörg- um skilyrðum háð, siðprýði og iðjusemi fyrst og fremst, og staða vinnufólks eða verkafólks var henni greinilega ekki ofarlega í huga – svo neðarlega reyndar að fátt af því fjölmarga vinnufólki sem heldur setrum persóna hennar gangandi er nefnt með nafni. Á hinn bóginn er hún vissulega gagnrýnin á hið tvöfalda sið- ferði aðalsins, og sjálfgefið vald hans, þessi gagnrýni birtist kannski fyrst og fremst í því hvernig karlmenn hegða sér gagnvart konum, og feður gagnvart börnum eða skjólstæðing- um sínum – dæmi um þetta er meiningarlaust en afdrifaríkt daður Captain Tilney í North- anger Abbey og harðstjórn Sir Bertram í Mansfield Park. Og í beinu framhaldi af því er hún gagnrýnin á stöðu kvenna í því formfasta samfélagi sem hún lýsir. Því ekki má gleyma að sögur hennar hafa allar á að skipa eft- irminnilegum kvenhetjum í aðalhlutverki, kvenhetjum sem á einn eða annan hátt brjóta gegn fastskorðuðum hegðunarreglum sam- félagsins – og með því að tefla fram slíkum kvenhetjum kemur Austen einnig á framfæri gagnrýni á viðteknar hugmyndir þessa tíma um konur sem hugsunarlausar, ósjálfstæðar og óæðri verur. Þessi gagnrýni Austen birtist stöðugt á ísmeygilegan hátt, allt frá háðskri athugasemdinni um að konum sé best að sýna fávisku, til alvarlegra umræðna um valdið til að skrifa – en það er sá kafli sem oftast er vitnað til þegar pólítísk gagnrýni Austen er rædd. Í lok Persuasion, sem er líklega róm- antískasta skáldsaga Austen og var hennar síðasta, er kvenhetjan að ræða, að því er virð- ist, almennt við kunningja sinn; en orðum hennar er í raun beint til mannsins sem hún elskar og situr skammt undan. Inn í þetta rósamál elskenda fléttar Austen sína hvöss- ustu gagnrýni á stöðu kvenna í feðraveld- issamfélagi 19. aldar og segir: Karlmenn hafa alltaf haft meiri tök á því að segja sína eigin sögu en konur. Menntunin hefur verið þeirra í ríkari mæli; penninn hefur verið í höndum þeirra. Það þarf enginn að efast um að þarna er það skáldkona sem talar, skáldkona sem er á sinn hátt að reyna að skrifa sig inn í hefð karla, sem hafa alltaf haft meiri möguleika en hún til að láta rödd sína heyrast. Þetta eru kannski ekki orð sem boða byltingu, en á sinn hljóðláta hátt hafa þau bergmálað í gegnum bókmenntasöguna og eiga jafn vel við í dag og þau áttu þá. V (en ástin, hvernig fór þetta hjá þeim?) Ó, og rósamálið og yfirlýsingarnar höfðu sín áhrif: penninn var akkúrat þá stundina í hönd- um elskhugans sem fylltist eldmóði við þessar yfirlýsingar konunnar, og skrifaði henni eld- heitt ástarbréf og allt fór vel að lokum. K OG SÉRHERBERGI ræður þessa tíma, talsmáta og málsnið, sem einkenndist oftar en ekki af því að allt sem skipti máli var vandlega falið undir rósablöð- um málsnilldar, orðaleikja, hnyttni, og því fól samræðulistin ekki aðeins í sér hæfileikann að halda jafnvægi milli þess að dylja og skiljast, heldur þurfti einnig hæfni í því að greina og grípa. Í bók sinni um tungumál Austen frá árinu 1972, bendir Norman Page á það að á 19. öld urðu samræður hreinlega að meirihátt- ar iðn, því fólk sem hafði ekkert (annað) að gera – aðall og lágaðall eða hefðarfólk – varð að finna sér eitthvað til dundurs, og því varð samræðulistin fyrir valinu. Samræður þjón- uðu ekki aðeins því hlutverki að skemmta fólki, heldur var fólk einnig skilgreint eftir því hvernig það talaði og hversu fimlega það hafði samræðulistina á valdi sínu. Þetta mikilvægi samræðna birtist vel í verkum Austen og hún notar samræður mjög markvisst til að kynna persónur sínar, skilgreina þær og meta, auk þess sem hún varpar ljósi á mikilvægi sam- ræðulistarinnar í því samfélagi sem hún lýsir. Hinsvegar er mjög vafasamt að sjá tök Aust- en á eðlilegum stíl samtala í ljósi einhverrar einfaldrar endurspeglunar, eða endurgerð á ‘raunverulegum’ samræðum þess tíma. Þrátt fyrir að strax árið 1929 hafi Woolf gert Austen að fyrirmynd kvenrithöfunda í Sérherberginu, þá var það ekki fyr en á átt- unda áratugnum sem femínísk umræða um verk hennar hófst að ráði; það er, á sama tíma og femínísk bókmenntaumræða tók á sig skýrari mynd. Síðan þá hefur Austen verið eign fræðikvenna, og kvenna almennt, jafn- framt því sem áhugi karla, leikra sem lærðra, á henni hefur dvínað. Þó ekki horfið: fyrir nokkrum árum frétti ég af doktorsritgerð ungs karlmanns sem fjallaði um samkyn- hneigt kynlíf karla í verkum Jane Austen. Í femínískri umræðu hefur togstreitan milli hefða og róttækni haldist og nú með sérstakri áherslu á stöðu kvenna innan sagna hennar. Bera verk Austen merki um gagnrýni á stöðu kvenna, eða fela hin eilífu ástarsöguplott hennar í sér samþykki á þeirri stöðu? III Viðfangsefni: (ástin, um hvað skrifaði hún þá?) Ástin er aðalviðfangsefni sagna Jane Aust- en. Plottið – sem síðar varð að formúlu – gengur út á það að ung stúlka hittir fyrir ung- an mann, sem er yfirleitt örlítið ættmeiri en hún og á meira undir sér, ef svo má að orði komast. Þau hrífast hvort af öðru og eiga langar samræður undir rós, þar sem þau leggja sig fram um að kynnast hvort öðru og tjá hvort öðru tilfinningar sínar. Þessar sam- ræður fara alltaf fram innanum aðra, í hinum endalausu kaffisamsætum, kvöldverðarboðum og dansleikjum sem einkenna daglegt líf per- sóna bókanna, og því eru tökin á rósamálinu enn mikilvægari en annars. Atburðir, orð og (mis)gjörðir af ýmsu tagi verða til þess að tefja fyrir því að elskendurnir nái saman, en að lokum fer allt vel og unga parið hefur alla burði til að ganga á rósum það sem eftir lifir ævinnar. Við fyrstu sýn virðist þessi formúla ekki bjóða upp á mikla samfélagslega gagnrýni, hvorki á femínískum forsendum né öðrum. Á yfirborðinu virðast sögur Austen vera einfald- ar endurspeglanir á fremur ídealíseraðri ímynd 19. aldar samfélags, í mesta lagi má þar sjá ákveðna greiningu á því samfélagi, en gagnrýni virðist víðs fjarri. Áherslan er á sveitasamfélagið, fjarri áhrifum iðnbyltingar og breyttrar borgarmyndar. Allir eru á sínum stað í þessu samfélagi, stéttaskiptingin við- heldur sér, utan að konurnar færast ofurlítið upp á við í samfélaginu, þjónustufólkið er ósýnilegt og aðrir kynþættir eru ekki til stað- ar. Pólitísk átök, líkt og þau sem fylgdu í kjöl- far frönsku byltingarinnar, eiga sér ekki stað og áhrif heimsvaldastefnunnar með tilheyr- andi umræðu um kynþætti virðast víðs fjarri. Það er æðsta hlutverk kvenna að giftast körl- um og giftast vel: helsta róttæknin er kannski sú að Austen predikaði að til hjónabands skyldi stofnað af ást en ekki hagkvæmnis- ástæðum. Þessi greining tekur ekki til greina að Aust- en var ekki aðeins fær í því að endurskapa rósamál samræðulistarinnar, heldur notaði slíkt mál sjálf: stíll hennar einkennist af því að segja sem minnst og gefa sem mest í skyn. Og það sem hún segir beint út er yfirleitt vand- lega falið í sakleysislegum lögum samræðna, umhverfislýsinga eða vangaveltna söguper- sónanna. Þetta gerir það að verkum að texti Austen býður upp á endalausa gleði í end- urlestri, skáldsögur hennar má lesa aftur og aftur og alltaf bjóða þær upp á nýja og nýja ánægju. Ánægju segi ég, ánægju sem er tvöföld, því ég játa, góðir lesendur, að markmið mitt þeg- ar ég hef eina af skáldsögum Austen með mér í rúmið snemma kvölds, með spánskt brandý í staupi og símann vandlega múlbundinn, þá er ég fyrst og fremst í leit að ánægjulegri róm- antík. En mitt í gleði minni yfir léttfættum og hnyttnum ungmeyjum og dálítið vandræða- legum og klaufalegum piltum rekst ég á nýja og nýja snilli frá Austen: upphafsorð Hroka og hleypidóma eru fræg, en þau hljóða svo í þýðingu Silju: „Það er kunnara en frá þurfi að segja að piparsvein í góðum efnum hlýtur að vanta eiginkonu.“ En Austen heldur þessari línu áfram og bendir á að vegna þessa líti ná- grannarnir strax á slíkan mann sem „lögmæta eign einhverrar heimasætunnar“. Þessi setn- ing kemur skemmtilega þvert á þá staðreynd að Austen bjó í samfélagi þar sem konur voru einmitt í þeirri stöðu að vera lögmæt eign eig- inmanna sinna. Í Northanger Abbey stingur hún því að lesandanum að ef fólk óski eftir því að vera aðlaðandi, þá sé best að sýna fáfræði: að kona, sérstaklega ef hún er svo óheppin að vita eitthvað, ætti að dylja það sem best hún kann. Þetta er reyndar óvenju skýr yfirlýsing hjá Austen, og er vandlega smeygt inn í vangaveltur aðalsöguhetjunnar Catherine um Höfundur er bókmenntafræðingur. Teikning/Andrés ur stóðu yfir í dagstofunni og hefði svo jafnóðum falið skrif sín af hógværð undir þerriblöðum.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.