Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.2001, Side 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. ÁGÚST 2001 13
Þ
EGAR Steinunn Helga Sigurðar-
dóttir myndlistarkona ákvað að
hóa saman nokkrum vinum sín-
um, fór það ekki fram hjá neinum
bæjarbúa í Lejre á Sjálandi.
Raunar bárust fregnirnar allt til
Kaupmannahafnar og listunnend-
ur þaðan hafa streymt til þessa
litla bæjar til að sjá hvað Steinunn og 44 vinir
hennar og kunningjar hafa sett saman. Öll 45
eru myndlistarmenn og lögðu bæinn undir sig í
bókstaflegri merkingu, því hópurinn fékk 24
bæjarbúa til að opna heimili sín og sýna lista-
verkin í herbergjum, bílskúrum og stofum.
Bærinn aldrei samur aftur
Steinunn Helga fer ekki troðnar slóðir í sýn-
ingarhaldi og hefur hugmyndin um Camp
Lejre, eins og sýningin kallast, vakið athygli.
Tæplega 1.000 manns komu á sýningaropnunina
í Lejre sl. laugardag og röltu að því búnu um
bæinn vopnaðir korti til að finna sýningarstað-
ina. Þeir sem opnað höfðu heimili sín gerðu gott
betur, því flestir buðu upp á kaffi og kökur.
Heitið Camp Lejre getur staðið fyrir búðir,
átök, nú eða verið skammstöfun fyrir hvað svo
sem mönnum dettur í hug, segir Steinunn
Helga. Hún hefur ásamt fjórum öðrum staðið í
ströngu við undirbúning sýningarinnar sl. sjö
mánuði og segist hafa vakið furðu margra bæj-
arbúa, sem þó létu margir heillast af hugmynd-
inni og ákváðu að taka þátt í henni. „Ég heyrði
konu segja að Lejre yrði aldrei samur aftur,“
segir Steinunn og brosir breitt.
Ástæðuna fyrir að halda sýninguna í Lejre
segir Steinunn einfaldlega þá að hún hefur búið
í bænum undanfarin fimm ár og langaði til að
hóa saman vinum og kunningjum úr röðum
þýskra, íslenskra, franskra, hollenskra og nor-
rænna listamanna. Alls eru tólf Íslendingar í
hópnum, þau Alda Sigurðardóttir, Ásmundur
Ásmundsson, Harpa Arnardóttir, Hlynur Halls-
son, Margrét Blöndal, Berlind Sigurðardóttir,
Erling Klingenberg, Inga Jónsdóttir, Ragna
Róbertsdóttir, Ingólfur Arnarsson, Finnnbogi
Pétursson og Steinunn Helga.
Verkin sem sýnd eru í Lejre þær þrjár helgar
sem sýningin stendur yfir eru af ýmsum toga;
innsetningar, uppistand, óperusöngur, hefð-
bundin myndlist, skúlptúrar og svo mætti lengi
telja. Verkin eru gerð sérstaklega fyrir Lejre
og miðast við það rými sem listamönnunum var
úthlutað. Gallerí á hjóli, sundsprettur með áli og
fagurri konu, hraun á vegg, minningar á póst-
kortum, hljóðverk, yfirbyggðar svalir og annað
blasti við gestum í Lejre. Mörg verkanna geisla
af húmor og gleði yfir því að taka þátt í svo
óvenjulegu sýningarhaldi og vegfarendur,
margir vopnaðir kortum, brostu og heilsuðu
hverjir öðrum, sameinaðir í listrænni fjársjóðs-
leit.
Camp Höfn í Hornafirði
Á Kongebrovej 10 hafði franski listamaðurinn
Al Masson sett upp verkið „Leyndarmál fjöl-
skyldunnar“ og hjónin Lene Quisten og Bjarne
Andersen buðu í bæinn og brostu leyndardóms-
full þegar spurt var kurteislega hvar listaverkið
væri. Það fannst þó fljótt, hurð í hálfa gátt, sem
ekki var hægt að opna hvernig sem reynt var.
Innan úr herberginu bárust dularfullir tónar og
barnalegar teikningar þöktu veggina að því er
best var séð. Hvað innandyra var verður ekki
upplýst.
Gestirnir gátu hins vegar huggað sig við kaffi
og súkkulaðikökur og spjallað við listamanninn
og húsráðendur, sem höfðu kynnst býsna vel á
meðan undirbúningi og sýningarhaldi hefur
staðið og kváðust þakklát fyrir þessi óvenjulegu
kynni af listinni.
Og það voru fleiri, því þátttakendurnir í sýn-
ingunni vilja ólmir setja hana upp að nýju. Hef-
ur þegar verið ákveðið að setja upp Camp Höfn
í Hornafirði sumarið 2002 og árið þar á eftir
verður leikurinn endurtekinn í Weimar í Þýska-
landi.
LISTIN Í BÆINN
Íslenskir, þýskir og danskir
myndlistarmenn sýna inni
á heimilum fólks í danska
bænum Lejre. URÐUR
GUNNARSDÓTTIR
brá sér í bæjarferð.
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Urður
Steinunn Helga Sigurðardóttir myndlistarkona.Býkúpa þar sem njóta má næðis um stund.
EDINBORGARHÁTÍÐIN stend-
ur yfir þessa dagana, en hátíðin
setur jafnan sterkan svip á
skoskt menningarlíf í ágústmán-
uði, og einkennist borgin af fjöl-
breyttu menningarlífi nú sem
fyrri daginn.
Dagskrárliðir hinnar hefð-
bundnu Edinborgarhátíðar
tengjast eingöngu óperu, leik-
ritum og tónleikum, og verður
m.a. boðið upp á leikrit eftir
bandaríska tónsmiðinn John
Cage, auk þess sem rússneski
balletdansarinn Mikhail Bar-
ishnykov mun bregða sér í kjól í
tilefni af uppsetningu sinni á
póstmódernísku dansverki frá
sjöunda áratugnum. En Bar-
ishnykov, sem kominn er á sex-
tugsaldur, kveðst aldrei hafa
verið í betra formi.
Ýmsar áhugaverðar myndlist-
arsýningar er einnig að finna í
borginni þessa dagana að mati
dagblaðsins Sunday Times og
nægir þar að nefna Konur Rem-
brandts sem Scottish National
Gallery safnið býður upp á, en
þar má finna jafnt þekkt sem
óþekkt verk meistarans, skissur
og meistaraverk. Súrealistinn og
ljósmyndarinn heitir sýning í
skoska nútímalistasafninu á
verkum safnarans og listamanns-
ins Roland Penrose og ljósmynd-
arans, konu hans, Lee Miller sem
telja má til femínískra íkona. Og
loks má nefna að Fruit-
market-galleríið hýsir fyrstu
sýninguna á verkum Bandaríkja-
mannsins Jeff Koons, sem efnt
hefur verið til í Bretlandi.
Jaðardagská Edinborg-
arhátíðarinnar hefur líkt og
fyrri daginn vakið mikla lukku
meðal gagnrýnenda og áhorf-
enda, en þar má að venju finna
áhugaverða grínista, m.a. John
Moloney, sem hlaut Fastest Joke
Turnaround verðlaunin, og
Adam Bloom sem tekur rapp-
arann Eminem á beinið. Einleik-
urinn „Runt“ hefur vakið nokkra
athygli og þykir höfundurinn og
leikarinn Michael Philip Ed-
wards sýna þar sannfærandi
leik.
Sala listaverka
leyfð
BANDARÍSKUR alríkisdómari
dæmdi á dögunum að borg-
arstjórn Rudolph Guilianis væri
ekki stætt á að sekta listaverka-
sala á götum New York borgar,
en reglugerð borgarinnar kveð-
ur svo á um að kaupa þurfi sér-
stakt leyfi til að mega selja bæk-
ur og listaverk á götum úti. En
ákvörðun þessi er talin hafa
áhrif á listamenn sem selja verk
sín á götum úti, m.a. fyrir fram-
an Metropolitan-listasafnið og
hafa listamennirnir haldið því
fram í málaferlum sínum, að
reglugerðin skerði tjáning-
arfrelsi þeirra. Dómur alrík-
isdómarans kemur í kjölfar úr-
skurðar ríkisdómstóls New York
er einnig dæmdi listamönnunum
í vil, en borgaryfirvöld hafa nú
þegar lýst því yfir að þau muni
áfrýja dómunum. Að sögn Robin
Binder, lögmanns borgarinnar,
er sala listaverka á götum úti
bæði óviðeigandi og uppáþrengj-
andi.
Deila borgaryfirvalda við
listamennina hefur staðið yfir
frá því 1998 er reynt var að
koma reglu á þann hóp götulista-
manna sem safnast saman utan
við Metropolitan-safnið, með því
að úthluta 24 leyfum mán-
aðarlega gegn 25 dollara
greiðslu og með hótun um 1.000
dollara sekt fyrir sölu í leyf-
isleysi.
Fjölbreytt
Edinborgar-
hátíð
ERLENT
LÍTIÐ hefur verið um sýningar á íslenskum
kvikmyndum í Danmörku sl. ár og því hefur
því framtaki að halda íslenska kvikmyndaviku
verið fagnað. Alls hafa sjö myndir verið sýndar
og fara tvær þeirra í almenna dreifingu að vik-
unni lokinni; Ungfrúin góða og húsið og 101
Reykjavík. Sú fyrrnefnda hefur hlotið ágæta
dóma í dönsku blöðunum, sem þó kvarta undan
myndmálinu, er þau segja stirt.
Auk áðurnefndra mynda eru Englar al-
heimsins, Ikingut, Íslenski draumurinn, Perlur
og svín og Fiaskó sýndar. Þær og 101 Reykja-
vík hafa hins vegar ekki hlotið umfjöllun í
dönskum fjölmiðlum.
Heiður hússins, eins og mynd Guðnýjar
Halldórsdóttur kallast upp á dönsku, hefur
vakið mesta athygli enda mætti Guðný á frum-
sýninguna og hefur verið við hana rætt í
stærstu blöðunum.
Gagnrýnendur ljúka allir sem einn lofsorði á
söguna og handritið. Þá þykir leikurinn fram-
úrskarandi, einkum vekur Tinna Gunnlaugs-
dóttir hrifningu fyrir túlkun sína á Þuríði.
Einn gagnrýnendanna skammast þó yfir því að
Svíinn Reine Brynjolfsson skuli fenginn til að
leika Dana.
Það sem gagnrýnendunum þykir á vanta er
myndmálið og persónusköpunin, auk þess sem
þeir segja hana drungalega. Gagnrýnandi
danska sjónvarpsins segir myndmálið í anda
Strindbergs, dimmt og gamaldags. Í Jyllands-
Posten segir að myndin sé „mun fremur
áhugaverð, vegna efnisins... en velheppnuð, því
leikstjóranum tekst ekki alltaf að færa vanda-
málin nálægt áhorfandanum, svo honum finn-
ist þau koma sér við. Sálfræðin er götótt og
það vantar betri umhverfislýsingar...Engu að
síður fylgist áhorfandinn með af áhuga og þeg-
ar myndin er best... grípur hún mann. En
heildin er ójöfn“.
Gagnrýnandi Berlingske Tidende er á svip-
uðum nótum, segir leik Tinnu og Ragnhildar
Gísladóttur frábæran. Myndin sé virðulegt og
siðprútt melódrama þar sem harmleikurinn sé
undirstrikaður með tónlist Hilmars Arnar
Hilmarssonar. „Sagan er á stundum við það að
kafna í dapurlegum hátíðleik sínum en rétt
eins og skörp lýsing á skelfilegri konu, sem er
reiðubúin að gera hvað sem er til að verja
félagslega stöðu sína, býr Heiður hússins yfir
reiði og hörku.“
Danir ánægðir með
Ungfrúna góðu
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Jim Smart
Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson fara
með aðalhlutverk í Ungfrúnni góðu og húsinu.