Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.2001, Síða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. ÁGÚST 2001
ÁR HVERT býður Reykjavíkurborgeinu sveitarfélagi að gerast sérstak-ur gestur menningarnætur og í árer röðin komin að Hornafirði. Meg-
inviðburður fjölbreyttrar dagskrár þeirra
Hornfirðinga á menningarnótt er án efa opn-
un sýningar á verkum eftir Svavar Guðnason í
eigu sveitarfélagsins Hornafjarðar, heimahér-
aðs listamannsins. Sýningin verður í Grófar-
húsinu við Tryggvagötu og verður opnuð kl.
16 á morgun.
Myndirnar sem eru til sýnis eru hluti af gjöf
Ástu Eiríksdóttur, ekkju Svavars, en á und-
anförnum árum hefur hún afhent sveitarfélag-
inu fjölda mynda eftir eiginmann sinn. Einnig
hafa vinir þeirra hjóna gefið margar myndir
til eignar fyrir milligöngu Ástu. „Það verður
ákaflega stór stund fyrir okkur að geta komið
með svo stóran listviðburð til Reykjavíkur,
enda er þessu venjulega öfugt farið,“ segir
Gísli Sverrir Árnason, forstöðumaður Menn-
ingarmiðstöðvar Hornafjarðar, sem stendur
fyrir sýningunni í samvinnu við Borgarskjala-
safn Reykjavíkur. Í kringum fimmtíu af þeim
tæplega hundrað myndum sem sveitarfélagið
hefur eignast á undanförnum árum verða til
sýnis og er þar um að ræða verk af marg-
víslegum toga og frá ólíkum tímum í ferli
Svavars. „Það verður ekki mikið um þessi
stóru olíumálverk sem Svavar er kannski
þekktastur fyrir, en þó eru nokkur slík, bæði
stór og lítil. Að miklu leyti er um að ræða ým-
iss konar myndir, s.s. vatnslitamyndir, túss-
og krítarteikningar og skissur. Þannig má
segja að sýningin gefi nokkuð gott sýnishorn
af öllum ferli Svavars og að safnið sem slíkt sé
mikilvægt innlegg í rannsóknir á sögu og
verkum listamannsins.“
Á sýningunni er að finna talsvert af mynd-
um sem ekki hafa komið áður fyrir sjónir al-
mennings. „Í gjöfinni sem Ásta bætti við safn
okkar á þessu ári eru að mínu viti margar
myndir sem ekki hafa verið sýndar áður.
Þannig að við erum sannarlega að koma með
eitthvað alveg óvænt inn í menningarnóttina.“
Dagskrá Hornfirðinga á menningarnótt
hefst kl. 14 með ávörpum borgarstjóra
Reykjavíkur og bæjarstjóra Hornafjarðar í
Ráðhúsi Reykjavíkur. Segir Gísli dagskrána,
sem felur m.a. í sér söng karlakórsins Jökuls,
kynningu á ýmiss konar starfsemi bæjarins
og upplestur á ljóðum Þórbergs Þórðarsonar,
miða að því að gefa sýnishorn af því besta sem
héraðið hefur að bjóða, bæði í náttúru og
menningu. „Auk þess að reyna að gefa mynd
af menningarlífi bæjarins og þeirri uppbygg-
ingu sem á sér þar stað um þessar mundir
minnum við einnig á hina tvo miklu andans
menn úr sögu héraðsins, þá Svavar Guðnason
og Þórberg Þórðarson. Þá ákváðum við að
taka með okkur örlítið sýnishorn af Vatnajökli
sem gnæfir hér yfir byggðinni. Við tókum um
tíu tonn af klaka úr jöklinum, sem verið er að
flytja til Reykjavíkur, og verður „Vatnajök-
ull“ þannig afhjúpaður kl. 11 á morgun við að-
alinngang Ráðhússins.“ Um kvöldið mun Al-
bert Eymundsson bæjarstjóri bjóða Ingi-
björgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra upp
á dálitla kennslu í Hornafjarðarmanna í Ráð-
húsinu. Það er gamalt hornfirskt spil sem Al-
bert hefur verið mikill frumkvöðull í að end-
urvekja. Síðan mun hverjum þeim sem þora
bjóðast að spila manna við Albert,“ segir Gísli
að lokum.
Sýningin á verkum Svavars Guðnasonar í
Grófarhúsinu verður opin milli kl. 13 og 17 og
stendur til 9. september.
Veglegt framlag Hornfirð-
inga til menningarnætur
Morgunblaðið/Jim Smart
Inga Jónsdóttir, formaður menningarmálanefndar Hornafjarðar, og Gísli Sverrir Árnason, for-
stöðumaður menningarmiðstöðvarinnar, voru önnum kafin við að stilla upp fyrir sýningu á verk-
um Svavars Guðnasonar í Grófarhúsinu við Tryggvagötu í gær.
SÝNING á steinþrykkjum, sem öll
eru unnin á grafíkverkstæði í Þórs-
höfn í Færeyjum, verður opnuð í
dag, laugardag kl. 18 í sal félagsins
Íslensk grafík í Tryggvagötu 17.
Sýningin er fyrsti vísirinn að sam-
starfi á milli félagsins Íslensk grafík
og verkstæðisins í Færeyjum en fyr-
irhuguð er sýning á vegum félagsins
árið 2003 í Listasafni Færeyja.
Grafíska verkstæðið er rekið í
tengslum við Listasafn Færeyja og
staðsett í lystigarðinum í Þórshöfn.
Margir kunnir listamenn hafa verið
gestir verkstæðisins og starfað að
list sinni í Þórshöfn. Bárður Ják-
upsson, forstöðumaður Listasafns
Færeyja, og Jan Andersson, stein-
þrykkjari grafíkverkstæðis Færeyja,
hafa valið verk 10 listamanna á
þessa sýningu. Þeir eru Bárður Ják-
upsson, færeyskur málari og rithöf-
undur, Roj Friberg, sænskur málari,
grafíker og leikmyndahönnuður, Per
Kirkeby, danskur prófessor, málari,
grafíker og myndhöggvari, Poul
Anker Bech, danskur málari, Jesper
Christiansen, danskur málari og
Olivur við Neyst, Kári Svensson,
Tórbjörn Olsen, Hansina Maria Iver-
sen, og Rannvá Kunoy, sem öll eru
færeyskir málarar.
Jan Andersson forstöðumaður verkstæð-
isins hefur ríflega aldarfjórðungs reynslu af
vinnu með þekktum listamönnum. Jan flutti
árið 1999 ásamt Fríðu Brekku frá verkstæði
sínu í Hjörring í Danmörku til Þórshafnar í
Færeyjum.
Sýningin er styrkt af menningarnótt
Reykjavíkur og Samstarfssjóði Nuuk -
Reykjavík - Tórshavn.
Sýningarsalurinn í Tryggvagötu 17 er op-
inn fimmtudaga til sunnudaga kl 14 - 18 og
sýningin stendur til 9. september.
Andlegt fóður
frá Færeyjum
Steinþrykk eftir Danann Per Kirkeby, unnið á Grafik-
verkstaðnum í Þórshöfn.
TVÆR sýningar verða opnaðar í Galleríi Fold,
Rauðarárstíg 14–16 í dag, laugardag, kl. 16.
Annars vegar málverkasýning Soffíu Sæ-
mundsdóttur í Rauðu stofunni og hins vegar
sýning á ljósmyndum Ragnars Th. Sigurðs-
sonar í Ljósafold og opnuð þar með ný ljós-
myndadeild í Galleríi Fold. Sýninguna nefnir
listamaðurinn Að Fjallabaki, en myndirnar
tók Ragnar í sumar.
Soffía lauk prófi frá Myndlista- og hand-
íðaskóla Íslands úr grafíkdeild árið 1991. Hún
hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið
þátt í samsýningum. Sýning Soffíu nefnist
Kveðjustund, en Soffía er um stundarsakir
flutt til Bandaríkjanna.
Ragnar Th. stundaði nám í ljósmyndun í
Svíþjóð og í Iðnskólanum í Reykjavík. Hann
rekur Ljósmyndasafnið Arctic Images, en í því
eru meira en 130.000 ljósmyndir sem hann
hefur tekið. Sýningarnar standa til 9. sept-
ember.
Gallerí Fold er opið í dag, laugardag, kl. 10–
14 og 16–1 aðfaranótt sunnudagsins 19. ágúst,
en síðan lokað þann dag. Annars er opið dag-
lega frá kl. 10–18, laugardaga til kl. 17 og
sunnudaga frá kl. 14–17.
Eitt af verkum Ragnars Th. Sigurðssonar í Galleríi Fold.
Ljósmyndir og mál-
verk í Galleríi Fold
FYRSTA útilistaverk „Listamannsins á horn-
inu“, verður afhjúpað á menningarnótt kl. 22 á
túninu fyrir neðan Lindargötu, rétt við
Frakkastíg. Verkið nefnist Kraftaverkið og er
eftir Ásdísi Sif Gunnarsdóttur. Atburðarásin á
sér stað í gegnum myndband, hljóðverk og
samsetningu.
Sif útskrifaðist frá School of Visual Arts í
New York vorið 2000 og hefur tekið virkan
þátt í myndlistarlífi Reykjavíkur síðastliðinn
vetur.
„Listamaðurinn á horninu er röð sýninga á
útilistaverkum eftir ýmsa listamenn bæði ís-
lenska og erlenda. Með hugmyndinni er ætl-
unin að hreyfa við viðteknum hugmyndum um
samspil lista og samfélags og leita nýrra leiða
til að virkja listamenn til mótunar á sínu nán-
asta umhverfi,“ segir Gabríela Friðriksdóttir
en hún er umsjónarmaður verkefnisins ásamt
Ásmundi Ásmundssyni.
Á opnuninni í kvöld gefst áhorfendum kost-
ur á að upplifa myndband og hljóðverk auk
gjörnings en samsetningin eða hið tímabundna
útilistaverk er hægt að skoða alla daga frá opn-
unardegi til 1. september. „Þetta verður nokk-
urs konar útibíó, leikvangur fyrir skúlptúr og
hljóð. Verkið getur komið áhorfendum á óvart
en ekki er hægt að gefa upp nákvæmlega hvað
gerist á þessari örlagaríku tíundu stundu á
menningarnótt,“ segir Gabríela.
„Kraftaverkið“ í heild sinni verður endur-
tekið á sama stað og tíma, hinn 25. ágúst.
Menningaborgarsjóður styrkir verkefni
Listamannsins á horninu.
Hluti útilistaverksins Kraftaverk.
Leikvangur
fyrir skúlptúr
og hljóð
L IST IR Á MENNINGARNÓTT