Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.2001, Síða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. ÁGÚST 2001 15
MYNDLIST
Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur – frá
býli til borgar. Til 31.8.
Árnastofnun: Handritasýning opin 11–
16 mánudaga–laugardaga. Til 25.8.
Byggðasafn Hafnarfjarðar: Blóðug
vígaferli og götulíf víkinganna í York. Til
1. okt.
Borgarskjalasafn Reykjavíkur: Svavar
Guðnason. Til 9. sept.
Galleri@hlemmur.is: Guðrún Vera
Hjartardóttir. Til 9.9.
Gallerí Hringlist, Keflavík: Sæmundur
Gunnarsson. Til 25.8.
Gallerí Reykjavík: Árni Rúnar Sverris-
son. Til 5.9. Díana Hrafnsdóttir. Til 25.8.
Gallerí Sævars Karls: Steinunn Þórar-
insdóttir. Til 30.8.
Hafnarborg: Margrét Reykdal. Hans
Malmberg. Til 27.8.
Hallgrímskirkja: Valgarður Gunnars-
son. Til 31.8.
i8, Klapparstíg 33: Max Cole og Thomas
Ruppel. Til 15.9.
Íslensk grafík: Steinþrykk frá Færeyj-
um. Til 9.9.
Listasafn Akureyrar: Per Kirkeby.
Hekla Dögg Jónsdóttir. Til 16.9.
Listasafn ASÍ: Sjö myndlistarmenn. Til
2.9.
Listasafn Borgarness: Helgi Þorgils. Til
7.9.
Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla
daga, nema mánudaga, kl. 14–17.
Listasafn Íslands: Andspænis nátt-
úrunni. Til 2.9.
Listasafn Rvíkur – Ásmundarsafn:
Svipir lands og sagna. Til 10.2.
Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús:
Erró. Til 6.1.
Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir:
Flogið yfir Heklu. Miðrými: Gretar
Reynisson. Til 19.8. Austursalur: Jó-
hannes S. Kjarval. Til 31.5.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Hefð og
nýsköpun. Til 30.9.
Listhús Ófeigs: Kristín Sigfríð Garðars-
dóttir. Til 29.8.
Ljósaklif, Hafnarfirði: Hreinn Frið-
finnsson. Til 13.9.
Man-sýningarsalur: Ragna Leósson og
Gabríel Filippusson. Til 21.8.
Mokkakaffi: Kristinn Már Ingvarsson.
Til 4.9.
Norræna húsið: Ljósmyndir Hendriks
Relve. Til 23.9.
Safn Ásgríms Jónssonar: Þjóðsagna-
myndir Ásgríms. Til 1.9.
Sjóminjasafn Íslands: Grænlenskur tré-
skurður. Til 2.9.
Skálholtskirkja: Anna Torfad. og Þor-
gerður Sigurðard. Til 31. des.
Stöðlakot: Ljósálfar í Skuggahverfi. Til
26.8.
Þjóðarbókhlaða: Stefnumót við íslenska
sagnahefð. Til 15.9. Brúður Sigríðar
Kjaran. Til 15.9. Magnea Ásmundsdótt-
ir. Til 1.9.
Þjóðmenningarhúsið: Skjöl frá Þjóð-
fundinum. Til 15. okt. Landafundir og
ragnarök.
Upplýsingamiðstöð myndlistar:www.-
umm.is undir Fréttir.
TÓNLIST
Laugardagur
Hallgrímskirkja: Orgelleikarinn Stefan
Engels. Kl. 21.
Sunnudagur
Hallgrímskirkja: Stefan Engels. Kl. 20.
Þriðjudagur
Langholtskirkja: Gospelsystur Reykja-
víkur. Hjómsveit og Egill Ólafsson. Kl.
20 og kl. 22.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Kristín
Mjöll Jakobsdóttir og Jón Sigurðsson.
Kl. 20:30.
Fimmtudagur
Hafnarborg: Þóra Björnsdóttir, Örvar
Már Kristinsson og Ólafur Vignir Al-
bertsson. Kl. 20.
Hallgrímskirkja: Guðrún Lóa Jónsdótt-
ir og Sigrún Magnea Þórstreinsdóttir.
Kl. 12.
Salurinn, Kópavogi: Atónal-hópurinn.
Kl. 20:30.
LEIKLIST
Borgarleikhúsið: Wake me up, 19. ágúst.
Nýlistasafnið: Heimildaleikurinn Venju-
lega kona., 18, 19. ágúst.
Iðnó: Light Nights, 19., 20. ágúst.
Upplýsingar um listviðburði sem óskað
er eftir að birtar verði í þessum dálki
verða að hafa borist bréflega eða í tölvu-
pósti fyrir kl. 16 á miðvikudögum merkt-
ar: Morgunblaðið, menning/listir,
Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir:
5691222. Netfang: menning@mbl.is.
MENNING
LISTIR
N Æ S T U V I K U
ÞAÐ er 13 manna hópur leikhússástríðu-fólks sem stendur að stofnun leikhúss-ins sem hlotið hefur nafnið Vesturport.Ungur leikstjórnarnemi, Egill Heiðar
Anton Pálsson, stýrir verkinu en leikarar eru
Nanna Kristín Magnúsdóttir og Víkingur
Kristjánsson.
Blaðamaður hitti leikarana tvo ásamt Magn-
úsi Þór Þorbergssyni dramatúrg í stuttu hléi
milli strangra æfinga og undirbúnings, en öll
eru þau hluti af hópnum sem stendur að baki
Vesturporti. „Við höfum komið þessu upp á
mjög stuttum tíma og má segja að undirbún-
ingur aðstöðunnar og æfingar hafi runnið
nokkuð saman. Við þurftum til dæmis stundum
að vinna í alveg massífri lakklykt, sem ég held
reyndar að hafi haft mjög góð áhrif á uppsetn-
inguna. Nanna fór að minnsta kosti alveg á
flug í eitt skiptið,“ segir Víkingur stríðnislega
og hin hlæja.
Diskópakk er hrátt, áleitið verk um tvo ung-
linga, Svín og Písl, sem ætla sér að fagna 17
ára afmælisdeginum sínum á eftirminnilegan
hátt í fremur litlausum heimabæ sínum sem
gengur undir nafninu Beikonbær. Kvöldið fer
hins vegar öðruvísi en ætlað var þegar þau
þurfa að takast á við tilfinningar sem eiga erf-
itt uppdráttar í hröðum og ofbeldisfullum
heimi þeirra. „Svínn og Písl lifa algerlega í sín-
um eigin heimi, í nokkurs konar sápukúlu þar
sem þau ein skipta máli og ríkja eins og kóngur
og drottning. Þau fæddust á sömu fæðingar-
stofu, nánast á sama augnabliki, og tengdust
þá strax nánum böndum,“ útskýrir Magnús.
Nanna Kristín bendir á að leikritið lýsi síðan
ákveðnum tímamótum í lífi persónanna. „Þau
verða sautján ára og eiga allt í einu að vera
orðin fullorðin. Písl uppgötar þrá sína eftir ein-
hverju öðru og meiru en Beikonbær hefur upp
á að bjóða, hana langar að víkka sjóndeild-
arhringinn, en Svínn heldur fast í þeirra gömlu
venjur.“ „Enda er erfitt að yfirgefa sápukúl-
una, að skilja við þann heim sem þau hafa
skapað sér og er bara einn stór leikur. Þannig
hafa þau ýtt sannleikanum og staðreyndunum
frá sér en þurfa nú að horfast í augu við þær,“
bætir Víkingur við.
En hvernig varð þetta verk fyrir valinu sem
byrjunarverkefni Vesturports? „Við fengum
hreinlega áhuga á þessu verki, það er kröftugt
og hentar vel því sem við erum að reyna að
gera hérna í leikhúsinu,“ segir Nanna. „Ég
held kannski að þetta sé hópur sem er að leita
að einhverju sem talar meira til hans en það
sem gengur og gerist í leikhúsinu. Þetta verk
fjallar um ungt fólk og er skrifað af ungum höf-
undi, þannig að það talaði strax til okkar,“ bæt-
ir Magnús við. Víkingur segir verkið einnig
hafa ákveðna sérstöðu, þar sem það sé ákaf-
lega „leikhúslegt“. „Höfundurinn leikur sér
markvisst með sjálft formið, sjálfa nærveru
leikhússins, í stað þess að reyna að skapa ein-
hvers konar raunveruleikalíkingu. Þess vegna
er mjög gaman að vinna með þetta stykki því
það kallar á að möguleikar leikhússins séu
nýttir til hins ýtrasta.“
Hópurinn ætlar að halda tvær sýningar á
Diskópakki á menningarnótt. Frumsýning
verður kl. 18 og önnur sýning kl. 21. Milli kl. 14
og 16 verður jafnframt opið hús þar sem gest-
um og gangandi gefst kostur á að líta inn í
Vesturporti, skoða aðstöðuna og fá innsýn í þá
starfsemi sem þar er verið að skapa.
Diskópakk verður á fjölunum öll kvöld nema
mánudagskvöld fram til 6. september.
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Víkingur Kristjánsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Egill Heiðar Anton Pálsson við æfingar á Diskópakki.
Einkaheimur vina
Á menningarnótt stígur
nýtt leikhús fullskapað
fram á sjónarsviðið með
frumsýningu á leikverkinu
Diskópakk eftir írska leik-
skáldið Enda Walsh.
ÞAÐ má með sanni segja að miðborgin muni
iða af lífi á Menningarnótt. Hjónin og vísna-
vinirnir Anna Pálína Árnadóttir og Aðal-
steinn Ásberg bjóða gestum næturinnar heim
í stofu til sín á Laufásvegi 64, þar sem þau
munu halda þrenna tónleika, þar sem flutt
verður vísnatónlist fyrir alla fjölskylduna.
Hverjir tónleikar verða rúmur hálftími á
lengd og hefjast klukkan 20, 21 og 22.
En hvernig kom þeim þessi nýstárlega hug-
mynd í hug? „Hugmyndin kom nú upp hjá
okkur á síðustu menningarnótt. Þá héldum
við partí í tilefni kvöldsins og var stemmn-
ingin mikil. Þá datt okkur í hug að gaman
gæti verið að halda tónleika hérna í stofunni.
Við dóttir mín bjuggum til fána sem við ætl-
um að hengja í tré hérna fyrir utan svo fólk
eigi auðvelt með að finna okkur,“ segir Anna
Pálína Árnadóttir söngkona. „Við höfum líka
oft sagt að vísnatónlistin sé eiginlega nokk-
urs konar kammertónlist. Hún krefst nálægð-
ar í afmörkuðu herbergi, það má kannski
kalla hana kammertónlist nútímans. Við rek-
um einnig lítið fyrirtæki hérna á efri hæðinni,
Dimmu, sem segja má að eigi þátt í menning-
arnóttinni með þessu móti,“ bætir hún við.
Anna Pálína og Aðalsteinn hafa unnið að
því að flytja og gefa út vísnatónlist um tíu ára
skeið, og munu þau flytja úrval af því sem þau
hafa fengist við á sínum ferli. Á dagskrá eru
norrænar perlur, íslenska vísnatónlist og lög
eftir Aðalstein og munu börnin fá að heyra
Bullutröllalagið og lög um Krúsilíus og
félaga. Þá mun Aðalsteinn lesa ljóð úr ljóða-
bók sinni sem út kemur í haust. „Síðan munu
félagar okkar sem við höfum verið að vinna
með í gegnum árin reka inn höfuðið og taka
þátt í tónleikahaldinu, auk þess sem gestir
geta trallað með lögunum, sem flest eru
mörgum kunn. Annars munum við bara spila
þetta af fingrum fram, eftir því hvaða hópur
verður mættur hér í stofuna hverju sinni. En
það verður bæði nýtt og gamalt efni, fyrir
unga sem aldna,“ segir Anna Pálína.
Sungið heima í stofu
Morgunblaðið/Golli
Anna Pálína og Aðalsteinn Ásberg munu halda tónleika heima í stofu á menningarnótt.