Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.2001, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.2001, Síða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. ÁGÚST 2001 L IST IR Á MENNINGARNÓTT Á GÖNGU niður Laugaveginn síðlakvölds á menningarnótt fyrir tveim-ur árum heyrði undirrituð glaðbeitt-an lítinn dreng spyrja föður sinn: „Pabbi. Hvort er eiginlega Þorláksmessa eða 17. júní?“ Ekki er furða þótt snáðinn hafi orðið dálítið ringlaður. Stemmningin, gleðin, mann- fjöldinn og hið virka menningar- og athafnalíf í miðborginni sem einkennt hefur menningar- nætur undanfarinna ára er nefnilega einstök blanda sem erfitt getur verið að lýsa með orð- um. Af dagskrá dagsins að dæma verður kom- andi menningarnótt enginn eftirbátur hinna fyrri. Hátt í eitt hundrað félög, fyrirtæki og stofnanir og rúmlega eitt þúsund einstaklingar hafa komið að undirbúningi menningarnætur í ár. Því má nánast segja að eitthvað forvitnilegt sé að finna í hverju skúmaskoti miðbæjarins. Ógerningur er að gera grein fyrir öllu því sem verður á seyði í dag og í kvöld og er ljóst að hinn almenni og hraðskreiði borgarbúi mun aðeins ná að sjá hluta af því sem í boði er. Því er e.t.v. ráð að staldra við og velta fyrir sér hvernig best sé að bera sig að við að njóta menningarnæturinnar. Tónlist í hverjum kima Þeir sem lítið eru fyrir eru skipulagningar geta einfaldlega rölt frá Hlemmi eða Hall- grímskirkju, niður Laugaveginn eða Skóla- vörðustíginn, með viðkomu í ýmsum hliðargöt- um, húsasundum og portum og litið inn í þær verslanir, stofnanir og fyrirtæki sem opna dyr sínar þetta kvöld fyrir starfsemi sem varla get- ur talist hversdagsleg. Djass í Eymundsson, gítarleikur í Íslandsbanka, ljósmyndasýning í Sundhöllinni og óperusöngur í Sævari Karli er meðal þess sem menn mega eiga von á. Á leið- inni er réttast að skoða vel í búðargluggana þar sem ungir listamenn hafa unnið hug- myndarík listaverk á nokkrum stöðum. Reyndar má segja að tónlist af ýmsu tagi muni hljóma nánast frá hverju götuhorni á menningarnótt. Sérstakir suðupunktar verða m.a. í Hallgrímskirkju, Grófinni, þar sem dans- að verður á rósum, í bakgarði Gallerís Meist- ara Jakob, á Thomsen og flestum ölkeldu- og veitingahúsum bæjarins. Þá er aldrei að vita hverju eða hverjum vegfarendur mæta á leið sinni um miðborgina; Götuleikhúsi, Þvotta- balasveit, eða leiguskáldi sem yrkir ljóð eftir pöntun. Börn og árrisulir Árrisulir og markvissir borgarbúar geta jafnframt skipulagt bæjarför sína vandlega fyrir fram að loknu Reykjavíkurmaraþoni og er þá ráð að leggjast vel yfir dagskrárbækling- inn góða og gefa hinum ýmsu tónleikum, gjörningum, opnunum og kynningum gaum hvað tíma- og staðsetningar varðar. Ástæða er til að minna á hinar fjölmörgu leiksýningar ýmissa leikhúsa og leikhópa sem verða á dag- skrá á menningarnótt. Börnin ættu að finna eitthvað við sitt hæfi strax upp úr hádegi. Bylgjulestin mun halda uppi fjöri á Hafnarbakkanum þar sem loft- glæframaðurinn IIRO mun jafnframt hrella sjálfan sig og aðra með áhættuatriði síðar um daginn. Sögustundir verða í Borgarbókasafn- inu og Brúðubíllinn mun skemmta við útitaflið síðdegis. Klukkan þrjú stundvíslega hefst rat- leikurinn Viltu finna Blíðfinn? sem berast mun á dularfullar slóðir með endastöð í Hljómskála- garðinum. Hagyrtir og taktvissir krakkar og unglingar munu kveðast á í rímnaflæðikeppninni á Ing- ólfstorgi rétt eftir kvöldmat og verður spenn- andi að fylgjast með þeirri viðureign. Listræn- ir unglingar geta staldrað við undir norður- vegg Grófarhússins þar sem Borgarbókasafnið býður upp á graffitíleiðsögn. Slóð fortíðar fetuð Listastofnanir miðborgarinnar munu bjóða borgarbúa velkomna með ýmsum hætti og verður víða boðið upp á leiðsögn um listsýn- ingar. Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir umfangsmikilli dagskrá, með miðstöð í Hafn- arhúsinu við Tryggvagötu. Þá getur myndlist- aráhugafólk þrætt gallerí og söfn á ferð sinni um bæinn, því víða standa yfir myndlistarsýn- ingar, og margar verða opnaðar í dag, auk þess sem miðborgarlistamenn opna vinnustofur fyrir forvitnum gestum. Sögu og fortíð borgarinnar verður gaumur gefinn um nónbil þegar lagt verður í sögu- göngu undir leiðsögn borgarminjavarðar frá gamla kirkjugarðinum við Aðalstræti og um elsta hluta borgarinnar. Í opnu húsi að Austur- stræti 20 mun mönnum jafnframt gefast kost- ur á að kynna sér sögu þess húss og að lokum geta göngumenn og aðrir látið festa sig á filmu í fortíðarbúningi í Ljósmyndasafni Reykjavík- ur. Í Stöðlakoti er jafnframt í gangi ljósmynda- sýning sem veltir fyrir sér framtíð miðborg- arinnar með því að beina sjónum að Skuggahverfinu gamla sem áform hafa verið uppi um að breyta í háhýsahverfi. Flugeldar og söngur Klukkan ellefu að kvöldi verður botninn sleginn í hátíðarhöld menningarnæturinnar á Arnarhóli og Hafnarbakkanum. Samsöngur menningarnæturgesta undir stjórn Óperu- kórsins og Garðars Cortes og trumbuspil slag- verkshópsins Benda munu skapa andrúmsloft gleði og samveru og að lokum fara flugeldar á loft frá Faxagarði. Að því búnu geta orkumikl- ir borgarbúar sótt tónleika eða dansleiki sem haldnir verða á miðnætti á ólíkum stöðum. Gleðilega menningarnótt! Nótt menningar og lista í borginni Menningarnótt í miðborg Reykjavíkur, sem haldin verður í sjötta sinn í dag, er nú orðið árvisst tilhlökk- unarefni í borgarlífinu. HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR greinir hér frá niðurstöðum rannsóknar sinnar á dagskrá næturinnar og gefur góð ráð.                      !"     #  #        $            % &# (  % &# (  )  "   $& + & #       , &  & #             & - - , $&  .  " (   &"/ , 0  +        $& "( , $ & ( "           ,         $1,  , 2    ' , $ &     /    ,    3       #          .  +(& , $ &       $/" +       $-  #  ,    2    %  1  ,       #       & &  ,      ,       4         ,        ,           +          #         +  5      $ (    *    $ (    *    % ,  0     * .   " (  5 " ( (  $& %   & (        *           ,        ,        ,    5  , & #   $ 0      $ *    "   !#$ % &'!                        ! " #   $ %&'   (  )  *   +   *  ' ,  ./0.11   heida@mbl.is HALLGRÍMSKIRKJA mun ekki láta sitt eft- ir liggja í listaveislunni sem framundan er á menningarnóttinni. Fjölbreytt dagskrá verð- ur í kirkjunni frá kl. 17 til miðnættis, til skipt- is í sjálfu kirkjuskipinu og í safnaðarsalnum, þar sem Kaffi Guðríðar, kaffihús Mótettukórs Hallgrímskirkju, býður upp á veitingar. Tónleikahald hefst í kirkjunni strax kl. 12 á hádegi þegar þýski organistinn Stefan Engels spilar tónlist eftir Bach, Vierne og Widor á hádegistónleikum. Sjálf menningarnæturdag- skráin hefst svo kl. 17, þegar sönghópurinn Skvísurnar, sem skipaður er góðu úrvali úr kvennaröddum Mótettukórsins, mun skemmta sér og öðrum á heillandi hátt. Klukkustund síðar gefst tónlistarunnendum kostur á að heyra þrjá af efnilegustu org- anistum landsins spila tónlist meistaranna á Klaisorgelið stóra. Kl. 19 leika básúnuleik- arinn Helgi Hrafn Jónsson og píanistinn Árni Heiðar Karlsson lög úr ýmsum áttum. Gestir frá Noregi Góðir gestir frá Noregi eru næstir á svið, organistinn Ann Toril Lindstad og básúnu- leikarinn Birger Carlsen. Þau munu m.a. leika djassballöður og norsk þjóðlög. Klukkan 21.30 ætla Margrét Sigurðardóttir og Anna Rún Atladóttir að blanda kirkjugestum fjöl- breyttan Menningarnæturkokkteil, og að lok- inni helgistund kl. 22, þar sem næturgestir geta endurnært lúin bein, mun hinn karl- mannlegi kvartett Viri Cantantes binda enda- hnútinn á dagskrána með fjörmiklu pró- grammi. Hátíð í Hallgrímskirkju BAROKKTÓNLEIKAR sem fyrirhug- aðir voru kl. 21 á menningarnótt í Lista- safni Einars Jónssonar falla niður af óvið- ráðanlegum orsökum. Þess í stað munu Berglind María Tómasdóttir og Krist- jana Helgadóttir flautuleikarar flytja blandaða dagskrá á sama tíma. Síðari flutningur trommuverks Gunnlaugs Briem verður kl. 21 í í Landsbankanum í stað kl. 22. Þá láðist að geta þess að dag- skrá í Sundhöll Reykjavíkur hefst kl. 20. Breytingar á dagskrá menn- ingarnætur ÍSLENSKA óperan opnar dyr sínar gest- um og gangandi á menningarnótt. Þar mun kór Íslensku óp- erunnar syngja fyrir næturgesti undir stjórn Garðars Cort- es, en einsöngvarar verða þau Sigrún Pálmadóttir sópran og Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór. Þau munu flytja vinsæla kóra, aríur og dúetta úr óperum og óperettum eftir Puccini, Verdi, Schubert, Strauss o.fl. Einnig verða sungin ættjarð- arlög sem allir þekkja og ættu gestir því að geta tekið undir. Að lokinni dagskrá í Óp- erunni verður gengið fylktu liði í vesturátt, og mun kórinn ásamt Lúðrasveit verkalýðs- ins koma sér fyrir við Stjórnarráðið gegnt Arnarhóli þar sem Garðar Cortes mun stjórna samsöng Menningarnæturgesta. Dagskráin hefst kl. 20 og verður hún þrí- tekin, svo sem flestir geti notið sönglistar- innar í Óperunni á menningarnótt. Hverjir tónleikar standa í fjörutíu mínútur og hefjast á heila tíman- um, þ.e. kl. 20, 21 og 22. „Við höfum staðið fyrir óperuveislu af þessu tagi alveg frá fyrstu menningar- nótt,“ segir Garðar Cortes. „Það má segja að dagskráin verði skemmtilegri með hverju árinu, og er þetta nú orðinn einn af hápunktum hins blómstrandi starfs Óperukórsins. Inn- andyra ætlum við sem sagt að bjóða til op- innar óperuveislu og þar verður textum dreift meðal gesta og nokkur lög sungin í samsöng. Um ellefuleytið munum við síðan ganga syngjandi út, niður Ingólfsstrætið og Hverfisgötuna að Stjórnarráðinu, þar sem mannfjöldinn bíður vafalaust eftir okkur, tilbúinn að hefja upp raust sína í allsherjar samsöng við undirleik lúðrasveitar,“ segir Garðar. Það má því vænta skemmtilegs kvöld í Óperunni á menningarnótt. Óperuveisla og samsöngur Jóhann Friðgeir Valdimarsson Sigrún Pálmadóttir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.