Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.2001, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.2001, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 29. SEPTEMBER 2001 BRESKI rithöfundurinn Doris Lessing gaf út nýja skáldsögu í nýliðnum mánuði. Bókin heitir The Sweetest Dream (Sætur draumur) og fjallar um hina um- rótssömu tíma sjö- unda áratugarins. Bókin mun vera eitt pólitískasta verk höfundarins um langt skeið og með ævisögulegu ívafi, en skáld- sagan tekur á femínisma, og eft- irköstum síðari heimsstyrjaldar, kommúnismanum, og sjálfstæð- isbaráttu í Afríku. Þá leitast hún við að miðla tíðaranda og bylting- aráhrifum ’68 kynslóðarinnar. Doris Lessing er einn ástsæl- asti rithöfundur Bretlands. Hún fæddist í Persíu árið 1919, en flutti síðar með breskum for- eldrum sínum til Zimbave í sunn- anverðri Afríku. Árið 1950 gaf hún út sína fyrstu skáldsögu, The Grass is Singing (Grasið syngur í íslenskri þýðingu) og hlaut hún lofsamlegar viðtökur. Síðan hef- ur Lessing sent frá sér fjölda rit- verka sem jafnan hljóta lof. Kvenleg snilligáfa á 20. öld Út er komin ný ævisaga eftir Jul- iu Kristevu um heimspekinginn Hönnuh Arendt, og heitir verkið einfaldlega Hannah Arendt. Arendt fæddist í Þýskalandi árið 1906 og var afkomandi auðugrar fjölskyldu af gyðingaættum. Hún hóf snemma að lesa verk Kants, Göthes og Kierkegaards. Í há- skóla varð hún fyrir miklum áhrifum frá heimspekingnum Martin Heidegger, og áttu þau í ástarsambandi um skeið. Arendt flúði til Bandaríkjanna á tímum gyðingaofsóknanna, og varði hún ævistarfi sínu að miklu leyti í að greina stjórmálalegar og sið- ferðilegar ástæður uppgangs nasista í Þýskalandi. Umfjöllun um verk heimspek- ingsins skiptir Kristeva í þrjá hluta, er fjalla um eldri ævi- söguleg skrif Arendt, um rann- sóknir hennar á gyðingdómi og gyðingahatri og heimspekilega sýn Arendt í ljósi einkalífs henn- ar. Julia Kristvea er prófessor í málvísindum við Parísarháskóla. Hún er mikilsvirtur fræðimaður og brautryðjandi á sviði fem- íniskra sálgreiningarfræða. Hannah Arendt er fyrsta bókin í ritröð Kristevu sem kennd er við kvenlega snilligáfu á 20. öld eða „Female Genius in the 20th cent- ury“. Derrida og heimsmálin Hinn heimskunni fræðimaður Jacques Derrida gaf út í ágúst- mánuði tvær ritgerðir undir yf- irskriftinni On Cosmopolitanism and Forgiveness (heimsborg- araháttur og fyrirgefning) innan „Thinking in Action“-ritrað- arinnar. Í skrifunum beinir hann athygli sinni að alþjóðamannrétt- indum og spyr spurninga um hæfni okkar til fyrirgefningar, bata og sáttar í heimi sem þrung- inn er óútreiknanlegri grimmd. Derrida er einn helsti kenn- ismiður franska póststrúktúral- ismans í nútímaheimspeki og lagði hann grunninn að afbygg- ingarfræðum í textagreiningu. Í hinum nýútkomnu ritgerðum lít- ur Derrida glöggskyggnum aug- um á þau málefni sem hvað brýn- ust eru í heimspólitík samtímans, líkt og atburðir undanfarinna vikna hafa sannað. Að mati gagn- rýnandans Eric de Place, munu ritgerðirnar vera einkar að- gengilegar á mælikvarða heim- spekingsins. ERLENDAR BÆKUR Draumur Doris Lessing Doris Lessing H ÚN situr ennþá í mér fyrirsögn Alþýðublaðsins sáluga þegar kunngert hafði verið að Einar Már Guðmundsson fengi bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs það árið: „Norðurlanda- meistari í bókmenntum“ stóð með stóru letri þvert yfir for- síðuna, og þótti öllu merkilegri frétt en útgáfan á Englum alheimsins nokkrum misserum fyrr. Þessi fyrirsögn opnaði endanlega augu mín fyr- ir vaxandi líkindum með íslenskri menningu og sí- gildri íþróttakeppni, og þá ekki aðeins í túlkun fjöl- miðlanna heldur einnig og kannski öðru fremur í skipulagi einstakra sviða listalífsins. Þessi líkindi eru til þess fallin að skapa spennu í kringum lista- menn og verk þeirra og auka þar með menningar- legan áhuga almennings og -neyslu. Þessi tilhneiging ætti ekki að fara fram hjá nein- um sem fylgist með íslenskum fjölmiðlum þessar vikurnar. Í bókmenntum, leiklist og tónlist er nýtt keppnistímabil að hefjast og mikið spáð og spek- úlerað í hve vel undirbúnir einstakir þátttakendur koma til leiks. Þannig hafa tónlistarunnendur beð- ið með nokkurri eftirvæntingu eftir að sjá hvaða erlendu leikmenn spili með Sinfóníunni í ár. Eins og oft áður hafa ýmsir áhyggjur af því hve keppnistímabilið í íslenskum bókmenntum er stutt, varla nema tveir mánuðir. Búast má við spennandi og jafnvel harðvítugum viðureignum milli gagnrýnenda og höfunda og væntanlega hef- ur niðurstaða þeirra áhrif á gengi viðkomandi verka í bókabúðum. Von er á endanlegum úrslitum í janúar þegar metsölulisti haustsins liggur fyrir. Sumir höfundar blanda sér reyndar einnig í slag- inn um Íslensku bókmenntaverðlaunin og Menn- ingarverðlaun DV, en þar vegur stíll og tækni þungt í stigagjöfinni. Í desember verður svo kunn- gert hvaða bækur og höfundar keppi fyrir Íslands hönd á Norðurlandamótinu á vordögum. Í leiklistinni er keppnistímabilið mun lengra en í bókmenntunum en að öðru leyti með svipuðu sniði. Hvert atvinnuleikhúsið á fætur öðru hefur verið að kynna leikskipulag vetrarins en ef marka má um- mæli Magnúsar Þórs Þorbergssonar, leikhús- fræðings á Rás 1, í liðinni viku er þar fátt um óvæntar fléttur. Magnús benti þó á að við gætum engu að síður átt von á spennandi leik – við spyrj- um að leikslokum. Spennan í þessari grein tengist reyndar ekki aðeins því hvaða leiksýningar standi sig best – og taki jafnvel þátt í keppninni að ári – heldur einnig því hvaða sýningar falli. Keppnistímabilið í kvikmyndum og myndlist er ekki eins skýrt afmarkað og í hinum greinunum. Keppnin í fyrrnefndu greininni geldur þess hve þátttakendur eru fáir en til að vega á móti því hafa kvikmyndagerðarmenn nýlega stofnað til svo- nefndra Edduverðlauna, þar sem sigurvegarar í keppni hvers árs taka við verðlaunum sínum. Myndlistarmenn mættu taka sér kollega sína til fyrirmyndar að þessu leyti. Þrátt fyrir mikinn fjölda þátttakenda eru keppnisreglur í myndlist ákaflega óljósar og einkennist greinin um of af miklum fjölda sýningarleikja. Að öllu óbreyttu er því lítil von til þess að íslenskir myndlistarmenn komist á forsíðu íslenskra dagblaða fyrir hin mörgu og ágætu afrek sín. FJÖLMIÐLAR NÝTT KEPPNISTÍMABIL AÐ HEFJAST Eins og oft áður hafa ýmsir áhyggjur af því hve keppn- istímabilið í íslenskum bók- menntum er stutt, varla nema tveir mánuðir. J Ó N K A R L H E L G A S O N Í DAG ríkir almennt afstöðuleysi í íslenskum tímaritum, og þetta af- stöðuleysi endurspeglar reyndar ástandið í samfélaginu. Það vantar meiri átök um menningarleg mál- efni: ekki bara klassísk málefni heldur einnig málefni sem eru efst á baugi, hvort sem þau eru af bók- menntalegum, byggingarlegum eða menningarlegum þ.e.a.s. póli- tískum toga. Það skortir líka umfjöll- un um menningarmál sem eru í deiglunni erlendis; við þurfum að fá nánari upplýsingar og fá þær fyrr. Það er í stuttu máli þörf fyrir, þó óvíst sé um markaðinn, á þverfag- legu menningarfræðilegu tímariti þar sem fólk þorir að hafa skoðanir á menningarmálum í víðum skiln- ingi. Geir Svansson Kistan www.kistan.is Stef, FM og X-ið Þetta leiðir að öðru dissi og við værum aldrei svona fúlir út í Rás 2 ef það væru ekki til samtök á Íslandi sem heita STEF. Þau reikna út laun til tónlistarmanna eftir „play“-lista Rásar 2. Ef þetta væri ekki þannig þá væri okkur fjandans sama um þá stöð. Hún væri bara fyrir gamla fólkið og fólkið úti á landi sem hlustar í tvo tíma á sunnudögum þegar það er ekki að vinna. Við fáum fína spilun á X-inu og FM en STEF tekur ekki mark á því. Í hinum fullkomna heimi fengjum við fullt af peningum fyrir það að vera spilaðir á þessum stöðvum. Höskuldur Ólafsson Mannlíf Anna Karenína rjómaterta Þetta var fyrsta bókin sem ég tók í fullorðinsbókadeildinni á bókasafn- inu í Hafnarfirði eftir að ég hafði lesið allt í barnabókadeildinni. Ég man hvað ég var upp með mér að mega loksins taka bækur þar. Ég var bara 11 ára. Anna Karenína var eina nafnið sem höfðaði til mín. Það minnti á Önnu í Grænuhlíð eða Önnu Fíu. Og ég minnist þess enn þegar ég bar Önnu Karenínu í báðum höndum, eins og rjómatertu skreytta logandi kertum, í átt til bókavarðarins. Mér fannst ég vera fullorðin og að ekkert mundi framar skipta máli í lífinu nema bækur. Kristín Marja Baldursdóttir Mannlíf Bálreiðir Leikskáldafélag Íslands er líklega bálreitt vegna þess að því er ekki tryggður aðgangur að mönnum sem ráðstafa annarra manna fé. Félagið þykist líklega vita að fái fólk, félög og fyrirtæki að ráðstafa eigin fé sjálf, þá muni þessir aðilar ekki veita „nægilega miklu fé“ til að styrkja þá menn sem sitja og semja sjónvarpshandrit. Leikskáldafélag Íslands vill miklu heldur að pening- arnir verði teknir með valdi – með skattheimtu – af þessu fólki og færðir félagsmönnum í Leikskálda- félagi Íslands. Og félagið lýsir furðu og vandlætingu á að það sé ekki gert. Vefþjóðviljinn www.andriki.is VANTAR ÁTÖK Morgunblaðið/Sigurður Jökull Íslenskt! I Samræða er eitt af grundvallarhugtökum sam-tímans. Í stað stórsagna (e. grand narratives) hinnar upplýstu tuttugustu aldar, svo sem komm- únismans og kapítalismans, hefur tekið við margradda samræða. Kannski er hægt að tala um einsögu og margsögu í þessu tilliti. Á síðustu öld var ein hugmyndafræðin upp á móti annarri og öll pólitísk og menningarleg umræða litaðist af þeirri einsögu sem ríkti á hverjum stað og hverri stund. Raunveruleg samræða átti sér varla stað, hvorki innan einstakra hug- myndakerfa né milli þeirra, eins og ógnarjafn- vægi kaldastríðstímans er lýsandi dæmi um. II Menning samtímans er hins vegar margsag(n)a. Engin einn sannleikur er ráðandi og orðræðan er flæðandi. Hnattvæðingin hefur ýtt undir og raunar upphafið samræðu ólíkra sjónarhorna, bæði þjóða, þjóðarbrota og ein- stakra hópa á öllum sviðum mannlífsins. Margir telja að þetta sé lykillinn að umburðarlyndi og skilningi en aðrir sakna hinna skýru lína og telja ástandið einkennast af botnlausri fjölhyggju sem leiði til ringulreiðar og róttækrar afstæð- ishyggju. III Í listum hefur þessi áhersla á samræðubirst með ýmsum hætti. Kannski eru augljós- ustu áhrifin í endurnýjuðum og auknum áhuga á jaðarsvæðum listheimsins. Íslendingar hafa notið góðs af þessu ekki síður en önnur svæði sem hingað til hafa verið nánast afskipt í vest- rænni og hingað til einrænni miðjunni. IV En samræðan birtist einnig með skýrumhætti í fagurfræði. Í stað afmarkandi skil- greininga á list, formi hennar og efni, er komið fjölrása kerfi þar sem allt er leyfilegt eins og klisj- an segir. Ein af meginbreytingunum er þó kannski sú að hið alltumlykjandi sjálf lista- mannsins, sem þótti merkingarmiðja hvers verks, hefur vikið. Listin gerist nú ekki síður innra með áhorfandanum, eins og Ólafur Elías- son myndlistarmaður bendir á í viðtali í Lesbók í dag. Um leið hafa margar áður stíflaðar flóðgátt- ir verið opnaðar. Viðfangsefni listarinnar er þannig ekki endilega efni og form heldur samspil eða samræða verks við umhverfi sitt í víðum skilningi. Og í stað þess að verkið segi eina sögu, einsögu, þá er það hlutur, eða ekki hlutur, sem skapar óteljandi möguleika, sagnaflóð; hvert verk er margsaga um stað og stund. V „Það er hinum, honum Borges, sem dettur íhug ýmislegt,“ segir argentínski rithöfund- urinn Jorge Luis Borges í smásögunni „Borges og ég“ sem kom út 1972, og ennfremur: „Mér er sá einn kostur gefinn, að vera til í Borges, ekki sjálfum mér (ef ég er þá nokkur).“ Borges fann hvernig hann var sjálfur að leysast upp í texta sínum og einhver „annar“ að taka völdin. Lýsing Laxness á glímu sinni við Plús-X er af svipuðum toga; sögumaðurinn er aldrei einn. VI Í samræðumenningu samtímans felst við-urkenning á því að sérhver texti, sérhvert hugtak hefur orðið til í samspili við aðra texta, önnur hugtök. Til þess að skapa nýjan texta og nýja þekkingu verður samræðan að halda áfram. NEÐANMÁLS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.