Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.2001, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.2001, Qupperneq 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 29. SEPTEMBER 2001 A LGJÖR tilviljun og um leið táknrænt, að síðasta skrif bar nafnið, Á leiðinni, eftir samnefndri sýningu á Lousiana, því einmitt til Óð- insvéa á Fjóni hefur rýnir- inn verið á leiðinni í mörg herrans ár. Ekki einungis um fæðingarstað H. C. Andersens og tónskálds- ins Carls Nilsens að ræða, og þriðju stærstu borg Danmerkur með yfir 185.000 íbúa, heldur státar hún af yfirgripsmikilli og lifandi menn- ingarstarfsemi. Þar er til að mynda Borgarlista- safn, Járnbrautasafn Danmerkur, eitt elsta listasafn þjóðarinnar, ásamt listahöll og listamiðstöð á mörgum hæðum í fyrrum fataverksmiðju, Brandts Klædefabrik; hýs- ir allt í senn sýningarsali samtímalistar, ljósmyndasafn, grafíksafn, blaðaútgáfu- og prentlistarsafn. Þar hefur margur athygl- isverður viðburðurinn á myndlistarsviði séð dagsins ljós á undanförnum árum sem stuggað hefur við forvitnifrumum rýnisins. Ekki laust við skömmustuvott frá haddi niður í skó í ljósi vaxandi áhuga á danskri list og menningu almennt, að auki einlægur aðdáandi ævintýraskáldsins Listamiðstöð- in ein sú lífmesta í öllu landinu og virðist í örum vexti. Komin brú yfir Litlabelti, raunar einnig Stórabelti, sem gerir vegalengdir styttri, en mannleg samskipti minni. Annars vegar til Óðinsvéa en hins vegar Árósa og Ála- borgar, allt mærðra háskóla-, safna- og menningarborga. Danmörk er miklu meira en bara Kaupmannahöfn, landið hefur á sér margar ólíkar hliðar þótt ekki sé það stórt, svona eins og margræður teningur, allar hliðar með sérstök einkenni sem hver og einn getur gengið í skugga um ef vill. Ferðin til Óðinsvéa tekur nú einungis sex stundarfjórðunga og járnbrautirnar fara á klukkustundarfresti, jafnan á hálfa tíman- um, þannig að taki ferðalangurinn 8:30 lest- ina er hann kominn til Óðinsvéa á slaginu 10. Getur allt eins verið kominn á H.C And- ersen safnið, sem er stuttan spöl frá braut- arstöðinni, rétt eftir opnun. Átt dýrlegan dag við skoðun safna og yndisþokkafullra húsa og stássbygginga úr fortíð, snætt kvöldverð á einhverjum af hinum mörgu huggu- legu veitingastöðum til að fá jafnvægi á andlega sem efnislega næringu, verið kominn til baka á góðum tíma um kvöldið þá nóttin enn er ung og volg. Taldi rétt og skylt að romsa þessu öllu upp, því mér er mjög í mun að sem flestir leggi leið sína á þennan ævintýralega blett í Danaveldi, sem ber í sér svo margt sem hlýtur að hreyfa við hverjum Íslendingi með neista af tilfinningu fyr- ir fortíðinni. Engin þrá til hins liðna á ferð hér, en að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja eins og skáldið mælti. Auðvitað hafa ótölulega margir landar sótt staðinn heim og ófáar grein- ar verið skrifaðar um hann, en sú hlið sem snýr að söfnunum líkast til mætt afgangi og fátt hef ég séð ritað um listasafnið og listhöllina. Mál- arinn Jens Juel (1745-1802) telst brautryðjandi fjónskrar málaralistar og til er hugtak í danskri listasögu, sem nefnist, Fjónbúarnir. Frá hér- aðinu eru margir snjallir myndlistarmenn ætt- aðir, meðal annars málarinn Kristian Zahrt- mann, sem á tímabili var kennari Jóns Stefánssonar. Einnig hinn óviðjafnanlegi mynd- höggvari Kai Nielsen, sem var kennari Nínu Sæmundsson sem sótti eðlilega mikil og holl áhrif í smiðju lærimeistarans í upphafi ferils síns, til að mynda þá hún mótaði styttuna Móð- urást við Lækjargötu. Kai Nielsen er meðal annars höfundur Vatnamóðurinnar, hvítu stytt- unnar á Ny Carlsberg Glyptotek í Kaupmanna- höfn og granítstyttunnar af Thorvald Bindes- böll fyrir framan Ríkislistasafnið, einnig fleiri snjöllum minismerkjum í borginni, sem annars staðar í Danmörku. Reyndist yfirmáta lærdómsríkt að skoða H.C. Andersen safnið og minnast við samtíð hans áhrifavalda og velgjörðarmenn, jafnframt undarleg tilfinnig sem hríslast um skrokkinn að hafa þetta allt í næsta sjónmáli. Og þarna eru margar hillur með útgáfum af bókum ritsnill- ingsins á fjölda tungumála svo víða hefur orðstír hans borist og margræður ævintýraheimurinn gagntekið ungar sálir. Æskuheimili Andersens er svo neðar í miðborinni en Carls Nielsens hins vegar tólf kílómetra utan borgarmarkanna. Þá eru átta kílómetrar í merkilegt þjóðminja- og þjóðháttasafn í hinu forna herrasetri Hollufg- ård, en sögu þess má rekja aftur til 1577, hér enn eitt dæmi um allar þær makalausu forn- minjar sem klingja í danskri fold. Á setrinu hafa einnig verið innréttaðar margar gestavinnustof- ur, þar starfa nú 130 málarar og myndhöggv- arar, þeir síðarnefndu búa við mjög góða að- stöðu til útfærslu verka sinna, jafnt í ný sem eldri efni svo sem steinhögg og bronssteypu. Einnig ber að geta útgáfu af fjónsku þorpi frá 18-19 öld, þar sem jafnaðarlega er í gangi sýn- ishorn á þorpslífi um miðbik 19. aldar og þangað fjórir kílómetrar. Það er stuttur spölur frá H.C Andersen safninu að Fjónska listasafninu sem er í reisulegu húsi á þrem hæðum; inniber yfirlit danskrar myndlistar frá lokum 18. aldar til nú- tímans. Er mig bar að garði var þar uppi far- andsýning á verkum William Scharff (1886- 1959) eins af prófessorunum við Akademíuna í Höfn er ég var þar við nám fyrir hálfri öld, um leið einn af brautryðjendum sígilda módernism- ans í Danmörku. Einkum þeim geira er bar í sér anga kúbisma og stórt nafn í „den tid“ eins og danskurinn segir. Tímanna tákn, að eftir stóra yfirlitssýningu á Charlottenborg 1958 hefur engin mikilsháttar sýning á verkum mál- arans verið haldin fyrr en nú og hún gistir engin stór söfn nema í Óðinsvéum, síðasti áfangastaður er Storstrøms Kunstforening og þar lýkur henni 4. nóvember. Þetta hafa orðið örlög allra prófesoranna á akademí- unni frá fimmta og sjötta áratugnum, nema að Vilhelm Lundström stendur enn fyrir sínu og vel það. Eðlilega er áhersla lögð á fjónska lista- menn, þótt safnið beri engan svip af byggðasafni í ljósi þess hve merkir málarar þetta voru, kynnir frekar þá sígildu mynd af þróun danskrar listar sem lengstum ein- kenndi Ríkislistasafnið, og upplitsdjörfum ungum listspírum utan af Fróni þótti væg- ast sagt ekki par merkileg forðum daga. Rækilega bólusettir gegn því gamaldags fári líkt og svo mörgum öðrum hliðum danskrar borgarmenningar! En með breyttum tímum, nýjum kynslóðum og annarri heimsmynd hefur tímaskeiðið öðl- ast nýtt vægi og myndverk fyrri tíma eru smám saman að þrengja sér aftur fram í sviðsljósið. Sýn manna á list fortíðar hefur jafnaðarlega verið stöðugum breytingum undirorpin og aldrei meir en á tímum hraða, hátækni og mengunar, þannig þrengir margt, sem búið var að afgreiða sem lítilsiglda list sér nú fram sem aldrei fyrr. Á einkum við frásagnarleg málverk úr fortíð, eins konar sjónræna sagnfræði mik- illar náttúrunándar í raunsæjum búningi, nú yngri kynslóðum ókennilegur heimur er svo er komið, fyrir tæknivæddan nútíma- manninn svo fjarlægur og yfirmáta forvitni- legur. Þetta á einkum við um gullaldarmálarana svonefndu, en einnig sporgöngumenn þeirra líkt og L. A. Ring og seinna Hammershøi en list þeirra ber í sér danska erfðavenju út í fing- urgóma. Á einnig við um skólabróður Rings, fé- laga og vin, fjónbúann H. A. Brendekilde (1857- 1942), sem skotið hefur upp á stjörnuhimininn á uppboðum í London á síðustu árum. Hér er við- miðið norrænn uppgangur, því á þeim slóðum hefur mönnum lengstum verið lítið sýnt að meta stórhuga og sjálfstæða samtíðarmenn á mynd- listarsviði, fá hér falleinkun sé litið til landa sunnar í álfunni, hvað þá vesturheims á nýrri tímum. Norðurlandabúar raunar ekki vaxnir upp úr þeirri niðurlægjandi minnimáttarkennd að upphefja helst sína menn eftir því hvernig loftvog fjarlægðarinnar stendur, og hve leiði- tamir þeir eru gagnvart hræringum innan menningarlandamæra stærri og hausafleiri þjóða. Felst auðvitað, hvernig sem á málið er lit- ið, mikil og uppörvandi viðurkenning í því er at- hygli stærri menningarheilda beinist að sjálf- stæðri jarðbundinni og gildri listsköpun innan Norðurlanda. Ég hafði mikinn fróðleik af að ganga um sali listasafnsins, hvar fylgja mátti þróuninni fram í nútímann, einkum fyrir mörg ágæt myndverk framúrskarandi málara, sem sum hafði ekki borið fyrir augu mín áður. Hvað sem annars DAGUR Í ÓÐINSVÉUM H.A Brendekilde: Útslitinn, 1899, olía á léreft. Gerð pappírs sýnd á grafíska safninu í „Brands klædefabrik“. Gömul hús í Óðinsvéum. William Scharff: Spegillinn 1916, olía á léreft. Vestur-sjálenska safnið. Það leikur ljómi yfir nafninu Óðinsvé, fæðingarstað ævintýraskáldsins, og þangað hafði BRAGI ÁSGEIRSSON verið á leiðinni í mörg ár, reyndar í hvert skipti sem hann kom til Kaupmannahafnar. Gat loks látið verða af því í ágúst sl. og er varla kominn til jarðar aftur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.