Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.2002, Side 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 2. MARS 2002 13
AGNAR Jón er tæplega þrítugur og horfir til
baka um tíu ár í verki sínu, Lykill um hálsinn, og
staðsetur það í Reykjavík 1990. Þá átti Madonna
heimsljósið og Ari, ein af fjórum persónum verks-
ins, dýrkar Madonnu eins og væri hún guð. Hann
er karlfyrirsæta sem hefur farið til Mílanó á Ítal-
íu til að „meika það“ en er snúinn aftur reynsl-
unni ríkari, ennþá jafn sætur en atvinnulaus, rót-
laus fegurðardís af karlkyni. Hann fyllist heilagri
andakt þegar Halli vinur hans færir honum sjald-
gæfa plötu með lagi Madonnu, það er engu líkara
en honum hafi verið færð flís úr krossi krists. Slík
er hrifningin.
Aðrar persónur eru Systa, systir hans, og
Dóra, vinkona þeirra, sem elskar Ara út af lífinu
en hann hefur lítinn áhuga á henni. Í ljós kemur
að áhugi hans beinist í aðrar áttir og Dóra verður
vonbrigðunum að bráð. „Hún verður fljót að
jafna sig,“ segir Agnar Jón. „Hún er þessi týpa
sem fórnar sér fyrir aðra, hengir sig á þá og skil-
ur ekki einföldustu skilaboð. Hún situr enn í
partíinu þó búið sé að segja tuttugu sinnum
„jæja“. Ari hefur alltaf vanist því að allir dáðust
að honum, hann er svo fallegur og sætur. Systir
hans hefur alltaf séð um hann og eftir að mamma
þeirra dó tók hún við honum og gekk honum í
móðurstað.
Agnar Jón leggur áherslu á að þetta sé venju-
legt fólk af sinni kynslóð. „Þetta eru hvorki
glæpamenn né dópistar. Við fylgjumst með þeim
eina helgi þar sem þau fara út að skemmta sér.
Þau drekka mikið og skemmtunin er tryllt og há-
vaðasöm. Þannig er það hjá ungu fólki. Það lifir
fyrir hávaðann og hraðann og helgarnar.
Drykkjumynstrið er eyðileggjandi en hér á landi
er það ekki álitið alkóhólískt. Þetta er viðurkennd
fötlun. Þegar ég var að undirbúa skrifin að þessu
leikriti þá safnaði ég sögum frá alls kyns fólki,
sögum úr skemmtanalífinu og einnig horfði ég
lengra aftur, til Reykjavíkursagna Ástu Sigurð-
ar, ljóða Dags Sigurðarsonar og teikninga Al-
freðs Flóka.“
Agnar Jón útskrifaðist úr Leiklistarskóla Ís-
lands fyrir 5 árum. Hann hefur tekið þátt í ýms-
um leiksýningum og stjórnað uppfærslum á sýn-
ingum framhaldsskólanema. „Ég hef unnið mikið
með unglingum á undanförnum árum. Þar hef ég
séð að skilaboðin sem samfélagið sendir þeim um
hvernig á að haga sér sem fullorðin manneskja
eru mjög ruglingsleg. Í dag hafa börn og ungling-
ar greiðan aðgang að alls kyns upplýsingum sem
þeim væri kannski betra að fá ekki fyrr en seinna.
Rangar og villandi hugmyndir um kynhegðun og
kynlíf eru meðal þess sem ég sé að unglingar eru
haldnir. Við lifum einnig í agalausu samfélagi.
Það eru allir svo hræddir við að draga mörk í
samskiptum og samfélaginu. Hvað má og hvað
má ekki. Allt þetta og meira til fær fólk að sjá
fjallað um í Lykill um hálsinn.“
Leikararnir í Vesturporti taka sjálfa sig og list
sína alvarlega. Þau vilja segja eitthvað með því
sem þau eru að gera. Þeim liggur heilmikið á
hjarta. Það er góðs viti.
VANRÆKT NÚTÍMAFÓLK
Kynslóð 9. áratugarins er í brennidepli í Lykill um háls-
inn, nýju leikriti sem frumsýnt verður í kvöld í Vesturporti.
HÁVAR SIGURJÓNSSON kyrrsetti höfundinn og leik-
stjórann Agnar Jón eina litla morgunstund.
Ástin tekur á sig margar myndir. Björn Hlynur Haraldsson og Þórunn Clausen.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Dóra á erfiðri stund. Þórunn Clausen.
havar@mbl.is
St. Louis-sinfóníuhljómsveitin
gat sér gott orð á níunda ára-
tugnum sem ein betri sinfón-
íuhljómsveita Bandaríkjanna.
Sveitin ferðaðist víða og vakti
aðdáun jafnt gagnrýnenda
sem almennings.
Fyrir nokkrum árum lenti
sveitin hins vegar í alvarlegum
fjárhagsörðugleikum sem stöf-
uðu ekki hvað síst af því að
eytt hafði verið um efni fram.
Á undanförnum mánuðum
hafa stjórnendur hljómsveit-
arinnar unnið að því hörðum
höndum að forða sveitinni frá
gjaldþroti með hörðum sparn-
aðaraðgerðum sem einkennst
hafa af mikilli samvinnu tón-
listarmanna og stjórnenda.
Tónlistarfólkið hefur þannig
sætt sig við 8% launalækkun,
en hlotið í staðinn aukinn þátt
í rekstri sveitarinnar. „Þetta
er ekki þekkt leið,“ segir Tim-
othy Myers, básúnuleikari.
„Við fetum okkur áfram, en ég
er bjartsýnn því við erum að
taka á lykilspurningu, sem er:
Hvert er hlutverk tónlistar-
manna.“
Tónlistarmennirnir við-
urkenna að sparnaðaraðgerðir
stjórnarinnar hafi vakið tölu-
verða reiði í fyrstu. „Það ríkti
mikil reiði, afneitun og þetta
var áfall,“ segir Jan Gippo
flautuleikari sem fer fyrir fé-
lagi tónlistarmannanna. „Við
höfðum ekki séð svona tölur
áður. Við kynntum stjórninni
okkar kröfur og þeirra svar
var: Hér er bókhaldið, hvað
viljið þið að við gerum? Eng-
inn hafði talað svona við okkur
áður, þannig að við ákváðum
að setja okkur betur inn í fjár-
hagsáætlanirnar.“
Skrímsli
á óperusvið
SKOSKA óperan fékk nýlega
tónskáldið Sally Beamish, sem
þykir með efnilegri tón-
skáldum Breta af yngri kyn-
slóðinni, til að semja fyrir sig
nýtt óperuverk. Verkið semur
Beamish í samstarfi við skoska
rithöfundinn Janice Galloway,
sem getið hefur sér orð fyrir
fyndnar skáldsögur sem jafn-
framt koma við kaunin á fólki.
Viðfangsefni óperunnar er
nokkuð óvenjulegt, en mikill
meirihluti allra óperuverka
byggist á leikritum eða skáld-
sögum – mjög fáar á raunveru-
legum atburðum.
Ópera þeirra Beamish og
Galloway, sem fengið hefur
heitið Skrímsli, mun hins veg-
ar byggjast á ævi Mary Shel-
ley, konunnar sem samdi
Frankenstein.
Sala látinn
ÞÝSKA tónskáldið Oskar Sala,
sem er hvað þekktastur fyrir
samstarf sitt við bandaríska
leikstjórann Alfred Hitchcock,
er látinn, 91 árs að aldri. Sala
átti meðal annars heiðurinn að
fuglahljóðunum í myndinni
„The Birds“, eða Fuglarnir,
eftir Hitchcock, en þau voru
framkölluð með sérstakri upp-
finningu Sala – forvera hljóð-
gervilsins – sem hann hannaði
árið 1929. Sú uppfinning hans
naut mikilla vinsælda á þýska
auglýsingamarkaðnum og var
hljóðfærið mikið notað í þýsk-
ar auglýsingar á fimmta og
sjötta áratugnum.
Fæstir gerðu sér hins vegar
grein fyrir að fuglahljóðin í
mynd Hitchcocks hefðu verið
búin til með vélrænum hætti.
Björgun
St. Louis-
sveitarinnar
ERLENT
CAPUT-HÓPURINN gengst fyrir tónleikum í
Borgarleikhúsinu í dag kl. 15.15. Yfirskriftin
er Shaman og fram koma Pétur Jónasson gít-
arleikari og Kolbeinn Bjarnason flautuleikari,
ásamt Caput-sinfóníettu. Stjórnandi er Guð-
mundur Óli Gunnarsson.
Flutt verða verk eftir sex tónskáld: Shaman
eftir færeyska tónskáldið Kristian Blak en
þar er Caput-hópurinn fullskipaður. Ekki
verður einungis um hljóðflutning að ræða í
verkinu því ljósið leikur þar stórt hlutverk og
verður „yfirnáttúruleg stemmning ríkjandi,“
að sögn Caput-manna. Þá verða flutt tvö verk
eftir landa Blaks, Sunleif Rassmussen, Danc-
ing Raindrops fyrir klarínettu, fiðlu og píanó
og Mozaik/Miniature fyrir flautu, klarínettu,
fiðlu og píanó. Þrjú gítarverk verða leikin:
Equlibrium eftir Huga Guðmundsson, Til-
brigði við jómfrú eftir Kjartan Ólafsson og
Veglaust haf eftir Atla Heimi Sveinsson. Þá er
ótalið verk eftir Svein L. Björnsson fyrir alt-
flautu, bassaflautu og gítar, Að skilja skugga.
Morgunblaðið/Jim Smart
Nokkrir meðlimir Caput-hópsins: Sigurður Halldórsson, Guðni Franzson, Pétur Jónasson, Kol-
beinn Bjarnason og Daníel Þorsteinsson.
FULLSKIPAÐUR CAPUT Í SHAMAN
eftir Agnar Jón.
Leikarar: Erlendur Eiríksson, Þórunn
E. Clausen, Lára Sveinsdóttir og Björn
Hlynur Haraldsson.
Leikmynd og lýsing: Sigurður Kaiser.
Kvikmynd: Björn Helgason.
Hljóð: Úlfar Jakobsen.
Útsetn. tónlistar: Jón Ólafsson
Leikgervi: Ásta Hafþórsdóttir.
Hreyfingar: Hrefna Hallgrímsdóttir.
Leikstjóri: Agnar Jón Egilsson.
LYKILL UM
HÁLSINN
LEIKSTJÓRINN Kjartan Ragnarsson hefur
verið ráðinn til að sviðsetja Pétur Gaut í
Borgarleikhúsinu í Borås í Svíþjóð í haust.
Fyrir ári var Kjartan sterk-
lega orðaður við stöðu leik-
hússtjóra í Borås en þrátt
fyrir yfirlýstan vilja leikhús-
stjórnarinnar og menningar-
málanefndar borgarinnar
strandaði ráðningin í stjórn
borgarinnar vegna launamála.
Tengsl Kjartans við leik-
húsið eru þó greinilega órofin
þar sem hann hefur verið ráð-
inn til leikstýra þessu nafn-
togaða verki eftir Henrik Ib-
sen.
Tvær sýningar í leikstjórn Kjartans eru nú
á fjölum Þjóðleikhússsins, Hver er hræddur
við Virginíu Woolf á Litlasviðinu og Anna
Karenina á Stóra sviðinu. Það er því skammt
stórra högga á milli hjá Kjartani sem er orð-
inn vel þekktur í Svíþjóð fyrir leikstjórn á
undanförnum árum, m.a. eigin leikgerð á
Grandavegi 7 eftir Vigdísi Grímsdóttur hjá
Borgarleikhúsinu í Gautaborg fyrir tveimur
árum.
Kjartan Ragnarsson
Kjartan
Ragnarsson
LEIKSTÝRIR
PÉTRI GAUT
Í BORÅS