Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.2002, Page 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 2. MARS 2002 15
l i s t a s a f n k ó p a v o g s
gerðarsafn, hamraborg 4 , kópavogi
9 . febrúar–3. mars 2002
opnunartímar:
þriðjudagur–sunnudagur kl . 11–17
leiðsögn:
guðbjörg kristjánsdóttir , forstöðumaður
fimmtudagur, laugardagur
og sunnudagur kl . 15
aðgangur ókeypis
www.carnegieartaward.com
MYNDLIST
Árnastofnun, Árnagarði: Handritasýn-
ing opin þri.- fös. 14-16. Til 15.5.
Galleri@hlemmur.is: L. Pérez de Siles
de Castro og Ólafur Á. Ólafsson. Til 2.3.
Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Daði Guð-
björnsson. Til 24.3.
Gallerí Reykjavík: Guðfinna Hjálmars-
dóttir. Til 20.3. Ingibjörg Klemenzdóttir.
Til 12.3.
Gerðarsafn: Carnegie Art Award.Til 3.3.
Gerðuberg: Þetta vil ég sjá – Eva María
Jónsdóttir. Til 23.3.
Hafnarborg: Svifið seglum þöndum.
Sverrissalur: Skipamódel Gríms Karls-
sonar. Til 8.4.
Hallgrímskirkja: Sigtryggur Bjarni
Baldvinsson. Til 20.5.
i8: Helena Hietanen. Til 2.3.
Íslensk grafík: Guðný Björk Guðjóns-
dóttir. Til 24.3.
Langholtskirkja: Kristján Davíðsson og
Ásgerður Búadóttir. Til 23.4.
Listasafn Ak: Sigurjón Ólafsson. Vest-
ursalur: Katrín Elvarsdóttir. Til 7.4.
Listasafn ASÍ: Inga Sólveig Friðjóns-
dóttir, ljósmyndir. Gryfja: Íris Elfa Frið-
riksdóttir. Til 10.3.
Listasafn Borgarness: Björg Örvar,
Gunnar Karlsson, Jón Axel Björnsson
og Valgarður Gunnarsson. Til 3.4.
Listasafn Einars Jónssonar: Opið laug-
ardaga og sunnudag kl. 14-17.
Listasafn Íslands: Úr eigu safnsins –
fjórar sýningar. Til 14.4. Finnbogi Pét-
ursson. Til 14.4.
Listasafn Rvíkur - Hafnarhús: Bernd
Koberling. Til 3.3. Breiðholtið. Til 5.5.
Listasafn Rvíkur - Kjarvalsstaðir: Aust-
ursalur: Jóhannes S. Kjarval. Til 31.5.
Innsetning Hannesar Lárussonar. Hall-
steinn Sigurðsson og Þór Vigfússon. Til
1.4.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Kyn-
legir kvistir. Til 5.5.
Listasalurinn Man: Ingibjörg Hjartar-
dóttir, Kristín J. Guðmundsdóttir og Re-
bekka Gunnarsdóttir. Til 10.3.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur: Guð-
mundur Ingólfsson. Til 24.3.
Norræna húsið: Norræna vatnslitasafn-
inu. Til 24.3. Húðflúr. Til 17.3.
ReykjavíkurAkademían: Hjálmar Stef-
ánsson. Til 3.4.
Straumur: Bjarki Reyr Ásmundsson og
Arsineh Houspian. Til 3.3.
Þjóðarbókhlaða: Gerla. Til 8.3.
Þjóðmenningarhúsið: Landafundir og
ragnarök.
TÓNLIST
Laugardagur
Borgarleikhúsið: Caput. Kl. 15.15.
Salurinn: Blásarasveit Reykjavíkur og
strengjakvartett. Kl. 17.
Ýmir: Laugardagskvöld á Gili: Kl. 22.
Sunnudagur
Norræna húsið: Jonas Larsson slag-
verk. Kl. 17.
Laugarneskirkja: Kammersveit Nýja
tónlistarskólans. Kl. 20.
Íslenska óperan: Signý Sæmundsdóttir,
Ólafur Kjartan Sigurðarson, Fríða Sæ-
mundsdóttir. Kl. 12.15.
Miðvikudagur
Norræna húsið: Auður Hafsteinsdóttir,
Nína Margrét Grímsdóttir. Kl. 12:30.
DANS
Borgarleikh: Íslenski dansflokkurinn:
Through Nana’s eyes, Lore, lau., fim.
Bylting hinna miðaldra, mið. frums.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið: Jón Oddur og Jón Bjarni,
frums. lau. Anna Karenina, fim., fös.
Syngjandi í rigningunni, lau. Með fulla
vasa af grjóti, lau., sun., fim., fös. Hver er
hræddur við Virginíu Woolf, lau., sun.,
fim., fös. Karíus og Baktus, sun.
Borgarleikhúsið: Boðorðin 9, sun. Með
vífið í lúkunum, fös. Fyrst er að fæðast,
lau., sun., fim. Jón Gnarr, fös. Common
Couple, sun. Píkusögur, lau., fös. Gest-
urinn, lau., fös.
Íslenska óperan: Leikur á borði, lau.,
fös.
Möguleikhúsið: Prumpuhóllinn, sun.
Skuggal., mið.
Hafnarfjarðarleikhúsið: Rauðhetta,
lau., sun.
Vesturport: Lykill um hálsinn, frums.
lau. Sun., fim., fös.
Nemendaleikhúsið: Íslands þúsund ár,
lau.
Leikfélag Akureyrar: Slavar, lau. Gull-
brúðkaup, sun.
MENNING
LISTIR
N Æ S T U V I K U
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
SÝNING á Diabolus, verki Finnboga Péturs-
sonar, verður opnuð í Listasafni Íslands í
dag, laugardag. Verkið hannaði hann og
smíðaði fyrir íslenska sýningarskálann á
myndlistar-tvíæringnum í Feneyjum á Ítalíu
2001 en þar var hann fulltrúi Íslands.
Diabolus er innsetning í formi hljóð-
skúlptúrs. Í öðrum enda verksins eru org-
elpípa og hátalari sem geta myndað tóninn
(diabolus in musica) sem kaþólska kirkjan
bannaði um skeið á miðöldum.
Finnbogi Pétursson (f. 1959) menntaðist í
myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Ís-
lands og Jan van Eyck Akademie í Maas-
tricht, Hollandi. Hann hefur lagt sérstaka
stund á gerð hljóðverka sem hann kallar oft
„teikningar“ eða „skúlptúra“ í loftinu.
Sýningunni lýkur 14. apríl. Listasafnið er
opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17.
Ókeypis aðgangur er á miðvikudögum.
Morgunblaðið/Ásdís
Finnbogi Pétursson inni í verki sínu. Innstir
eru hljóðgjafarnir tveir.
„DIABOLUS“ Í LISTA-
SAFNI ÍSLANDS
S
ÆNSKI slagverksleikarinn
Jonas Larsson kemur fram á
tónleikum í Norræna húsinu
á morgun, sunnudag, kl. 17. Á
efnisskrá eru sex verk eftir
fimm höfunda, þar af þrjú
frumflutt.
„Það er svo merkilegt að
öll tónskáldin þrjú verða viðstödd,“ segir
eitt tónskáldanna sem fær verk frumflutt,
Áskell Másson, en hin eru Bandaríkjamað-
urinn Stuart
Saunders Smith
og Svíinn Fred-
rik Österling.
„Það er ekki á
hverjum degi
að það gerist.“
Að auki leik-
ur Jonas verk
eftir James
Tenney og
Frank Cox.
Að sögn Ás-
kels setti Jonas
efnisskrána
saman sérstak-
lega fyrir þessa
tónleika en sér-
staða hans er
nokkur í heimi
slagverksins.
„Hann er þekktur fyrir að leika gjarnan
verk sem eru alveg einstaklega erfið í flutn-
ingi og taka langan tíma í æfingu og
vinnslu. Að því leytinu til er þetta mjög sér-
stök efnisskrá. Þetta er efnisskrá sem er
harla ólíklegt að við fáum að heyra einhvern
annan spila,“ segir Áskell.
Aura nefnist verk Áskels sem frumflutt
verður á morgun. „Aura þýðir útgeislun og
þetta er alveg glænýtt verk, samið um síð-
ustu jól. Nafnið er í takt við viðfangsefnið
en verkið er skrifað fyrir klukkuspil og
crotales, sem eru litlar bjöllur. Það er heil-
mikið að gerast í þessu verki.“
Hreifst af leik Jonasar
Fundum Jonasar og Áskels bar fyrst
saman í háskólabænum Akron í Bandaríkj-
um fyrir sléttum fjórum árum. „Ég hafði
unnið með landa hans og félaga Roger
Carlsson í mörg ár en þekkti ekki til Jonas-
ar áður. Það var hins vegar afskaplega gam-
an að kynnast honum. Hann var þarna með
kynningu og tónleika, þar sem hann lék ein-
mitt nokkur einstaklega erfið verk eftir
ýmsa höfunda, meðal annars Stuart Saund-
ers Smith. Ég hreifst strax af leik hans og
við fórum að ræða málin. Ég á geysilega
stórt og erfitt verk sem heitir Sónata fyrir
slagverk, fyrir einn spilara og fjöldan allan
af hljóðfærum, og hann sýndi því strax mik-
inn áhuga. Eitt leiddi af öðru og við
ákváðum að ég semdi nýtt verk sem að ein-
hverju leyti yrði byggt á sónötunni. Það er
Aura.“
Jonas leikur annað verk eftir Áskel á tón-
leikunum, Prim. „Það verk var samið fyrir
Gert Mortensen og hefur verið leikið mörg
hundruð sinnum og er vel þekkt meðal slag-
verksleikara. Prim hefur líka verið kennt í
tónlistarháskólum víða um heiminn. Allir
konunglegu skólarnir á Norðurlöndum
kenna það og sömuleiðis mjög margir há-
skólar í Bandaríkjunum og einhverjir í Evr-
ópu.“
Áskell þekkir Fredrik Österling ekki en
kynntist Stuart Saunders Smith í Banda-
ríkjunum. Eiginkona hans rekur útgáfufyr-
irtæki, Smith Publications, sem hefur gefið
út tvö verka Áskels. „Ég þekki þau fyrst og
fremst í gegnum þessa útgáfu.“
Smith-hjónin eru bæði slagverksleikarar
og að sögn Áskels semur Stuart einkum og
sér í lagi fyrir slagverk.
Tónleikarnir eru styrktir af Sænsk-ís-
lenska samstarfssjóðnum og Svenska riks-
konserter en þeir eru haldnir í samvinnu við
Vetrarhátíðina í Reykjavík.
Slagverksleikarinn Jonas Larsson á tónleikum í Norræna húsinu
SÉRSTÖK EFNISSKRÁ
Jonas Larsson frumflytur þrjú verk á tónleikunum á morgun.
Áskell Másson