Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.2002, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.2002, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. ÁGÚST 2002 A LLT orkar tvímælis þá gert er. Til þess að leggja mat á verk sem unnin eru á 20. öld- inni erum við ugglaust ennþá of nærri viðfangsefninu, en samt er forvitnilegt að líta yfir þetta tímaskeið á Íslandi og þá blasir við að ýmis stór- virki hafa verið unnin. Íslendingar voru ótrúlega fljótir að átta sig á kostum steinsteypunnar. Hún varð langsamlega þýðingarmesta byggingarefni 20. aldarinnar, sem segja má hafi orðið öld steinhúsanna. Í ald- arbyrjun vantaði svo að segja allt á Íslandi. Örfá hús voru til úr varanlegu efni; öll steinhlaðin. Það sem byggt var eftir að menn tóku upp þá tækni að hella steinsteypu í mót er ótrúlega yfirgrips- mikið, en hitt er ekki síður áhugavert að meðal þess sem gert var snemma og á fyrriparti ald- arinnar eru verk sem oft bera merki um verk- snilli og frábæra listræna tilfinningu. Sé reynt að átta sig á því bezta sem við eigum í steinsteyptum húsum og mannvirkjum frá öld- inni er í mörg horn að líta, en að leiðarljósi þarf að hafa nokkur grundvallaratriði svo sem list- rænt útlit, sögulegt mikilvægi og byggingar- tæknilega sérstöðu. Vegna sögulegs mikilvægis mætti láta sér detta í hug að meiripartur athygl- isverðustu húsa og mannvirkja væri frá fyrri- hluta aldarinnar. Það reynist þó ekki afdráttar- laust vera svo. Það smáa kann að vera stórt Þegar þetta er skoðað á landsvísu beinist at- hyglin ekki einvörðungu að stórbyggingum og stærstu mannvirkjunum svo sem virkjunum, brúm eða höfnum. Sum lítil hús og óásjáleg geta verið merkileg fyrir einhverra hluta sakir. Sem dæmi um það mætti nefna rafstöðvarhús í Hólmi í Landbroti og víðar í Skaftafellssýslum, verk brautryðjandans Bjarna í Hólmi sem átti mestan þátt í að rafvæða Skaftfellinga. Sum lítil steinhús geta haft vægi á við stórbyggingar fyrir sakir listrænna vinnubragða; til að mynda gamalt Vigtar- og kaffihús við Reykjavíkurhöfn, sem vanrækt hefur verið að halda við, og spennistöðv- ar í Reykjavík sem Guðjón Samúelsson teiknaði. Meðal þess smáa er fundarhús Lónmanna austur í Lóni, og Seljavallalaug sem ungmennafélagar undir Eyjafjöllum steyptu 1923, hvorttveggja at- hyglisvert verk sem bættu mannlífið í þessum sveitum. Á hringferð kringum landið sumarið 2001 hug- aði ég að ýmsum mannvirkjum og steinhúsum, gömlum og nýjum, og tók af þeim ljósmyndir. Til að mynda fannst mér merkilegt að sjá eitt elzta steinsteypta fúnkishús landsins á Seyðisfirði frá árinu 1938, verk Þóris Baldvinssonar sem síðar veitti forstöðu Teiknistofu landbúnaðarins. Sundskáli Svarfdæla frá 1929 er líklega ekki víð- kunnur, en var engu að síður merkilegt framtak þar í sveitinni og er enn í góðu gildi. Eftirminni- legast var þó að koma í Ingjaldshólskirkju á Snæfellsnesi, sem er með vissu talin elzta stein- steypta kirkjan í heiminum. Svo má spyrja: Eru hús merkilegri en „dolosar“ sem brjóta brimið í Þorlákshöfn, nýja brúin yfir Jökulsá í Dal, eða Garðskagavitinn gamli? Meðal merkilegra mannvirkja sem segja má að séu gleymd og graf- in er flóðgátt Flóaáveitunnar á Brúnastaðaflöt- um; stórvirki frá árinu 1927, sem Jón Þorláksson landsverkfræðingur og síðar forsætisráðherra hannaði. Kristinn Vigfússon staðarsmiður á Sel- fossi, sem byggði þar stórhýsi Kaupfélags Árnes- inga, Landsbankahúsið og Mjólkurbú Flóa- manna, vann afreksverk sem nú er gleymt við gerð flóðgáttarinnar. Efnið varð að flytja á veg- leysum yfir foraðsmýrar, en framkvæmdin markaði þáttaskil fyrir búskap í Flóanum. Tæknin reynist ekki forsenda fyrir listrænum árangri Steinsteypa var fyrst notuð í prestsetrið á Görðum á Akranesi með því að hleðslusteinar voru steyptir og aðeins slegið upp mótum fyrir gaflþríhyrningunum. Fyrsta húsið sem byggt var á þann hátt að steypu var hellt í mót var hins- vegar íbúðarhús að Sveinatungu í Norðurárdal og sá atburður átti sér stað 1895. Húsið stendur enn og hefur verið vel við haldið. Á fyrriparti aldarinnar voru unnin stórvirki við erfiðar aðstæður; steypan hrærð með handafli og hífð upp með handafli. Í suma vita urðu menn að bera mölina í pokum á bakinu úr báti og upp á byggingarstað. Við byggingu Dyrhólaeyjarvit- ans árið 1927 var byggingarefnið flutt á bátum upp í fjöru og síðan híft upp á bjargbrúnina með handafli. Það hefur verið mikið erfiðisverk að steypa upp Vífilsstaðaspítalann fyrir 1910, Reykjavíkur Apótek 1916–17 og Korpúlfsstaði 1925–30. Eftir timburhúsaskeiðið byggðu menn í fyrstu steinhús, þar sem tekið var mið af klassískum stíl steinhleðslu- og timburhúsa. Þetta tímabil hefur verið nefnt íslenzka steinsteypuklassíkin. Það stóð ekki lengi en mikil vinna var lögð í smáatriði sem segja má að séu einvörðungu fyrir augað. Allt slíkt skraut var síðar bannfært þegar mód- ernisminn varð að einstefnu. Á þessu stutta tíma- bili steinsteypuklassíkurinnar urðu til nokkrar perlur og má ímynda sér að mótasmíðin hafi oft verið flókin og seinleg. Síðar hefur tæknin og hraðinn verið látin ráða ferðinni; annað er of dýrt, en jafnframt væri hægt að benda á fjölda ömurlegra dæma um steinsteypta kumbalda í frystikistustíl sem verða að líkindum ekki varð- veittir til framtíðar. Skemmtilegt er að sjá þegar mikil alúð hefur verið lögð við smáatriði í minni háttar mannvirkj- um eins og til að mynda fyrrnefndum spenni- stöðvum sem Guðjón Samúelsson teiknaði. Ef til vill veita menn þessu enga athygli, en þar eru bogadregnar dyr, spjaldsettar hurðir, koparþök og flatsúlur á hornum. Á forhlið hússins Austur- stræti 9 í Reykjavík, sem enn er kennt við Egil Jacobsen þó að sú verzlun sé þar ekki lengur, eru sérstæðar og fallegar skreytingar enda þótt for- hlið hússins sé módernísk. Þessar skreytingar teiknaði Jens Eyjólfsson en Guðmundur frá Mið- dal útfærði þær. Þar er í fyrsta sinn líkt eftir stuðlabergi með steinsteypu, en síðar kemur það stef fyrir hjá Guðjóni Samúelssyni í Landakots- kirkju, Þjóðleikhúsinu og Hallgrímskirkju. Ann- arskonar skreyti var í tízku á sumum fyrstu steinhúsunum. Það sést á einu allra elzta stein- húsi í Reykjavík, íbúðarhúsinu Ingólfsstræti 21 sem Halldór Þórðarson lét byggja 1903. Þetta skreyti felst í að móta hleðslusteina úr steypu á hornunum; stílbragð sem var vel þekkt utan landsteinanna. Annað skreyti af erlendum upp- runa var kastalastíllinn og setur hann enn svip á umhverfið við Laufásveg þar sem Pétur Thor- steinsson útgerðarmaður frá Bíldudal byggði yf- ir sig glæsihús á árunum 1916–19. Eftir að Bjarni Jónsson bíóstjóri eignaðist húsið nefndi hann það Galtafell eftir fæðingarstað sínum og hefur því nafni verið haldið. Á síðari hluta aldarinnar hefur minna verið gert til þess að móta í steypu eitthvað sem gæti staðið sem stílbragð eða verið til skrauts. Þó er það til og má benda á að Manfreð Vilhjálmsson arkitekt hefur gert það á athyglisverðan hátt með því að kljúfa fiskitrönur og setja í mótin, svo sem sjá má á skólabyggingu og íbúðarhúsi í Garðabæ. Arkitektarnir Vilhjálmur og Helgi Hjálmarssynir, hafa á einkar listrænan hátt líkt eftir hefðbundinni veggjahleðslu með mótun í steinsteypu í Minningarkapellunni á Kirkjubæj- arklaustri og þar er enn ein lítil perla í bygging- arsögu aldarinnar. Annað sem segja má að gegni því hlutverki að gæða steinveggi lífi er að móta- áferðinni er haldið; veggirnir stundum aðeins Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson Ásmundarsafn er eitt af verkum Ásmundar Sveinssonar og einstætt meðal steinsteyptra húsa á Íslandi. Elzti hluti þess er „kúlan hans Ásmundar“ frá 1942. Manfreð Vilhjálmsson teiknaði síðar viðbyggingu, sem fellur vel að eldri hlutanum. Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson Gamla sjúkrahúsið á Ísafirði. Arkitekt: Guðjón Samúelsson. Húsið reis 1924–25, eitt fegursta verk Guðjóns og hefur alla tíð síðan verið staðarprýði; klassískt hús með ein- staka útfærslum í anda nýbarokkstefnu. Núna er bóka-, skjala- og listasafn í húsinu. AFREKSVERK FR E F T I R G Í S L A S I G U R Ð S S O N MERKILEG STEINSTEYPT HÚS OG MANNVIRKI Íslendingar voru fljótir að átta sig á því um og fyrir aldamótin 1900 að steinsteypan var framtíðarbyggingarefni og byggðu fyrstu steinsteyptu kirkjuna í heiminum 1903. Á fyrsta áratug aldarinnar var ráðizt í stórbyggingar, en Vífilsstaðaspítalinn var fyrsta stórhýsið sem Íslendingar byggðu að öllu leyti sjálfir. Hnitbjörg, Listasafn Einars Jónssonar. Einar teikn til 1923. Á myndinni sést hliðin sem snýr út að g kemur í veg fyrir L Straumnesvit 1940 og er e son

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.