Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.2002, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. ÁGÚST 2002
H
ér er guðdóm að finna meiri
en eyru kunna að nema.
Skilgreining hjúpaðra lífs-
tákna heimsins alls og sköp-
unar Guðs; hljómfegurð al-
heimsleg og vel skilgreind. Í
stuttu máli; skiljanleg útlist-
un þess tónræna sem hljóm-
ar í eyrum Guðs.“
Þessi orð eru tileinkuð Sir Thomas Browne,
og prentuð í eintak af Goldberg-tilbrigðunum
sem gefin voru út 1930 af Schirmer-útgáfufyr-
irtækinu í New York. Ekki er alveg ljóst hvort
þau eiga við Goldberg-tilbrigðin eða tónlist J.S.
Bach í heild, en vert er að vitna til þeirra sem
dæmis um, hvað sumum samtímamönnum þótti
mikið til um tónlist þessa mikla meistara.
Haft er eftir einum nemanda J.S. Bach, Kirn-
berger að nafni, að Bach hafi oft sagt í sinni við-
urvist: „Es muss alles möglich zu machen sein.“
(Það ætti að vera mögulegt að gera allt.) Þessi
orð vitna um óbifanlegt sjálfstraust og óþreyju
eftir árangri og þekkingu.
Bach, svo og margir samtímamenn hans, litu
ekki á eingöngu á tónlist sem tjáningarform
heldur líka sem vísindi. Mikið hefur verið ritað
um vinnuaðferðir hans, sem kalla mætti vís-
indalegar, en það er ekki ætlun mín í þessari
grein að fjalla um þá heillandi hlið á tónsköpun
hans, heldur vekja athygli á Goldberg-tilbrigð-
unum sjálfum, svo að sem flestir geti kynnst
þessu margslungna og göfuga tónverki og öðl-
ast um leið „lykil að vistarverum í eigin huga
sem aðeins þetta tónverk getur opinberað“.
Þegar Bach dvaldi í Weimar sem ungur mað-
ur vakti hann athygli frænda síns á því, að hið
fræga fjölskyldunafn þeirra, BACH, mætti tón-
setja samkvæmt því tónkerfi sem notað var í
Þýskalandi og víðar í Evrópu, svo úr yrði fjög-
urra nótna tema. Þetta tema kemur oft fyrir í
tónverkum hans og stundum sem frækorn flók-
inna tónverka, sérstaklega á síðari hluta ævi
hans.
Það virðist hafa verið algengt hjá tónskáldum
á þessum tíma að nota bókstafi og tölustafi sem
hluta vinnuaðferðar við uppbyggingu tónverka,
og líta á óvænta útkomuna sem efnivið í tón-
verk. Hjá meisturum eins og Bach varð slíkt
efni oftast að sannkallaðri tónlist, þó er því ekki
að neita, að Bach getur verið þurr á manninn,
jafnvel akademískur. Það er ekki að ástæðu-
lausu að músíkalskir synir hans uppnefndu
hann gömlu hárkolluna.
Til gamans vil ég skjóta því inn hér að þessa
samtengingu bókstafa og talna við nótur er enn
að finna á okkar tímum, og í því sambandi minn-
ist ég þýsks gyðings sem ég eitt sinn þekkti, og
hafði hann fyrir sið að flauta símanúmer í la-
grænu formi. Núll var grunntónninn, svo fylgdi
númerið sem „laglína“, mótuð eftir þeim tölum
sem í símanúmerinu voru. Hver tala samsvaraði
tónbili. Ég hringdi eitt sinn í hann til að fá núm-
er hjá sameiginlegum kunningja okkar, það
sem ég fékk í hlustina var sjötóna laglína a la
Weber (frægt tólftónatónskáld), sem ég var
lengi að vinna úr, þó flautaði hann laglínuna
hægt tvisvar sinnum.
Ekki kæmi mér á óvart að ef J.S. Bach væri á
lífi í dag stríddi hann öðrum tónlistarmönnum á
sama hátt, með því að flauta símanúmer sitt á
miklum hraða, svo og nafnnúmer og annað slíkt.
Takmarkalaus uppfyndingasemi
og andlegt jafnvægi
Síðustu tónverk J.S. Bach eru afar nýstárleg
hvað margslungna uppbyggingu og form snert-
ir. Þau eru einstök og taka á engan hátt mið af
ráðandi tísku samtímans.
Þótt þau séu oft flókin er hin tæknilega snilld
svo samræmd tónverkinu og listrænu innihaldi
þess, að hinn almenni hlustandi verður einskis
var. Tónverkin vitna um gáfur, listfengi, tak-
markalausa uppfyndingasemi, andlegt jafn-
vægi, mannúð og trú á það guðdómlega.
Bach segir djúpa og flókna hluti af skírleika,
þannig að boðin berast í gegnum eyrað og til
heilans, sem fyrir bragðið „tendrast upp“, og af
stað fer „heilastarfsemi“, þar sem heilinn vinn-
ur úr tónrænum boðunum oft á leifturhraða og
skapar innri gleði og undrun, sem vart er finn-
anleg á öðrum sviðum.
Þegar Bach var gerður meðlimur í Félagi
tónvísindamanna, sem stofnað var 1738, var ein-
kennistala hans 14. Þessi tölustafur er byggður
á reglu um hvar stafir ættarnafns hvers með-
lims eru í stafrófinu. Samkvæmt þessari reglu
var nafnið BACH því: 2+1+3+ 8 =14. Á svip-
uðum tíma skrifar Bach 14 flókna kanóna með
eigin hendi, aftan á eintak af Goldberg-tilbrigð-
unum, og er þetta hið vísindalega árlega fram-
lag hans sem félagsmönnum var skylt að leggja
fram allt til 65 ára aldurs. Kanónarnir eru skrif-
aðir á „dulmáli“, og neyddust því félagsmenn til
að ráða fram úr því sjálfir til að geta leikið tón-
verkin yfir. Þetta var eina „vísindalega“ fram-
lag hans til félagsins, enda var hann þá þegar
orðinn 64 ára gamall.
Síðasta tónverk Bach mun hafa verið stuttur
kanón, tileinkaður B.G. Faber, og tvinnar Bach
saman nöfn þeirra beggja í texta á latínu, á eft-
irfarandi hátt: Fidelis Amici Beatum Esse Re-
cordari (Það vekur gleði að minnast vinar) og
Bonae Artis Cultorem Habeas (Þú hefur ein-
hvern sem listinni þjónar). Upphafsstafur hvers
orðs samsvarar hér nótu, nema nota þarf ítalska
kerfið til að notfæra sér R í Ricordare, nótuna
RE, sem er í þýska kerfinu D.
Tónlistarunnendum til ánægju
Goldberg-tilbrigðin voru fyrst gefin út af
Balthasar Schmid í Nürnberg 1742 og á titil-
blaði er að finna eftirfarandi umsögn og skil-
greiningu: „Hljómborðsæfingar samanstand-
andi af Aríu og tilbrigðum fyrir sembal með
tveimur hljómborðum, undirbúnar af J.S. Bach,
hirðtónskáldi og kórstjóra í Leipzig, tónlistar-
unnendum til ánægju.“
Vart getur að finna meira látleysi í kynningu
á stórkostlegu meistaraverki, líklega því stór-
kostlegasta sem mannlegt hugvit og sköpunar-
gáfa hafa afrekað frá örófi alda á tónlistarsvið-
inu.
Bach-sérfræðingur að nafni Forkel, sem var
reyndar fyrsti ævisöguritari J.S. Bach, segir
eftirfarandi sögu af tilurð Goldberg-tilbrigð-
anna, í ritinu Über J.S. Bach Leben Kunst und
Kunstverk. Þessi saga er löngu orðin fastur
fylgifiskur tilbrigðanna, þó ósennileg sé, og
tengist hún nafni Johann Gottlieb Goldberg,
nemanda J.S. Bach.
Sagan segir að rússneski sendiherrann frá
Saxlandi, Kaiserling greifi, sem oft átti erindi til
Leipzig, hafi boðið hinum unga Goldberg með
sér til borgarinnar til að koma honum í tónlist-
arnám hjá J.S. Bach.
Greifinn Kaiserling var mjög svefnstyggur
og bað oft Goldberg, sem bjó í sama húsi, að
leika á sembal í fordyri svefnherbergis síns, til
að létta sér stundir á andvökunóttum.
Greifinn á að hafa orðað það við Bach eitt
sinn, að hann óskaði eftir hljómborðsverkum
fyrir Goldberg, sem væru í senn ljúf og gáska-
full, og honum til ævarandi yndis þegar svefn-
leysi hrjáði hann nótt eftir nótt.
Bach taldi að tilbrigðaform yrði hentugast til
að uppfylla óskir greifans, þótt hann hefði sinnt
því formi lítið sökum staglkenndrar notkunar – í
tilbrigði eftir tilbrigði – á sömu hljómunum frá
upphafi til enda. En allt varð að list í höndum
þessa meistara, aldrei hefur tilbrigðaformið
verið hafið í hærra veldi.
Tilbrigðin, samkvæmt sögunni, voru í stöð-
ugri notkun, og oft á greifinn að hafa sagt:
„Kæri Goldberg, leiktu nú hluta úr tilbrigðun-
um mínum,“ eins og hann kallaði þau.
Sjaldan hefur Bach verið jafn vel launað fyrir
tónverk eins og hjá Kaiserling greifa, sem færði
honum gullbikar, barmafullan af gulldúkötum,
fyrir að semja þessi óviðjafnanlegu tilbrigði.
Goldberg-tilbrigðin eru sem risavaxin passa-
caglia byggð á einfaldri aríu, studd af einföldum
hljómum og bassalínu sem strax eftir að arían
hefur verið leikin er síendurtekin, þ.e.a.s. 30
sinnum, en aldrei í sinni enföldustu mynd. Til-
brigðin fæðast hvert af öðru, með bassalínuna
sem grunn, en út frá upphafshljómunum skapar
Bach síbreytilegt „sjálfstætt efni“, sem hefur
sín sterku einkenni, og gefa hverju tilbrigði sér-
stakan karakter.
Of langt mál væri að skýra út í smáatriðum
grunnplan þessa verks. Sumar vinnuaðferðir
eru nokkuð augljósar, t.d. fjöldi radda þegar
kanónritháttur er notaður, svo og ákveðin
munstur sem gera vart við sig þegar tónskráin
er lesin. Næmur hlustandi þarf ekki að kunna
skil á þeirri tækni sem Bach tileinkar sér hverju
sinni, aðalatriðið er að skynja sannfæringuna,
sköpunargleðina, færnina, frelsið sem meistar-
inn hefur, þótt bundinn sé af ströngum reglum
tilbrigðaformsins. Allt frá aríunni í upphafi hvíl-
ir yfir verkinu ljúf og upphafin sannfæring, já
bjartsýni, og algert öryggi manns sem veit hug
sinn.
Það er vert að geta þess að arían í upphafi
verksins er 32 taktar, og er hún leikin í upphafi
og í lok verksins. Tilbrigðin eru 30, svo um 32
einingar er að ræða samanlagt.
Mér finnst stundum eins og þessi tónræni
„sköpunarblossi“ sé forðabúr og fyrirmynd
flests þess sem samið hefur verið fyrir hljóm-
borð þaðanífrá. Þegar smáhendingar, örlítil
brot, eru einangraðar og rannsakaðar til hlítar
gætu sumar þeirra allt eins verið úr tuttugustu
aldar tónlist. Sú fjölskrúðuga hljómborðsflóra
sem Bach skapar í þessu meistaraverki er enn
þann dag í dag að skjóta upp kollinum í nýjum
tónverkum, sem á einn eða annan hátt eiga ræt-
ur sínar í Goldberg-tilbrigðunum.
Flutningur Angelu Hewitt
á Goldberg-tilbrigðunum
Angela Hewitt hefur hægt og sígandi unnið
sér sess sem einn dáðasti Bach-túlkandi nú-
tímans, en þótt hún sé fyrst og fremst þekkt fyr-
ir flutning sinn á tónlist hann er þekking hennar
á píanótónlist víðtæk, og efnisskrár tónleika
hennar innihalda flest þau meistaraverk sem
skrifuð hafa verið fyrir píanó allt til þessa dags.
Angela Hewitt er óvenjuleg að því leyti að
hún er frá náttúrunnar hendi eðlilega virðuleg
og elegant, og klæðir sig líka smekklega. Með
fágaðri sviðsframkomu hefur hún þegar upp-
hafið það sem í vændum er. Það þarf meiri
dirfsku en nokkurn grunar að ganga inn á svið í
risastórum konsertsal, þar sem hvert einasta
sæti er skipað og mikil eftirvænting ríkir, og
leika eftir minni þetta margslungna tónverk,
sem tekur um einn klukkutíma og tíu mínútur í
flutningi.
Það var alveg ljóst frá upphafi, að Angela
Hewitt hefur náð slíkum tökum á þessu meist-
araverki, að hlustendur þurfa ekki að óttast
minnisleysi eða tæknilegar snurður, og engin
hætta er á að hún bregðist meistaranum
sjálfum.
Upphaf verksins, arían sem áður var nefnd,
var leikið af látleysi og sem betur fer í sæmilega
hröðu tempói og ekki hlaðið djúpum þönkum
eins og svo oft vill verða. Mér finnst alltaf eins
og Bach sé að segja í þessari aríu: „Hér höfum
við sáraeinfalt lag með einföldum hljómum, það
er ætlun mín að töfra fram 30 tilbrigði, sem öll
eiga rætur í þessu einfalda efni.“ Svipaða sögu
má segja um Diabelli-tilbrigði Beethovens; upp-
hafsþemað er ekki upp á marga fiska miðað við
það sem á eftir kemur.
Hraðaval Angelu Hewitt á hverju tilbrigði
var svo eðlilegt, að ástæðulaust var að velta
vöngum yfir því, og þar sem minnið virtist
óbrigðult og tæknin eins leikandi og hugsast gat
beindist athyglin þangað sem hún á að vera; að
tónlistinni sjálfri.
Þar sem ég sat á efstu svölum, nálægt svið-
inu, hafði ég í sjónmáli ungan dreng sem ásamt
móður sinni sat við svalabríkina. Um leið og tón-
listin hófst tók hann yfirhöfn, vafði henni saman
og bjó til kodda sem hann lagði á bríkina, svo
hreiðraði hann um sig og fór að sofa. Þessi ungi
Kaiserling náði því áreynslulaust sem Kaiser-
ling greifi átti svo erfitt með, hann svaf svefni
þeirra réttlátu verkið á enda.
Því dýpra sem haldið var inn í tónverkið, því
dýpri varð andardráttur hins unga Kaiserlings,
og þegar komið var að aríunni, eftir stanslausan
og frábæran leik í rúman klukkutíma, var and-
ardráttur hans höfugur og djúpur. Í andstæðu
við þetta var alger þögn í salnum og athygli
hlustenda óskipt, og þegar aríunni lauk var öll-
um ljóst að meistaralegur flytjandi huga, hjarta
og handar hafði þjónað meistaralegu tónskáldi
eins vel og kostur er. Aríunni lauk, svo var ör-
stutt þögn, en skyndilega brutust út fagnaðar-
læti og dynjandi lófaklapp. Litli Kaiserling
vaknaði undrandi á þessum ólátum, hann var
smástund að átta sig á því hvar hann væri, en
klappaði svo flytjandanum lof í lófa, rétt eins og
hann hefði verið með á nótunum allan tímann.
HLJÓMFEGURÐ ALHEIMS-
LEG OG VEL SKILGREIND
Johann Sebastian Bach (1685-1750)
Goldberg-tilbrigðin eftir J.S. Bach eru stöðug upp-
spretta innblásturs og nýrra túlkunarleiða. HAFLIÐI
HALLGRÍMSSON fjallar um tilbrigðin og flutning
Angelu Hewitt á Edinborgarhátíðinni.
Hafliði Hallgrímsson er tónskáld og búsettur
í Edinborg.