Pressan - 14.12.1989, Blaðsíða 7

Pressan - 14.12.1989, Blaðsíða 7
Pirnmtudagur 14rdes.‘ t989r f Kœru rilstjórar. Þad er umhugsunarefni fyrir þenkjandi fólk aö aldrei skuli vera skrifadar greinar um þjódfélags- legt gildi Lánasjóds íslenskra námsmanna. I hvert skipti sem einhver tekur sig til og skrifar grein þá er þad til ad vekja athygh á þeim minnihluta námsmanna sem misnotar lánasjódinn. Tugir þúsunda íslenskra náms- manna hafa notid lánasjódsins. Þad er med öllu óhugsandi ad menntunarstig þjódarinnar vœri nema brot af því sem þad er í dag ef ekki hefdi komid til lidveisla lánasjódsins vid þúsundir náms- manna. Sökum þess hvad margir hafa þörf fyrir ad nýta sér lánafyr- irgreidslu LIN er óhugsandi annad en ad einhver brögd séu ad mis- notkun. Skrifrcedid t kringum LIN hefur í raun vaxid einsog púkinn á fjósbitanum í vidleitni sinni viö ad draga úr misnotkun. Stór hluti framhaldsmenntunar íslendinga fer fram erlendis. Án lánasjódsins vœri þad ekki hœgt. Háskóli Islands getur ekki sinnt því hlutverki ad mennta þjóðina sem skyldi. Þad er heldur ekki víst ad œskilegt sé ad öll menntun fari fram innan lands. Hinsvegar kem- ur íslenska ríkid sér undan gífur- legum fjárútlátum vegna þessa. / raun og veru látum vid adrar þjódir borga fyrir menntun okkar. Nema ad sjálfsögdu í þeim lönd- um þar sem námsmenn borga skólagjöld. Og þá einungis þeir sem borga, því oft eru skólagjöld felld nidur. Sem sagt, námsmenn borga fyrir menntunina med lán- um frá LÍN, lánum sem þeir borga aftur til þjódfélagsins að mestu leyti. Ef íslenska ríkid þyrfti ad mennta alla þá einstaklinga sem fara utan ad leita sér menntunar er viðbúid ad kostnaðurinn yrdi margfalt þad framlag sem ríkiö ver í lánasjóöinn árlega — og ekk- ert af því kœmi til baka. Þannig er Lánasjóöur íslenskra námsmanna einn sá mesti sparnaöarliöur sem er aö finna á fjárlögum. Tilefni þessa bréfs er grein sem birtist í Pressunni hinn 23. nóvem- ber síöastliöinn meö fyrirsögninni: ,,Seölabúnt í gjafapappír". Ekkert fyllir mig jafn-heilagri reiöi einsog þegar fólk fjallar um Lánasjóö ís- lenskra námsmanna útfrá sjónar- miöi þeirra fáu einstaklinga sem svíkja undan. Aö fólk vinni svarta vinnu sem þaö gefur ekki upp til LÍN er þjóöfélagsvandamál — þaö er ekki vandamál LÍN — þaö er vandamál sem skattstofan œtti aö fjalla um. Þaö œtti öllum aö vera Ijóst aö nútímaþjóöfélag þrífst ekki án þess aö þegnarnir séu vel mennt- aöir. Lánasjóöurinn tryggir mennt- ★ Mál og menning og iðunn gefa út langflestar barnabækur af þeim forlögum sem það gera. Hvort forlag gefur út 17 barna- bækur. Það lætur nærri að út- gáfa barnabóka sé helmingur af allri útgáfu þessara stærstu for- laga landsins. ★ Samkvæmt íslenskum bóka- tíðindum 1989, sem Félag ís- lenskra bókaútgefenda gefur út, eru fæstar bækur gefnar út í þeim flokki bóka sem kallast fræðibækur, þær eru 8 talsins. ★ Þýddar skáldsögur eru tæp- lega helmingi fleiri en íslenskar skáldsögur. Samanlagt ná þessir tveir flokkar bóka ekki að skaga upp í barna- og unglingabækur. Munurinn er u.þ.b. 10 bækur. ★ Ævisögur og endurminninga- bækur eru fyrirferðarmikill flokkur bóka fyrir þessi jól. Alls koma út um 45 bækur í þeim flokki, þar af þrjár sem fjalla um erlenda einstaklinga. Aðeins barna- og unglingabækur og þýddar skáldsögur eru fleiri en ævisögur og endurminninga- bækur. ★ Mál og menning og Iðunn gefa út um þriðjung allra Ijóðabóka sem út koma. Um LÍN unarstig þjóöarinnar og þaö sem meira er vert lánasjóöurinn tryggir jafnrétti til náms óháö efnahag. Þaö er hœgt aö stemma stigu viö svikum og prettum og lánasjóöur- inn leggur sig mjög fram í því hlutverki — jafnvel til skaöa finnst mörgum námsmönnum. En þaö er aldrei hœgt aö útrýma svikum. Hinsvegar er hœgt aö foröast skrif sem láta svikin bitna á þeim sem aldrei hafa svikiö undan. Þaö er aö segja þeim tugþúsundum námsmanna sem hafa veriö heiö- arlegar í gegnum árin. Og hér er ég aö tala um meginþorra náms- manna síöastliöna áratugi. Umrœdd grein nefnir aö ein- stœöar mœöur geti haft þaö betra á lánum frá lánasjóönum en á vinnumarkaöinum. Þaö skín í gegnum skrifin aö höfundar virö- ast álíta þetta hinn versta glœp. Þaö er svo rangt sem frekast getur veriö. Tilhneiging lánasjóösins til aö þjóna einstœöum foreldrum sparar þjóöfélaginu stórar upp- hoeöir. Eitt stœrsta velferöarvandamál í Bandaríkjunum og Kanada (þar sem ég þekki til) er aö einstœöar mœöur hafa ekki bolmagn til aö rífa sig upp úr eymdinni. Ríkiö borgar þeim atvinnuleysisbœtur og annaö slíkt þar sem barnagœsla er of dýr, kaupiö sem einstœöu mœöurnar eiga völ á er of lágt og dugir ekki fyrir framfœrslu og barnagœslu. Mœöurnar eru neydd- ar til aö vera heima hjá börnun- um. Börnin eiga þaö síöan á hœttu aö lenda í sama vítahring fátœktar og foreldriö. I Alberta, einu af fylkjunum í Kanada, er fólki til dœmis bannaö samkvœmt lögum aö þiggja fé- lagslegar bœtur og fá styrk til há- skólanáms á sama tíma. A Islandi er þessu þveröfugt fariö. Einstœöir foreldrar eru hvattir til aö stunda langskólanám t gegnum viöleitni LÍN til aö gera öllum jafnhátt und- ir höföi óháö fjárhag. Lág laun ófaglœröra hér á landi sjá síöan um afganginn af hvatn- ingunni til einstœöra foreldra um aö fara í skóla. Þœr einstœöu mœöur sem leggja stund á fram- haldsnám borga eftir námiö ekki einungis lániö til baka heldur líka skatt af hœrri launum en ella. í staö þess aö ríkiö þurfi aö hlaupa undir bagga meö fátœkum ein- stœöum foreldrum hlaupa þessir foreldrar undir bagga meö ríkinu — sökum lánastefnu LÍN. Þetta er ekki glcepur heldur réttlœti handa öllum. G. Pétur Matthíasson, húsfaöir m.m. NETTARI, KRAFTMEIRIOG FULLKOMNARI ö r b y llg j u o f n Utanmál 485 breidd X 297 hæð X 325 dýpt. 17 lítra 600w eldunarorka 5 hitastillingar 60 mín. klukka JAPISS | BRAUTARHOLTI 1 ■ KRINGLUNNl, AKUREYRI STUDIO KEFLAVlK

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.