Pressan - 14.12.1989, Blaðsíða 31

Pressan - 14.12.1989, Blaðsíða 31
pyt'l bf ',urjí,r.;'j1r»^ Fimmtudagur 14. des. 1989 31 sjónvarp FIMMTUDAGUR 14. desember Stöö 2 kl. 23.55 FLUGRAUNIR*** (No Highway in the Sky) fíandurísk bíómvnd Gerd 1951 Ijeikstjóri: Henry Koster Adulhlutverk: jumes Stewurt. Murlene Dietrich, Glynis Joltns. Juck Huwkins Mynd um vísindamann sem upp- yötvar fyrirbæriö málmþreytu í flugvélum. Hann þarf að sýna fram á að uppgötvunin eigi við rök að styðjast og reynsluflýgur vélinni en það verður ekki hættulaus för. Jam- es Stewart leikur vísindamanninn, Marlene Dietrich leikur farþega í fluginu, glæsilega konu með af- brigðum, og Glynis Johns leikur ást- konu Stewarts. FÖSTUDAGUR 75. desember Sjónvarpiö kl. 22.25 LEÓNA FELLUR í FREISTNI*** (The Seduction of Miss Leona) fíundarísk sjótwurpsmynd Gerd I9S0 Leikstjóri: Joseplt Hardy Adulhlutverk: Lynn Redt’ruve, Anthony Zerbe, Conchutu Ferrell Vel heppnuð mynd á rómantíska sviðinu, fjallar um kennslukonu nokkra sem er ákaflega hlédræg. Hún fær til sín viðgerðarmann og það veröur til aö hún lætur undan freistingum sem hún áður hefur ekki látið glepjast af. Stöö 2 kl. 23.45 SÍÐASTA ORRUSTAN (Dernier Combat) Frönsk bíómynd Leikstjóri: Luc fíesson Adulhlutverk: Pierre Jolivet, Jeun Bouise, Fritz Wepper, Jean Reno Luc Besson ætti að vera íslending- um að góðu kunnur. Nú er sýnd eftir hann myndin Björninn í Regnbog- anum og hann kom hingaö sem gestur síðustu Kvikmyndahátíöar þar sem þessi mynd var m.a. sýnd. Lftir hann er líka myndin Subway sem hefur gengiö hér í bíó af og til í mörg ár við miklar vinsældir. Hér segir af veröldinni eftir að allt er um garö gengið, meginhluti jarðarinnar er í eyði og menningin öll farin veg allrar veraldar. Þær fáu mannverur sem eftir eru geta ekki tjáð sig vegna breytts andrúmslofts. Aðal- persónurnar eru þrjár, gamall lækn- ir, einhleypur maður sem hefur lok- ast inni í skýjakljúfi og blóðþyrstur sjálfskipaður leiðtogi eftirlifenda. Þeir eiga sér allir sama markmiðið; að finna konu á lífi, sem verður til að leiöir þeirra liggja saman. Stöö 2 kl. 01.15 MAÐUR KONA 0G BARN**,/2 (Man Woman and Child) fíandarísk sjónvurpsmynd Gerd 19S2 Leikstjóri: Dick Richurds Adulhlutverk: Martin Sheen, fílythe Dunner, Cruií> T. Nelson Hér segir af háskólakennara sem fer til Frakklands og heldur fyrirlestur. Hann kynnist þar franskri konu og getur við henni barn. Síðan skilur leiðir þeirra; maðurinn fer aftur til Bandaríkjanna og heldur upptekn- um hætti með konu sinni og börn- um sem koma til síðar. En tíu árum síðar knýr fortíðin dyra þegar mað- urinn fær þær fréttir að hin franska ástkona hans sé látin og sonur hans væntanlegur í heimsókn. Þetta reynir verulega á fjölskylduböndin í bandarísku fyrirmyndarfjölskyld- unni, eiginkonan tekur þessum syni mannsins fremur illa og dætur hans verða óðar þegar þær skilja hvernig í pottinn er búið. Þetta er hin þokka- legasta mynd — aldrei þessu vant tekst Kananum að hefja sig upp úr ofurveldi tilfinninganna sem oftast nær gerir slíkar myndir erfiðar á aö horfa. LAUGARDAGUR 16. desember Stöð 2 kl. 20.45 HEIMURINN MEÐ AUGUM GARPS**** (The World According to Garp) fíundurísk biómynd Gerd 19S2 Leikstjóri: George Roy Hill Adalhlutverk: Robiri WiUiums, Mury Beth Hurt, Glenn Close, John Lithgow, Hume Cronyn Kvikmynd vikunnar á Stöð 2. Ein af betri bandarískum myndum níunda áratugarins ef að likum lætur. Segir af ungum manni og ferð hans um refilstigu lífsins, sérstæðu sambandi við ógifta móöur hans, leikin af Glenn Glose sem þarna er í sínu fyrsta stóra hlutverki á hvíta tjald- inu. Þessi ungi maður vill gjarna verða rithöfundur en móöir hans slær honum við á því sviði, auðveld- lega, og það veröur honum til mik- illa leiðinda. Garp kvænist dóttur glímuþjálfara síns, þau flytja upp i sveit ásamt tveimur börnum og Garp reynir að horfast í augu við brostna drauma og gengna æsku. Myndin er lauslega byggð á skáld- sögu Johns Irving, leikstýrt af Ge- orge Roy Hill sem m.a. gerði Sting. Myndin ferðast á öruggan hátt í gegnum þjóðfélagsskoðun, háös- ádeilu, fáránleikahúmor, gleði og sorg. Vel leikin mynd, vel gerð á ali- an hátt. Góð mynd — hæsta einkunn. Sjónvarpið kl. 21.50 KING K0NG*,/2 Bundurísk bíómynd Gerd 1970 Leikstjóri: John Guillermin Adalhlutverk: Jeff fíridges, Jessicu lumge, Churles Grodin Myndin státar af góðum leikurum, Jeff Bridges til að mynda og Jessicu Lange, sem reyndar er hér í sínu fyrsta hlutverki á hvíta tjaldinu. Aö öðru leyti er lítiö um myndina aö segja, sagan af King Kong er allt önnur en hér er sýnd, myndin gerir ekkert úr þeim atriðum sem skipta öllu máli en dregur fram fáránlega smáatburði og atriði sem engu máli skipta. Lægsta einkunn. Stöö 2 kl. 23.45 SVEFNHERBERGIS- GLUGGINN*** (The Bedroom Window) Bandartsk bíómynd Gerd 19S7 Leikstjóri: Curtis Hunson Adulhlutverk: Steve Guttenberg, Ehzubeth McGovern, Isabelle Huppert Segir af ungum manni sem heldur viö konu yfirmanns síns. Eitt sinn er þau hafa lokiö ástaleik sínum og konan gengur að svefnherbergis- glugganum til að horfa út veröur hún vitni aö morði. Hún getur ekki sagt lögreglunni frá vitneskju sinni vegna þess að þá myndi hún ljóstra upp um ástarsamband sitt viö unga manninn. Þessi litla þúfa, sem þögn þeirra er, veröur til þess að velta þungu hlassi og mikil alvara færist yfir myndina, allt logar í spennu og dularfullum atburðum. Þetta er nokkuð góð spennumynd, að vísu er Maltin óvenju örlátur á stjörnurn- ar en myndin stendur fyrir sínu, þykir minna á vinnubrögö Hitchcocks og þá myndina Rear Window og þrátt fyrir að Gutten- berg sé enginn James Stewart stend- ur myndin ágætlega fyrir sínu. SUNNUDAGUR 17. desember Stöö 2 kl. 23.25 HVÍT JÓL** (White Christmas) fíandurísk bíómynd Gerð 1954 Leikstjóri: Michuel Curtiz Adalhlutverk: fíing Crosby Dunny Kuye, Rosemury Clooney, Veru- Ellen, Deun Jugger Söngva- og dansamynd af gamla skólanum með stjórstjörnum í aðal- hlutverkum. Segir aí fjórum ung- mennum sem fara til vetrardvalar- staöar í Vermont í Bandaríkjunum. Þegar þangað er komið kemur í Ijós að eigandi staðarins er fyrrum yfir- maður karlpeningsins úr hernum. Það er auðvitað hið besta mál nema hvaö blessaður maðurinn á ekki bót fyrir rassinn á sér og er aö fara á hausinn með þennan fina vetrar- dvalarstað. Þá eru góð ráð dýr en þar sem Bing og Danny Kaye eru skemmtikraftar aö upplagi getur þetta bara gengiö á einn veg. Tón- listin er eftir Irving Berlin og þykir góð, hinsvegar eru söguþráðurinn og leikurinn í allra þynnsta lagi. Tvær stjörnur, ei meir. mms\ eftir Mike Atkinson MHAA'lJ'ýýA ^ \ * / 11 .r3 V, TTl j; GÓÞA RÖPP,.. 11 i MMl U JL.I1 mr jr LJO's rÞFZlG&JA QATbJA FJA^LÆ6.£>yilli|:ij:;l';'1 • Éftl., “llijf dagbókin hennar Oft finnst mér nú fullorðið fólk leiðinlegt, en aldrei eins hrút-hund- leiðinlegt og í desember. Mann lang- ar mest til að flytja að heiman eða skrá sig úr fjölskyldunni eða eitt- hvað. . . Pabbi er líklega skástur, því hann hreinlega gufar upp svona þremur vikum fyrir jól og birtist ekkert aftur fyrr en eftir hádegi á aðfangadag. Það er svo rosalega mikið félagslíf hjá honum á þessu tímabili. Þetta byrjar með alls konar jólaglöggum í vinnunni þar sem hver einasta deild heldur sinn eigin gleðskap og býður náttúrulega öllum hinum deildun- um aö koma líka. Síðan enda ósköp- in á Þorláksmessu með því að ráðu- neytiö býður öllum í allsherjar jóla- boð og þá er þetta sama fólk búiö að vera saman á fylleríi í meira en hálf- an mánuð. Við sæjum samt pabba einstaka sinnum í desember, ef hann þyrfti bara aö drekka soðið rauðvín meö vinnufélögunum. En hann er í alls konar félögum, sem öll passa sam- viskusamlega upp á að halda jóla- fund. Eitt félagið keypti sér meira að segja nektardansmær á jólafundinn um daginn og þá lá pabbi heldur betur í því, vegna þess að það birt- ust myndir af fundinum í einhverju blaði og mamma trylltist. Hann þóttist sko vera að vinna eftirvinnu til aö komast á nektardansmeyjuna í staðinn fyrir að setja kork á eldhús- gólfið! Þetta með korkinn er annars al- veg dæmigert fyrir mömmu. Hún trassar heimilið algjörlega allan árs- ins hring, þangað til í desember. Þá á helst að koma öllu í stand, sem mátti með ánægju drabbast niður hennar vegna hina ellefu mánuö- ina. En af því hvað pabbi er upptek- inn neyðist hún oftast til að gera þetta flest sjálf og það hefur heldur betur afleiðingar fyrir skapið í henni, maður. Það bætir heldur ekki neitt hvað hún er með sjúklega sekt- arkennd yfir ómyndarskapnum í sér, þó hún viöurkenni það að sjálf- sögðu aldrei upphátt. Hún má ekki heyra minnst á smákökur eða laufa- brauð í tvö hundruð metra fjarlægð, án þess að brjálast og halda ræðu um að lífshamingjan sé ekki fólgin í lagkökum og laufabrauði. Mér finnst ansi skítt að fá ekkert gúmelaði á jóiunum, bara af því mömmu finnst plebbalegt að hnoða í nokkrar smákökusortir, svo ég bauðst um daginn til að sjá sjálf um jólabaksturinn. En þá var það líka ómögulegt. Mamma sagði að ég myndi örugglega ofbaka vanillu- hringina og gleyma laufabrauðsfeit- inni á eldavélinni á meðan ég væri á kjaftatörn í símanum. Hún hefur alveg rosalega mikla trú á mér, hún mamma. . . Svo ég sneri mér bara til ömmu á Einimelnum, sem sagði að bakstur- inn léki alveg í lúkunum á mér. Við erum búnar að baka saman gyð- ingakökur, hálfmána, spesíur og (mátulega!) vanilluhringi, sem ég smyglaði heim í íþróttatöskunni. Amma sagði aö ég skyldi geyma kökurnar inni hjá mér og njóta þess aö hafa almennileg jól, þó mamma mín væri svona „blottuð". Síðan býð ég pabba í partý til mín, því hann elskar bakkelsið hermar ömmu.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.