Pressan - 14.12.1989, Blaðsíða 32

Pressan - 14.12.1989, Blaðsíða 32
 -í yrir skemmstu fréttu stjórnend- ur Byigjunnar að loka ætti fyrir rafmagnið hjá þeim innan fárra klukkustunda. Eins og gefur að skilja er ekkert smámál fyrir út- varpsstöð að missa rafmagnið, því þar með falla útsendingar auðvitað niður, og þar sem Bylgjumenn töldu sig ekki skulda Rafmagnsveitunni neitt varð heldur betur uppi fótur og fit á staðnum. Við eftirgrennslan kom hins vegar í Ijós að um mis- skilning var að ræða, því það var Reykvíska útvarpsfélagið sem skuldaði rafmagnsreikninginn sinn, en ekki íslenska útvarpsfélagið. Bylgjan slapp því með skrekkinn, en lokað var fyrir rafmagnið hjá FM, Útrás og Útvarpi Rót. Reyk- víska útvarpsfélagið, sem rekur stöðina FM, brá þó skjótt við og stóð lokunin hjá þeim einungis yfir í örfá- ar mínútur. . . c %^ýning sú sem Hótel Island hefur verið með i gangi síðustu vik- urnar og hefur að geyma sýnishorn úr öllum helstu söngleikjum sem settir hafa verið upp þykir hafa tek- ist með eindæmum vel. Það atriði sem helst þykir vanta inn í er stepp, sérstaklega undir flutningi lagsins Singin’ in the Rain. Lítið hefur borið á leikstjóra þessarar viða- miklu sýningar sem tugir söngvara og dansara taka þátt í, enda slíkt fólk sjaldan í forgrunni. Leikstjórinn er slíku ekki óvanur; hann er Mar- íanna Friðjónsdóttir, útsending- arstjóri á Stöð 2. . . #• I síðustu viku var Kvenréttinda- félagi Islands fært listaverk að gjöf. Gefandinn var Haukur Hall- dórsson myndlistarmaður, sem mikið hefur gert af því að teikna konur og gefið hefur út bók með teikningum við svokallaðar „blaut- legar" vísur. Myndin, sem Haukur færði KRFI, er af nöktum konum og hlykkjast snákur á milli þeirra. . . Hfilikil reiðí greip um sig meðal stjórnarliða í gærkvöld, þeg- ar Stöð 2 flutti fregnir af niður- skurðartillögum Ólafs Ragnars Grímssonar. Þessar hugmyndir fjármálaráðherrans höfðu ekki ver- ið kynntar þingmönnum stjórnar- flokkanna og fannst þeim því súrt í broti að þær hefðu borist fréttastofu Stöðvar 2. . . lokað var fyrir rafmagnið í Kringlunni 4 í gær, miðvikudag, í miðri jólaösinni. Eins og gefur að skilja kom rafmegnsleysið sér illa fyrir kaupmennip.a, sem alls ekki áttu sök á lokui inni. Þeir höfðu staöið í fullum ikilum við Raf- magnsveituna, e > hins vegar hafði eigandi versiunari ússins ekki greitt þá reikninga, sei" honum bar að gera. . . I síðasta blaði sögðum við að Gísli Rúnar Jónsson, leikari með meiru, væri að öllum líkindum einn af höfundum Áramótaskaups rík- issjónvarpsins, en mikil leynd hef- ur hvílt yfir því hverjir semja efnið. Gísli Rúnar mun hins vegar ein- göngu koma við sögu sem leikari í skaupinu, því nýjustu fregnir herma að höfundarnir séu aðallega þrír: Þeir Árni Ibsen, Jón Hjartarson og Andrés Indriðason. . . b«, Kvenréttindafélagi íslands, en fyrr á árinu tók Gerður Steinþórs- dóttir, kennari og fyrrum borgar- fulltrúi, við formennsku í félaginu. Talið er að Guðrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri BSRB, komi til greina í embættið, en þessi skipti koma til af því að Gerður flyst af landi brott í janúar. Hefur hún verið skipuð til þriggja ára lektor í bók- menntum við háskólann í Uppsöl- um, en þeirri stöðu hafa m.a. gegnt áður þeir Sveinn Skorri Hös- kuldsson, Heimir Pálsson og Bjarni Guðnason. . . c ^^amningar eru lausir og verka- lýðshreyfingin farin að hugsa sinn gang, en ekki hefur þó enn verið gengið frá því hver tekur við for- mennsku í samninganefnd ríkis- ins eftir áramót, þegar Indriði Þor- láksson fer til starfa hjá Alþjóð- lega gjaldeyrissjóðnum í Wash- ington. Ýmis nöfn hafa verið nefnd til sögunnar, en enginn sérstakur „krónprins” þykir augljós eftirmað- ur Indriða. . . #• I gær, miðvikudag, brá svo við að Aðalstöðin datt út um hádegið og hófust útsendingar ekki aftur fyrr en tveimur og hálfri klukkustundu síðar. Einhverjum datt í hug að nú hefði Aðalstöðin skuldað raf- magnsveitunni og þetta væri úr- ræði hennar til að fá skuldina upp- gerða. Hið rétta í málinu er þó, að rafstrengur í Aðalstrætinu brann yf- ir og því urðu nokkur hús í næsta nágrenni rafmagnslaus, þeirra á meðal Hjálpræðisherinn. Við- gerðir stóðu yfir í götunni fram á kvöld, en þangað til sendi Aðalstöð- in út tal og tóna á örlítilli rafstöð sem ætluð er fyrir sumarbú- staði. . . o ^^ftir því var tekið að lítið fór fyrir bóksölum í 100 ára afmælis- fagnaði Félags íslenskra bókaút- gefenda á dögunum, en það voru einmitt bóksalar, sem stofnuðu fé- lagið og voru lengi vel aðaldriffjöðr- in í því. . . r ■ eglur varðandi það hvaða lyf eru lyfseðilsskyld og hver ekki hafa oft vafist fyrir fólki. Þó þykir þeim sem tekið hafa ákvörðun um að hætta reykingum fullgróft að nikótíntyggjóið Nicorette skuli einungis afhent gegn lyfseðli. Þetta getur orðið hið versta mál fyr- ir fyrrum reykingafólk, sem þarf að leita uppi lækna til að skrifa út lyf- seðla í hvert skipti sem það vantar nikótín. Lífið reyndist þessu fólki mun auðveldara þegar það gat ein- faldlega farið út í næstu verslun og keypt eins mörg milligrömm af nik- ótíni og því hentaði og fengið sem kaupbæti öll hin efnin sem sígarett- ur innihalda. . . Langar þig til að kynnast islensku jólasveinunum? Þú getur eignast bðndabæ og gömlu jólasveinana, sem þú setur saman sjálf(ur), ef þú safnar merkium og sendir þau til: Eða þú kemur með þá í afgreiðslu Sólar í ÞverhoM 19. SÓL merkin finnur þú framan á NEKTAR safa og Hreinum safa frá jj323| (sjá mynd). Merkin klippir þú út og safnar þar til þú ert búin að fá lOstykki. Þá getur þú beðið pabba og mömmu, afa og ömmu að hjálpa þér. Miðana setur þú svo í umslag ásamt nafni þínu og heimilisfangi og sendir til okkar. SOL Magn 1 títri NEKTAR ÁVAXTADRYKKUR Nýju ávaxtadrykklrnir frá heita NEKTAR, en það er ævafornt heiti á ódáinsdrykk guða Grikkja og Rómverja. NEKTAR er mildari en óblandaður safi og fer því betur í maga.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.