Pressan - 14.12.1989, Qupperneq 1

Pressan - 14.12.1989, Qupperneq 1
Jónas Jónasson um bókaskríftir fyrír börn> flmmtíu ara útvarps■ afmæli o.fl. Barnabækur hafa lengi og munu vonandi ófram gegna veigamiklu hlutverki i bókmenntasögunni. Þetta hlutverk er að hvetja börn til lestrar og þar með fróðleiksöflunar, auk þess sem fullorðnir, t.d. foreldrar, nó til barnanna með því að lesa fyrir þau bækur. EFTIR ÁRNA MAGNÚSSON Börnin þurfa ekki að kunna sjálf að lesa því hver sá sem hefur ein- hvern tíma lesið fallega bók fyrir barn, sem til dæmis er á leiðinni í háttinn, þekkir þá gleði sem barnið sýnir lesandanum. Því miður eru þeir til sem líta á barnabækur sem annars flokks bækur og telja sjá ástæðu til að gera slíku efni hátt undir höfði. Eflaust má líka segja með sanni að á hverju ári komi út barnabækur sem hefðu betur sómt sér áfram í geymslu höf- undarins, en það á ekki eingöngu við um barnabækur heldur bækur almennt. En það koma líka út góðar bækur og þar með góðar barnabækur, eftir höfunda sem leggja sig fram við að skrifa fallega fyrir börn. Jónas Jónasson er líklega best þekktur sem útvarpsmaður en hann hefur einnig skrifað nokkrar bækur, þar á meðal barnabækur. Það er lið- ið hátt á annan áratug síðan út kom eftir hann barnabók sem heitir „Polli, ég og allir hinir ", bók sem Jónas fékk reyndar verðlaun fyrir á sínum tíma. Hún fjallaði um lífið í Skerjafirðinum á árum áður og lýsti því á sérstakan hátt; strákapörum og góðverkum, sorg og gleði. Nú er komin út ný barnabók eftir hann. Gat ekki setið að- gerðalaus í heilt ár Blaðamaður mælti sér mót við Jónas i útvarpshúsinu við Efstaleiti að kvöldi dags. Þegar þangað kom var hann í óða önn að stjórna upp: töku á áramótagleði fyrir rás eitt. í Jónas Jónasson, rithöfundur og útvarpsmaður, á 50 ára útvarps- afmæli á þessu ári. „Ég hef ákveðið að hætta f byrjun árs 1992. Þá geng ég héðan út!" Saumastofu útvarpsins var saman kominn fríður hópur fólks á besta aldri — úr félagi eldri borgara. Þarna var sungið og dansað, farið með þulur og fleira í þeim dúr. Á milli laga gaf Jónas sér tíma til að tylla sér í leðursófa á Markúsar- torgi þar sem niður í gosbrunni heyrðist í fjarska. — Hver eru tildrög þessurar bók- ar, Brúdan hans Borgþórs? ,,Eg var í ársfríi í Kaupmanna- höfn. Þegar ég hafði verið þar í svo- lítinn tíma komst ég að því að þó ég væri óskaplega latur væri ég ekki svo latur að ég gæti setið aðgerða- laus í heilt ár. Þá kom það til að Gunnvör Braga, stórvinkona mín, sem stýrir barna- og unglingadeild útvarpsins, bað mig aö skrifa sögu fyrir morgunstund barnanna, sem flytja átti í desember. Ég ákvað að gera þetta og byrjaöi á sögunni í október og lauk henni í nóvember. Eftir á fór ég svo að hugsa svolítið um þessa sögu og við þann þanka- gang komst ég að þeirri niðurstöðu að það heyrðu alls ekki allir það sem færi í loftið. Því datt mér í hug að það væri einhver kjarni í sögunni sem hægt væri að lesa á bók. Ég settist niður, umskrifaði söguna og bauð hana Æskunni, að gamni. Þeir tóku þessu vel og því er bókin nú komin út. Þetta er ævintýri eins og ég vil hafa þau. Þarna eru engir týndir krakkar, engin undarleg hljóð, ekk- ert ógnvænlegt. Þetta er ævintýri eins og þau sem mér voru sögð í Skerjafirðinum þegar ég var polli. Það gerist í landi friðar og ástar enda veitir kannski ekki af því að segja börnum slikar sögur í þeim brjálaða heimi sem við lifum í. Þegar ég skrifaði þessa bók reyndi ég að stilla strengi þess hljóðfæris sem ég er — reyndi að vanda mig. Ég lagði áherslu á að bókin yrði Ijúf og falleg. Einn gagnrýnandi virðist hins vegar ekki alveg vera sáttur við stíl bókarinnar, telur kannski að orðavalið eigi að vera samkvæmt einhverri dagblaðsfyrirmynd en þannig er það ekki hjá mér. Annars er náttúrulega annarra að dæma um árangurinn." Slcrifa fyrir börn eins og fólk — Nú hefur þú ádur skrifad barnabók. Hvers vegna þessi les-. endahópur? ,,Það er rétt, þetta er önnur barna- Hvað rímar á móti orðinu ást? Eða sögninni að ylja? Rímorðabókin er óvenjuleg orðabók, ómissandi fyrir alla sem hafa gaman af að leika sér- með orð og rím og skemmta sér við að setja saman vísur. Rímorðabókin - bók sem bendir á möguleikana og vísar á orðið sem vantar. IÐUNN

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.