Pressan - 14.12.1989, Síða 7

Pressan - 14.12.1989, Síða 7
Fimmtudagur 14. des. 1989 7 Björgvin Halldórsson og gestir ALLIR FÁ ÞÁ EITTHVAÐ FALLEGT Björgvini Halldórssyni er margt til lista lagt. Til dæmis þaö að vinna jólaplötur sem þorri þjóöarinnar tekur tveimur höndum. Skemmst er að minnast Skífu- plötunnar Jólagesta sem seldist i stórum upplögum — og selst enn. — Á Allir fá þá eitthvað fallegt er Björgvin enn við sama heygarðshornið. Hann syngur sjálfur á plötunni eins og honum einum er lagið og fær að auki til liðs við sig valinkunna gesti. Þeirra á meðal eru Guðrún Gunnarsdóttir, Eyjólfur Kristjánsson, Ruth Reginalds, Ari Jónsson og Svala Björgvinsdóttir. SKÍFAN Síðan skein sól ÉG STEND Á SKÝI Hægt og sígandi hefur hljómsveitin Síð- an skein sól hækkaö í áliti hjá unnendum íslenskrar dægurtónlistar. Fjórmenning- arnir Helgi Björnsson, Eyjólfur Jóhanns- son, Ingólfur Sigurðsson og Jakob Magn- ússon einsettu sér að ná vel saman og læra hver á annan áður en þeir sneru sér af krafti að plötuupptökum. Platan Siðan skein sól sem Skífan gaf út með þeim í fyrra sannaði að mikíls var að vænta frá hljómsveitinni. Og með þeirri nýju, Ég stend á skýi, sýna piltarnir svo um munar hvað í þeim býr. SKÍFAN Sjllr QsmrsM jns Wiilltr lltlir ismil Silirtirhiiiii Tómas R. Einarsson og félagar NÝR TÓNN Þegar Tómas R. Einarsson lagði nikkuna á hilluna og sneri sér að kontrabassanum eignaðist hin göfuga tónlist djassinn öfl- ugan baráttumann á landi hér. Nýr tónn er án efa kórónan á ferli hans. Hér leika Tóm- as og félagar nokkra ópusa eftir hann. Og félagarnir eru engir aukvisar í djassinum. EyþórGunnarssonferfimum höndum um píanóið, Pétur Östlund leikur á trommur, Sigurður Flosason blæs í saxófón og Jens Winther í trompet. — Platan sem djass- unnendur taka fagnandi. SKÍFAN ÆVI MIN OG SAGAN SEM MÁTTI EKKI SEGJA Endurminningar Björns Sv. Björnssonar, eftir Nönnu Rögnvaldardóttur. Þetta er ævisaga elsta sonar fyrsta forseta íslands, Sveins Björnssonar, sem gegndi herþjónustu í Waffen-SS í síðari heimsstyrjöldinni og var m.a. fréttaritari á austurvígstöðvunum. í kynningu forlagsins á bókinni segir m.a.: „Er Björn Sv. Björnsson kom heim til íslands árið 1946 eftirað hafa setið í fang- elsi í Danmörku sakaður um stríðsglæpi beið faðir hans, forseti íslands, komu hans á Bessastöðum. Hann tók af Birni loforð um aðsegja sögu sína aldrei. Siðan var ferill hans á styrjaldarárunum þoku hulinn. Um hann og verk hans spunnust ótal sögusagnir manna á meðal og ekki var minna skrafað um lausn hans úr fangelsi. Voru sögurnar sannar? Um það feng- ust engin svör, því Björn hélt loforðið er hann gaf foreldrum sínum um að ræða aldrei þetta tímabil ævi sinnar og hafa ekkert samband við fyrri félaga. Ferill hans var litríkur og ævintýralegur og spor hans hafa víða legið, en jafnan hefur þó hvílt skuggi yfir hluta af ævi hans og mörgum spurningum hefur verið ósvarað. Eftir meira en fjörutíu ára þögn segir hann sögu sína sjálfur í fyrsta sinn — söguna sem ekki mátti segja. IÐUNN MEÐ FIÐRING I TÁNUM — Unglingabók eftir Þorgrím Þráinsson. Frjálst framtak hf. hefur sent frá sér bókina MEÐ FIÐRING í TÁNUM eftir Þor- grím Þráinsson. Þetta er hans fyrsta bók. MEÐ FIÐRING í TÁNUM er unglingasaga. Aðalsöguhetja bókarinnar, Kiddi, er 13 ára Reykjavíkurpiltur sem á sér þann draum heitastan að verða fræg knatt- spyrnuhetja. En mörg Ijón eru í veginum. Kiddi fer í sveit og þar kynnist hánn jafnöldru sinni, Reykjavíkurstúlkunni Sóleyju. Hann verður hrifinn af henni og neytir allra bragða til að kynnast henni sem best. Kiddi keppir á íþróttamóti í sveitinni og þar hittir hann fyrir Bjössa og klíku hans sem öllu vilja ráða. Á ballinu að kvöldi gerist röð vandræðalegra atvika og Kiddi óttast að hann sé búinn að klúðra öllu sambandi við Sóleyju. Dvölin í sveitinni og æfingarnar gera Kidda mjög gott og þegar hann kemur aftur til Reykjavíkur síðsumars gerast óvæntir atburðir. Höfundur bókarinnar, Þorgrímur Þráinsson, er landskunnur íþróttamaður. Hann hefur leikið marga landsleiki í knattspyrnu og verið fyrirliði meistaraflokks Vals. Þorgrímur hef ur starfað sem blaðamaður um árabil og m.a. er hann ritstjórí íþróttablaðsins. MEÐ FIÐRING í TÁNUM er 140 blaðsíður. Bókin er prentunnin í Prentstofu G. Benediktssonar en kápu hannaði Auglýsingadeild Frjáls framtaks hf. FRJÁLST FRAMTAK ÍSLENZK ÁSTALJÓÐ Snorri Hjartarson valdi Ijóðin. í bókinni eru 70 Ijóð eftir 50 íslensk skáld, öll Ijóðin eru listaverk. Snorri Hjartarson var einn af öndvegishöfundum íslenskrar Ijóðlistar á þessari öld. Nafn hans tryggir vandað Ijóðaval. Verð: 1950 kr. HALLGRÍMUR PÉTURSSON Sálmar og kvæði - úrval Fyrra bindið er Passíusálmarnir í útgáfu Helga Skúla Kjart- anssonar, en síðara bindið er safn sálma og kvæða, úrval, tekið saman af Páli Bjarnasyni cand. mag. Hallgrímur Péturs- son er eitt mesta trúarskáld okkar fyrr og síðar, en hann orti einnig gamankvæði, stökur, lausavísur og rímur. Einstaklega fallegt og eigulegt ritsafn sem á erindi inn á hvert heimili. Verð: 4975 kr. AFLAKÓNGAR OG ATHAFNAMENN III I þessu síðasta bindi ritsafnsins eru stór- fróðleg viðtöl Hjartar Gíslasonar við útvegsmenn og skipstjóra úr öllum lands- fjórðungum. Viðmælendur eru: Guðrún Lárusdóttir, Hafnarfirði, Ólafur Örn Jónsson, Reykjavík, Ingvi Rafn Alberts- son, Eskifirði, Runólfur Hallfreðsson, Akranesi, Örn Erlingsson, Keflavík og Guðbjartur Ásgeirsson, (safirði. Þetta er bók sem fjallar í máli og myndum um það sem efst er á baugi í íslenskum sjávarút- vegi og gefur raunsanna mynd af lífi sjó- manna. Verð: 2980 kr. BÆNDUR Á HVUNNDAGSFÖTUM Samtalsbók Helga Bjarnasonar um nútíma bændur, líf þeirra, búskap og áhugamál, félagsstörf og skoðanir. Þau sem segja frá eru: Aðalsteinn Aðalsteins- son á Vaðbrekku, Guðrún Egilsdóttir í Holtsseli, Pálmi Jónsson á Akri, Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri, Jóhannes Kristjánsson á Höfðabrekku og Þórólfur Sveinsson á Ferjubakka. 120 Ijósmyndir prýða bókina. Hún er fróðleiksnáma um líf og störf bænda. Verð: 3280 kr. Br.ttó Iy»0>an**i tóksaman LÍFSREYNSLA III í þessu lokabindi safnsins er sem fyrr skyggnst inn í margþætta reynslu fólks úr öllum landshlutum. Meðal efnis erfrásögn Sigríðar Guðmundsdóttur af hjúkrunar- störfum hennar í Eþíópíu, sagt frá ótrúlegri björgun Islendings úr námuslysi á Sval- barða, frásögn Ágústu Guðmundsdóttur sem lamaðist i mótorhjólaslysi og lýsing Einars Sigurfinnssonar á martröð alkóhól- istans. Einnig frásagnir af björgun úr lífs- háska á sjó og landi. Ógleymanleg og áhrifamikil bók. Verð: 2980 kr. eftirniinnilegri og séistaeöriteynslu HÖRPUÚTGÁFAN Stekkjarholti 8-10, 300 Akranes Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík EB. NÝR DAGUR.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.