Pressan - 11.01.1990, Blaðsíða 5

Pressan - 11.01.1990, Blaðsíða 5
oe&r ..isi .fl' íUQBbuímmil Fimmtudagur 11. jan. 1990 Þátttaka Þróunarfélagsins í sameiningu Kristjáns Siggeirssonar og Gamla kompanísins gagnrýnd vegna hagsmunaárekstra SAMKEPPNINNAR Tvö rótgrónustu húsgagnafyr- irtækin á markaðnum, Kristjón Siggeirsson hf. og Gamla komp- aniið, runnu saman i eitt 21. des. sl. og ber nýja fyrirtækið nafnið GKS. Hvort fyrirtæki um sig lagði fram tæpar 30 milljónir i hlutafé við samrunann en Þróunarfélag íslands hf. kom inn með 500 þús- und króna hlut. Gunnlaugur M. Sigmundsson, framkvæmdastjóri Þróunarfélagsins, tók jafnframt sæti i stjórn GKS, en það hefur vakið gagnrýni samkeppnisaðila á húsgagnamarkaðnum sem eiga i grimmilegri samkeppni. Segja samkeppnisaðilarnir að seta Gunnlaugs i stjórn GKS komi i veg fyrir að önnur húsgagnafyrirtæki treysti sér til að leita aðstoðar h já Þróunarfélaginu og leggja reikn- inga sina og markaðsáætlanir fyrir stjórnendur þess. I fyrstu var húsgagnafyrir- tækið Axis hf. með í viðræð- um KÁESS og Gamla komp- anísins um sameiningu, en eigendur töldu sig við nánari athugun ekki eiga samleið með fyrirtækjunum og ákváðu að hverfa frá. Axis hf. sameinaðist svo EE-hús- gögnum sem sérhæfir sig í framleiðslu skrifstofuhús- gagna. KÁESS og Gamla kompaníið hafa hins vegar róið á söm'u mið og átt í hörkusamkeppni og því þykir merkilegt að þau skyldu ná saman. Heimildir herma aö KÁESS hafi átt á brattan að sækja undanfarið, en eins og fyrr segir sameinast fyrirtæk- in á jafnréttisgrundvelli með jafngildum hlutafjárframlög- um. Stuðpúðinn Af hálfu KÁESS kemur Hjalti Geir Kristjánsson inn í stjórn hins nýja fyrirtæk- is og er formaður stjórnar en Jón P. Jónsson er fulltrúi Gamla kompanísins í stjórn. Heildarhlutafé nemur rúm- um 60 milljónum kr. En hver er ástæða þess að Þróunarfé- lagið kemur til skjalanna með smáhlut upp á 0,7% þeg- ar slíkt býður upp á gagnrýni annarra fyrirtækja á hús- gagnamarkaðnum og aug- sýnilega er ekki um sérstaka nýsköpun að ræða í atvinnu- lífinu með sameiningunni? Gunnlaugur M. Sigmundsson framkvæmdastjóri svarar því: ,,Við lögðum fram 500 þús- und og ég gekk inn í stjórnina undir lok síðasta árs til þess að hjálpa þessum fyrirtækj- um að starfa saman. Við er- um nokkurs konar stuðpúði á milli þeirra," segir Gunnlaug- ur. Megintilgangur Þróunarfé- lagsins skv. samþykktum þess er að örva nýsköpun í at- vinnulífinu og efla arðsama atvinnustarfsemi. ,,Sam- þykktir okkar gera m.a. ráð fyrir því að við tökum þátt í stofnun, endurskipulagningu og sameiningu fyrirtækja. Og þarna vorum við að vinna að sameiningu fyrirtækja," segir Gunnlaugur. Leyndarmólin fyrir Þróunarfélagið Fjölmörg fyrirtæki í land- inu standa að húsgagnafram- leiðslu og nokkur eru í út- flutningi. Samkeppnin er hörð í þessum bransa og því hafa mörg fyrirtækjanna vilj- að leita til Þróunarfélagsins um aðstoð. Til þess þurfa þau að leggja fram miklar upplýs- ingar um fjárhagsstöðu, sölu- áætlanir og afkomu. Heimild- ir okkar herma að mikillar óánægju gæti meðal fyrir- tækjanna með þátttöku Þró- unarfélagsins í GKS þar sem þau treysti sér þá ekki til að leggja öll sín „leyndarmál" fyrir félagið sem á þar orðið hagsmuna að gæta og eigi þar að auki stjórnarmann í einu stærsta húsgagnafyrir- tæki landsins. Hér sé um al- varlegan hagsmunaárekstur að ræða. Ekki síst í Ijósi þess að það var ríkið sem upphaf- lega stóð að stofnun Þróunar- félagsins og á 29% í félaginu. „Þróunarfélagið hefur þá stefnu að taka með virkum hætti þátt í stjórnun fyrir- tækja sem það á aðild að og þátttaka í einu kallar ekki sjálfkrafa á þátttöku í öðru." Gunnlaugur M. Sig- mundsson, framkvæmda- stjóri Þróunarfélagsins. Helstu eigendur auk ríkisins eru Iðnþróunarsjóður, Iðn- lánasjóður, Fiskveiðasjóð- ur, Landsbankinn, Stofn- lánadeild, Búnaðarbank- inn, Iðnaðarbankinn, SIS, Lífeyrissjóður VR að við- bættum 100 fyrirtækjum og einstaklingum. Þróunarfélagið á hlut í alls 14 fyrirtækjum sem það hef- ur aðstoðað með einum eða öðrum hætti. Hér er þó yfir- leitt ekki um gróin sam- keppnisfyrirtæki að ræða heldur fyrirtæki sem standa að nýsköpun í atvinnulífinu og stunda rannsóknir í þágu þess. Gunnlaugur svarar gagn- rýni á þátttöku Þróunarfé- lagsins í GKS með eftirfarandi orðum: „Þróunarfélagið hef- ur frá upphafi haft þá stefnu að þátttaka í einu félagi kall- aði ekki sjálfkrafa á þátttöku í öðru máli þó það mál væri að öllu leyti eins og hið fyrra. M.ö.o. þá nýtir félagið sér stöðu sína sem sjálfstætt hlutafélag til þess að sam- þykkja eða synja málum án fordæmisverkunar. Ef menn eru óhressir með þetta og telja að það valdi árekstrum þá verður bara að hafa það. Þróunarfélagið á hlut í 14 fé- lögum og hefur þá stefnu að taka með virkum hætti þátt í stjórnun þeirra," segir Gunn- laugur. Reiði ,,Pólverja" á ísafirði „í þessari hlutafjárþátttöku felst einkum seta í stjórn við- komandi fyrirtækis en við höfum markað okkur þá stefnu að veita ekki dóttur- fyrirtækjum félagsins fjár- hagslegar ábyrgðir þannig að þátttakan takmarkast aðeins við hlutafjárframlag og stjórnarsetu," segir hann. Gunnlaugur segir að áður hafi komið til árekstra vegna hlutafjárþátttöku Þróunarfé- lagsins í samkeppnisfyrir- tæki. Þróunarfélagið átti 39% hlutafjár til skamms tíma í Marel hf. en sá eignarhlutur minnkaði með tilkomu nýrra aðila í desember sl. Það á þó eftir sem áður einn mann af fimm í stjórn Marels. Þegar Þróunarfélagið gekk ti! liðs við Marel voru Marel og Póls- tækni á ísafirði einráð á markaðnum. Þátttaka Þróun- arfélagsins í Marel skapaði mikla reiði eigenda Póls- tækni á sínum tíma og lokuðu þeir öllum dyrum á stjórn- endur Þróunarfélagsins vegna þessa. Nú fyrir áramót- in tók svo Marel yfir Póls- tækni við sameiningu með um 52% hlutafjár í fyrirtæk- inu. Ut frá því mætti ætla að Þróunarfélagið hafi veðjað á annan aðilann í samkeppn- inni sem um síðir varð ofan á og Marel er nú komið með meirihlutann eftir samein- ingu fyrirtækjanna á dögun- um. Skv. heimildum okkar mun Kristján Siggeirsson hf. hafa verið komið í erfiðleika hjá Iðnþróunarsjóði og Lands- bankanum sem beittu sér þá fyrir sameiningu þess og Gamla kompanísins. Hér er um rótgrónustu fyrirtækin í húsgagnaframleiðslu að ræða, annað stofnað 1909 og hitt 1919. Hvort þátttaka Þró- unarfélagsins í samruna þeirra mun hafa viðlíka áhrif á húsgagnamarkaðnum og þátttaka félagsins virðist hafa gert í málefnum Marels verð- ur tíminn einn að leiða í Ijós. Mörg húsgagnafyrirtækj- anna á markaðnum stunda mikla vöruþróun og mark- aðsstarfsemi og telja sig skv. heimildum okkar síður geta beðið um fyrirgreiðslu Þróun- arfélagsins. Að sögn Gunn- laugs Sigmundssonar telur hann mikinn ávinning að því að leiða saman KÁESS og Gamla kompaníið, sem ára- tugum saman hafa kroppað hvort úr öðru augun í harðri samkeppni. „Hvort það verð- ur svo neytendum til hags- bóta er annað mál," segir hann i samtali við blaðið. EfTIR ÓMAR FRIÐRIKSSON MYNDIR EINAR ÓLASON Eignarhluti og stjórnarþátttaka Þróunarfélagsins í fyrirtækjum: Silfurberg Silfurberg kaupir hlutabréf í íslenskum fyrirtækjum. Eign- arhlutur Þróunarfélagsins var 20% i upphafi en er nú 10,6%. Þróunarfélagið á einn mann af fimm í stjórn og er fulltrúi Þ.l. jafnframt stjórnarformaður. Helstu meðeigendur eru Peter Wallenberg og Curt Nicolin í Sviþjóð, Jóhann Rönning, Hagvirki, o.fl. íslendingar. Hótel Bær hf. Þróunarfélagið á 20% eign- arhlut og einn stjórnarmann af fimrn. Helstu meðeigendur eru Ferðaskrifstofa Islands hf. og um 200 einstaklingar og fyrirtæki. Bær hf. á og rekur heilsárshótel á Kirkjubæjar- klaustri. Tæknigaröur hf. Þróunarfélagið á 30% í Tæknigarði hf. og einn stjórn- armann af fimm. Helstu með- eigendureru Reykjavíkurborg og Háskóli íslands. Tæknigarður á og rekur hús- næði fyrir Tæknigarð á Melun- um vestan við Háskólabíó. Marel hf. Þróunarfélagið átti 39% hlutafjár til skamms tíma en sá eignarhlutur hefur eitthvað minnkað með tilkomu nýrra aðila í Marel í des. sl. Félagið á einn mann af fimm í stjórn Marels. Stefnt er að því að halda um 30% eignarhlut. Helstu með- eigendur eru: Samvinnusjóð- urinn, Hagvirki, Eimskip og fjöldi frystihúsa. Marel hf. er rafeindafyrir- tæki sem framleiðir „elektrón- ískar" vogir. Mest af fram- leiðslunni fer til útflutnings. Fjölnemar hf. Þróunarfélagið á 25% hluta- fjár og einn mann af þremur í stjórn. Fjölnemar framleiða og selja rafeindatæki til geisla- mælinga — byggt á hugmynd Páls Theodórssonar eðlisfræð- ings. Helstu meðeigendur eru Is- lenska járnblendifélagið, Eim- skip, B. Simonsen Danmörku og fjölsk. Páls Theodórssonar. Malbikunarstöðin H-Colas Þróunarfélagið á 25% eign- arhlut í M.H.C. og tvo menn af fimm í stjórn. M.H.C. er 49% í eigu Colas í Danmörku sem er dólturfyrir- tæki SHELL International í Hollandi. Fyrirtækið rekur malbikunarstöð og oliustöð i Hafnarfirði. G.K.S. Þróunarfélagið á tæp 0,7%. í húsgagnafyrirtækinu G.K.S. sem til varð við samruna Gamla kompanísins og Krist- jáns Siggeirssonar. Þróunarfé- lagið á einn mann af þremur í stjórn. Aðrir eigendur eru Gamla kompaniið og Kristján Siggeirsson. Fiskeldi Eyjafjarðar hf. Þróunarfélagið á tæp 40% í Fiskeldi Eyjafjarðar sem rekur lúðueldi í Eyjaíirði. Þ.í. hefur ekki mann í stjórn. Lifraskilja J.S. Þ.í. á 50% hlut á móti upp- finningamanni á einkaleyli að vél til að skilja lifur frá slógi. Hampiðjan Þróunarfélagið á 16 m.kr. hlut í Hampiðjunni (eignar- prósenta liggur ekki fyrir) en ekki fulltrúa í stjórn. Undirbúningsfélag Líftæknifyrirtækis Þróunarfélagið er aðili að undirbúningsfélagi vegna Líf- tæknifyrirtækis. Félagið er með einn mann í stjórn. Helstu meðeigendur eru Háskólinn, S.H., iðnþróunarsjóöur Suður- lands, Vestmannaeyjabær, Iðntæknistofnun, Ranns.st. fiskiðnaðarins, Sildarútvegs- nefnd og Lýsi. Félag um framleiðslu hágæðakeramiks Þróunarfélagið er aðili að undirbúningsfélagi um skoð- un á framleiðslu hágæðakera- miks og leggur til einn mann i stjórnun verkefnisins. Helstu samstarfsaðilar eru Isl. járn- blendifélagið og Iðntækni- stofnun. Geo-Thermal Co. Búdapest Þróunarfélagið á 25% eign- arhlut í fyrirtæki í Búdapest sem vinnur að „verkefnaút- flutningi". Meðeigendur eru Virkir- Orkint og erlendir aðilar. Kögun hf. Þróunarfélagiö á um 71% hlutafjár og þrjá menn af fimm í stjórn. Hlutverk Kögunar er að annast viöhald og þróun á hugbúnaði fyrir íslenska loft- varnarkerfið og hefur félagiö langtímasamning um það verk. Meðeigendur eru um 35 hugbúnaðarfyrirtæki. Iceland Crown GmbH í Hamborg Þróunarfélagið á 41% eign- arhlut og einn mann í þriggja manna stjórn. Iceland Crown er verslunarhús í Hamborg sem stundar alhliða milliríkja- viðskipti og sölu á íslenskum varningi. Stærsti meðeigandi er Iðnlánasjóður með jafnstór- an hlut. Tölvusamskipti hf. Þróunarfélagið á 41,7% hlutafjár í hugbúnaöarfyrir- tækinu Tölvusamskiptum sem framleiðir og selur til útflutn- ings hugbúnaö til að tengja saman tölvur og ýmiss konar búnað svo sem íax-tæki og vél- ar ýmiss konar. Þ.l. hefur einn stjórnarmann af þremur. Með- eigendur eru ýmis fyrirtæki og einstaklingar.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.