Pressan - 11.01.1990, Blaðsíða 8

Pressan - 11.01.1990, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 11. jan. 1990 UPPGJÖR Á GJALDÞROT Stærstu kröfuhafar i þrotabú Lindalax hf. áttu veð i fyrirtækinu og voru jafn- framt hluthafar. Skuldir Lindalax voru tæplega milljarður við gjaldþrot i des- ember og hafa aukist siðan. Veðhafarnir haf a nú samið við þrotabúið um greiðslur fyrir veðsettum skuldum. Þeim mun tak- ast að fá allmikið upp i sinar skuldir hjá eigin fyrirtæki, en búst jórar telja að aðr- ir kröfuhafar fái litið sem ekkert. EFTIR: ÖDDU STEINU BJÖRNSDÓTTUR Rekstur Lindalax stóð á brauðfót- um frá upphafi að sögn manna sem starfa að fiskeldi. Stofnendur fyrir- tækisins, Vatnsleysa sf. og Seafood Developement hf., lögðu ekki fé í reksturinn, heldur land og tækni- þekkingu. Hlutafé átti upphaflega að safna í Noregi, en það gekk illa. Hérlendis var byggingarfjár aflað með lánum frá Iðnaðarbankanum og Iðnþróunarsjóði. í Noregi lánaði Den Norske Kreditbank fé og gerð- ist síðar hluthafi til að reyna að bjarga stöðinni þegar Ijóst varð hvert stefndi. „Þetta var hæpið dæmi frá upp- hafi,“ segir maður sem unnið hefur við fiskeldi. „Vatnið þarna er of kalt og tvisvar lá við stórtjóni þegar raf- magn fór og vararafstöð fór ekki í gang." Iðnaðarbankinn kemur til hjálpar Þegar stöðin varð gjaldþrota kom í Ijós að helstu kröfuhafar hérlendis voru Iðnaðarbankinn og Iðnþróun- arsjóður. Veðsettar skuldir þrota- búsins við þá og Den Norske Kredit- bank nema 750 milljónum króna. Einn af eigendum stöðvarinnar var hlutafélagið DraUpnissjóðurinn (sama félag hét Draupnir hf. til 5. júní sl.) sem er að hluta til í eigu Iðn- aðarbankans (Verðbréfamarkaðs Iðnaðarbankans) og Iðnþróunar- sjóðs. Annar eigandi Draupnis er Iðnlánasjóður, sem til skamms tíma var rekinn af Iðnaðarbankanum. Samkvæmt ársskýrslu Iðnlánasjóðs er tilgangur Draupnis að stuðla að þróun hlutabréfamarkaðar hér á landi, meðal annars með kaupum á hlutabréfum, skuldabréfum eða öðrum verðbréfum atvinnufyrir- tækja, er líkleg eru til þess að skila góðum arði miðað við áhættu. Nýtti Iðnaðar- bankinn aðstöðu sína I Draupni? Það má eflaust deila um hve bjart- sýnir menn voru á framtíð Lindalax Það er fleira í sögu Lindalax sem vekur athygli. Uppbyggingin var öll fyrir lánsfé og forsendur búsins af mörgum taldar hæpnar. Fram- kvæmdastjóri þar til síðasta vor var Þórður H. Ólafsson. Honum var sagt upp þegar staða fyrirtækisins var orðin verulega slæm vorið 1989 og hlutafé var aukið í Lindalaxi hf. Þórður var áður framkvæmdastjóri íslandslax (sem varð líka gjaldþrota á síðasta ári) en var sagt upp þar, hf. þegar Draupnissjóðurinn hf. keypti hlutafé. Með tilliti til lélegrar eiginfjárstöðu og gífurlegra skulda má hins vegar ætla að fyrirtækið hafi ekki verið líklegt til að skila góðum arði miðað við áhættu í bráð. Iðnaðarbankinn hafði umsjón með Iðnlánasjóði. Iðnlánasjóður hefur fulltrúa í lðnþróunarsjóði og allir þrír aðilarnir eiga hlut í Draupnissjóðnum. Iðnaðarbankinn hefur legið undir því ámæli frá fjár- málamönnum að nýta aðstöðu sína í Iðnlánasjóði þegar illa horfir fyrir stórum skuldunautum bankans. Forsvarsmenn bankans hafa alltaf neitað því. Það er hins vegar ekki óeðlilegt að menn spyrji sig hver var hlutur bankans og Iðnþróunarsjóðs i því að Draupnissjóðurinn hf. keypti hlut í fyrirtækinu og á nú hlut í Laxalind hf. sem hefur gert tilboð í eignir þrotabús Lindalax hf. samkvæmt heimildum Pressunnar. Hann hefur nú fengið stöðu hjá Framkvæmdasjóði og er tæknilegur ráðgjafi varðandi ýmis verkefni, éinkum fiskeldisverkefni, sem ber hæst um þessar mundir. Hann á því hlut að máli þegar teknar eru ákvarðanir um styrki til fiskeldisfyr- irtækja. Þessi ráðning hefur mælst illa fyrir hjá laxldisfyrirtækjum, samkvæmt heimildum Pressunnar. FYRRVERANDI FRAMKVÆMDASTIÓRI TVEGGJA GJALDÞROTA FYRIRTÆKJA ER NÚ RÁÐGJAFI FRAMKVÆMDASJÓDS Yfirtaka eignir sem þeir áttu Lindalax fékk greiðslustöðvun- þann 27. september. Til að fá nauð- synlegt rekstrarfé til að halda fyrir- tækinu gangandi á þeim tíma stóðu bankarnir að stofnun Laxalindar hf„ sem síðar tók að sér að halda þrotabúinu gangandi til að helstu verðmæti þess, seiðin, glötuðust ekki. Skráðir eigendur Laxalindar eru meðal annars Den Norske Kred- itbank og Draupnissjóðurinn. Laxa- lind hf. lánaði Lindalaxi fé í rekstur- inn og er það lán komið hátt á ann- að hundrað milljóna núna. Laxalind hf. hefur gert tilboð í eignir stöðvarinnar, aðrar en lax- inn, og kaupir stöðina líklega, að

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.