Pressan - 15.02.1990, Qupperneq 3
VASK-urinn gef-
ur fiskvinnslunni
vaxtalaus lán
Fiskvinnslan fær vaxtalaust lán hjá
rikinu allt upp i tvo mánuði i senn i liki
innskatts. Skýringin er flókin en niður-
staðan einföld: Fiskvinnslan hef ur allt að
hálfum milljarði að láni fyrstu tvo mán-
uði þessa árs.
Skýringin felst í endurgreiðslu rík-
isins á virðisaukaskatti, svokölluð-
um innskatti. í þessu tilfelli er mun-
ur á uppgjörstímum ríkisins og fisk-
vinnslunnar. Vinnslustöðvar kaupa
fisk af sjómönnum og borga virðis-
aukaskatt af honum. Hann er end-
urgreiddur af ríkinu viku síðar sem
innskattur, en skilin á virðisauka-
skatti hjá fiskvinnslunni eru á
tveggja mánaða fresti.
4—500 milljónir fara frá ríkinu til fisk-
vinnslunnar á fyrstu tveimur mánuð-
um ársins vegna innskatts í virðis-
aukaskattkerfinu.
Þannig hefur fiskvinnslan vaxta-
laust lán frá ríkinu í allt að tveimur
mánuðum.
Samkvæmt upplýsingum úr fjár-
málaráðuneytinu stefnir í að 4—500
milljónir fari frá ríkinu til fiskvinnsl-
unnar á fyrstu tveimur mánuðum
þessa árs. Það er þó minna en ráð-
gert var, því samkvæmt bráða-
birgðaáætlun átti tæplega einn og
hálfur milljarður að greiðast út í
janúar og febrúar. Skiladagur fyrir
virðisaukaskatt hjá fiskvinnslunni
fyrir þessa tvo mánuði er 5. mars. Ef
útborgun úr ríkiskassanum er um
hálfur milljarður á fyrstu tveimur
mánuðunum má reikna með nokkr-
um milljörðum sem skipta þannig
um hendur á nokkurra vikna fresti á
þessu ári.
Legið fyrir lengi
Olafur Ragnar Grímsson fjármála-
ráðherra segir að þetta fyrirkomu-
lag hafi legið fyrir lengi. Um þetta
hafi náðst samkomulag við fisk-
vinnsluna og þetta hafi verið talið
nauðsynlegt. Olafur segist ekki telja
þetta styrk til fiskvinnslunnar.
Endurgreiðslurnar frá ríkinu
dreifast alltaf á tvo mánuði. Fisk-
vinnslumenn eiga möguleika á að
liggja inni með peningana í allt að
tveimur mánuðum og fimm dögum,
allt eftir því hvenær þeir fá þá. Það
munar hins vegar um milljónirnar
þegar vextir af fé eru annars vegar
og í þessu tilviki er Ijóst að það er
fiskvinnslan sem hagnast — ríkið
sem tapar.
Framleiðum snjóblásarann BARÐA
Sterkir og afkastanikill lyrir íslenskar aðstæður.
Tll atgrelðslu strax.
Vélsmiójan Vík hf. 610 Grenivík, sími 96-33216.
PRESSU
MOJLAR
lögreglumenn þeir sem stunduðu
heimaslátrun í Bolungarvík geta
nú dregið andann léttar, því heil-
brigðisfulltrúi bað um rannsókn
vegna þessa máls. Ríkissaksókn-
ari krefst ekki frekari aðgerða og
lætur málið niður falla, segir í frétt
blaðsins Bæjarins besta á ísafirði.
Heimaslátrun lögreglumannanna
er engu að síður staðreynd. Hins
vegar vildi svo vel til að slátrunin fór
fram fyrir 22. september í fyrra, en
þá gekk í gildi reglugerðarbreyting
sem tók af öll tvímæli um að heima-
slátrun sem þessi væri ólögleg. Fyr-
ir þann tíma mátti verja heimaslátr-
un lögreglumannanna vegna þess
að hún fór fram á stöðum sem ríkis-
saksóknari ákveður utan kaupstað-
arins . . .
BIFREIÐAEIGEIMDUR!
SPARIÐ TÍMA - SPARIÐ FYRIRHÖFN
Renníö bílnum í gegn hjá Bón- og þvottastööínní, Sígtúní 3.
Hjá okkur tekur aðeins 12-15 mínútur aða fá bílinn þveginn
og bónaðan. Hjá okkur eru allir bílar handþvegnir.
Notað er úrvals tjöruhreinsiefni og hið viðurkennda SONAX
gæðabón.
Verð mjög sanngjarnt.
Vegna afkastagetu stöðvarinnar, sem er yfir 40 bílar á
klukkustund er biðtími nánast enginn.
Tíma þarf ekki að panta.
I!Ó\- OG ■ * V« M I AS IÚIII\
SIGTÚNI 3 - SÍMI 14820
Nýjar fcrðír frá ferðaskrífstofunní AUS - sími 652266
ISTANBUL
Frá kr. 39.990,-
5 nætur í Istanbul,
1 nótt í Köben,
verð á mann í 2ja m. herb.
Sérfargjöld í boðí hjá Ferðaskrifstofunní ALÍS
ALÍS og SAS
Köben, kr. 19.330,-
Vín, kr. 27.460,-
Budapest, kr. 27.460,-
Kairo, kr. 35.390,-
S4S
4tKit*fS
FERÐASKRIFSTOFA