Pressan - 15.02.1990, Blaðsíða 8
8
Fimmtudagur 15. febr. 1990
PRESSAH
VIKUBLAÐ Á FIMMTUDÖGUM
Útgefandi: Blað hf.
Ritstjórar: Jónína Leósdóttir Ómar Friðriksson
Bladamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir Adda Steina Björnsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir
Ljósmyndari: Einar Ólason
Útlit: Anna Th. Rögnvaldsdóttir
, Prófarkalestur: Sigríöur H. Gunnarsdóttir
Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson
Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson
Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 36, sími: 68 18 66. Auglýsingasími: 68 18 66.
Áskrift og dreifing: Ármúla 36, sími 68 18 66. Setning og umbrot: Leturval sf.
Prentun: Blaöaprent hf.
Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi. Áskriftargjald: Pressan og Alþýöublaöiö:
1000 kr. á mánuöi. Verö í lausasölu: 150 kr. eintakiö.
Berstrípadir
atvinnuumsækjendur
Engin sérstök takmörk eru sett í lögum fyrir því hve
ítarlegra upplýsinga atvinnurekandi getur leyft sér að
krefjast af atvinnuumsækjendum.
í PRESSUNNI í dag kemur fram að engar reglur eru til
um um hvað er spurt á umsóknareyðublöðum og er
vinnuveitanda í rauninni í sjálfsvald sett hversu langt
hann gengur í þeim efnum. Þá er vel þekkt að sum fyrir-
tæki láta ekki svo lítið að svara þeim sem sækja um starf
eða senda þeim til baka gögn sem þeir leggja fram.
Fram kemur í úttekt blaðsins á þessum málum að
fjöldamargt fólk í atvinnuleit skráir sig hjá ráðningar-
stofum. Þar þurfa menn oft að tína til ótrúlega ítarlegar
upplýsingar um sjálfa sig. Engar hömlur eru á því að slík-
ar trúnaðarupplýsingar séu tölvuskráðar. Ekkert eftirlit
er með því að ráðningarstofur veiti ekki vinnuveitend-
um allar þær persónulegu upplýsingar sem umsækjandi
gefur ráðningarstofunni í trúnaði.
í reglum sem Vinnuveitendasamband íslands hefur
sett segir að engar sérstakar skorður séu reistar við því
um hvað sé spurt á umsóknareyðublöðum og skuli það
ráðast af mati hvers og eins hvað hann telur innan
marka velsæmis. Að sjálfsögðu er hverjum og einum
það í sjálfsvald sett hvort hann gefur upplýsingar um sig
og sína persónulegu hagi þegar hann sækir um atvinnu.
En það er alvarlegt mál ef komin eru upp gagnasöfn um
persónuleg trúnaðarmál víðsvegar í þjóðfélaginu, sem
lúta engu eftirliti og óljósum lagareglum um kerfis-
bundna skráningu upplýsinga um einkahagi fólks.
í grein PRESSUNNAR kemur fram að gagnaverndar-
nefnd Evrópubandalagsins hefur fjallað sérstaklega um
mál af þessum toga og gert samþykktir sem hafa ekki
einu sinni veriö þýddar yfir á íslensku. Hér hefur löggjaf-
inn sofið á verðinum. í dag eru það aðeins almennar
siðareglur sem fólk getur stutt sig við og treyst að farið
sé eftir.
I n JLh m Pólitísk þankabrot skrifa Birgir Árna-
*■ ■ ■ ^ I son, aöstoöarmaöur viöskipta- og iön-
aðarráðherra, Einar Karl Haraldsson,
ritstjóri Nordisk Kontakt, og BolliHéð-
insson hagfræðingur.
Fleira þarf til
„Kjarasamningarnir út af fyrir sig
tryggja ekki nema tímabundna hjöðnun
verðbólgunnar"
Það er að bera í bakkafull-
an lækinn að fjalla um ný-
gerða kjarasamninga en þó
langar mig ti! þess að leggja
nokkur orð í belg. Engir
samningar sem ég man eftir
hafa fengið jafnmikið lof og
prís úr öllum áttum. Því
mætti ætla að hér væru á
ferðinni sannkallaðir krafta-
verkasamningar. Svo er þó
ekki þegar betur er að gáð.
Meginmarkmið samning-
anna er að ná verðbólgu hér
niður á svipað stig og í ná-
grannalöndunum í lok þessa
árs. Góðar líkur eru á því að
þetta takist eins og vindar
blása nú í samfélaginu. Að-
ferðin er hins vegar einföld
og hefur verið kunn um langt
árabil: Að semja um litlar
kauphækkanir og halda
genginu föstu yfir ákveðið
tímabil. Með þessu móti fjar-
ar verðbólgan út á tiltölulega
skömmum tíma. Það er í raun
með ólíkindum að kjara-
samningar á þessum nótum
hafi ekki verið gerðir fyrir
löngu.
En kjarasamningarnir út af
fyrir sig tryggja ekki nema
tímabundna hjöðnun verð-
bólgunnar. Verðbólgudraug-
urinn verður áfram á sveimi í
íslensku efnahagslífi. Þá fela
kjarasamningarnir í sér al-
menna kaupmáttarrýrnun og
er hún verðið sem launafólk
greiðir fyrir verðbólguhjöðn-
unina.
Það tækifæri sem gefst á
næstu tveimur árum til að
tryggja varanlegan stöðug-
leika í verðlagsmálum hér á
landi og leggja grunn að efna-
hagslegum framförum þarf
að nota vel, að öðrum kosti er
hætt við því að við höldum
áfram að dragast aftur úr ná-
grannaþjóðunum hvað lífs-
kjör varðar.
— o — o —
Þetta er stórt og víðfeðmt
verkefni sem ekki verða gerð
viðhlítandi skil í stuttum
pistli. Athyglin þarf að bein-
ast að umbótum á eftirfar-
andi sviðum:
— í atvinnumálum
— í gengismálum
— í peningamálum
— í ríkisfjármálum
I atvinnumálum þarf að
bæta og jafna starfsskilyrði
atvinnugreina og stuðla að
aukinni hagkvæmni. I sjávar-
útvegi þarf að taka upp veiði-
leyfasölu, hugsanlega með
lækkun raungengis fyrst í
stað, sem einnig myndi bæta
samkeppnisstöðu innlends
iðnaðar og koma á betra
skipulagi í útflutningsmálum.
Auka þarf athafnafrelsi ein-
stakra sjávarvöruútflytjenda
en jafnframt gæta að heildar-
hagsmunum. í þessu sam-
bandi þarf að kanna hlutverk
innlendra fiskmarkaða. í
landbúnaði þarf að gerbreyta
um stefnu og hverfa af braut
ríkisábyrgðar á framleiðslu í
þessari grein. í áföngum þarf
að laga innlendan landbúnað
að samkeppni við innflutn-
ing. Aukin samkeppni milli
innlendra framleiðenda og
við innflutning er árangurs-
ríkasta leiðin til þess að halda
aftur af matvælaverði. Ráð-
ast þarf í áframhaldandi upp-
byggingu orkufrekrar stór-
iðju hér á landi í samstarfi við
erlend fyrirtæki. Þar skiptir
meira máli að úr fram-
kvæmdum verði en hvar
framkvæmdirnar verða.
í gengismálum þarf að
tryggja meiri festu en verið
hefur. Yfirlýsingar stjórn-
valda um að genginu verði
haldið föstu hvað sem tautar
og raular hrökkva skammt.
Vænlegasta leiðin er að gera
fast gengi að hluta af alþjóð-
legum skuldbindingum ís-
lendinga til dæmis með þátt-
töku í evrópska myntkerfinu.
Nokkur EFTA-ríki íhuga nú
þennan kost og ættum við að
gera það einnig.
í peningamálum er brýn-
asta verkefnið að opna ís-
lenska fjármagnsmarkaðinn
gagnvart útlöndum í sam-
ræmi við þær breytingar sem
eru að verða á viðskiptum
með fjármagn og fjármála-
þjónustu í Evrópu. Það er
nauðsynlegt að íslensk fyrir-
tæki fái notið fjármagnsþjón-
ustu á sömu kjörum og er-
lendir keppinautar og ís-
lenskir sparifjáreigendur
eiga að fá að ávaxta sitt fé er-
lendis. Jafnframt myndi opn-
un íslenska fjármagnsmark-
aðarins veita ákvörðunum og
athöfnum stjórnvalda mikils-
vert aðhald, sem hingað til
hefur skort og stuðlað að
óábyrgri meðferð fjármuna.
í ríkisfjármálum er fyrst
og fremst við stjórnmálaleg-
an vanda að etja. Það vantar
skýrar línur um það hversu
stóran skerf af þjóðartekjum
opinber þjónusta og opinber-
ar framkvæmdir eiga að taka
til sín. Á alþjóðlegan mæli-
kvarða virðist þessi skerfur
ekki stór hér á landi en að
sama skapi virðist skattþol ís-
lendinga tiltölulega lítið. Hér
gildir að sníða sér stakk eftir
vexti og verja fjármunum
skynsamlega. Fjárveitinga-
vald ríkisins er í höndum Al-
þingis og þar skara þingmenn
hver eld að sinni köku. Ráð-
herrar eru jafnan engu betri,
því þeir gerast yfirleitt hags-
munagæsluaðilar fyrir þá
þjóðfélagshópa sem undir
ráðuneyti þeirra falla. Það
verður að gera meiri kröfur
til íslenskra stjórnmála-
manna en nú tíðkast. Þeir
eiga að gæta almannahags-
muna en ekki sérhagsmuna.
Hér þarf að koma til breytt
kosningafyrirkomulag sem
tryggi að atkvæði allra kjós-
enda vegi jafnt.
— o — o —
Þessi snubbótta upptalning
á umbótaverkefnum sem
sinna þarf á næstu misserum
og árum er langt frá því að
vera tæmandi. Þá eru þetta
ekki tæknileg umbótaatriði
sem allir geta orðið sammála
um. Hér eru á ferðinni stór-
pólitísk mál sem myndu hafa
áhrif á tekjuskiptingu og bú-
setu í landinu og tengsl ís-
lands við umheiminn um
langa framtíð. Það er til
marks um þann hnút sem ís-
lensk stjórnmál eru í að eng-
inn flokkur eða stjórnmála-
hreyfing hefur nema örfá
þessara atriða á stefnuskrá
sinni.
Nýgerðir kjarasamningar
geta orðið fyrsta skrefið í átt
að nýju íslandi, en miklu
fleira þarf til. Það er glund-
roðinn í stjórnmálunum sem
er helsti Þrándur í Götu fram-
fara.
hin pressan
Þjóðviljinn hefur mörg líf og
kemur út eftir helgi þótt Guð-
rún Helgadóttir haldi annað.
— Hallur Páll Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Þjóðviljans, í samtali
við DV.
Eggjastríð i uppsiglingu?
— Fyrirsögn i Alþýðublaöinu.
4923% verðbólga á síðasta ári
— Fyrirsögn á grein um efnahags-
ástandið i Argentinu. timinn.
Það er löngu vitað að skynsemin
er kvenkyns. En getur verið að
hún sé líka þingeysk?
— Þrándur í Þjóðviljanum.
Það þarf alls ekki að vera
slæmt að vera í pels í rigningu.
Sum þessara dýra eru vön að
berjast við snjó og rigningu.
Hefur nokkur séð mink með
regnhlíf?
— Úr grein um loðfeldi i Morgun-
blaðinu.
Hvað kostar það fjölskylduna,
borgina, ríkið og mannkynið
að hafa mig og alla mína
ágætu þjáningarbræður og
-systur sitjandi þarna í
Tryggvagötunni (eða á Hring-
brautinni) í rándýrum bifreið-
um að íhuga tilgang lífsins í
um það bil 32.400 mínútur á
ári?
— Ólafur Haukur Simonarson rit-
höfundur i pistli í Þjóöviljanum.
Persónulega treysti ég mér til
að skrifa eina skáldsögu á
þeim tíma á hverju ári sem ég
sit fastur í einhvers konar um-
ferðarlanglokum hér í Reykja-
vík.
— Úr sömu grein Ólafs Hauks Sim-
onarsonar.
Hvers á skotíþróttin að gjalda?
— Fyrirsögn á íþróttasiöu DV.
Peningar eru ekki
ávísun á ham-
ingju — en hvort
sem þá ert fyrir
austan eöa vestan
þá gera einhverjir
aurar í vasa
óhamingjuna
bœrilegri.
— Árni Bergmann í ÞjóðviljanumT
Auðvitað kann eitthvað að
vera missagt um smáatriði í
greininni í Heimsmynd...
— Herdis Þorgeirsdóttir, ritstjóri
Heimsmyndar, i svargrein sinni í
Morgunblaöinu.
Ég var orðin ritstjóri áður en
Jón Óttar varð sjónvarps-
stjóri. Ég er enn ritstjóri en
hann er ekki sjónvarpsstjóri.
— Herdis Þorgeirsdóttir ritstjóri i
sömu svargrein.
.. .get ég huggað hana með
því að sneplar af þessu tagi
eiga sér fjarskylda ættingja er-
lendis í „blöðum" á borð við
„National Enquierer" og
„News of the World"...
— Jón Óttar Ragnarsson í svari sinu
við svargrein Herdisar Þorgeirsdótt-
ur i Morgunblaðinu.
Blaðamennska af þessu tagi,
þar sem 90% eru heimilda-
lausar gróusögur og 10%
sannleikur, er .eftir því sem ég
veit, einstæð í heiminum.
— Jón Óttar Ragnarsson, fyrrum
sjónvarpsstjóri, í samtali við Morg-
unblaðið um greinarskrif HEIMS-
MYNDAR.
Ef Herdís heldur að hún sé
sloppin þá er það misskilning-
ur.
— Svargrein Jóns Óttars við grein
Herdisar Þorgeirsd. Morgunblaðið.