Pressan - 15.02.1990, Page 4
4
Fimmtudagur 15. febr. 1990
litilræði
af skátapornó
Æsifregnir í fjölmiðlum fara alltaf mjög vel í
mig.
Svona einsog hríslast um mig notaleg kennd
þegar ég les um járnbrautarslys, fjárglæfra,
framhjáhöld, kynsvall og ófarir annarra.
Ég veit ekki fyrir víst hvað það er sem veldur
því að ég og fjölmargir aðrir eru svona heillaðir
af æsifregnum.
Kannske er það einhver öryggiskennd þegar
maður hugsar sem svo:
— Aldrei á þetta eftir að henda mig.
Dagblaðið Vísir er sá fjölmiðillinn íslenskur
sem best og svikalausast sér mér fyrir æsi-
fregnum og ekki líður sá dagur að ég bíði ekki
með blóðbragðið í munninum eftir að fá þenn-
an fjölmiðil í hendurnar til að svala æsifrétta-
þorstanum með því að fylgjast með óförum
annarra og myrkraverkum vondra manna.
Svo var það á dögunum, svona um svipað
leyti og verið var að ákveða að skera fjárlögin
niður um einn milljarð, að stórfrétt, já sannköll-
uð æsifrétt, birtist í DV undir fyrirsögninni:
Höfðu með sér blátt myndband og undir-
fyrirsögnin: — eins og að fá blauta tusku
framan í sig.
Gamli hjartavöðvinn í mértók auðvitað kipp
einsog venjulega þegar einhver dónaskapur er
á ferðinni og ég drakk fréttina í mig með
áfergju.
„Tveir fjórtán ára skátaforingjar urðu ný-
lega uppvísir að því að hafa undir höndum
bláa myndbandsspólu á svokölluðu vídeó-
kvöldi í skátaheimili Ægisbúa í íþróttahúsi
Hagaskóla."
Síðar í fregninni kom í Ijós að þeir eldri ætl-
uðu sér að horfa á bláu spóluna þegar hinir
yngri væru sofnaðir og hlýtur að teljast alveg
ótrúleg fúlmennska þegar skátar eiga í hlut.
Enda segir deildarforingi skátaflokksins og
ábyrgðarmaður orðrétt í DV að þetta hafi verið
einsog að fá blauta tusku framaní sig.
Siðblindum mönnum kann að finnast þetta
athæfi skátastrákanna ósköp saklaust og síst
af öllu til þess fallið að vera efni í æsifrétt síð-
degisbláðs. En það er bara fólk sem veit ekki að
skátar hafa alla tíð, fyrir utan að vera alltaf við-
búnir, staðið vörð um siðprýði og staðfestu í
blautlegum efnum og brýnt fyrir ungum svein-
um að falla ekki fyrir freistingum holdsins.
Eitt af því sem öðru fremur er talið ógna and-
legri og líkamlegri velferð skáta er sjálfsflekk-
unarfreistingin, en um hana segir orðrétt í
Skátabókinni á bls. 219:
„Dónalegar myndir veröa þess oft valdandi
að andvaralaus drengur fellur fyrir sjálfs-
flekkunarfreistninni. En slíkt getur verið
mjög hættulegt fyrir hann, því hún veiklar
hann bæði andlega og líkamlega ef hún
kemst uppí vana.
Oft stafar þessi fýsn af slæmri meltingu
eða of mikilli og góðri fæðu, hægðateppu,
eða hún orsakast af því að sofið er í of heitu
rúmi, með of mörgum ábreiöum.
Það er hægt að lækna þetta með breyttum
rúmbúnaði, köldu baði sem tekið er tafar-
laust, eða þá með leikfimisæfingum, armæf-
ingum ýmiskonar, hnefaleikum o.s.frv.
Það kann að vera erfitt að standast freist-
inguna í fyrsta skipti, en er þér hefur tekist
það einu sinni, gengur það betur eftirleiðis.
Ef þú verður æ ofaní æ fyrir óþægindum af
þessum sökum skaltu ekki leyna því, heldur
fara til föður þíns eða skátaforingja og ræða
málið. Þá verður öllu kippt í lag.
Ég man eftir sálarstríöinu sem ég átti í þegar
ég var ungur skáti og stóö andspænis þeirri
hremmingu aö eiga undir rúminu mínu þrjá
skókassa fulla af klámmyndum, sem þá voru
kallaðar píkumyndir, og vera þar aö auki hel-
tekinn af sjálfsflekkunarfreistingunni.
Þá var þaö að ég fékk óþyrmilega aö kenna
á því að sá á kvölina sem á völina.
Mér fannst ég eiga um þaö aö velja annars-
vegar að fleygja skókössunum og gefa kyn-
hvötina uppá bátinn, semsagt vera flekklaus
skáti meö hreinan skjöld.
Eöa hinsvegar aö hætta aö vera skáti og
leggjast í þaö saurlífi sem fylgir sjálfsflekkunar-
freistingunni og allskonar getnaöarvafstri í
framhaldi af henni.
Ég gekk úr skátahreyfingunni, fór í KFUM og
gersamlega í hundana kynferðislega.
Varö dóni.
Svo djúpt var ég sokkinn á þessum árum að
ég áleit að ekki væri hægt nema meö einum
hætti aö losa sig undan sjálfsflekkunarfreist-
ingunni.
Semsagt meö því að koma sér upp kven-
manni.
Sem ég og geröi og sé raunar ekki eftir því.
Þegar ég las hasarfregnina af skátastrákun-
um í DV rifjaðist þetta svona einsog upp fyrir
mér og ég hugsaði meö mér að eftilvill væru
strákagreyin í sama sálarháska og ég í dentíð.
Og í framhaldi af því hugsaöi ég sem svo:
— Skáti er nú einusinni alltaf viöbúinn og
þessvegna ættu eldri skátar ekki aö láta þaö
koma svona rosalega flatt uppá sig þó strákl-
ingar séu svolítið forvitnir í kynferöismálum.
Og er nokkuð viö þaö aö athuga, þegar öllu
er á botninn hvolft?
NYIR B/LAR A HAGSTÆÐU VERÐI
HRINGDU OG VIÐ KOMUM MEÐ BÍLINN TIL ÞÍN
• Nissan Micra, Mazda 323, Toyota Cor-
olla, Nissan Sunny, Lada 1500 Station
• FJÓRHJÓLADRIFSBÍLAR: Subaru Sta-
tion, Toyota Tercel, Lada Niva, Range
BILALEIGAN
Rover, Mitsubishi Pajero, Nissan Patrol,
Toyota Landcruiser, Ford Econoline
»5-12 SÆTA: Mitsubishi Pajero (5-7),
Nissan Patrol (7), Toyota Hiace (11),
Toyota Litace (8), Ford Econoline (12)
ÍGEYSIR
sími: 688888
Sudurlandsbraut 16, Reykjavík,
gengið inn frá Vegmúla.