Pressan - 15.02.1990, Síða 10

Pressan - 15.02.1990, Síða 10
10 Fimmtudagur 15. febr. 1990 Hver er réttwr fféllcs sem er að leita sér að vinnu? Þegar sótt er skrifflega um sterf er efft beðið um persónulegar upp- lýsingar ffrá umsækjanda. Engin trygg- ing er ffyrir þvi að ffarið sé með umsókn- irnar sem trúnaðarmál. Umsækjandi getur allt eins búist við þvi að standa ber- stripaður frammi ffyrir hverjum sem er. EFTIR BJÖRGU EVU ERLENDSDÓTTUR TEIKN. ARNÞÓR Sum fyrirtæki láta ógert að svara þeim sem ekki hljóta starfið og senda heldur ekki til baka gögn um- sækjenda. Hvar gögnin lenda veit enginn. Fyrirtækjum er ekki laga- lega skylt að senda neitt til baka þegar fólk sækir um vinnu. „Um- sóknir eru í sjálfu sér ekkert leynd- armál, fólk er að reyna að koma sér á framfæri við hugsanlega vinnu- veitendur," segir Hrafnhildur Stef- ánsdóttir, lögfræðingur Vinnuveit- endasambandsins. „En það er auð- vitað sjálfsögð kurteisi að umsókn- um sé svarað, og góð regla að senda til baka gögn frá fólki eða eyðileggja þau," segir Hrafnhildur. „Umsækj- endur sem ekki fá nein svör verða því að vona það besta, nefnilega að skjölin frá þeim hafi verið eyðilögð. En það er engin trygging fyrir því heldur." Kurteisi ekki sjálfsagður hlutur Margir hafa lent í því að bíða mán- uðum saman eftir svörum við um- sóknum. Sumir fá aldrei svar, en frétta það annars staðar frá hver hafi hlotið starfið sem þeir sóttu um. í einu tilfelli frétti umsækjandi frá al- gerlega óviðkomandi aðila að um- sókn hans hefði aldrei komið til greina. Tekið skal fram að sá óvið- komandi hafði ekkert með málið að gera og óeðlilegt að hann vissi hverjir hefðu sótt um starfið. í þessu tilfelli lét fyrirtækið upplýsingar um umsækjendur leka út til annarra, án þess að hafa svarað þeim sem sóttu um staríið. Annað fyrirtæki af stærri gerð- inni bað sérstaklega um afrit af próf- skírteinum og meðmæli fyrri vinnu- veitenda, en skilaði þessum pappír- um ekki aftur. Það eru til margar staðfestar sög- ur af svipuðum toga. Tii þess að íorðast lífsreynslu af þessu tagi geta menn skipt við ráðningarstofur. En þá er gott að vita að í þeim sam- skiptum gilda ekki aðrar reglur en þær sem viðkomandi ráðningar- stofa hefur sett sér sjálf, ásamt al- mennri kurteisi og sjálfsögðum siða- reglum. Það getur því verið tilviljun- um háð hverjir komast yfir þær upp- lýsingar sem gefnar hafa verið. Ef óskað er eftir því að farið verði með upplýsingarnar sem trúnaðar- mál þarf að taka það sérstaklega fram. Katrín Óladóttir hjá Hagvangi og Kristján Kristjánsson í Ráðgarði segja útilokað að illa sé farið með trúnaðarmál hjá þeim. „Við gefum ekki meiri uppíýsingar en nauðsyn- legt er til atvinnurekandans. Oft gef- um við einungis upp nafn og heimil- isfang í fyrstu umferð," segir Katrín Óladóttir. Engu að síður er óljóst hvaða reglur gilda og það er ráðn- ingarstofunum í sjálfsvald sett hverj- • um þær sýna eða afhenda gögnin. Engin takmörk Því eru í raun engin sérstök tak- mörk sett hvað atvinnuveitandi get- ur leyft sér að biðja um af upplýsing- um um fólk sem vill ráða sig í vinnu hjá honum. Hins vegar getur fólk sjálft metið hverju það vill svara. Þá verður það að taka tillit til þess hvaða spurningum er nauðsynlegt að svara án þess að minnka líkurnar á að hljóta starfið. Sum fyrirtæki biðja um afrit af skírteinum og með- mælum, en eins og fram hefur kom- ið er ekki öruggt að þessu verði skil- að aftur. Vinnuveitendasamband íslands segir í sínum reglum um starfs- mannahald: „Engar sérstakar skorður eru reistar við því um hvað sé spurt á slíkum umsóknareyðu- blöðum og ræðst það af mati hvers og eins hvað hann telur innan marka velsæmis." Margt fólk í atvinnuleit skráir sig á eina eða fleiri ráðningarstofur. Þar fyllir fólk út sérstök eyðublöð, yfir- leitt með ítarlegum upplýsingum um sjálft sig. Auk þess að spyrja um aldur, menntun og fyrri störf eru menn oft beðnir að láta í té ýmsar mun persónulegri upplýsingar. Meðal þess sem getur verið spurt um eru nöfn foreldra, nafn og staða maka, fjöldi og aldur barna, helstu áhugamál og hvort þú reykir eða ekki. Ennfremur er spurt um ástæð- una fyrir þeirri ósk þinni að skipta um starf og þú beðinn að greina frá núverandi launum. Oft er beðið um mynd og að tilgreindir séu meðmæl- endur sem geta stutt umsóknina. Þessar upplýsingar eru oftast töivu- skráðar hjá viðkomandi ráðningar- stofu, og það er vert að vita að um- sækjandi fellur ekki sjálfkrafa út af skránni heldur verður fólk að sjá til þess að upplýsingarnar séu fjar- lægðar þegar það þarf ekki lengur á atvinnumiðluninni að halda. Tölvuskráning Jón Thors, ritari tölvunefndar, staðfestir að heimilt sé að tölvuskrá þær upplýsingar sem umsækjandi lætur í té af fúsum og frjálsum vilja. Ráðningarstofan getur síðan notað þessar upplýsingar á þann hátt sem um er samið og í því skyni sem ætl- ast er til. „Eina skilyrðið er að sá skráði samþykki notkunina. Það er erfitt að gefa algilt svar um hvað séu trúnaðarupplýsingar, enda eru margar af þeim upplýsingum sem gefnar eru upp í umsóknum opin- berar upplýsingar sem allir geta orðið sér úti um,“ segir Jón. „Þó eru sumar upplýsingarnar þess eðlis að vafasamt verður að teljast hvort það megi láta þær frá sér til þriðja aðila. Þetta verður að meta í hverju til- viki," segir hann. Varðandi geymslu á þessum gögn- um telur Jón eðlilegt að hreinsað sé til í tölvuskránum áriega og að öðr- um upplýsingum en nafni og heimil- isfangi sé eytt hafi fólk verið lengi á skrá. Engar ákveðnar reglur eru til um þetta heldur. Þetta sýnir að al- mennar siðareglur eru að miklu leyti það eina sem fólk hefur til þess að styðja sig við. „Gagnaverndarnefnd Evrópu- bandalagsins hefur fjallað sérstak- lega um þessi mál og gert sam- þykktir, en þær hafa ennþá ekki ver- ið þýddar á íslensku. Mér þykir ekki ósennilegt að þessi mál verði tekin til nánari athugunar í framtíðinni," segir Jón Thors. Ókunnur viðtakandi Nokkuð algengt er að auglýst sé eftir vinnukrafti án þess að það komi fram hver stendur á bak við auglýsinguna. Flestir kannast við auglýsingar í Morgunblaðinu þar sem óskað er eftir að umsókn send- ist Mbl. merkt „lager 201". Þegar svo er þarf fólk að vera sérstaklega á verði í sambandi við hvaða upplýs- ingar það gefur. í slíkum tilvikum veit umsækjandinn ekki einu sinni hvar bréf hans lendir og þaðan af síður hvaða kurteisisreglur gilda á þessum óþekkta stað. „Það er ekki hægt að fordæma nafnlausar auglýsingar. Fyrirtæki geta haft gildar ástæður til þess, meðal annars vegna smæðar þjóð- félagsins. Við mælum ekki með þessu, en sjáum heldur ekki ástæðu til að setja neinar reglur sem hindra það,“ segir Hrafnhildur Stefánsdótt- ir. Hún segir að vinnuveitendasam- bandið hafi ekki yfirlit yfir hvernig að svona málum er staðið, en dregur þó ekki í efa að sumstaðar geti kurt- eisisreglum verið ábótavant. Hrafn- hildur telur ekki ástæðu til þess að ganga harðar að atvinnurekendum með reglugerðum. „Það er hætt við að þeir sem ekki sinna þessu núna myndu ekkert frekar gera það þó til væru einhverjar reglur. Vinnuveit- endasambandið fjallar um þessi mál á námskeiðum sínum og þar er vinnuveitendum kennt hvernig standa á að umsóknum," segir Hrafnhildur. í reglum vinnuveitendasam- bandsins stendur meðal annars þetta: „Ef starf hefur verið auglýst til umsóknar og umsækjendum hef- ur verið gert að útfylla umsóknar- eyðublað þar sem m.a. ýmsar per- sónulegar upplýsingar koma fram er það sjálfsögð regla að endur- senda umsóknir ef ekki kemur til ráðningar. Þá er eðlilegt að tilkynna umsækjendum jafnframt skriflega að ekki getur orðið af ráðningu." Hrafnhildur býst við að vinnuveit- endur sem hafa nokkurn veginn þróaða starfsmannastjórn fylgi oft- ast þessum regium og að það séu helst minni fyrirtæki sem geti brugðist. Heimildir okkar benda til þess að víðar sé pottur brotinn í þessum efnum og fólk verði að vera vakandi fyrir því hvað það er að gera. Það er ekki hægt að treysta því sem sjálfsögðum hlut að farið verði með umsóknirnar á besta hátt.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.