Pressan - 15.02.1990, Síða 20

Pressan - 15.02.1990, Síða 20
20 Fimmtudagur 15. febr. 1990 brídge Það hendir stundum að maður rekst á spil í blaðadálki þar sem sagnhafi fer niður á samningi sem ekki virðist nokkur vegur að tapa. Renndu yfir hendurnar í spilinu, áður en þú lest framhaldið, og reyndu að finna skynsamlega iskýringu á óförum suðurs í 4ra- hjarta samningi. ♦ 103 V G975 ♦ Á8763 4» 62 * G8762 ♦ K95 VÁ2 V 43 ♦ D1054 ♦ G9 4» Á4 4. KG10543 * ÁD4 V KD1086 ♦ K2 4* D87 Suður gefur, enginn á og opnar á 1-hjarta. Eftir hækkun norðurs í 2-hjörtu veður suður í bjartsýnis- kasti beint í fjögur. En geimið er upplagt eins og þú sérð. Trompið 2—2, spaðasvíning- in heppnast og vörnin virðist því máttvana. En austur sá sér leik á borði: Eft- ir útspil vesturs, laufás og meira lauf á kóng, skipti hann snarlega í spaða-níu. Sagnhafi átti nú tveggja kosta völ, hafna svíningunni og kasta spaða niður í laufdrottningu eða reiða sig á svíninguna. Kannski var boðið of rausnarlegt til þess að ástæða væri að þiggja það. Suður fór samt sem áður upp með ásinn og spilaði laufdrottningu. Ófarir! Vestur trompaði og þótt trompað væri betur í borði voru tveir tapslagir í viðbót óumflýjan- legir. skák „Skákin ódaudlega“ Til er frásögn eins þátttakanda á skákþinginu í London 1851 af þessum viðburði. Þetta var Adolf Anderssen, sigurvegarinn. Hann var stærðfræðikennari í Breslau og ekki kunnur utan Þýskalands, en vinir hans í Berlín höfðu trú á honum og styrktu hann til farar- innar. Hann skrifaði þeim bréf sem hafa varðveist og þar lýsir hann aðstæðum við taflið. Borð og stól- ar voru mjög lág, segir hann, og borðin svo mjó að taflborðin skög- uðu út yfir borðbrúnina svo að engin leið var að styðja olnbogun- um á borðið. En þetta kemur ekki að sök fyrir Englendingana, skrif- ar hann áfram, þeir eru þessu van- ir. Þeir sitja hnarreistir með þum- alfingurna í handveginum og hendurnar á vestisboðungnum meðan þeir hugsa — og þeir hugsa sjaldan skemur en hálftíma um hvern leik, hversu augljós sem hann kann að virðast. Menn gátu semsé hugsað eins lengi og þeir vildu, skákklukkur voru ekki komnar til sögunnar, tímatak- mörk voru því engin og sumir not- uðu sér það óhóflega. Á svipaða lund skrifar Kieseritsky, skák- meistarinn kunni sem talinn var líklegur til afreka, en lenti á And- erssen í fyrstu lotu og var síðan úr leik. Hann gagnrýnir Staunton fyrir seinagang, hann hafi hugsað sextán stundir alls í einni skákinni við Anderssen. í ljósi þessara um- mæla kemur á óvart að Staunton sjálfur álasar öðrum fyrir silalega taflmennsku og telur ekki stór- mannlegt að reyna að sitja and- stæðing sinn í hel í stað þess að sigra hann með hugarafli sínu. En þótt kappskákirnar gætu orðið langar nægði það ekki öllum, margir tefldu léttar skákir þess ut- an. Svo vill til að ein af þessum skákum hefur hlotið meiri frægð en nokkur skák sem tefld var á þinginu. Það er skák Anderssens við Kieseritsky sem samtíma- menn skírðu „skákina ódauð- legu“. Þrátt fyrir nafngiftina er skákin fjarri því að vera gallalaus, hins vegar er hún mjög rómantísk, djörf sókn Anderssens og djúp lokaflétta bera hugarflugi hans fagurt vitni. Hér kemur skákin, án allra skýringa: Anderssen — Kieseritsky London 1851 1 e4 e5 2 f4 ef4 3 Bc4 Dh4+ 4 Kfl b5 5 Bxb5 Rf6 6 Rf3 Dh6 7 d3 Rh5 8 Rh4 Dg5 9 Rf6 c6 10 Hgl cb5 11 g4 Rf6 12 h4 Dg6 13 h5 Dg5 14 Df3 Rg8 15 Bxf4 Df6 16 Rc3 Bc5 17 Rd5 Dxb2 18 Bd6 Dxal + 19 Ke2 Bxgl 20 e5 Ra6 21 Rxg7+ Kd8 22 Df6+ Rxf6 23 Be7 mát. — Lokastaðan: Hjá svarti hefur enginn maður fallið, en lið hans stendur aðgerða- laust og horfir á tvo riddara og biskup máta kónginn. Líklega er það þessi sigur Davíðs á Golíat sem hefur freistað til nafngiftar- innar, enda minna síðustu fjórir leikir hvíts mest á lausn á skák- þraut. Mannsfórn hvíts í 10. leik er kórrétt og leiðir til þess að svarti riddarinn verður að hörfa til g8 í 14. leik. í stað 17 Rd5, sem er upp- haf á afar snjallri fléttu, átti hvítur einfaldan vinning með 17 d4 og síðan Rd5. Svartur átti betri vörn í 19 — Db2 en 10 — Bxgl, og hann gat tafið sigurinn með 20 — Ba6, en hvítur vinnur þá með 21 Rc7+ Kd8 22 Rxa6 (Rc6 23 Bc7+ Kc8 24 Rd6 mát eða 23 — Ke8 24 Rd6+ og 25 Dxf7 mát). Skásta vörn svarts er 22 — Bb6 og gætu endalokin þá orðið snotur: t.d. 23 Dxa8 Dc3 24 Dxb8+ Dc8 25 Dxc8+ Kxc8 26 Bf8! GUDMUNDUR ARNLAUGSSON krossgátan 7 8 9 10 11 Kn'stensen Verölaunakrossgáta nr. 73 Skilafrestur er til 28. febrúar og aö þessu sinni er verölaunabókin Um hjarnbreiður á hjara heims eftirMonicu Kristensen, en þaö er Skjaldborg sem gefur hana út. Utanúskrift: PRESSAN — kross- gáta nr. 73, Ármúia 36, 108 Reykjavík. Verölaunahafi 71. krossgútu er Stefán Jakobsson, Breiðvangi Í2A „ ---- WT €Mf M iUiiIUJ III Ul. Gienn Hoddle. i í------- IIU/I/I IUCÍ ScilUU UÚKlllU Ulll lUlUUllUKUfJfJUnn

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.