Pressan - 15.02.1990, Side 27

Pressan - 15.02.1990, Side 27
Fimmtudagur 15. febr. 1990 27 FIMNITUDAGUR 15. febrúar Stöð 2 kl. 21.50 KOBBIKVIÐRISTA *** (Jack the Ripper) Bresk sjónvarpsmynd Gerd 1988 Leikstjóri David Wickes Adalhlutverk Michael Caine, Arm- and Assante, Jane Seymour, Rey McAnally og Susan George Kvennamorð Kobba kviðristu eru sígilt viðfangsefni, sem hér er tekið óvenjufaglegum tökum. Þetta er ný og vönduð sjónvarpsmynd sem Stöðin sýnir í tveimur hlutum. Mi- chael Caine fer með aðalhlutverk lögreglustjórans Fredericks Abber- line, sem rannsakar fimm morð þar sem fórnarlömbin eru öll vændis- konur. Morðmál þetta, sem átti sér stað í London árið 1888, hefur aldrei verið upplýst en nýlegar rannsóknir benda þó sterklega til hver hinn raunverulegi Kobbi kviðrista var. Handrit myndarinnar er byggt m.a. á þessum síðustu uppgötvunum og er prýðilega úr garði gert. Stjörnu- leikarar í öllum aðalhlutvérkum. Seinnihluti myndarinnar verður sýndur næstkomandi fimmtudags- kvöld. Stöð 2 kl. 23.30 REYNDU AFTUR *** (Play it Again Sam) Bandarísk bíómynd Gerd 1972 Leikstjóri Herbert Ross Abalhlutverk Woody Allen, Diane Keaton, Tony Roberts og Jerry Lacy Woody Allen leikur hér einhleypan mann sem hefur sérstakt dálæti á kvikmyndum og til þess að náigast konur bregður hann sér í gervi Humphreys Bogart. Myndin er hreint unaðsleg á að horfa og bráð- fyndin. FÖSTUDAGUR 16. febrúar Stöð 2 kl. 14.55 KARATESTRÁKURINN (The Karate Kid) Bandarísk bíómynd Gerb 1984 Leikstjóri John G. Avildsen Aballeikarar Ralph Macchio og Noriyuki ParMorita Vel heppnuð mynd fyrir alla fjöl- skylduna. Hér segir frá ungum að- komudreng í Kaliforníu sem á undir högg að sækja. Gæfan verður hon- um hliðholl þegar hann kynnist öldruðum japönskum manni sem kennir honum karate. Fátt frumlegt er hér á ferðinni en myndin er prýðilega gerð og ávann sér firna- vinsældir. Framhaldsmyndirnar sem fylgdu í kjölfarið voru mislukk- aðar. Stöð 2 kl. 22.00 ARMURLAGANNA** (Code of Silence) Bandarísk bíómynd Gerb 1985 Leikstjóri Andy Davis Aballeikarar Chuck Norris, Henry Silva, Bert Remsen og Molly Hagan Chuck Norris er hér í hlutverki lög- reglumanns í Chicago sem hirðir ekki um hefðbundnar starfsaðferðir í samskiptum sínum við glæpagengi borgarinnar. Formúluhasar og of- beldi en þrátt fyrir allt ekki svo afleit mynd. Stranglega bönnuð börnum. Ríkissjónvarpið kl. 22.55 BASTARÐUR (Bastard) Ný þýsk sjónvarpsmynd í 3 hlutum Leikstjóri Ulrich Stark Aballeikarar Peter Sattmann, Gudrun Landgrebe og Ernst Jacobi Hér er á ferðinni ný þýsk spennu- mynd sem sjónvarpið sýnir í þremur hlutum næstu kvöld. Efnisþráður- inn er á þá leið að tölvusérfræðing- ur nokkur uppgötvar alþjóðlegt net tölvusvikara og reynir að uppræta það. Hundur kemur hér mikið við sögu og léttir undir þegar mikið 'liggur við. Það ætti að vera vel þess virði að fylgjast með, því eftir því sem við komumst næst er-þetta raunsæ og mögnuð spennumynd. Stöð 2 kl. 00.05 J0HN AND MARY *** Bandarísk bíómynd Gerb 1969 Leikstjóri Peter Yates Aballeikarar Dustin Hoffman, Mia Farrow, Michael Tolan og Sunny Griffin John og Mary hittast á bar. Hoppa í bólið og sitja svo vandræðaleg við morgunverðarborðið og reyna að kynnast hvort öðru. Tilþrifalítil af- þreying með toppleikurum sem hafa oft notið sín betur en í þessari syfjulegu mynd frá tímum blóma- barna í Ameríku. LAUGARDAGUR 17. febrúar Stöð 2 kl. 14.45 SUMARIÐ KALDA '53 ★★★Vi (Cold Summer of 1953) Sovésk bíómynd Leikstjóri Alexander Proshkin Aballeikarar Valery Priyemykhov, Anatoly Papanov, Victor Stepanov, Nina Usatova og Zoya Buryak Hópur manna, sem hafa fengið sak- aruppgjöf, ræðst á gullflutningalest og felur sig því næst í skógi nokkr- um. í leit sinni að farartækjum og mat ráðast þeir á lítið síberískt þorp. Útlagi, sem hefur verið dæmdur með rangindum, berst hatramm- lega gegn ræningjunum. Atburðir þessir eiga sér stað árið 1953 við upphaf mikilla sviptinga í lífi sov- ésku þjóðarinnar. I einu aðalhlut- verkanna er einn af frægustu leikur- um Sovétmanna, Anatoly Papanov, en þetta var jafnframt síðasta hlut- verk hans. Það er Fjalakötturinn á Stöð 2 sem sýnir þessa frábæru mynd Proshkins. Stöð 2 kl. 21.20 Á FERÐ 0G FLUGI *** (Planes, Trains and Automobiles) Bandarísk bíómynd Gerb 1987 Leikstjóri John Hughes Aballeikarar Steve Martin og John Candy Enn ein ,,on the road’-myndin frá Ameríku. Þokkalega vel heppnuð og bráðfyndin á köflum. Page, sem leikinn er af Steve Martin, tekst ferð á hendur til Chicago til að dvelja þar með fjölskyldu sinni á þakkargjörð- ardaginn. Hvert óhappið rekur ann- að á leiðinni og situr Page uppi með óþolandi ferðafélaga (John Candy). Ríkissjónvarpið kl. 21.40 SKAUTA- DR0TTNINGIN **«> (Skate) Kanadísk sjónvarpsmynd Gerb 1987 Leikstjóri Randy Bradsaw Aballeikarar Christianne Hirt, Colm Feore og Patricia Hamilton Ung stúlka ætlar að ná langt í heimi skautaíþróttarinnar. Leiðin á tind- inn reynist grýtt og ekki sársauka- laus. Þetta er allvönduð mynd sem sýnir kaldan veruleika afreksíþrótta þegar öllu er kostað til, en allt fer vel að lokum. Hugguleg fjölskyldu- mynd. Stöð 2 kl. 22.50 SVEITAMAÐUR í STÓRB0RG *** (Coogan's Bluff) Bandarísk bíómynd Gerb 1968 Leikstjóri Don Siegal Aballeikarar Clint Eastwood, Lee J. Cobb, Susan Clark og Don Stroud Sögusvið þessarar gamansömu spennumyndar er New York. Sveita- lögga frá Arizona fylgir framseldum fanga til borgarinnar, en fanginn gengur henni úr greipum. Hann sýnir starfsbræðrum sínum í New York öllu óheflaðri starfsaðferðir við að leita að týndum glæpamönn- um en þeir eiga að venjast. Inn í sög- una blandast svo hinar ýmsu gerðir útskúfaðra þjóðfélagsþegna. Mynd þessi varð síðar kveikjan að vinsælli sjónvarpsseríu um lögreglumann- inn McCloud. Hún fær okkar bestu meðmæli. Stranglega bönnuð börn- um. Stöð 2 kl. 00.40 GEYMTEN EKKIGLEYMT*** (Good and Bad at Games) Bresk bíómynd Gerb 1982 Leikstjóri Jack Gold Aballeikarar Martyn Standbridge, Anton Lesser og Laura Davenport Skólalif á Bretlandi er breskum kvikmyndagerðarmönnum hug- leikið sem fyrr. Mynd þessi gerist í byrjun áttunda áratugarins í drengjaskóla í London og svo tíu ár- um síðar þegar leiðir þriggja nem- enda liggja aftur saman eftir heldur misjafna skólagöngu. Afar vönduð mynd er okkur tjáð. SUNNUDAGUR 18. febrúar Stöð 2 kl. 12.00 EINS K0NAR ÁST *% (Some Kind of Wonderful) Bandarísk bíómynd Gerb 1987 Leikstjóri Howard Deutch Aballeikarar Eric Stolz, Mary Stuart Masterson, Graig Sheffer og Lea Tompson Unglingamynd um háskólastrák sem verður skotinn í sætustu og rík- ustu stelpunni í skólanum. Framan af snýst myndin um það hvort stráknum tekst að telja í sig kjark til að bjóða henni út... Þetta er ekki algalin unglingamynd en þó má gera margt betur með sunnudaginn en eyða honum yfir þessu. Fram- leiðandi og leikstjóri myndarinnar stóðu að hinni vinsælu unglinga- mynd Sæt í bleiku. Þessi fylgir sömu formúlu en dæmið gengur ekki upp. Ríkissjónvarpið kl. 20.35 ENGLAKR0PPAR Nýtt sjónvarpsleikrit eftir Hrafn Gunnlaugsson Leikstjóri Fribrik Þór Fribriksson Abalhlutverk Gísli Halldórsson, Pétur Einarsson, Egill Ólafsson og Harald G. Haralds Þessi mynd er byggð á smásögu Hrafns Gunnlaugssonar sem birtist í safni 12 smásagna er nefnist Fiski- sagan flýgur og kom út árið 1981. Söguþráðurinn er í stuttu máli sá að bæjarstjóra í smábæ úti á landi berst til eyrna óljós orðrómur um að myrkraverk hafi verið framið í þorp- inu. Hann fer á stúfana að leita sér upplýsinga. Myndin er aðeins 40 mín. í sýningu en spennandi verður að sjá hvernig Friðriki Þór og Tony Forsberg kvikmyndatökumanni hefur tekist til. Við mælum með henni fyrirfram. FEIÍ1 K'SI eftir Mike Atkin son m dj A17MJNJctja S'JAFn rsruf^ EF. 54bLÍr\r> TVSK'JV&SUR- ÍSOÖljI £] ET^ &G VIT/ /!□ HVCKTVSfcAPI HANM TlLf dagbókin hennar Aumingja pabbi er í soddan svaka sálarkreppu þessa dagana að maður þorir varla að líta í áttina til hans. Hann var sko alvarlega skotinn í annarri konu löngu áður en hann vissi að mamma var til. Það var rosa hallærisleg sveitasöngkona í Amer- íku, sem ég vissi nú ekki að væri til fyrr en pabbi fór að tala um það hundrað sinnum á dag að „Hún!" væri að koma til íslands. Hann fékk ofbirtu í augun í hvert skipti, sem hann minntist á „Tammy", og varð svo ólýsanlega sykursætur á svipinn að mamma ákvað að láta hann fá kvóta. Hann mátti bara minnast á söngkonuna tvisvar á dag — annars varð hann að borga sekt. Pabbi mátti auðvitað til að kaupa miða á tónleikana og síðan tók hann þá upp úr veskinu og strauk voða bliðlega á hverjum einasta degi fram að tónleikunum. Daginn á undan kom kellingin fram í þættin- um hjá Hemma Gunn og ég veit ekki hvert mamma ætlaði að kom- ast. Hún hæddist svoleiðis ógeðs- lega að söngnum og öllu að pabbi missti næstum alveg stjórn á sér. Mamma sagði, að hún væri bæði eldgömul og útlifuð, en ég veit ekki við hverju þau bjuggust af mann- eskju, sem er búin að vera til svona .fimmtíu ár eða eitthvað. (Mér datt nú í hug að segja þeim að líta í speg- il, en fannst það einhvern veginn ekki passa á svona viðkvæmu augnabliki.) Svo rann tónleikadagurinn upp og pabbi gekk um gólf og rak á eftir mömmu á fimm mínútna fresti, þó það væri nægur tími. Hann — sem aldrei mætir neins staðar á réttum tíma — var lagður af stað hálftíma áður en það var nauðsyniegt, eld- rauður í kinnunum og sveittur á enninu með mömmu grautfúla í eft- irdragi. Ég vakti náttúrulega eftir þeim og þetta var þveröfugt, þegar þau komu heim. Mamma var eitt rós- rautt sæiubros, en pabbi var með sama svipinn og þegar flugeldarnir eru búnir á gamlárskvöld og hann er einmitt kominn í skotstuð. Hann fór líka beint inn að hátta og hefur ekki minnst á Tammy síðan. Mamma segir, að hann hafi fengið mjög alvarlegt áfall. Æskuástin var nefnilega búin að missa röddina og stólaði alveg á ungar bakradda- skvísur, sem redduðu henni algjör- lega. Hann frétti líka að hún væri svo hryllilega á tauginni að hún væri búin að fá magasár og alls kon- ar stressveiki og hefði tekið fullt af dóppillum, þangað til hún fór í með- ferð við öllu saman. Honum fannst samt verst að hún skyldi ekki vera jafnslétt og flott og á umslögunum utan um plöturnar. Það er bara miklu erfiðara að slétta úr hrukk- um, þegar fólk stendur í ljósaflóði uppi á sviði en á myndum, sem teknar eru í mátulega mildum fókus... Það er sem sagt ekki nema von að grey pabbi sé í mínus. (Hann treysti sér ekki einu sinni í vinnuna daginn eftir tónleikana.) Þetta var ferlegt áfall. En við reynum öll að minnast ekki á söngkonur eða Hótel ísland eða neitt. Addi bróðir fór að vísu að raula „Stand by your singer" eins og sadisti, en við mamma vorum fljótar að setja púða yfir túlann á honum. Það er sko ekkert grín fyrir kalla á gráa-fiðrings-aldrinum að fá svona þunglyndis-ástarsorgar-kast. ..

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.