Pressan - 05.07.1990, Blaðsíða 13

Pressan - 05.07.1990, Blaðsíða 13
Fimmtudagur & júlí 1990 13 Mál um kynferbisáreitni geölœknis fellt niöur hjá saksóknara Samkvæmt niðurstöðum ríkissaksóknara er ekki ólöglegt að geðlæknir stofni til kynferðissam- bands við sjúkling sem leitar meðferðar vegna geð- rænna vandamála. „Konan var sjáifráð gerða sinna,“ segir saksóknari. EFTIR BJÖRGU EVU ERLENDSDÓTTUR MYNDIR EINAR ÓLASON Geðlæknirinn starfaði um tima við Landspítalann, en þar er stærsta geðdeild landsins. Sidanefnd lœkna úrskuröar vítur Landlœknir enn meö máliö í athugun Umboösmaöur Alþingis fjallar um mál geölœknisins Siðanefnd lækna var ekki á sama máli og vítti geðlækninn, en stjórn læknafélagsins ákvað samt að halda úrskurði nefndarinnar leyndum. í fyrra skýrðu fjölmiðlar frá því að geðlæknir við sjúkrahús í Reykjavík hefði verið kærður fyrir kynferðis- lega áreitni við sjúklinga sína. Málið var kært til landlæknis og síðar rannsakað hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins og endaði hjá ríkissaksókn- ara þar sem það féll niður. Aðalkær- andinn sætti sig ekki við niðurstöðu saksóknara og afhenti Umboðs- manni Alþingis málið og þar er þaö ennþá. Jafnframt var málið kært til siða- nefndar Læknafélags íslands sem nýlega úrskurðaði í því. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR úrskurð- aöi siðanefnd vítur á geðlækninn, stjórn læknafélagsins ákvað í fyrra- dag að birta úrskurðinn ekki opin- berlega. Geðlæknirinn starfar nú er- lendis. Læknir þessi hefur starfað sem geðlæknir í mörg ár og komið víða við sögu. Hann hefur meðal annars starfað með Samtökum um sorg og sorgarviðbrögð og boðið fram aðstoð sína við Kvennaathvarfið í Reykjavík. Geðlæknirinn hefur því sinnt sjúklingum sem þurfa á aðstoð að halda vegna þess að þeir hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Kvartanir vegna framferðis lækn- isins hafa komið frá fleiri aðilum, en þegar málið kom fyrir Rannsóknar- lögreglu ríkisins var kona nokkur talin raunverulegur kærandi máls- ins. Saksóknara þótti ekki ástæða til þess að fara áfram með málið á grundvelli þessarar kæru. Ekki þótti heldur ástæða til þess að fara fram á frekari rannsókn af hálfu RLR. Geölæknirinn lét af störfum og missti lækningaleyfið um stundar- sakir meðan á rannsókn málsins stóð. Eftir að niðurstöður ríkissak- sóknara lágu fyrir sótti geðlæknir- inn leyfið aftur og fékk nýja stöðu, að þessu sinni við annað sjúkrahús. Lækningaleyfi mannsins og sér- fræðileyfi eru því áfram í fullu gildi. Siðanefnd Iækna Á fundi Læknafélags íslands í fyrradag var tekin ákvörðun um að birta ekki úrskurð siðanefndar opin- berlega að sinni, hvað sem síðar verður. Stjórn læknafélagsins ákveður það í hverju einstöku tilviki hvort birta eigi úrskurð nefndarinn- ar. „Stjórnin sá ekki ástæðu til þess að svo stöddu, og ég get hvorki stað- fest né neitað því hvort um áfellisúr- skurð hafi verið að ræða," segir Páll Þórðarson, framkvæmdastjóri Læknafélags íslands. Siðanefnd lækna hefur haft málið til meðferðar hátt í ár, eða frá því í júlí i fyrra. Þó ekki hafi fengist upp- lýsingar um úrskurðinn hjá lækna- félaginu hefur PRESSAN það eftir öðrum leiðum að læknirinn var vítt- ur. En þó að úrskurður siðanefndar hafi að vissu leyti verið geðlæknin- um í óhag hefur nefndin líklega tek- ið tillit til niðurstöðu ríkissaksókn- ara sem felldi málið niður. Ekki misnotkun En hvernig stóð á því að málið féll Rikissaksóknaraembættiö lét mál geðlæknisins niöur falla. niður hjá ríkissaksóknara, þrátt fyr- ir að vitað væri að fleiri aðiíar hefðu kvartað yfir lækninum? Embættismaður ríkissóknara, Egill Stephensen, hefur eftirfar- andi að segja um málið: ,,Það verður að líta á þetta sem eina kæru, þó einhverjar skýrslur frá fleiri aðilum hafi fylgt með, en þetta var allt meira eða minna með nafnleynd. Okkar mat var að lögin næðu ekki yfir þetta, þar sem um enga nauðung eða misnotkun í starfi var að ræða, þó svo að fram- burður konunnar hefði verið réttur. Konan var sjálfráð gerða sinna á all- an hátt. Það var heldur aldrei sann- að að kynferðislegt samband hefði átt sér stað og læknirinn neitaði því algjörlega," segir Egill Stephensen. — Ber að skilja þetta svo að lögin nái því aðeins til læknis, sem mis- notar aðstöðu sína með kynferðis- sambandi við sjúkling, að um beina nauðung sé að ræða? ,,Það þótti enginn grundvöllur til kæru í þessu sambandi, en sönnun- in var líka einstaklega erfið í þessu máli. í fyrstu var ekki einu sinni ljóst hvort konan sem kærði vildi vera eiginlegur kærandi, þar sem hún neitaði að gefa skýrslu og sendi bara inn greinargerð um málið. Þegar refsiverð brot eru kærð verður fólk að búast við því að þurfa að vitna og koma fram undir nafni," segir Egill Stephensen hjá ríkissaksóknara. Brást dómskerfið? Heimildamenn blaðsins sem studdu við bakið á kærendum (sem starfsmaður ríkissaksóknara hefur viðurkennt að hafi eiginlega verið tveir, þó önnur kæran hafi verið minni háttar) gagnrýna vinnubrögð rannsóknarlögreglunnar og telja að hún hafi ekki skilað viðhlítandi árangri til ríkissaksóknara. Sigurbjörn Víðir Eggertsson, sem afgreiddi málið af hálfu rann- sóknarlögreglunnar, segir að málið hafi verið á sínu borði frá 30. des- ember 1988 til 6. apríl 1989, eða í rúmlega þrjá mánuði, áður en það var sent ríkissaksóknara. „Eg veit ekki hver endirinn varð, en málið var rannsakað með allmörgum yfir- heyrslum og talað við mikið af fólki," segir Sigurbjörn. Stuðningsfólk kærenda, sem meðal annars er fólk úr heilbrigðis- stétt og aðstandendur Kvennaat- hvarfs og Stígamóta, segir að kon- urnar sem hafa orðið fyrir kynferð- isáreitni af völdum mannsins eigi erfitt fyrir og séu í einstaklega veikri aðstöðu til þess að sækja mál sitt. Fyrir einhverjar þeirra hafi það ver- ið algjörlega útilokað. Hvernig missir læknir starfsleyfið? Heilbrigðisráðherra er sá eini sem getur svipt lækni starfsleyfi sínu, enda er hann sá aðili sem veitir leyfið. Þetta getur gerst með þrennum hætti; vegna dómsúrskurðar, að ráði landlæknis eða að eigin frumkvæði ráðherra. En samkvæmt áliti yfirmannsins sem réð lækninn er ekki trúlegt að samstarfsmenn læknis setji sig ofar dómstólum og dæmi mann sem saksóknari hefur ekki viljað kæra. „Ég réð þennan lækni þegar hann hafði náð í starfsleyfi sitt aftur. Hann var ráðinn hér til bráðabirgða en hefur nú sagt upp og er hættur vegna þess að honum bauðst betri staða annars staðar. Maðurinn er vel menntaður, hafði unnið hjá mér áð- ur og ég hafði ekkert nema gott um hann að segja. Á meðan hann starf- aði hjá okkur rækti hann öll sín störf af alúð og samviskusemi og enginn kvartaði við okkur. Við litum svo á að málið væri rannsakað. Við erum ekki dómstóll yfir neinum manni sem hefur réttindi og ég myndi telja að það væri að leggja mann í einelti ef honum væri neitað um vinnu án þess að neitt hefði sannast á hann. Það eru sjálfsögð réttindi manns með starfsleyfi og góða menntun að fá að vinna." En hvað ef siðareglur lækna og landslög stangast á? Hver er staða sjúklinganna í slíkum málum? „Ég þekki ekki úrskurð siða- nefndar í málinu og veit ekki til þess að neitt hafi sannast á manninn. Svona mál eru vandmeðfarin því innan geðlæknisfræðinnar erum við að meðhöndla einstaklinga með truflað raunveruleikaskyn. Þetta gildir almennt án þess að ég leggi neinn dóm á þetta sérstaka mál," segir fyrrverandi yfirmaður geð- læknisins.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.